Morgunblaðið - 07.01.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 07.01.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Út er komin biblía hlaupamannsins Þúsundir á harðahlaupum Hlauparar og skokk-arar landsinsskipta ugglaust þúsundum, en lokatalan liggur ekki fyrir. Einn mesti hlaupagikkur Ís- lands hin seinni ár og þótt lengra væri aftur leitað er Gunnar Páll Jóakimsson, sem hljóp og keppti og var Íslandsmeistari ár eft- ir ár í sínum eftirlætis- greinum hlaupsins. Hann hefur nú tekið sig til og skrifað hlaupabók. Bók með fjölbreyttu efni er fjallar um allt frá keppn- ishlaupurum til skemmti- skokkara. Þetta er fyrsta bók tileinkuð hlaupi og hlaupurum sem komið hefur út hér á landi í mörg ár. Morgunblaðið ræddi við höfundinn á dögunum og lagði nokkrar spurningar fyr- ir hann. Svör hans fara hér á eft- ir. Hvert er efni bókarinnar, hvernig er hún sett upp? „Í fyrsta hluta bókarinnar er fjallað um ýmsa þætti þjálfunar og um það hvernig eigi að nota æfingaáætlanir. Einnig segja nokkrir hlauparar frá eigin reynslu af æfingum og keppni. Þá eru æfingaáætlanir fyrir byrj- endur og lengra komna. Fyrir lengra komna eru æfingaáætlan- ir fyrir vegalengdir frá 10 km upp í maraþonhlaup. Síðan tekur við æfingadagbók og í lokin eru upplýsingar um skokkhópa og hlaupadagskrá fyrir árið 2004 og hraðatafla til að nota við æfingar og keppni.“ Hver er hugsunin á bak við þessa bók? „Víða erlendis tíðkast að gefa út árlega sérstakar æfingadag- bækur fyrir hlaupara og hlaup- arar hér á landi hljóta að hafa sama gagn og aðrir af að færa æfingar og keppni inn í sérstaka bók sem um leið er með hand- hægar upplýsingar fyrir hlaup- ara. Þar sem ég átti í handrað- anum talsvert af fræðsluefni taldi ég upplagt að koma einhverju af því á framfæri með æfingadagbókinni.“ Þú ert sjálfur fyrrum hlaupa- gikkur ekki satt? „Ég æfði hlaup af kappi á ár- unum 1972 til 1984. Keppti í landsliðinu á þessum árum í vegalengdum frá 400 m upp í 5.000 m og dvaldi mikið erlendis við æfingar og keppni. Mín uppá- haldsgrein var 800 m hlaup og ég var oft Íslandsmeistari í þeirri grein en náði ekki metinu; þegar ég hljóp minn besta tíma, 1:50,2 mín., var Íslandsmetið 1:50,1 mín.“ Hver gefur út, hvert er upp- lagið og hvar mun bókin verða á boðstólum? „Bókin er gefin út hjá GPJ ráðgjöf, en það er ég og bróðir minn Birgir Þorsteinn, sem sá um alla upp- setningu og hönnun, sem stöndum að þess- ari útgáfu. Upplagið er tvö þúsund stykki. Bókin er seld í flestum bókabúðum og á hlau- pasíðunni hlaup.is.“ Er bókin seld eða er hún gef- in? „Hún er seld. Útsöluverð hennar er 2.490 kr.“ Hvað eru hlauparar/skokkarar margir á Íslandi í dag? „Það er erfitt að segja hve margir stunda reglulega skokk eða hlaup á Íslandi í dag. Það æfa nokkur hundruð skokkarar reglulega með skokkhópum víða um land og það eru líklega um 2000 sem taka þátt í keppnis- hlaupum á hverju ári og enn fleiri sem taka þátt í skemmti- skokki og svo er talsverður fjöldi sem skokkar án þess að taka þátt í keppni.“ Fjölgar þeim eða fækkar? „Það var mikil þátttökuaukn- ing í stærstu hlaupunum í upp- hafi síðasta áratugar en síðan var nokkur stöðnun og jafnvel fækk- un. Mín tilfinning er að nú á síð- ustu árum sé aftur talsverð aukning í hópi þeirra sem æfa hlaup reglulega. Það er mikil aukning í starfi skokkhópanna og það er hlaupið frá flestum sund- laugum landsins.“ Er ekki þetta veðravíti glat- aður staður fyrir hlaupara? „Þegar veður er gott á Íslandi er hvergi betra að hlaupa. Þegar ég fer með hlaupara upp í Heið- mörk að sumri til á mjúka skóg- arstígana segi ég þeim að það sé hvergi hægt að finna betri stað til að hlaupa á og þá er hitastigið yfirleitt eins og best verður á kosið. En vissulega getur vet- urinn verið erfiður og vindurinn er gjarnan versti óvinurinn. En góður útbúnaður gerir það að verkum að yfirleitt er bara gam- an að glíma við veðrið. Þeir sem eru að æfa fyrir keppni í fremstu röð verða reyndar að hlaupa inni á hlaupaböndum eða koma sér í æfingabúðir ef þeir ætla að halda hágæðaæfingum þegar að- stæður eru sem verstar.“ Hvað með framhald- ið … verður þetta ár- leg útgáfa? „Ef viðtökur verða góðar er ætlunin að út- gáfan verði árleg. Við bræðurnir erum þegar komnir með ýmsar hugmyndir að nýju efni. Einnig væri gaman að heyra viðbrögð þeirra sem nota bókina og bið ég þá endilega að hafa samband á netfanginu gpj@ismennt.is. Hlaup er einföld og ódýr líkamsrækt og ég hef trú á að þeim fjölgi sem ánetjast hlaupunum og þá verður stöðug þörf fyrir útgáfu sem þessa.“ Gunnar Páll Jóakimsson  Gunnar Páll Jóakimsson fædd- ist í Reykjavík 21.8. 1954. B.ed.- próf frá KHÍ 1978 og MA-próf í þjálfunarlífeðlisfræði frá San Jose State University 1989. Starfar sem framhaldsskóla- kennari. Hefur starfað sem hlaupaþjálfari hjá íþrótta- félögum og skokkhópum í 25 ár og m.a. verið hlaupaþjálfari ís- lenska frjálsíþróttalandsliðsins. Kvæntur Oddnýju Árnadóttur og eiga þau tvö börn, Arnar 12 ára og Björgu 9 ára. Upplagið er tvö þúsund stykki Eftir höfðinu dansa limirnir. ÞRÍR félagar Hjálparsveitar skáta í Garðabæ klifu hæsta tind Suður- Ameríku á nýársdag og þar á meðal Sigfrid Einarsdóttir, sem er fyrsta íslenska konan til að ná þessum áfanga. Fjallið Aconcagua í Argentínu er 6.962 m hátt og segja félagarnir úr Hjálparsveit skáta að áður hafi þrír Íslendingar náð á tindinn, síðast Haraldur Örn Ólafsson í sjö tinda leiðangri sínum fyrir tveimur ár- um. Að þessu sinni voru fjögur í leiðangrinum en Eiríkur Einarsson komst ekki alla leið vegna há- fjallaveiki. Að öðru leyti segja þau að ferðin hafi gengið vel og Haukur Parelius, Sigfrid Einarsdóttir og Haukur M. Ómarsson fögnuðu nýju ári á tindinum. Aconcagua er næst hæsti tindur sem íslensk kona hefur klifið en í fyrravor braut Anna Svavarsdóttir blað í íslenskri fjallgöngusögu þeg- ar hún kleif Cho Oyu í Himalaja- fjöllunum. Cho Oyu er sjötta hæsta fjall jarðar, 8.201 m. Haukur Parelius, Sigfrid Einarsdóttir og Haukur M. Ómarsson fögnuðu nýju ári á tindinum Aconcagua. Þrjú á hæsta tindi Suður-Ameríku STJÓRN BSRB telur mjög mikil- vægt að deila sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkisins verði leyst hið fyrsta og hvetur deiluaðila til að ganga að samningaborðinu taf- arlaust og að langtímahagsmunir sjúklinga verði hafðir að leiðarljósi við lausn deilunnar. Í ályktun stjórn- ar BSRB segir að BSRB telji fram- lag sjálfstætt starfandi sérfræðinga í heilbrigðisþjónustunni mikilvægt og því þurfi að tryggja fjárhagslegan grundvöll til að standa straum af nauðsynlegum kostnaði við þá þjón- ustu sem þeir veiti. „Hins vegar kemur ekki til greina að hálfu sam- takanna að styðja kerfisbreytingar sem fela í sér aukna markaðsvæð- ingu þar sem sjálfstætt starfandi læknar geti í senn verið á samningi við TR en jafnframt haft sjálfdæmi um hvenær sá samningur gildi og þar af leiðandi um gjaldskrá. Grundvallaratriði við lausn deil- unnar er að samtryggingakerfið verði varðveitt. Allir skulu hafa jafn- an aðgang að læknisþjónustu,“ segir á ályktun stjórnar BSRB. Í tilkynningu Félags eldri borgara í Reykjavík segir að félagið harmi þær deilur sem risið hafi milli TR og sérfræðilækna. „Þótt ákvörðun TR sé sennilega í samræmi við ströng- ustu túlkun laga um almannatrygg- ingar, lýsum við yfir undrun okkar á svo strangri túlkun vegna þess að ákvörðunin bitnar verst á eldri borg- urum er lengst og mest hafa greitt skatta til ríkisins og reksturs T.R.“ Mikilvægt að samtrygg- ingakerfið verði varðveitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.