Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 47 ✝ Guðjón A. Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 6. janúar 1921. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 30. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðjónsson, kaup- maður í Reykjavík, f. 19. júní 1894 í Efra-Seli í Stokks- eyrarhreppi, d. 3. september 1961, og kona hans Anna María Gísladóttir, húsmóðir, f. 18. mars 1893 í Reykjavík, d. 10. apríl 1981. Systkini Guðjóns eru Karitas, f. 19. desember 1917, d. 26. ágúst 1997, Borghildur, f. 8. febrúar 1925, Kristín G. Fenger, f. 18. febrúar 1930, d. 13. nóv- ember 1999, og Hildigunnur, f. 18. janúar 1936, d. 26. júní 1936. Guðjón kvæntist hinn 2. októ- ber 1943 Þóru Hannesdóttir, f. 2. júní 1919, d. 6. febrúar 2000. Börn þeirra eru dr. Gísli Hannes Guðjónsson, prófessor og yfir- réttarsálfræðingur við Lund- únaháskóla, og Guðmundur Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóranum, fæddir 26. október 1947. Gísli er giftur Júlíu Guðjónsson. Stjúpbörn Gísla eru Rhiannon og Rowena Easton. Guðmundur er giftur Tove Bech. Börn þeirra eru Þóra Margrét og Guðjón Aðalsteinn. Stjúp- börn Guðmundar eru Ólafur Börkur og Einar Björn Guðmundssynir. Guðjón starfaði alla tíð við verslun- arstörf, fyrst í mat- vöruverslun Guð- mundar Guðjónssonar, föð- ur síns, sem stofnuð var árið 1923. Við fráfall hans árið 1961 tók Guðjón við versluninni, sem var lengst af á Skólavörðustíg 21a í Reykjavík. Árið 1968 fluttu þau Guðjón og Þóra verslunina að Vallargerði 40 í Kópavogi. Þóra starfaði í versluninni með eiginmanni sínum frá árinu 1965. Árið 1973 keyptu þau verslunarhúsnæðið ásamt íbúð á efri hæð, sem þau fluttu í. Árið 1985 hættu þau verslunarrekstr- inum vegna alvarlegra veikinda Guðjóns, en bjuggu áfram í íbúð sinni í Vallargerðinu þar til Þóra lést. Guðjón bjó eftir það um tíma hjá Guðmundi syni sínum og tengdadóttur, en flutti síðan á Sambýli aldraðra við Skjól- braut 1a Kópavogi. Síðastliðið vor hrakaði heilsu Guðjóns og flutti hann þá á Hjúkrunarheim- ilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Guðjóns fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mánudaginn 29. desember 2003 var mikil ófærð á höfuðborgarsvæð- inu. Það varð þess valdandi að í stað þess að heimsækja pabba í Kópavoginn lét ég nægja að hringja í hann. Hann var sjálfum sér líkur og kvaddi mig á sinn vanalega ást- ríka hátt. Ekki óraði mig fyrir að þetta yrði síðasta samtal okkar en hann lést í svefni þá um nóttina. Við fráfall mömmu í byrjun árs 2000 breyttist mikið í lífi pabba, sem búið hafði við heilsuleysi um langt árabil. Mamma var þeim hæfileikum gædd að hún sá alltaf jákvæðu hliðarnar á öllu og glað- lyndið slíkt að það var eins og erf- iðleikar væru ekki til. Þar sem þau hjónin ráku verslun saman um ára- tuga skeið voru þau ákaflega sam- rýnd. Þótt því fylgi sjálfstæði að vera með eigin atvinnurekstur var neikvæða hliðin sú að þau tóku sér aldrei frí frá vinnu, nema mamma nokkrum sinnum þegar hún fór til útlanda, aðallega til að heimsækja Gísla bróður og fjölskyldu hans. Þegar pabbi fékk heilablæðingu ár- ið 1985 var verslunarrekstrinum sjálfhætt, enda mamma þá einnig orðin mikill sjúklingur. Það var erf- iður tími sem þá fór í hönd m.a. vegna þess að þau hjónin urðu að hætta með verslunina og setjast í helgan stein. Það var gefandi starf að vera kaupmaðurinn á horninu eins og það var kallað í þá daga, þar sem allt var miklu persónulegra en nú er. Í því umhverfu nutu þau hjónin sín ákaflega vel. Viðbrigðin sem bar svo skjótt að urðu því mik- il. Allt fór þetta þó vel og þau hjón- in áttu saman ágætis stundir eftir þetta þrátt fyrir erfið veikindi og nutu þess að sjá barnabörnin vaxa úr grasi. Fyrsta árið eftir fráfall mömmu bjó pabbi hjá mér og fjölskyldu minni. Hann flutti síðan á Sambýli aldraðra að Skjólbraut 1a, Kópa- vogi, og síðastliðið vor á Hjúkr- unarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hann dvaldi allt til dauða- dags. Á þessum stöðum naut hann góðrar aðhlynningar og kynntist yndislegu fólki. Fyrir það erum við þakklát. Nú er komið að kveðjustund, fað- ir kær. En minningin um þig lifir áfram. Guðmundur Guðjónsson. Ég hitti Guðjón fyrst árið 1977 þegar ég trúlofaðist Gísla syni hans. Guðjón var í þá daga vinnu- samur verslunareigandi, ákaflega hlýr persónuleiki og gaf mikið af sér. Ég fann að ég var velkomin í fjöl- skylduna. Vegna þess að við Gísli bjuggum í Englandi sáumst við sjaldnar en við hefðum kosið. Einu sinni, eftir að Guðjón veiktist árið 1985, kom hann í heimsókn til okk- ar til Englands. Síðastliðið sumar komum við Gísli til landsins, ásamt dóttur minni Rowenu og barnabarni Arc- hie. Þá hittumst við í síðasta skipt- ið. Blessuð sé minning þín elsku tengdafaðir. Júlía Guðjónsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Elsku afi. Minningin um þig mun lifa með okkur um alla tíð. Við elskum þig. Þóra Margrét og Guðjón Aðalsteinn. GUÐJÓN AÐALSTEINN GUÐMUNDSSON listamaður fann strax hvar feitt var á stykkinu, því honum datt ekki í hug að breyta verkum hennar, enda hafði Sigurlaug verið þrjá vetur á teikniskóla í Ósló. Hann kenndi henni mikið um litameðferð. Hún dásamaði hann sem persónu og listamann. Það er kímnin sem ein- kennir flest málverkin, raunar hélt hún því fram að það væri gamla Öxneyjarseiglan og taldi sig líkjast Edward Munch mest af öllum mál- urum. Ekki leiðum að líkjast. Sigurlaug var elsta dóttir hjónanna Jónasar Jóhannssonar, óð- alsbónda í Öxney, og Elínar Guð- mundsdóttur. Móðir hennar dó af barnsförum og voru þá 14 börn á lífi. Ég ætla mér ekki þá dul að ætlast til að nútímafólk skilji hvað blasti við börnunum í Öxney við lát móðurinn- ar. Þar eru börn sem fengu ekki að vera börn því þau þurftu að axla ábyrgð sem var svo óhemjustór að flestum féllust hendur. Samt komust 13 börn upp og Jónas eignaðist síðar dóttur svo Öxneyjarsystkinin voru 14. Sigurlaug var þeirrar gerðar að hún bar ekki tilfinningar sínar á torg. Samt sagði hún mér hvernig henni leið, þegar þau þrjú elstu komu heim úr heyskap í úteyjum og móðirin og litla barnið dáin. Hún fór alein út á eyju og grét og grét. Öll voru börnin vel gefin en þraut- in þyngri að mennta svo stóran hóp. Sigurlaug komst til Reykjavíkur þar sem hún vaskaði fisk vestur í bæ og fékk nóg fyrir skólavist á Laugar- vatni tvo vetur. Hún vann alla erf- iðisvinnu kvenna og komst síðar í húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Fyrsta verk hennar eftir skólann var að sjá um mötuneyti í Reykja- nesi fyrir 60 karlmenn. Þar bakaði hún, var með þrímælt og þrisvar sinnum kaffi á hverjum einasta degi. Meira að segja afhýddi hún hverja einustu kartöflu ofan í mannskap- inn. Þar að auki varð hún að sækja vörur sem Djúpbáturinn kom með frá Ísafirði, sjálf að bera níðþunga fiskpakka og allt. Þegar ég spurði af hverju hún hefði ekki kvartað, sagði hún mér að orðsporið varð að vera þannig að stúlkan kvartaði ekki. Alltaf blundaði hjá henni mennta- þráin og þar sem Jóhann bróðir hennar var kominn til framhalds- náms í Noregi, varð úr að hún færi þangað. Fyrst í vist, síðan á Sta- bækk sem strax að stríði loknu var gerður að háskóla. Við vitum auðvit- að ekki hvað hefði gerst, hefði stríð- ið ekki sett strik í reikninginn, þ.e.a.s. Sigurlaug varð tveimur ár- um lengur í Noregi en ella. Hún nýtti tímann vel sem fyrr segir með listnámið og lauk líka með garð- yrkju sem sérgrein. Heima tók við starf og veikindi. Eins og fólk frá stríðshrjáðum lönd- um lenti í, fundust hjá henni berkl- ar. Hún lá lengi á berklahæli í Dan- mörku en þeir tóku sig upp þrisvar. Einnig fékk hún mænuæxli og fleiri sjúkdómar hrjáðu hana. Samt lét hún ekki deigan síga og málaði af krafti. Einkalíf hennar var afar farsælt, hún giftist Snorra Tómassyni frá Grindavík. Það ríkti mikil virðing og gagnkvæmt traust í hjónabandinu og þau voru samhent um reisn og risnu sem jafnan einkenndi heimili hennar. Sigurlaug var falleg kona, há og grönn og það sópaði að henni. Hárið var rautt með gullinni slikju. Hendur hennar sannkallaðar lista- mannshendur sem fólk nefnir svo, langar og grannar eins og aðallinn á málverkum El Grecos hefur. Hún var vinföst og vinavönd. Það var ekki ónýtt fyrir mig að eiga hana að vini alla tíð og vera ævinlega kvödd með: og komdu svo fljótt aftur. Lífi stórbrotinnar og mikilhæfrar konu er lokið. Lífið var henni and- streymt á stundum með ástvina- missi og langvinnum veikindum en dauðinn var henni líknsamur. Hún vildi vera heima og tókst það með hjálp Öldu systurdóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Þau umvöfðu hana kærleika og ástúð þannig að hún þurfti í engu að sýta að hafa ekki sjálf eignast börn. Hún var mikil nútímakona, fljót að tileikna sér tækni, sjálfstæð og ferðaðist mikil til útlanda, alla leið til Ástralíu þegar Alda og Ragnar bjuggu þar. Allan tímann rúmföst í Danmörku var hún í málanámi í bréfaskóla og náði góðum tökum á ensku og þýsku auk norsku og dönsku. Það var í samræmi við lífsskoð- anir hennar að láta ekki ellina buga sig, þrjár kynslóðir Öxneyinga, ég og fleiri vinir vorum hjá henni dag- inn áður en hún fékk áfallið. Ég sá að hún var albúin að sameinast ást- vinunum , eyjunum, fuglum og blómum sem hún túlkaði svo vel í verkum sínum. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til Jóhanns, Guð- rúnar, Kristínar, Hildar og Elínar. Án þess að halla á nokkurn er hér hjartans þakklæti til Öldu, Ragnars og fjölskyldu sem gerðu henni kleift sl. áratug að lifa sjálfstæð og með reisn sem henni bar. Ars longa, vita brevis – listin er löng – lífið er stutt. Verkin lofa meistarann, þau lifa okkur og verða óbornum kynslóðum æ til yndis. Engin var sem hún. Erna Arngrímsdóttir. Myndlistarástandið í landinu hef- ur verið ýmsum áhyggjuefni, enda er nú margt í samtímanum mynd- listinni frekar í óhag. Eitt hefur mönnum þó yfirsést í öllum bar- lómnum, enda flokkast það tæpast undir nýbreytni, nefnilega aukinn vegur sjálflærðra myndlistarmanna af eldri kynslóð, svokallaðra einfara eða næfista. Áður óþekktir og for- sómaðir hafa þeir vakið athygli jafnt erlendra og innlendra listunnenda; safnarar bera sig ítrekað eftir verk- um þeirra og málþing eru haldin um náttúru þeirra og verðleika. Óhætt er að segja að þetta end- urmat á verkum einfara í íslenskri myndlist hafi hafist fyrir alvöru með herferð Björns Th. Björnssonar í þágu þess yndislega málara heið- ríkjunnar og sakleysisins, Ísleifs Konráðssonar, á öndverðum sjö- unda áratugnum. Í kjölfarið tóku ungir listamenn nokkra sjálflærða listamenn upp á arma sér og sýndu í Gallerí SÚM ár- ið 1974 og öðru hvoru skaut verkum einfara upp á samsýningum aldr- aðra. Ég er samt á því að hin síðari ár hafi fátt vakið eins mikla athygli á verkum íslenskra einfara og ríku- lega myndskreytt viðtal við Sigur- laugu Jónasdóttur, listmálara frá Öxney, sem birtist í tímaritinu Storð um vorið 1984. Sem viðtalshöfundi er mér málið skylt, og get ég stað- fest að eftir útkomu tímaritsins, með sinni eftirminnilegu forsíðu af útaf- liggjandi sjómanni, upphófust linnu- lausar símhringingar til okkar beggja, þar eð fólk úti í bæ vildi fyr- ir alla muni kynnast þessari sér- kennilegu listakonu og eignast verk eftir hana. Sigurlaug var óvön þess- ari athygli og aukinheldur áhugalítil um sölu á myndum sínum. Því þró- aði hún með sér pottþétta aðferð til að losna við það sem hún kallaði ,,kvabb“, nefnilega að skella á við- mælendur sína. Ef það dugði ekki var þrautalendingin að vísa á ábyrgðarmann viðtalsins. En snúðurinn á listakonunni virt- ist einungis auka á áhuga listunn- enda. Árið 1985 hlaut Sigurlaug listamannalaun, fyrst íslenskra ein- fara, hún var einn helsti burðarásinn í bók sem ég tók saman um verk þeirra árið 1988 og verk hennar hafa verið í öndvegi á öllum helstu sýn- ingum á verkum íslenskra einfara sem haldnar hafa verið hin síðari ár. Og óhætt að segja frá því að þegar aðstandendur Listasafna Íslands loksins brutu odd af oflæti sínu og keyptu verk eftir íslenskan einfara, urðu myndir Sigurlaugar fyrir val- inu. Þar sem næf myndlist er til um- ræðu eru verk hennar gjarnan nefnd fyrst til sögunnar, og enn er hringt til ábyrgðarmanns áður- nefnds viðtals til að spyrjast fyrir um heilsu listakonunnar og málara- iðkan. Á stundum stóð tæpt með hvorttveggja, en nú er loks ljóst að ekki verður lengur sett upp staffelí í litlu stofunni á Hjarðarhaganum. Hringur Jóhannesson, kennari Sigurlaugar, leiddi okkur saman snemma á níunda áratugnum með því fororði að þar færi mikil hæfi- leikamanneskja á vettvangi næfrar myndlistar. Árið 1968 hóf Sigurlaug nám við Myndlistarskólann í Reykjavík hjá Hring, og vildi að sögn læra að mála eins og Ásgrímur Jónsson. Hringur sá hvað í kellu bjó og hvatti hana til að mála frekar myndir af æskuminningum sínum. Í rauninni er það greinagóð lýsing á öllu því sem eftir hana liggur. Lífið á Breiðafjarðareyjum á öðrum og þriðja tug síðustu aldar varð Sig- urlaugu óþrjótandi viðfangsefni til hins síðasta og túlkaði hún það af ástúð, næstum því þjóðfræðilegri nákvæmni og tíðum með ívafi ísmeygilegrar kímni. Um leið verður þetta eyjalíf eins konar táknmynd þess erfiðis sem íslensk alþýða þurfti að leggja á sig á fyrstu árum íslensks fullveldis. Aðal Sigurlaugar sem listmálara er síðan bjart litrófið; þar var hún ,,náttúrutalent“ eins og sagt er, sló hvergi feilnótu. Í viðkynningu var Sigurlaug með skemmtilegustu konum sem ég hef umgengist, einlæg, greind, hlý og fróðleiksfús. Heimsóknir til hennar fóru fram eftir sérstöku ritúali. Fyrst þurfti að gera vart við sig sím- leiðis með góðum fyrirvara, og þeg- ar á hólminn var komið beið gestsins sterkt kaffi á fínu postulíni, stafli af firnagóðum pönnukökum, konfekt og koníaksstaup, helst fjögurra stjörnu Napóleon. Skilyrðið var að gestgjafinn nennti að baka pönnu- kökur („Síðan ég byrjaði að mála nenni ég ekki að búa til mat“) ann- ars var vísiteringin blásin af. Að kaffitrakteringum loknum voru nýjustu myndir dregnar fram úr fataskáp eða undan rúminu – Sig- urlaug málaði gjarnan sitjandi á rúmstokknum – og rætt um það sem í þeim var að finna og hvort skerpa þyrfti á dráttum eða magna upp lit- fleti í þágu frásagnarinnar. Þar var Hringur helsti ráðgjafi hennar, en ég fékk líka að hafa á þessu skoðun. Sumar myndirnar vöktu með Sig- urlaugu kátínu, þá sagði hún frá at- burðarásinni í þeim í smáatriðum og hló hvellt og eilítið háðslega að und- arlegum uppátækjum mannanna. Í því sambandi gat hún líka kastað fram stökum. Sigurlaug gat verið ólíkindatól, því verður tæplega á móti mælt. Stundum þóttist hún ekki skilja áhuga fólks á ,,þessu drasli“, mynd- unum sem hún var að mála og harð- neitaði að selja þær, eins og áður er minnst á. Þess á milli þótti henni vænt um að heyra gott umtal um myndir sínar, einkum ef málsmet- andi aðilar voru bornir fyrir því. Henni var einnig skemmt þegar menn buðu stórar fjárhæðir í þessar myndir, en átti svo til að rétta þeim þær að gjöf, bara af því að þeir voru viðkunnanlegir eða ættaðir úr Breiðafirði. Og hún var ,,kóketta“ fram undir áttrætt, bar á sig varalit og hringsnerist eins og yngismær með glampa í augum í kringum unga karlmenn sem komu í heimsókn. Sigurlaug var sjúklingur stóran hluta ævi sinnar og fór iðulega drjúgur tími í heimsóknum í nýjustu rannsókna- og læknasögur hennar, sagðar án nokkurrar sjálfsvorkunn- ar, en þær enduðu gjarnan með kaldranalegum yfirlýsingum um að nú væri sennilega komið að endalok- unum. Í næstu heimsókn dró lista- konan síðan fram helmingi fleiri myndir en í fyrra skiptið og upplýsti jafnframt að hún væri nýkomin úr sólarferð til Spánar og væri á förum til Ástralíu, þar sem hún átti ætt- ingja. Alla tíð fór Sigurlaug sínu fram, átti sig sjálf, hvernig sem veröldin veltist. Heimsstyrjöldin síðari setti hana ekki út af laginu, en þá var hún innikróuð í Noregi, ekki heldur berklaveikin í kjölfar stríðsins og missir systkina og eiginmanns, Snorra Tómassonar, sem hún giftist á áttræðisaldri. Ef til vill var mál- aralistin helsta sjálfstæðisyfirlýsing þessarar dugmiklu alþýðukonu. Blessuð sé minning Sigurlaugar Jónasdóttur frá Öxney. Aðalsteinn Ingólfsson.  Fleiri minningargreinar um Sig- urlaugu Björnsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.