Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Clifton - Kóbrukossinn Hermína framhald ... © GLENAT © DARGAUD ÞESSI KÓBRA ER FARINN AÐ FARA Í TAUGARNAR Á MÉR! ÞEGAR HANN HEFUR LOKIÐ VERKINU ÞÁ TEK ÉG HANN ÚR UMFERÐ. JÆJA? "ÞVOTTAEFNIÐ" SÁST FARA ÚT ÚR HÓTEL ÓASIS, VIÐ BÍNUGÖTU, ... Í 18. HVERFI ... FRÁBÆRT! Í ÞETTA SINN SÉ ÉG SJÁLFUR UM VERKIÐ! ÞESSIR PAPPÍRAR SEM VIÐ LEITUM AÐ VIRÐAST VERA VIRÐI ÞYNGDAR SINNAR Í GULLI! ... Í ÞÍNUM SPORUM MYNDI ÉG HÆKKA VERÐIÐ! GLEYMDU þVÍ VILLI ... SAMNINGA VERÐUR AÐ VIRÐA! O.K. KÓBRA, ÞAÐ ERT ÞÚ SEM RÆÐUR ... ÞESSIR 10 KM GERÐU MÉR GOTT. ÉR FULL ORKU Í ÞÆTTINUM OKKAR Í DAG HEFUR RÓBERT BARDÓMS, HINN MIKLI KVENHYLLIR, ÁKVEÐIÐ AÐ KYNNA OKKUR KONUEFNI SITT, HANA ÍSABELLU ÞETTA ER STÓRKOSTLEGAS- TA KONA SEM ÉG HEF HITT! ÞAÐ SEM HEILLAR MIG MEST Í FARI ÍSABELLU ER KÍMNIGÁFA HENNAR OG ÞAÐ HVERNIG HÚN SVELGIR LÍFIÐ Í SIG! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. OKKAR vinsæli Víkverji upplýsir í Mbl. 9/12 sl.: „Illa er komið fyrir ís- lenska ljóðinu. Það selst ekki. Ef samantekt Félagsvísindastofnunar fyrir Morgun- blaðið á jólabóka- sölu dagana 25. nóv. til 1. des. er skoðuð, en hún birtist hér í blað- inu sl. fimmtu- dag, kemur í ljós að aðeins 3 ljóða- bækur náðu lág- markssölu – sem er 5 eintök – þessa daga. Þar af aðeins ein ný bók, eftir Sigurð Pálsson. Hinar eru Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum og Hávamál. Víkverji ber mikla virð- ingu fyrir ljóðinu og telur ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari stað- reynd. Hvernig getur þjóð, sem alin er upp við skáldskap í bundnu máli, sýnt þessu góða formi slíkt tómlæti.“ Þetta er vissulega mjög áhuga- verð og tímabær hugvekja. Þó er ástæða til að gera sér grein fyrir því „að þjóð, sem er alin upp við skáld- skap í bundnu máli“, hún er í greini- legu verkfalli! Nútímaljóðskáldin hafa sagt okkar 1000 ára ljóðhefð stríð á hendur! Þarna er einmitt mergurinn málsins! Í þessu sambandi er vissulega full ástæða til að hugleiða, hvernig það má vera að hámenntaðir íslensku- fræðingar sitja heima í rólegheitum með hendur í vösum og virðast ann- aðhvort ekki nenna (eða ekki þora?) að hrófla við ruglukollunum í ljóða- gerðinni sem hafa ákveðið að okkar glæsilega og einstæða ljóðhefð sé orðin „úrelt“ og þarfnist endurnýj- unar með þeim athyglisverða ár- angri, sem að framan greinir! Samtímis nýtur talsverður hópur ljóðskálda styrkja frá ríkisvaldinu og þykist illa haldinn. Ég hef lesið að okkar norræna ís- lenska tunga er talin hafa lagt grundvöllinn að öllu málvísindastarfi á Norðurlöndum. Hvílíkur menning- ararfur! Er ekki full ástæða til að spyrna við fótum áður en ómetanleg arfleifð í ljóðagerð er talin „úrelt“ og enginn þorir að hósta! Skyldu forn- bókmenntirnar einnig eiga von á því að vera taldar „úreltar“ til kennslu í skólum landsins? Að sjálfsögðu ber að hefja leift- ursókn í öllum skólum til stuðnings ljóðhefðinni, sem vissulega virðist komin á fremstu nöf og má alls ekki steypast fram af! Þjóðinni ber tafarlaust að vakna af værum blundi til sóknar og sigurs fyrir okkar ómetanlegu menningar- arfleifð í ljóðagerð! GUÐMUNDUR GUÐMUNDARSON, Lynghaga 22, 107 Reykjavík. Nýársþankar um stöðnun í sölu ljóðabóka Guðmundur Guðmundarson NÚ þegar landinn er nýbúinn að melta jólasteikina flæðir inn um flest skilningarvit líkamsræktaráróður í formi blaða-, útvarps- og sjónvarps- auglýsinga. Tími endurnýjunar á árskortum er runninn upp. Stundin er komin að verða loksins heilbrigð sál í eftirsóttum líkama. Samkeppnin er hörð enda heilu starfsstéttirnar sem hafa atvinnu sína af því að láta sófadýrin svitna. Auglýsingasálfræðin er hárhvöss og beitt. Fyrir / Eftir ljósmyndir af föl- leitum óhamingjusömum fitubollum annars vegar og skjannahvít olíubor- in „photoshop“ bros á sólbrenndum skrokkum hins vegar. Vélræn hlaupabretti og hlaupahjól með sjónvarpsskermi forða okkur frá því að njóta dagsbirtunnar undir berum himni og fylla lungun af því ferska lofti sem svo margar þjóðir heimsins öfunda okkur af. Aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn Í aðsendri grein Guðnýjar Ara- dóttur í Morgunblaðið þann 3.1. 2003. lofar hún í hvívetna hina nýju sjö þúsund fermetra og 2,5 milljarða króna heilsu- og sundmiðstöð í Laugardal. Guðný segist ekki vera í nokkrum vafa um að þessi nýja lík- amsræktarstöð, sem rúmar 15.000 manns, eigi eftir að verða mikið að- dráttarafl fyrir erlenda ferðamenn. Einhvern veginn efast ég um að margir þýskir og franskir bakpoka- ferðalangar, sem margir hverjir taka með sér eigin dósamat og ferðast um á reiðhjóli í kringum landið, hoppi hæð sína af gleði við þær fregnir að næst þegar þeir tjalda í Laugardal geti þeir haldið á sér hita á hlaupa- bretti í nýju líkamsræktarstöðinni Laugum í Laugardal. Hvað er í boði? Líkamsrækt þarf ekki að kosta neitt. Það þarf hvorki gull né plat- inumkort til að stunda heilsubætandi göngutúra, útihlaup eða hjólreiðar um göngustíga borgarinnar. Einnig kosta armbeyjur jú ekki neitt. Varð- andi íþróttaiðkun hvet ég fólk ein- dregið til þess að hugsa sjálfstætt og vera óhrætt við að prófa sem flestar mismunandi íþróttagreinar með opnum hug. Upplýsingar um fjölda íþróttagreina sem stundaðar eru hér á Fróni má t.d. finna á vefslóðinni: http://www.hugi.is/ithrottir/ GUNNAR STEINGRÍMSSON, Austurgerði 11, Reykjavík. Armbeygjur kosta ekki neitt Frá Gunnari Steingrímssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.