Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 43 mig að fara uppeftir til hans en ég var varla kominn heim úr skólanum þegar ég kvaddi mömmu með kossi og sagðist vera fara í vinnuna en þá, var ég að fara upp í búð til Grétars. Ég réð mig sjálfur í vinnu hjá hon- um svo hann losnaði ekkert við mig, alveg sama, hvað sem á gekk. Stund- um var hann úrillur en oftast mildur og í góðu skapi, svo okkur samdi mjög vel en ég sá svona mest um það að raða tómum gosflöskum og klára úr pulsupottinum hjá honum en ég mátti aldrei snerta sælgætið í búðinni nema greiða fyrir það. Ég man aldrei eftir því að hann frændi minn hafi breytt skapgerð sinni enda var hann alltaf eins alla daga, rólegur en oftast mjög alvarlegur sem ég lét ekkert á mig fá og lét það mig litlu skipta, þótt hann vildi helst ekki, að ég væri að þvælast fyrir honum. Grétar hafði sér húmor sem ég skildi aldrei en þegar við vorum úti að rúnta um bæinn 1998 heyrði ég hann í fyrsta sinn segja brandara og svo hló hann eins og hann ætti líf- íð að leysa. En ég er enn að reyna fatta brandarann hans, þannig húm- or hafði hann Grétar frændi minn, en ég mun sakna þín mjög mikið og okkar samtala hér í gegnum símann. Þú varst alltaf til staðar til að styðja við bakið á mér og oft, án þess að ég hefði nokkra hugmynd um það en það var það góða í þér elsku frændi minn. Hann var frændi minn en það eitt nægði mér, til að elska hann skilyrðislaust frá og með þeim degi, sem mamma sagði mér að þetta væri nú hann bróðir hans pabba míns. Ég hef átt mínar erfiðu stundir og sat í fangelsi þegar ég var allt í einu kallaður upp og sagt,að koma upp í heimsókn en þar stóð hann, hann Grétar frændi og baðaði út höndunum til að faðma mig svo ég ætlaði að missa andlitið. Veikur og þreyttur lagði hann á sig að aka austur á Litla-Hraun bara til að heilsa upp á mig svo það skal engan undra, að ég hafi orðið hissa þegar ég sá hann standa þarna. En það sem ég skildi aldrei var það, að nú gilda mjög strangar reglur um heimsóknargesti í fangelsinu og verður maður að sækja um með fyr- irvara og með öllum upplýsingum um gesti sína. En hann Grétar labb- aði sig bara inn og sagðist vera kom- inn til að hitta litla frænda sinn, svo Guð einn veit, hvernig hann fékk það samþykkt enda kom það fyrir einu sinni, að einn úr fjölskyldu minni kom tveimur mínútum of seint og var vísað frá. Ég held að það hafi tengst sterk bönd okkar á milli á fyrsta degi enda vaknaði ég upp eina nóttina núna um jólin og þá með Grétar í höfðinu en þá vissi ég að eitthvað var að. Svo hringdi mamma í mig til að segja mér, að hann Grét- ar minn væri farinn og vona ég nú elsku frændi minn, að þú dveljir á góðum stað í hjarta Guðs en nú ert þú líka laus úr þínum sáru veikind- um, sem þig kvöldu svo illa. Ég bið Guð að taka vel á móti þér, elsku frændi minn sem ég veit að Guð gerir með opnum örmum, eins og þú stóðst hér í fangelsinu með opna arma, til að faðma þinn glataða frænda. Þórhallur Gunnlaugsson, litli frændi þinn. Grétar vinur minn Bergmann er látinn um aldur fram. Með honum er genginn einn af dyggustu stuðnings- mönnum SÁÁ til margra ára. Hann starfaði oft að fjáröflunum fyrir samtökin og var um tíma fastur starfsmaður SÁÁ við það. Hann var hugmyndasmiður að bílalandshapp- drættinu stóra árið 1982 sem var fyrsta skrefið í að fjármagna bygg- ingu Vogs. Hann átti alfarið hug- myndina að árlegri fjáröflun SÁÁ sem fólk þekkir í dag sem Álfasölu SÁÁ. Hann sá um fyrsta söluátakið og stýrði þessari fjáröflun fyrstu ár- in. Hann sat lengi í stjórn samtak- anna, hugmyndaríkur og virkur. Fyrir þetta og allan stuðninginn í gegnum árin ber mér að þakka fyrir hönd stjórnar SÁÁ. Grétar var einn af Freeporturun- um og náði bata frá mjög illvígri áfengissýki eftir ferð til USA 1978. Þegar hann kom heim beið hans góður bati sem entist í tæp 20 ár og þá kom í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Varð aftur að lúta í lægra haldi fyrir sjúkdómnum eins og margur góður drengur. Ég kynntist honum fyrst sumarið 1979 þegar hann vann sem nætur- vörður um stuttan tíma á Silunga- polli. Það var alltaf dálítið spennandi að hitta Grétar á góðu árunum, hann var fullur af hugmyndum og lá ekki á skoðunum sínum. Hugsjónamaður upp á gamla mátann með kjaftinn fyrir neðan nefið. Aldrei leiðinlegur. Leiðir okkar lágu oft saman á komandi árum og okkur varð gott til vina enda áttum við sömu hugsjón- ina. Seinna þegar ég varð formaður samtakanna komst ég að því að það var jafn gott að eiga þig að sem stuðningsmann eins og málefnaleg- an andstæðing. Því vinur er sá sem til vamms segir. Þú lést hagsmuni SÁÁ jafnan ganga fyrir. Þú hjálp- aðir mörgum fíklunum á þessum ár- um til að komast í meðferð og marg- ir áttu þig líka að eftir meðferðina. Virkur og öflugur maður sem gust- aði af, um tíma glæsilegur verslun- arstjóri í stórri fataverslun í mið- borg Reykjavíkur. Fínn í tauinu. Þannig mun ég minnast þín Grétar minn um leið og ég þakka vináttu þína og stuðning. Þórarinn Tyrfingsson, stjórnarformaður SÁÁ. Elsku Stefanía. Með söknuði kveðjum við þig. Þú átt stóran hlut í hugum okkar allra og við geymum minningarnar um þig í hjartastað. Þökkum þér allar þær stundir sem þú gafst okkur með þér. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Þínir vinir í Viðarrima 42. Það húmar, nóttin hljóð og köld í hjarta þínu tekur völd, þar fölnar allt við frostið kalt, – en mest er miskunn Guðs. MARGRÉT STEFANÍA BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Margrét StefaníaBenediktsdóttir fæddist í Reykjavík 31.8. 1958. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar eru hjónin Benedikt Ein- arsson, f. 7.3. 1918, d. 1.4. 2001, og Mar- grét Stefánsdóttir, f. 7.9. 1918. Systur Margrétar Stefaníu eru Ragnheiður, f. 14.10. 1942, Elsa, f. 14.10. 1942, og Ás- dís, f. 4.10. 1945. Einnig átti hún fósturbróður sem foreldrar henn- ar ólu upp er hét Þorsteinn Frið- jón Þorsteinsson, f. 16.12. 1959, d. 18.2. 1979. Útför Margrétar Stefaníu fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Er frostið býður faðminn sinn, þér finnst þú stundum, vinur minn, sem veikur reyr, er megni’ ei meir, – en mest er miskunn Guðs. En vit þú það, sem þreyttur er, og þú, sem djúpur harmur sker, þótt hrynji tár og svíði sár, að mest er miskunn Guðs. Og syng þú hverja sorgarstund þann söng um ást, þótt blæði und, og allt sé misst, þá áttu Krist. Því mest er miskunn Guðs. (Sigurður Einarss. frá Holti.) Ég var svo lánsöm að fá að kynnast og vera samferða í gegnum lífið frænku minni Margréti Stefaníu. Þegar ég var lítil stelpa átti ég allt- af öruggt skjól hjá Möggu og Benna, foreldrum Stefaníu, þau voru mér alltaf svo góð. Hún var mjög ákveðin um hvernig hún vildi hafa hlutina hún frænka mín og henni fannst stundum nóg um þeg- ar við krakkarnir frá Meltröð komum í árlegt jólaboð á nýársdag til þeirra. Margrét Stefanía átti marga fal- lega hluti sem alltaf voru snyrtilega uppraðaðir og þess vegna mjög áhugaverðir til að snerta aðeins af okkur krökkunum og það líkaði henni ekki alltaf. Ég minnist alltaf þeirrar stundar þegar ég gifti mig, gestirnir flestir farnir en amma mín Guðbjörg og Margrét Stefanía sátu sem fastast og biðu þess að við hjónin opnuðum brúðkaupsgjafirnar. Ein var sú gjöf sem gladdi mig mest en það voru salt- og piparstauk- ar úr tré sem frænka mín hafði keypt sjálf og gefið okkur hjónum. Eitthvað var hún samt döpur og sagði við mig að sennilega þætti mér ekkert varið í þá því við hefðum fengið aðra fallegri stauka úr marmara. Gjöfina góðu lof- aði ég frænku minni að nota daglega og hef staðið við það. Staukarnir hafa aldrei orðið óþarfir á mínu heimili og stelpurnar mínar þekkja vel söguna um þá. Myndin í huga mér af ömmu minni og henni er enn jafn ljóslifandi og daginn góða fyrir 27 árum og ég get séð þær fyrir mér ferðast saman um himingeiminn ásamt öllum hinum fallegu englunum sem við eigum og þekktum í jarðvistinni. Sjálf hef ég alltaf litið á þessa sögu sem dæmisögu um tilvist okkar hér. Guð blessi inngöngu þína í himnaríki og varðveiti minningu þína elskulega frænka. Kolbrún Þóra Björnsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Mar- gréti Stefaníu Benediktsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR BJARNADÓTTUR, Grímshaga 3, Reykjavík, sem lést á á jóladag, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag nýrnasjúkra, símar 551 7744 og 568 1865. Einar Ögmundsson, Ögmundur Einarsson, Magdalena Jónsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Júlíus Sigurbjörnsson, Ingveldur Einarsdóttir, Trausti Sveinbjörnsson, Þórunn Einarsdóttir, Frank Jensen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEFANÍA SIGURJÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 70, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 31. desember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju í dag, fimmtu- daginn 8. janúar, kl. 13.30. Rafnkell Olgeirsson, Kristín María Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Erla Helgadóttir, Oddbjörn L. Stefánsson, Dóra M. Elíasdóttir, Fjóla Stefánsdóttir, Guðrún Ingunn Benediktsdóttir, Júlíus Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SIGURÐARDÓTTIR frá Hlíð, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 30. desember sl., verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 13:30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti dvalarheimilið Hornbrekku í Ólafsfirði njóta þess. Ásta Dómhildur Björnsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Hrönn Jóhannsdóttir, Einar Kr. Haraldsson, Sigurður J. Jóhannsson, Jóna Berg Garðarsdóttir, Gunnar L. Jóhannsson, Svanfríður Halldórsdóttir, Jóhanna Lovísa Stefánsdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BIRGIR V. SCHIÖTH, Háaleiti 3b, Keflavík, lést á líknardeild HSS í Keflavík þriðjudaginn 30. desember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingrid Lovísa Schiöth Brandt, Guðrún Schiöth, Inger Schiöth, Sveinn Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR, sem lést á nýársdag, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 9. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á styrktarsjóð krabbameinslækningadeildar 11E á Landspítalanum. Guðmundur Rögnvaldsson Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Garðarsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Laufey Marsibil Sigurðardóttir, Arnar Guðmundsson, G. Katrín Bryndísardóttir, Brynjar Guðmundsson, Þórdís Steinsdóttir og barnabörn. Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.