Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 7. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Áköf leit að samastað Vegurinn brennur frumsýnt á Smíðaverkstæðinu | Listir Viðskiptablað Morgunblaðsins | Hvernig hverfa 900 milljarðar króna?  Iceland Express á fljúgandi ferð Úr verinu | Beitn- ingavél í sex tonna trillu Fiskað fyrir 1.135 milljónir Viðskipti og Úr verinu í dag ÁSTRALSKA flugfélagið Qantas segir að bandarísk yf- irvöld vilji banna raðir við sal- erni flugvéla í vélum sem eru á leið til Ameríku. Samgöngu- ráðherra Ástralíu, John And- erson, sagðist ekki vilja bregð- ast of sterklega við tilskipun- um Bandaríkjamanna en hann byggist við að bannið gæti orðið snúið í framkvæmd. „Ég býst við að bandarísk stjórn- völd vilji með þessu forðast að fólk safnist saman með grun- samlegum hætti sem geti tengst undirbúningi á ein- hverju vafasömu, árás á flug- vélina.“ Guðjón Arngrímsson, upp- lýsingafulltrúi Flugleiða, vildi ekki gefa upp hvort félaginu hefðu borist slík tilmæli frá bandarískum yfirvöldum. „Ég get hins vegar fullyrt í þessu samhengi að fólk mun hér eft- ir sem hingað til komast óhindrað á salernið á leið til og frá Bandaríkjunum.“ Banna raðir við salerni Sydney. AP. ATKINS-megrunarkúrinn er nú far- inn að hafa áhrif á krám í Bretlandi. Yates-keðjan, sem rekur um 130 ný- tískulegar krár um landið allt, sagðist í gær ætla að bjóða viðskipta- vinum rétti í anda Atkins með miklu prótíni en litlu kolvetni. Hægt verður að kaupa Yates-borgara – grillaða kjúklingabringu með bræddum osti á milli tveggja laga af 170 gramma nautahakksborgurum í stað brauð- anna. Einnig verður hefðbundinn, enskur morgunverður lífgaður við en hann samanstendur m.a. af steiktu brauði, bökuðum baunum og myndar- legum stafla af beikoni og pylsum. „Við erum með þessu að bregðast við vaxandi áhyggjum fólks af offitu og teljum að neytendur hugsi stöðugt meira um þyngdina,“ sagði Richard Gornall, talsmaður Yates. Megrun á kránni London. AFP. ERFIÐ veðurskilyrði voru víða um land í gær og lentu menn á mörgum stöðum í erfiðleikum í veðurofsan- um. Meðal annars var illfært á fjall- vegum á Vestfjörðum og flughált og hvassviðri í Norðurárdal. Fjöldi fólks lenti í erfiðleikum á fjallvegum á Vestfjörðum í gær í af- spyrnuvondri færð og aftakaveðri. Frá hádegi var lögreglan á Patreks- firði ásamt Vegagerðinni og björg- unarsveitum að hjálpa fólki á fjall- vegum við Tálknafjörð. Engin óhöpp urðu þrátt fyrir seinaganginn og hafði öllum verið hjálpað til byggða undir kvöldið. Steingrímsfjarðar- heiði var lokað í gærkvöld vegna ófærðar en á Ísafirði gengu sam- göngur betur þrátt fyrir hálku á veg- um. Vindhviður fóru yfir 30 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli en um- ferð undir fjallinu gekk áfallalaust að sögn lögreglunnar í Borgarnesi, enda var vegurinn auður. Öðru máli gegndi um Norðurárdal þar sem var fljúgandi hálka og urðu tvö umferð- aróhöpp í Borgarfirði af þeim sökum. Morgunblaðið/Rax Úlfur, Emil og Guðmundur á leið úr skólanum í Árbænum. Þeim fannst vindurinn frískandi og skemmtilegur. Vindhraði 30–40 m/s Ljósmynd/Tómas Marshall HERJÓLFUR lenti í miklum sjó nálægt Vestmannaeyjum auk þess sem báturinn Dala-Rafn lenti í vélarbasli. „Það urðu nú engir erfiðleikar, þetta bjargaðist allt vel,“ segir Kristján Eggertsson, hafnarvörður í Vestmannaeyjum. „Það þurfti ekki að grípa til neinna sérstakra ráð- stafana, það fór allt í viðbragðsstöðu, en þeir komu vélinni strax í gang aftur. Það var dálítill strengur á tímabili, en það fór að lægja upp úr há- degi.“ Þegar verst lét komst vindhraði í allt að 40m/s á Stórhöfða. „Það voru smá skvettur á Herjólf, en þetta var allt í lagi,“ segir Kristján. Herjólfur í haugasjó SÆVAR Brynjólfs- son, 62 ára gamall skipstjóri, þraukaði gegnblautur og kaldur í um eina og hálfa klukkustund á grindverkinu efst á stefni Húna KE sem sökk um tuttugu sjómílur norðvestur af Garðskaga. Sjálf- ur segir hann að ullarnærfötin sem konan hans hafi gefið honum nú um jólin og hann var í hafi líklega skilið á milli feigs og ófeigs. „Það var bara blánefið á bátn- um upp úr og þar sat hann. Bát- urinn seig upp og niður og hann var alveg orðinn dof- inn fyrir neðan mitti,“ sagði Ásgeir Baldursson, skip- stjóri á Sólborginni sem bjargaði Sævari. Svona á sig kom- inn náði Sævar þó að standa í fæturna í efstu þverbitunum á handriðinu í stefni Húna þangað til hon- um var bjargað. Áð- ur hafði Sævar farið niður með bátnum og fest sig í línu og var hann orðinn loftlaus þegar hann loksins komst upp á yfirborð og hafði raunar sopið dálítinn sjó að eigin sögn. En ekki tók miklu betra við þegar honum hafði tekist að krafla sig upp á handriðið. „Stefni bátsins,“ segir Sævar, „gekk alltaf upp og niður í sjón- um annað veifið og ég var búinn að velta nokkrum sinnum af rekkverkinu en náði alltaf að klóra mig upp á aftur, líklega voru þetta ein fjögur eða fimm skipti. Ég stóð með fæturna í þverrimlunum í fremstu bil- unum. Það var svona dálítil undiralda og þá dúmpaði bát- urinn alveg niður þannig að ég fór í sjóinn með reglulegu milli- bili.“ Sævar segist hafa gert sér einna mestar vonir um björgun úr lofti enda hafi logað á sigl- ingaljósunum á Húna ofan í sjónum. „Ég var líka að reyna að horfa upp í loftið til að at- huga hvort ég sæi ekki þyrluna, mér fannst einna helst vera möguleiki á því að hún myndi finna mig því það logaði á sigl- ingaljósunum í bátnum ofan í sjónum.“ Þrátt fyrir að Sævar hafi séð til skipa að leit var hann ekki bjartsýnn á að þau fyndu hann. „En mér fannst ég vera það langt í burtu að ég hélt að ég myndi ekki halda þetta út. Og mér fannst svona tiltölulega ólíklegt að þau myndu ramba á mig þarna. Ég var farinn að hugleiða þarna hvenær þessi til- finning kæmi að mér yrði sama og ég dytti út af,“ segir Sævar. Sævar Brynjólfsson  Fór í sjóinn/Miðopna Hélt ég myndi ekki halda út BÚIST er við, að gengi Bandaríkjadollara haldi áfram að lækka, meðal annars vegna ótta við, að erlendir fjárfestar kippi að sér hendinni vegna lágra vaxta vestra en það myndi gera Bandaríkjastjórn ókleift að fjár- magna gífurlegan fjárlaga- og viðskiptahalla. Gengi dollarans hækkaði raunar örlítið gagnvart japönsku jeni og evrunni í gær en almennt er því spáð, að gengislækkunin muni halda áfram enda virðist það í og með vera stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum, jafnvel þótt John Snow fjármálaráðherra hafi ítrek- að enn einu sinni í gær, að sterkur dollari kæmi Bandaríkjunum best. Það eina, sem hefur haldið aftur af enn meiri lækkun dollarans, eru inngrip jap- anska seðlabankans, að sögn breska ríkisút- varpsins, BBC, og annarra fréttamiðla. Gengislækkun dollarans hefur mjög slæm- ar afleiðingar fyrir útflutning Japana og evr- ópskir sérfræðingar segja, að fari gengi evr- unnar gagnvart dollara í 1,30 eða meira sé voðinn vís. Í gær var það rétt innan við 1,27. Dregur úr áhuga erlendra fjárfesta Viðskiptahallinn og fjárlagahallinn í Bandaríkjunum halda áfram að vaxa og bandaríski seðlabankinn sýnir engin merki þess, að hann hyggist hækka stýrivexti, sem eru aðeins 1% og hafa ekki verið lægri í 48 ár. Það á sinn þátt í lágu dollaragengi og getur dregið úr viðskiptahallanum með því að gera bandaríska vöru ódýrari á erlendum mörk- uðum en innflutninginn dýrari. Á hinn bóg- inn draga þessir lágu vextir úr áhuga útlend- inga á bandarískum ríkisskuldabréfum. Gengislækkunin farin að valda erfiðleikum í Japan og Evrópu Spáð fram- haldi á lækkun dollarans JARÐSKJÁLFTI varð um þrjá kílómetra norðvestur af Hvera- gerði klukkan 23:25 í gærkvöldi. Íbúar á Kjalarnesi, í Hafnarfirði, Hveragerði og á Selfossi urðu varir við skjálftann, sem talið er að hafi verið um 3,7 stig á Richter. Á mið- nætti höfðu engar tilkynningar borist um skemmdir. Að sögn lögreglunnar á Selfossi tóku Sunnlendingar skjálftanum með stökustu ró og fáir hringdu til að tilkynna hann. Jarðskjálfti nálægt Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.