Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.12.2003, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 2003 61 var meiri meðal ungra barna á Ís- landi miðað við í nágrannalönd- unum. Járnskortur í æsku getur haft mjög alvarlegar afleiðingar svo sem á andlegan þroska. Í framhaldi af þessu þróaði rann- sóknarstofan því í samstarfi við fleiri aðila og iðnaðinn járnbætta stoðmjólk, úr íslenskri mjólk, sem er nú seld um allt land, ætluð börnum frá ½–2 ára. Rannsókn- irnar sýndu einnig að mörgu leyti heilsusamlegri samsetningu ís- lensku mjólkurinnar, bæði prótein og ekki síst fitusamsetningu miðað við þá erlendu og er það mikil- vægt í ljósi þess að börn drekka fullfeita mjólk. Þetta er einungis eitt lítið dæmi um þær rannsóknir sem hafa verið unnar á rann- sóknarstofu í næringarfræði og verið mikilvægar fyrir heilsu ungra barna en þeim er betur lýst í bókinni Sérstaða íslensku kúa- mjólkurinnar sem er nýlega komin út. Í framhaldinu er mikilvægt að skoða áhrif þessara breytinga á járninntöku og járnbúskap ungra barna með því að gera nýja rann- sókn á mataræði þeirra. Aukið nýgengi sykursýki af gerð 1, eða sykursýki barna, í ná- grannalöndum okkar öllum í Skandinavíu og Finnlandi síðast- liðna áratugi má að hluta tengja breyttri samsetningu kúamjólkur í þeim löndum. Samanburður á kúa- kynjum sem notuð voru við mjólkurframleiðslu í Finnlandi fyrir nokkrum áratugum og þeim kynbættu kúakynjum sem notuð eru í dag sýnir að fleiri en ein próteingerð hefur breyst, og að eldri próteingerðir líkjast því sem sést í íslenskri mjólk. Nýleg aukn- ing í nýgengi sykursýki af gerð 1 hérlendis, sem þó er þrisvar sinn- um lægra en til dæmis í Svíþjóð, er mögulega af aukinni notkun er- lendrar þurrmjólkur hérlendis síð- astliðin ár og af öðrum orsökum. Niðurbrotsefni mjólkurpróteina hafa reynst hafa jákvæð áhrif á vægan háþrýsting, geta eflt ónæmiskerfið og viðhalda heil- brigði æða. Í íslensku mjólkinni er meira af n-3 en í erlendri mjólk en þær hafa verið tengdar minni áhættu á hjarta- og æðasjúk- dómum. Í henni er einnig meira af svo kölluðum CLA-fitusýrum („conjugated linoleic acids“) sem hafa verið tengdar minna mitt- ismáli og taldar geta verið vörn gegn krabbameini. Lengst af höf- um við haldið að gæði mjólkur væru stöðug og svipuð víðs vegar í veröldinni en svo er hins vegar ekki þar sem kynbætur og fóðrun valda breytileika og breytileiki í próteingerðum og fitu hefur víð- tæk heilsufarsleg áhrif. Þó að lækkun fjárveitingarinnar frá fyrra ári sé áfall fyrir rannsóknina sýna alþingismenn bæði framsýni og ábyrgð á komandi kynslóðum með því að styðja áfram við rann- sóknir á íslenskri kúamjólk, heilsu og á mataræði ungra barna. Höfundur er starfsmaður rann- sóknarstofu í næringarfræði við Há- skóla Íslands og Landspítala – há- skólasjúkrahús. Allt til bútasaums 15% afslá ttur a f tilb únum pakk ning um Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 10-16 Sími: 482 4241 Gula línan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.