Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 63
og setja það á haus.“ Á Hilmar Örn þar við að Cam- pion leitast í myndinni við að kafa dýpra ofan í sögupersónur, varpa upp áleitnari spurningum og svara þeim af meira hispursleysi en tíðk- ast hefur. Auk þess reyndi hún að feta ótroðnar slóðir í sjálfri kvik- myndagerðinni, beita öðrum stíl hvað varðar kvikmyndatöku, lýs- ingu og klippingu. Staðfestir Hilm- ar Örn að einn liður í þessu hafi verið að fá hann til að semja kvik- myndatónlistina í stað einhverra af hinum „fastráðnu“ höfundum kvik- myndatónlistar í Hollywood. Og því hafi þetta verkefni ekki verið eins mikil viðbrigði fyrir sig og frá- brugðið því sem hann hefur áður gert og í fyrstu sýnist. „Ég náði strax sambandi við það sem hún var að fara og það var ein- mitt af þessum ástæðum sem ég féllst á að vera með.“ Leitað að inni- legri tónlist En hvernig kom til að íslenskt tónskáld var fengið til verksins? „Campion og framleiðandinn Laurie Parker voru að leita að höf- undi sem gæti samið innilega tón- list, þá tónlist sem best gæti lýst því sem gerðist í höfði aðalpersón- unnar, sem er svona bæld en draumlynd. Það sem þær höfðu heyrt af minni tónlist virðist greini- lega hafa fallið að þeim óskum þeirra því þær þurftu að gera nokkra leit að mér og fundu mig loks með aðstoð bandaríska fram- leiðandans Jims Starks.“ Aðspurður hvaða kvikmyndatón- list það hafi verið sem sannfærði þær um að hann væri rétti mað- urinn í verkið segist hann halda að það hafi verið tónlistin við Börn náttúrunnar og Cold Fever. „Svo eftir að ég sendi þeim Engla al- heimsins þá fannst þeim það enn ein sönnunin um að þessi áferð væri eitthvað sem passaði.“ Hilmar Örn segir þær Campion og Parker hafa lagt fram mjög skýrar hug- myndir um það hvernig tónlist þær vildu, báðu hann um að kafa inn í aðalpersónuna til að finna réttu tónana, en gáfu honum að öðru leyti frítt spil sem hann segist hafa notið. „Snertingin skiptir miklu máli í myndinni og ég ákvað því að taka sérstaklega mið af því með því að hafa alla áferð á tónsmíðunum og flutningi sérstaklega mjúka og við- kvæmislega.“ Ruffalo er snillingur Samstarfið við þær Campion, Parker og aðra er komu að mynd- inni segir Hilmar Örn hafa verið krefjandi en um leið afar gefandi. Ekki vann hann beint með leik- urunum og átti ekki við þá sam- skipti fyrr en vinnu við myndina var lokið. Ber hann þeim vel sög- una, Meg Ryan og Mark Ruffalo, sérstaklega þó Ruffalo sem hann segir mikinn snilling. „Hann var algjör upplifun fyrir mig, er alveg ótrúlegur leikari. Hann er líka allur annar en hann virðist í fyrstu. Algjört kamelljón, hollningin og líkamsburðurinn. Svo ljúfur og yfirvegaður, hægur og heimspekilegur. Ætli lífsreynsla hans hafi ekki haft sitt að segja. Hann var ekki fyrr búinn að slá í gegn eftir áratuga strögl þegar hann fékk heilaæxli og þurfti að gangast undir tvísýna aðgerð. Kraftaverk réði því að hann náði fullum bata og sú reynsla virðist hafa sett mjög mikið mark á hann því hann er fullur auðmýktar.“ Ruffalo þessi leikur einmitt í mynd sem Valdís Óskarsdóttir klippir um þessar mundir, Eternal Sunshine of The Spotless Mind og segir Hilmar Örn Valdísi bera hon- um sömu söguna. Viðbrögð við myndinni hafa verið afar hörð og hafa erlendir gagnrýn- endur ýmist lofað hana í hástert eða úthúðað henni. Hilmar Örn er alsæll með myndina og segist gleðj- ast yfir ofannefndum viðbrögðum því það þýði að myndin hafi hreyft við áhorfendum. Það er annars af allsherjargoð- anum að frétta að hann var að eign- ast dóttur fyrir hálfum mánuði síð- an og er því í föðurlegum stellingum þessa dagana. Hann hef- ur nýlokið við að semja tónlist við nýja heimildarmynd eftir Þorfinn Guðnason, sem verður frumsýnd í næstu viku og heitir Skjóni fer á fjall. Önnur verkefni liggi þó ekki ljós fyrir. „Ég er svo hjátrúarfullur að ég vil helst ekki ræða eða til þeirra hugsa fyrr en búið er að staðfesta þau.“ Hilmar Örn verður viðstaddur frumsýningu In The Cut í kvöld en almennar sýningar hefjast á morgun í Háskólabíói. Hilmari Erni þykir mikið til leik- arans Mark Ruffalo koma. Meg Ryan leikur rithöfundinn og há- skólakennarann Franny Thorstin sem á í eldheitu ástarsambandi við lögreglumann (Ruffalo) sem rann- sakar hrottafengin fjöldamorð. skarpi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 63 Kl. 8 og 10. Með ensku tali. Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. www.laugarasbio.is Will Ferrell Sýnd kl. 5, 6, 9 og 10. „Ein besta jólamynd sem sést hefur...“ Hjörleifur Pálsson, Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com Yfir 60.000 gestir á 10 dögum!  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“ HJ MBL „Besta mynd ársins.“ SV MBL Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  Skonrokk FM909 Sýnd kl. 6. B.i. 10 ára. Sýnd kl. 6. B.i. 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. www .regnboginn.is Yfir 60.000 gestir á 10 dögum! HJ MBL „Besta mynd ársins.“ SV MBL  ÞÞ FBL „VÁ. Stórfengleg mynd.“  EPÓ kvikmyndir.com „Besta ævintýramynd allra tíma.“ Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.