Morgunblaðið - 07.01.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2004 37
tókst að því best varð séð afar vel, þó
varað væri við of mikilli bjartsýni.
Vonin óx í brjósti um betri tíð og ham-
ingjuríka daga. Ingvar fór heim til
Ragnheiðar sinnar og allt var eins og
best verður á kosið miðað við aðstæð-
ur, og ekki annað í spilunum en að lífs-
hjólið myndi snúast Ingvari í hag. Síð-
an kom reiðarslagið. Meinin sem allir
vonuðu að væru horfin létu aftur á sér
kræla. Nú varð ekki aftur snúið, vonin
minnkaði með hverjum degi uns
raunsæið tók við og öll gerðum við
okkur grein fyrir að hverju stefndi.
Sjálfur óskaði hann þess innilega að
hann fengi að lifa jólin í faðmi fjöl-
skyldunnar, enda mikill fjölskyldu-
maður og sú ósk rættist. Eins óskaði
hann þess að hitta Lindu, elstu dóttur
sína og barn hennar Elísabetu, en at-
vikin höguðu því þannig að þau feðgin
fóru á mis hvort við annað í lífinu,
nokkuð sem Ingvar harmaði alla tíð.
Seint á aðventunni varð honum að ósk
sinni og hitti þær mæðgur og var
óendalega þakklátur fyrir það.
Ingvar hafði nokkra fótavist allt til
síðasta dags og seint að kvöldi jóla-
dags gekk hann eigin fótum, vissu-
lega dyggilega studdur, til hvílu sinn-
ar. Áður en hann sofnaði áttum við
vinirnir saman einkar notalega stund
og ræddum lítilsháttar um eilífðar-
málin. Ég spurði hann hvort hann
yrði ekki hvíldinni feginn fyrst svona
væri komið. Ingvar svaraði eftir smá
umhugsun: „Jú, eftir tvo tíma.“ Að
þessu loknu bað ég algóðan guð að
vera með honum og við kvöddumst
með orðunum: Sjáumst síðar. Um það
leyti sem sólin kom upp að morgni
annars jóladags, eins fallegasta dags
sem gefist hefur í vetur andaðist
Ingvar á heimili sínu í Hafnarfirði,
langt um aldur fram.
Ingvar tók veikindum sínum af
mikilli stillingu og æðruleysi. Hann
tók einn dag í einu og hafði eiginlega
meiri áhyggjur af ástvinum sínum.
Ingvar hafði lengst af vonina eina að
vopni og fór langt á þeirri trú að þetta
stríð gæti unnist. Ingvar var undir
það síðasta orðinn mjög trúaður, trúði
á eilíft líf og sá alltaf ljósið í myrkrinu.
Ekki er hægt að ræða um veikindi
Ingvars án þess að nefna þátt Ragn-
heiðar sem í gegnum allt saman stóð
eins og klettur við hlið hans. Af mikilli
ástúð og elsku annaðist hún hann á
heimili þeirra til hinstu stundar og
síðustu vikurnar dyggilega studd af
móður sinni Hertu. Ég á varla orð til
að lýsa því óendanlega þakklæti og
virðingu sem þær eiga skilið fyrir allt
sem þær gerðu fyrir Ingvar. Ekki má
gleyma dætrunum Tinnu, Sunnu, Sif
og stjúpdótturinni Karen sem um-
vöfðu föður sinn ást og hlýju allt til
síðustu stundar. Ekki má gleyma frá-
bæru hjúkrunarfólki og læknum
heimahlynningar sem komu hvenær
sem á þurfti að halda. Persónulega vil
ég þó þakka Helga Benediktssyni fyr-
ir einstaka umhyggju og hlýju.
Ég votta Ragnheiði, Tinnu, Sunnu,
Sif, Ingu, Má, Karen, Daníel, Hertu,
Dagrúnu, Berglindi og öðrum vanda-
mönnum mína innilegustu samúð og
vona að algóður guð styrki okkur öll á
þessari erfiðu stundu þegar við nú
kveðjum Ingvar hinstu kveðju.
Guð blessi minninguna um góðan
vin.
Rúnar Sig. Birgisson.
Í nokkrum orðum viljum við minn-
ast Ingvars, sem við kynntumst fyrst
sjö ára gamlar þegar fjölskyldan
fluttist í Stafnaselið. Tókst þá mikill
vinskapur með okkur og yngri dóttur
hans, Sunnu, og áttum við þar margar
góðar stundir. Þar voru t.d. okkar
fyrstu spor tekin í matargerð þar sem
við máttum útbúa okkar eigin útgáfu
af súkkulaðiköku þrátt fyrir að af-
raksturinn hafi ekki verið upp á
marga fiska og fáir notið þess góð-
gætis. Okkur var alltaf vel tekið á
heimili þeirra og jafnvel þegar þau
fluttu til Noregs fengum við góðar
viðtökur. Þar var oft mikið hlegið og
yfirleitt fjör í kringum Ingvar. Hann
virtist hafa einstakt lag á börnum og
okkur er minnisstætt að í einni heim-
sókninni tókst honum meira að segja
að fá okkur til að borða fisk, sem er
meira en foreldrum okkar hafði nokk-
urn tíma tekist, enda var Ingvar frá-
bær kokkur.
Það er gott að eiga góðar minning-
ar á þessum erfiðu tímum. En vitn-
eskjan um það að nú eru þjáningar
hans liðnar og hann kominn á betri
stað styrkir þá sem syrgja.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Við sendum Sunnu okkar, Tinnu,
Sif og aðstandendum öllum okkar
hjartans samúðarkveðjur og biðjum
Guð að gefa ykkur styrk í sorginni.
Ásta Heiðrún Gylfadóttir,
Björg Jónsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Ingvar Þór Halldórsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Flugukastnámskeið Nokkur sæti
laus á eftirtalin námskeið:
1. námskeið 11. janúar
2. námskeið 8. febrúar
3. námskeið 7. mars
4. námskeið 4. apríl.
Fyrstir koma, fyrstir fá.
Upplýsingar í síma 568 6051 eða
Ragnar H. í síma 698 0374.
Jeep Grand Cherokee ´99.
Glæsilegur jeppi m. öllu. Silfur-
grár, ný Good Year dekk, vél 4.7
V8. Ekinn aðeins 72.000 km. Ný-
lega innfluttur, lítur út eins og
nýr. Uppl. í síma 669 9621.
Ford Focus 1600cc Trend,
11/02, ek. aðeins 8 þ. km, 5 gíra,
5 dyra, sumar-/vetrardekk, fjarst.
samlæsingar, geislaspilari,
öryggispúðar. Verð kr. 1.530 þús.
Áhvílandi, 490 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Ford Explorer árg. '91. Ek. 186
þús. km. V6, 155 hö, sjálfsk.,
cruise c., leður, CD, toppl., sam-
læsingar, dráttarkúla, nýtt í
bremsum, alternator, nýtt púst
o.fl. Verð 350 þ. Sími 821 2912 eða
g siemsen@hotmail.com
Dodge árg. '96. Ek. 98 þús. km.
V-10, Larami. Ssk., 44"x15" FC,
loftlæsingar f/a, lækkuð hlutf.,
reimdr. loftdæla, 2 tankar, spil-
festingar f/a, stýristjakkur, leitar-
ljós, 10 kastarar o.fl. S. 699 8065.
Daewoo Nubira Polar, 1600cc, 1/
01, ek. 64 þ. km. Álfelgur, abs, ör-
yggispúðar, geislaspilari, fjarst.
Samlæsingar, kastarar, upp-
hækkaður. Verð kr. 1.190 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Daewoo Nubira Polar 1600cc,
1/01, ek. 61 þ. km. Álfelgur, abs,
öryggispúðar, geislaspilari, fjarst.
Samlæsingar, kastarar, upp-
hækkaður. Verð kr. 1.160 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Daewoo Nubira 2, 11/99, ek. 47
þ. km. Sjálfskiptur, abs, örygg-
ispúðar, rafdr. rúður. Verð 990 þ.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Daewoo Nubira 1600cc SX Stw,
ek. 67 þ. km. Abs, öryggispúðar,
þakbogar. Verð kr. 850 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Daewoo Leganza árg. '99. Ek.
35 þús. km. Til sölu mjög vel með
farinn Daewoo Leganza árg. '99.
Lítur út eins og nýr með litaðar
rúður. Uppl. í síma 868 0037.
Daewoo Lanos 1500 SE 1500cc,
09/00. Ek. 56 þ. km. 5 gíra, 4 dyra.
Geislaspilari. Verð kr. 690 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
BMW 325i árg. '91. Ek. 169 þús.
km. 192 hö., beinskiptur. M. sport-
fjöðrun. Topplúga. Kastarar. Mjög
vel með farið og gott eintak. Ásett
verð 750 þús. Uppl. í s. 663 5009.
Audi A4 T, árg. 2000. Ekinn 74
þús km. Einn með öllu, sjálfsk.,
sóllúga, 16" álfelgur, spoiler, leð-
urinnrétting o.fl. Silfur-metallic.
Verð 2.100 þús. Upplýs. 864 2839.
Vantar þig bíl?
Hringdu í AVIS
5914000
VW Bora Highline, 1600cc,
12/02, 5 gíra, ek. 16 þ. km, sumar-
/vetrardekk, topplúga, allur sam-
litur, álfelgur, aksturstölva, fjarst.
samlæsingar, geislaspilari. Verð
kr. 1.780 þús. Tilboðsverð kr.
1.575 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Suzuki Vitara JLX-SE árg. 7/98,
ek. 97 þús. km. 30" dekk, álfelgur,
toppbogar o.fl. Góður bíll.
V. 890 þús. Uppl. í s. 848 9685 eða
660 0747.
Opel Zafira 1800cc, 11/99, ek. 75
þ. km. 5 g., álfelgur, abs, geisla-
spilari, pluss-áklæði, þjónustubók.
Verð kr. 1.300 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
Nissan Pathfinder árg. '01, ek.
30 þús. Lúxusjeppi m. öllu. 3.5 V6
240 hp. Leðursæti, topplúga, ABS,
líknarbelgir, sjálfsk. Rafm. í ÖLLU.
4wd hi/lo/auto. Þetta er alvöru
lúxusbíll. Sími 694 6337.
Musso TDI STD, 7/00, 5 gíra, ek-
inn 98 þús. 38" breyttur á nýjum
38" dekkjum. GPS, loftlæstur aft/
framan, álpanna o.fl. o.fl. Verð
2.990 þús. Tilboð 2.690 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar,
Bíldshöfða 10 - sími 587 1000.
4 vélsleðar til sölu/Björgunar-
sveit Hafnarfjarðar er með 4
Yamaha Ventura 700 vélsleða til
sölu. Tveir eru árg. 2000, eknir
2.300 km og tveir árg. 2002, eknir
1.100. Sleðarnir eru með farang-
ursgrind og kössum, ásamt
negldum beltum og brúsagrind-
um. Nánari uppl. í s. 570 5070.
ALMENN DYRASÍMA- OG
RAFLAGNAÞJÓNUSTA
Set upp ný dyrasímakerfi og geri við eldri.
Endurnýja raflagnir i eldra húsnæði
ásamt viðgerðum og nýlögnum.
Fljót og góð þjónusta
Geymið auglýsinguna
Sími 893 1733 og 562 6645
JÓN JÓNSSON
löggiltur rafverktaki
jon@netpostur.is
Ótrúlegt tilboð á fallegum ljós-
myndum! FERMING, GIFTING,
BARNAMYNDIR eða hvað sem
er. Aðeins 1.500 kr. blaðsíðan
með 1, 2, 4 eða 8 myndum að eig-
in vali. EKKI MISSA AF ÞESSU!
machete@mmedia.is, 849 7826/
552 6171.
Snjóbretti + skór fyrir 20 þús. kr.
Hundabúr fyrir 10-20 kg hunda,
10 þús kr. Upplýsingar í símum
849 6264 og 557 1023.
FJARLÆGJUM STÍFLUR
VALUR HELGASON ehf.
Sími 896 1100 - 568 8806
Röramyndavél til að skoða og
staðsetja skemmdir í frárennslislögnum
DÆLUBÍLL
úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og
niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki
Renault 19 árg. '92. Ek. 153 þús.
km. Nú fer að verða síðasta tæki-
færið til að eignast þennan frá-
bæra bíl, þarfnast smá lagf. Ef þú
ert handlaginn þá er hann málið.
Skoðaður '04, lítið sem ekkert
ryð. Uppl. í síma 868 0301.
Stórhöfða 27, sími 552 2125
Opið til kl. 22 alla daga til jóla
www.gitarinn.is
JANÚARÚTSALA
GÍTARINN EHF.
ALLT AÐ
30%
AFSLÁTTUR