Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 71 Laugavegi, sími 511 4533. Smáralind, sími 554 3960. Kringlunni, sími 533 4533. VISA RA‹ ER SKYNSAMLEG LEI‹ TIL A‹ VERSLA ME‹ VISA RA‹GREI‹SLUM ER VARAN TRYGG‹ FRÁ VERSLUN TIL ÁFANGASTA‹AR N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 0 9 2 9 TRYGGT ÚR VERSLUN TIL ÁFANGAR- STA‹AR FLUGFÉLAG Íslands hefur ákveðið að styrkja aðstandendur sjúklinga á Barnaspítala Hringsins í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina sinna. Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Íslands, af- henti Gunnari Jónassyni yfirlækni og Elísabetu Halldórsdóttur hjúkr- unarfræðingi á Barnaspítala Hringsins 30 gjafabréf sem gilda fyrir flug að eigin vali til áfanga- staða Flugfélags Íslands innanlands. Gjafabréfin, sem eru að verðmæti rúmlega 200 þúsund krónur, munu verða í varðveislu Barnaspítalans sem mun útdeila þeim eftir þörfum. Frá afhendingunni: Gunnar Jónasson, Elísabet Halldórsdóttir, Eygló Guð- mundsdóttir, móðir Benjamíns Nökkva Björnssonar, en fjölskylda hans fékk fyrsta farmiðann, og Jón Karl Ólafsson. Styrkja aðstandendur sjúklinga á Hringnum ÁN SAMRÁÐ við hjúkrunarfræð- inga var gerð breyting á fram- kvæmd samnings milli Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og þar með vegið að sérhæfðri heimahjúkrun sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræðinga, segir í fréttatil- kynningu frá hjúkrunarfræðingun- um. Breytingin felst í því að beiðnum um heimahjúkrun er nú beint til Heilsugæslunnar í Reykjavík til ráð- gjafar. Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Fíh, sagði í samtali við Morg- unblaðið breytinguna vera sérkennilega þar sem sérfræðingar vísi á þjónustuna, en síðan sé ætlast til að þeir sem almennustu þjón- ustuna veiti gefi umsögn. Í tilkynningunni segir að þessi breyting hafi leitt af sér að beiðnum um heimahjúkrun hefur verið hafn- að á mjög óljósum forsendum og án nokkurs rökstuðnings og hafi þegar leitt til mjög skertrar þjónustu. „Yfirlýst stefna stjórnvalda er að efla þjónustu við sjúklinga í heima- húsum og fækka þar með innlögnum og legudögum á stofnunum. Í því ljósi teljum við aðför þessa að sjálf- stætt starfandi hjúkrunarfræðing- um ganga þvert á áðurgreinda stefnu stjórnvalda,“ segir í frétta- tilkynningunni. Í ályktun stjórnar Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) sem samþykkt var á fundi nýverið kemur fram að í samningnum við TR sé bókað að á samningstímanum muni samningsaðilar ræða um fram- tíðarfyrirkomulag þjónustunnar en það hafi ekki verið gert. Krefst stjórnin að TR afturkalli þær breyt- ingar og hafi fullt samráð við Fíh um alla endurskoðun á fyrirkomulagi þjónustunnar. Á stjórnarfundi Krabbameins- félagsins á dögunum var einnig sam- þykkt ályktun vegna málsins þar sem kemur fram að reiknað hafi ver- ið út að kostnaður þjóðfélagsins við heimahlynningu sé um fjórðungur af því sem væri á legudeild sjúkrahúss. „Hin nýja stefna Tryggingastofn- unar ríkisins hefur þegar haft óæskileg áhrif, hún eykur vanda sjúklinganna, sjúkrastofnanna, lækna og hjúkrunarfræðinga sem þar starfa og tefur afgreiðslu mála, sem oft eru mjög brýn,“ segir í ályktuninni. Stjórn Krabbameinsfélagsins skorar á TR að hverfa aftur að hinu fyrra vinnulagi varðandi beiðnir um heimahlynningu. Þjónusta hjúkrunarfræðinga á heimilum Beiðnum hafnað án rökstuðnings SIGURÐUR Thorlacius trygginga- læknir segir ekki rétt að breyting á samningi Tryggingastofnunar við sjálfstætt starfandi hjúkrunarfræð- inga hafi komið niður á þeirri þjón- ustu sem þeir veita. „Samningurinn stendur eftir sem áður. Það sem er um að ræða er að við erum að leita okkur faglegrar ráðgjafar með af- greiðslu beiðnanna,“ segir Sigurður. Hann segist í bréfi hafa óskað eftir samstarfi við hjúkrunarfræðingana um hvernig best sé að standa að af- greiðslu beiðnanna og bíður svars. „Breytingin snýst eingöngu um af- greiðslu á beiðnunum. Það er ekki verið að flytja hjúkrunina sem slíka.“ Sigurður segir það heldur ekki rétt að beiðnum hafi verið hafnað hjá Heilsugæslunni í Reykjavík af óljós- um ástæðum og án rökstuðnings. Hann segir að stundum komi það fyr- ir að það vanti upp á upplýsingar frá hjúkrunarfræðingunum sem skrifa beiðnirnar og þá sé reynt að fá það leiðrétt. „Samningurinn við Trygg- ingastofnun felur í sér sérhæfðari og dýrari þjónustu en hjá heilsugæsl- unni. Það þarf að skoða hvort heilsu- gæslan geti sinnt þessum verkefnum í einhverjum tilvikum. Þegar komið er svar við því þarf að hugsa um hvað á að borga fyrir þessa þjónustu. Vanda- málið er að það er hjúkrunarfræðing- urinn sjálfur sem leggur mat á þjón- ustuna. Hann á að fá greitt eftir því og þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að það sé í lagi með það mat,“ segir Sigurður um ástæður þess að samningnum var breytt. Þjónustan hefur ekki verið skert Sigurður Thorlacius tryggingalæknir LJÓSMYNDIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.