Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 35 Á NÝÚTKOMNUM geisladiski með tónlist eftir Jórunni Viðar er að finna tvær ballett- svítur og kórverk. Fyrst er ballettsvít- an Eldur, sem hér er flutt af Sinfóníu- hljómsveit Íslands undir stjórn Petter Sundquist. Verkið, sem er frá árinu 1950, er greinilega samið með dansara í huga, enda dönsuðu meðlimir úr Félagi íslenskra listdansara er það var frumflutt. Ein og sér er tón- listin ekki mjög merkileg, úrvinnsla grunnhugmyndanna er fyrirsjáanleg og endalokin ein- kennilega snubbótt, það er eins og Jórunn hafi lent í vandræðum með hvernig hún ætti á sannfærandi máta að leiða til lykta það sem á undan er gengið. Styrkur Jórunnar felst í næmri til- finningu fyrir hinu lagræna og hvern- ig hægt er að skapa stemningu með einföldum blæbrigðum, enda er hún þekktust fyrir sönglög sín, sem mörg hver eru hrífandi fögur. Fyrir þetta fyrirgefast henni formrænir veikleik- ar ballettsvítunnar; henni tekst að skapa stemningu strax í upphafi verksins, maður sér auðveldlega fyrir sér eld, tónlistin er hröð, áköf, fjörleg og laglínurnar eru grípandi. Tón- smíðin er því vel áheyrileg þó hún rísi ekki upp í dramatískan hápunkt eða sé á einhvern hátt frumleg, og að hluta til má þakka það öruggum leik Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kraftmikilli túlkun Sundquist, sem er bæði lífleg og ástríðufull. Hin ballettsvítan ber nafnið Ólafur Liljurós (samin 1952) og er næstum þrisvar sinnum lengri en Eldur. Þar leikur tónskáldið sér með lagið sem allir þekkja, um Ólaf og ásthneigðu álfkonurnar er reyna að tæla hann inn í björgin með illum afleiðingum. Því miður er tónlistin ekki eins að- gengileg og sú fyrrnefnda, hún er á köflum verulega sundurlaus og sumt, eins og valsinn sem kemur á eftir lag- inu um Ólaf, beinlínis barnalegt. Að einhverju leyti má kenna frammi- stöðu stjórnandans um, sem er Paul Schuyler Philips; engin stígandi er í túlkun hans, hún er sofandaleg og án nokkurrar viðleitni til að gera eitt- hvað markvert úr verkinu. Sama verður ekki sagt um vandaðan flutning Þorgerðar Ingólfsdóttur og Hamrahlíðarkórsins, ásamt Árna Heimi Ing- ólfssyni píanóleikara á Mansöng fyrir Ólafs rímu Grænlendings eftir Einar Benediktsson (saminn um 1960). Söngur kórsins er svo tær og bjartur að manni dettur í hug engla- söngur, og fer það sjálf- sagt eftir smekk hvort manni líkar þannig radd- beiting. En túlkunin er all- tént sannfærandi þó engl- unum fatist aðeins flugið um miðbik verksins er tenórarnir missa fókusinn; Þorgerði tekst að láta kórinn magna upp merkingu hverrar línu í textanum án þess að um tilgerð sé að ræða – og það er ekki öllum gefið. Auk þess er Jórunn á heimavelli í tónlistinni, sönglínur hennar eru fagrar og seiðandi, radd- setningin hugvitsamleg og hljómar píanósins töfrandi. Bjarni Rúnar Bjarnason er upp- tökustjóri í öllum tónsmíðunum þremur, og eru upptökurnar skýrar og mismunandi raddir í góðu jafn- vægi sín á milli. Kórtónsmíðin er að vísu dálítið lágt stillt miðað við sinfón- ísku verkin, og þegar ég hlustaði á geisladiskinn fyrst hélt ég að ég hefði óvart lækkað í græjunum þegar kór- inn byrjaði. Tónsmíðarnar á geisladiskinum passa ekkert sérstaklega vel saman, enda upptökurnar gerðar á fimm ára tímabili. Því má segja að þetta sé fyrst og fremst útgáfa með sagn- fræðilegt gildi, og sem slík er hún í heild áhugaverð. Jónas Sen Ástleitnar álfkonur TÓNLIST Geisladiskur Jórunn Viðar: Ballettsvíturnar Eldur og Ólafur Liljurós; kórverkið Mansöngur fyrir Ólafs rímu Grænlendings. Sinfóníu- hljómsveit Íslands, stjórnendur: Petter Sundquist og Paul Schuyler Philips; Hamrahlíðarkórinn og Árni Heimir Ing- ólfsson, stjórnandi Þorgerður Ingólfs- dóttir. Útgefandi: Smekkleysa. MANSÖNGUR Jórunn Viðar DANSKI presturinn Johannes Møllehave fjallar lofsamlega um Yzt, ritverk íslenska listamannsins Tolla og jarðeðl- isfræðingsins Ara Trausta Guðmundssonar í danska blaðinu Kristelig Dag- blad nú fyrir skemmstu. Møllehave hafði áður hitt þá fé- laga í Norræna húsinu og þeir lofað honum ein- taki af bókinni. „Sem betur fer hefur bókin það snið sem hún á skilið. Hver mynd er meira en listaverk – hún er kraftaverk. Sá gamli frasi um að bók sé samansett úr hæðar- punktum á vel við hér án þess að um ýkjur sé að ræða. Hlutverki málarans og sagnamannsins er meistaralega skipt niður. Tolli læt- ur ljós sitt skína á tilfinningaríkan, skynsaman og styrkan hátt, og Ari Trausti býr yfir nákvæmni jarð- fræðingsins, er traustur fagmaður en einnig skáld,“ segir Møllehave og kveður fjöll Tolla lifa, anda og búa yfir eigin persónuleika sem geri áhorfandanum kleift að skynja þá miklu krafta sem að baki búa. Tolli við eitt af málverkum sínum. Møllehave lofar verk Tolla og Ara Trausta „Meira en lista- verk“ Ari Trausti Guðmundsson ÚTGÁFA Hamrahlíðarkórsins á íslenskum vorljóðum fær góða dóma hjá vefmiðlinum Musicweb. Segir gagnrýn- andi plötuna, sem nefnist Ice- landic Spring Poem, seiðandi. „Tilhugsunin um 73 mínútur af stuttum tón- verkum fyrir kór án undir- leiks hljómaði ekki vel í mín eyru. Hve rangt ég hafði fyrir mér,“ segir í dómi gagnrýnand- ans sem telur kórinn óvenju góð- an. „Það sem er hvað mest sláandi er hve ótrúlega nákvæmur tón- söngur þeirra er í mörgum sér- lega erfiðum verkum. [Kórinn] velur sér ekki auðveld verk [...] og sum tónverkanna eru sérlega sterk þrátt fyrir að vera stutt,“ segir í dóminum. Hljóðgæðum þeirra kirkna sem tónlistin er tekin upp í er einnig hrósað og mælir gagnrýnandinn með því að tónlistarunnendur fjárfesti í tónlistinni, enda búi platan að hans mati yfir þeim eig- inleikum að geta orðið ein af þess- um óvæntu metsöluverkum. Stjórnandi Hamrahlíðarkórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Hamrahlíðakórinn hlýtur lofsamlega dóma fyrir vorljóðin. Söngur Hamrahlíðarkórsins fær góða dóma á vefmiðlinum Musicweb Seiðandi tónar Þorgerður Ingólfsdóttir MYNDLISTARMAÐURINN Hrafnkell Sigurðsson fremur gjörning í glugga Safns, Laugavegi 37, í kvöld kl. 20. Gjörningurinn nefnist Málarinn og stendur yfir í 15–30 mínútur. Gjörninginn hefur Hrafn- kell hugsað sérstaklega fyrir þennan vettvang og verður honum til að- stoðar tæknimaðurinn Haraldur Karlsson. Listamaðurinn setur í verkinu fram hugleiðingu um hlutverk sitt og stöðu gagnvart áhorf- endum. Sjá þeir hann sem upphafinn leiðbeinanda eða ósýnilegt inn- legg í eigin vangaveltur? Hrafnkell hefur verið búsettur í Lundúnum undanfarin ár þar sem hann var á sínum tíma við nám. Hrafnkell, sem heldur upp á fertugs- afmæli sitt á morgun hefur komið víða við á ferli sínum, gert skúlp- túra, myndbandsverk, framið gjörninga og tekið ljósmyndir svo eitt- hvað sé nefnt. Ljósmyndir hans af tjöldum í snjó, bráðnandi snjósköflum á bílastæði og húsum í byggingu eru m.a í eigu listasafna landsins. Fólk er hvatt til að klæða sig eftir veðri en boðið verður upp á yljandi veitingar á meðan. Braggatjald, eitt af eldri verkum Hrafnkels Sigurðssonar – sem fjall á myndfletinum. Gjörningur í glugga Safns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.