Morgunblaðið - 07.01.2004, Page 13
Í NÓVEMBERMÁNUÐI voru flutt-
ar út vörur fyrir 16,8 milljarða króna
og inn fyrir 16,2 milljarða króna fob.
Vöruskiptin í nóvember voru því hag-
stæð um 600 milljónir króna en í nóv-
ember í fyrra voru þau hagstæð um
1,2 milljarða.
Fyrstu ellefu mánuði ársins voru
fluttar út vörur fyrir 169,7 milljarða
króna en inn fyrir 183,4 milljarða
króna fob. Halli á vöruskiptunum við
útlönd nam því 13,7 milljörðum króna
en á sama tíma árið áður voru þau
hagstæð um 14,2 milljarða. Vöru-
skiptajöfnuðurinn var því 27,9 millj-
örðum lakari en á sama tíma árið áður.
Í hálf fimm fréttum KB-banka
kemur fram að athygli veki að af-
gangur hefur ekki verið á vöruskipt-
um síðan í febrúar 2003. Fréttirnar af
vöruskiptunum höfðu jákvæð áhrif á
gengi krónunnar í gærmorgun en
krónan styrktist umtalsvert í gær-
morgun eftir að frétt barst frá Hag-
stofu Íslands um vöruskiptin.
Verðmæti vöruútflutnings fyrstu
ellefu mánuði ársins var 11,5 millj-
örðum eða 6% minna á föstu gengi en
á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir
voru 62% alls útflutnings og var verð-
mæti þeirra 8% minna en á sama
tíma árið áður. Mestur samdráttur
varð í verðmæti fiskimjöls, frysts
fisks og saltfisks en á móti kom að
aukning varð í verðmæti útflutts lýs-
is. Verðmæti útfluttra iðnaðarvara
var 3% minna á föstu gengi en á sama
tíma árið áður. Útflutningur á áli
dróst saman en á móti kom aukning á
útfluttu kísiljárni.
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu
ellefu mánuði ársins var 15,6 millj-
örðum eða 9% meira á föstu gengi en
á sama tíma árið áður. Mest aukning
varð í innflutningi á fjárfesting-
arvörum, fólksbílum, flutn-
ingatækjum til atvinnurekstrar og
neysluvörum en á móti kom að kaup á
flugvélum, reiknuð á föstu gengi,
urðu 5,8 milljörðum minni í ár en í
fyrra.
!
"
#
$%&&'
%&&%
!
"!# $
%&
!'
(
$!
'
)! * %
+,+--./
+01/2.0
!"#
$""$
%&'
+1,1,//
+/..,23
() *+)#,
$"")
%&'
Vöru-
skiptin
hagstæð í
nóvember
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 13
Fjarnám allt árið
Skráning stendur yfir á heimasíðu skólans www.fa.is
Skólameistari
ÞAÐ er markmið heimamanna á Akranesi að
halda starfsemi HB að eins miklu leyti og
unnt er í heimabyggð. Það er einnig vilji Eim-
skipafélagsins að ganga til samninga við
heimamenn um sölu á sjávarútvegsfyr-
irtækjum sínum á viðkomandi stöðum, náist
um það samkomulag. Þegar kostir þess fyrir
heimamenn að starfa með Granda annars
vegar að kaupum á HB úr Brimsamstæðunni
og hins vegar öðrum félögum eins og til dæm-
is Ísfélagi Vestmannaeyja eða Eskju á Eski-
firði virðist ljóst að Grandi er bezti kosturinn.
Aflaheimildir félaganna falla nokkuð vel
saman eins og bent er á í umfjöllun KB banka
á mánudag. Þar kemur fram að samanlagt
yrðu félögin með 8,2% allra veiðiheimilda.
Mestar yrðu heimildirnar í karfa, 30,7%,
17,4% í ufsa, 12,1% í grálúðu og 13,7% í loðnu
og mun minna í öðrum tegundum.
Samanlagt gera félögin út 5 frystiskip, 4 ís-
fisktogara og þrjú skip til veiða á uppsjáv-
arfiski. Þau reka samtals þrjár fiskimjöls-
verksmiðjur og hvort um sig öfluga
bolfiskvinnslu.
Töluverð samlegðaráhrif
Ljóst er að samlegðaráhrif gætu orðið tölu-
verð í mjöl- og lýsisvinnslu, en verksmiðjan á
Akranesi er ein sú bezt búna og afkastamesta
á landinu. Verksmiðja Granda, Faxamjöl í
Reykjavík, hefur aðeins vinnsluleyfi yfir há-
veturinn 2 til 3 mánuði og verksmiðja Granda
í Þorlákshöfn þarf nokkurra endurbóta við.
Því mætti hugsa sér að vinnsla á uppsjáv-
arfiski ykist á Akranesi eftir sameiningu.
Fyrirtækin voru í verulegri samvinnu fyrir
nokkrum misserum í landvinnslu og skiptingu
á aflaheimildum auk sölu afurða. Fátt virðist
koma í veg fyrir að slíktgeti verið tekið upp á
nýju og að annað fyrirtækið sérhæfi sig til
dæmis í karfa og hitt í annarri vinnslu. Þá
stefnir í að stöðugt verði þrengt meira að
sjávarútvegsstarfsemi við Reykjavíkurhöfn
og þá liggur það ljóst fyrir að eignir við höfn-
ina verða mjög seljanlegar. Það gæti leitt til
enn frekari flutnings á fiskvinnslu upp á
Akranes, enda er ekki nema hálftíma akstur
þangað og því í raun um sama atvinnusvæði
að ræða.
Á hinn bóginn má telja það líklegt að félög í
meiri fjarlægð, eins og Ísfélagið eða Eskja,
myndu vilja færa töluverðan hluta af starf-
semi HB, skip eða veiðiheimildir til sín eftir
að hafa lagt milljarða króna í það og styrkja
þannig eigin starfsemi. Því yrði meiri hætta á
því að atvinna og umfsvif á Akranesi drægj-
ust saman, en ykjust á móti á hinum stöð-
unum. Það virðast því mikil rök fyrir þeirri
ákvörðum heimamanna og stjórnenda HB að
vinna frekar með Granda en hinum félögun-
um.
Erfitt verðmat?
Bankinn telur erfitt að átta sig á því hversu
mikið ráðandi eigendur Brims vilji fá fyrir
HB, en líklegast verði að telja að þeir vilji
hærra verð en Eimskipafélag Íslands keypti
það á á sínum tíma. Þá var talið að um nokk-
urt yfirverð væri að ræða, en verðmætið þá
var 7,3 milljarðar króna miðað við gengið sem
keypt var á. Á sama hátt var verðið á Skags-
trendingi um 2,4 milljarðar og á ÚA tæplega
8 milljarðar.
„Grandi hefur losað frá sér nokkrar
órekstrartengdar eignir á árinu og átti í lok
september um 2,2 milljarða króna í handbæru
fé auk þess sem eignir félagsins í félögum
námu um 4,7 milljörðum og félagið á tæplega
10% hlut í eigin bréfum. Bréf Granda hækk-
uðu um 2% í viðskiptum dagsins og enduðu í
genginu 6,85 sem þýðir að markaðsverðmæti
Granda er nú rúmir 10,1 milljarður. Líklegt
má því telja að Grandi hafi alla burði til að
kaupa HB en sameiginlegt félag, Grandi og
HB, gæti því orðið eitt verðmætasta sjáv-
arútvegsfyrirtæki landsins, en Samherji er nú
metinn á tæpa 15 milljarða í Kauphöll Ís-
lands,“ segir í umfjöllun bankans.
Fréttaskýring
Grandi bezti kosturinn?
Sameining HB og Granda virðist að mörgu
leyti góður kostur og, að mati Hjartar Gísla-
sonar, til þess ólíklegri en aðrir að raska eða
draga úr starfsemi HB á Akranesi.
FJÖLSKYLDA Ingvars heitins
Helgasonar hefur selt meiri-
hluta hlutafjár í bílainnflutn-
ingsfyrirtækinu Ingvari Helga-
syni/Bílheimum Jóni Snorra
Snorrasyni og hópi sem hann er
í forsvari fyrir. Ekki er fullljóst
um hversu stóran eignarhlut er
að ræða þar sem ekki hefur
náðst til allra hlutahafa. Kaup-
verðið er sagt trúnaðarmál en
kaupin eru gerð með fyrirvara
um áreiðanleikakönnun sem
lýkur 24. janúar.
Jón Snorri Snorrason, sem er
fyrrum forstjóri Bifreiða og
landbúnaðarvéla, segist sjá
mikil tækifæri í Ingvari Helga-
syni/Bílheimum. Þar sé fyrir-
tæki með gott orðspor og sem
hefur á að skipa hæfu starfs-
fólki. „Það má segja að ég hafi
kynnst þessum markaði hjá
B&L og gripið tækifærið þegar
þessi möguleiki kom upp.“
Hann kemur sjálfur til með
að stýra fyrirtækinu en gerir
ekki ráð fyrir miklum breyting-
um á því með nýjum eigendum.
Þó segir hann óhjákvæmilegt að
ákveðnar „kúltúrbreytingar“
verði innan fyrirtækisins við
umskiptin frá því að vera stórt
fjölskyldufyrirtæki yfir í að fyr-
irtæki í eigu nokkurra fjárfesta.
Jón Snorri segir ekki búið að
ganga frá endanlegum hópi
kaupenda og vill því ekki tjá sig
þar að lútandi en Morgunblaðið
hefur heimildir fyrir því að for-
svarsmenn eignarhaldsfélagsins
Kers hafi komið að málinu.
Ingvar Helga-
son seldur
Fyrrverandi forstjóri B&L
kaupir og mun stýra fyrirtækinu
HELMINGSLÆKKUN færslu-
gjalda debetkorta viðskiptavina KB
banka þýðir að því er fram kemur í
samtali Morgunblaðsins við Friðrik
Halldórsson framkvæmdastjóra
viðskiptabankasviðs bankans, að
tekjur KB banka af þessum lið
verða á ársvísu tugum milljóna
króna minni en ella.
KB banki tilkynnti helmings-
lækkun á færslugjöldum debet-
korta nýlega. Jafnframt var til-
kynnt að í ljósi góðrar afkomu
bankans hefði verið ákveðið að end-
urgreiða einstaklingum í við-
skiptum við KB banka helming af
færslugjöldum debetkorta síðasta
ár.
Tekjur af færslu-
gjöldum tugmilljónum
króna minni
BRESKU verslunarfyrirtækin
Somerfield, Co-op og Bestway,
sem er fjölskyldufyrirtæki, hafa
slegist í hóp þeirra sem vilja eign-
ast hverfisverslanakeðjuna Lond-
is.
Í Morgunblaðinu í gær segir frá
því að verslunarfyrirtækin Big
Food Group, sem Baugur á um
11% hlut í, og hið írska Musgrave
ætli sér að ná yfirráðum yfir
Londis. Alls hafi sex aðilar sýnt
Londis áhuga, þ.á m. Somerfield
og Co-op. Einnig hefur verslunar-
fyrirtækið Nisa Today, sem rekur
Spar-verslanirnar og Costcutter,
verið nefnt í þessu sambandi.
KPMG hefur verið falið að yf-
irfara og meta tilboð sem berast í
Londis og er niðurstöðu að vænta
í lok febrúar.
Fleiri sækjast eftir Londis
ÚR VERINU