Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 61
Í UPPHAFI spyr höfundur og þul-
ur, Hannes Hólmsteinn Gissurarson
undirstöðuspurninga um skáldjöfur-
inn Halldór Kiljan Laxness: Hver var
hann, hvað rak hann áfram, hvert fór
hann? Leitast síðan við að svara og
sannast þá hið fornkveðna: „Þegar
stórt er spurt er fátt um svör.“
Í heimildarmyndinni Í leit að Lax-
ness, sem mun hafa orðið til meðfram
heimildasöfnun höfundar í þriggja
binda verk sitt um skáldið, aflar
Hannes fanga á hefðbundnum slóð-
um í frétta-, heimilda- og kvikmynd-
um en langmestur tími myndarinnar
er rand á milli landa og stórborga þar
sem meistarinn dvaldi á löngum og
farsælum ferli. Myndavélin eltir síð-
an Hannes til Evrópu og Ameríku.
Staðnæmist á torgum og kaffihúsum,
utan við hótel og heimili þar sem
Halldór áði á ferðum sínum. Hefur
þeytinginn í Kóngsins Kaupmanna-
höfn, þar sem Halldór vann sinn
fyrsta sigur á erlendri grund; seldi
dagblaði smásöguna Den tusindaa-
rige islending, aðeins 17 ára ungling-
ur. Þaðan haldið til Þýskalands;
Leipzig, Berlínar, Róm, komið við í
klausturgarðinum á Sikiley áður en
haldið er vestur um haf.
Þá taka við áningarstaðir Halldórs
í Manitoba, Hollywood, á Langasandi
og San Francisco. Aftur er haldið til
Evrópu um Ísland, London, Moskvu,
Stokkhólm ... Hannes í forgrunni,
ýmist með fet milli handa eða fingur
saman. Fléttar inn í reisubókarkorn-
in gamalkunnum viðtölum og bætir
við tveim, þrem kímnisögum.
Eflaust skemmtilegasta ferðalag
fyrir þátttakendur en spurningunum
ósvarað og lítið bólar á Laxness um-
fram það sem áður er vitað.
Á slóðum
meistar-
ans
SJÓNVARP
Sjónvarpið
Íslensk heimildarmynd. Handrit og þulur:
Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Tónlist-
arval og klipping: Sigurgeir Orri Sig-
urgeirsson. Kvikmyndataka og hljóðsetn-
ing: Guðmundur Bergkvist. Sýningartími
49 mín. BF útgáfa 2003. RUV í des.
2003.
Í LEIT AÐ LAXNESS
Sæbjörn Valdimarsson
DÁNARBÚ Georges Harrisons hefur höfðað
mál á hendur einum læknanna sem annaðist
Harrison þegar hann lá banaleguna fyrir rúm-
um tveimur árum en læknirinn er sagður hafa
nánast neytt bítilinn fyrrverandi til að árita
gítar. Í málsskjölunum segir að Harrison hafi
færst undan og sagt: „Ég er ekki viss um að ég
muni lengur hvernig nafn mitt er stafað.“ En
læknirinn á að hafa svarað: „Svona, svona, þú
getur gert þetta,“ og stýrt síðan hönd Harr-
isons meðan hann skrifaði nafn sitt á gítarinn
með erfiðismunum.
Dánarbúið vill fá í hendur gítarinn og tvö
spjöld, sem það segir að Harrison hafi áritað
fyrir Gilbert Lederman, sem er krabbameins-
sérfræðingur sem veitti Harrison geisla-
meðferð vegna tveggja stórra krabbameins-
æxla. Harrison lést í nóvember árið 2001 af
völdum lungnakrabbameins og heilaæxlis.
Wayne Roth, lögmaður Ledesmans segir að
málshöfðunin sé fáránleg og skjólstæðingur
sinn hafi ekki beitt Harrison neinum þving-
unum. Lögmaður dánarbúsins segir, að ekkja
og sonur Harrisons telji, að frétt sem birtist í
slúðurblaðinu National Enquirer sé rétt um að
læknirinn hafi fengið Harrison til að árita gít-
arinn til að auka verðgildi hans. Með fréttinni
birtist mynd af syni Ledermans með gítarinn.
Læknir fékk Harrison til að
árita gítarinn á dánarbeðinum
Reuters
Minjagripir er tengjast George Harrison fengu
margfalt verðgildi eftir að hann féll frá.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Útsala
30-40%
afsláttur af
stígvélum
og vetrar-
skóm
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040
Útsala
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
32
55
0
1/
20
04
www.utilif.is
afsláttur
30%
70%
til
... núna á þremur stöðum
Smáralind
Sími 545 1550
Glæsibæ
Sími 545 1500
Kringlunni
Sími 575 5100
Nýtt kortatímabil hefst í dag!