Morgunblaðið - 08.01.2004, Side 26

Morgunblaðið - 08.01.2004, Side 26
AUSTURLAND 26 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Seyðisfjörður | Í dag hefst vinnsla í frystihúsinu á Seyðisfirði að nýju eftir tveggja mánaða hlé. Adolf Guðmundsson keypti reksturinn eftir að Útgerðarfélag Akureyringa lokaði húsinu og hætti starfsemi á Seyðisfirði seint á síðasta ári. Við það urðu ríflega fjörutíu Seyðfirð- ingar atvinnulausir og olli það miklu umróti í bænum. Voru um nokkurra vikna skeið áhöld um hvort tækist að fá nýja rekstraraðila og lagði bæj- arstjórn nótt við dag til að reyna að leysa málið. Adolf opnar í dag frystihúsið undir nafni Brimbergs ehf., en áður hét það Dvergasteinn. Hann er ekki ókunnugur rekstri frystihússins, því hann hefur verið viðloð- andi reksturinn á ýmsan máta frá árinu 1982 til 1995. „Undanfarna daga hefur verið unnið að end- urbótum í húsinu,“ sagði Adolf í samtali við Morg- unblaðið. „Við fórum í að laga gólfin í vinnslusaln- um, mála og snurfusa. Síðustu daga hefur verið farið yfir allar leyfisveitingar á Fiskistofu og við vorum að skipta um kennitölu á fyrirtækinu. Þetta verður ekki Dvergasteinn lengur heldur færist reksturinn yfir á gamalt fyrirtæki sem ég átti; Reykhúsið, sem fær síðan nafnið Brimberg ehf. Húsið er í minni eigu eins og er en það koma fleiri aðilar að þessu innan skamms. Sá sem verður framleiðslustjóri hjá mér, Gunnlaugur Bogason, og bróðir hans Ómar Bogason, verða eigendur með mér að þessu. Um aðra get ég ekki sagt að svo stöddu, því það er ekki handfast, en það eru nokkrir aðilar sem hafa sýnt því áhuga að koma að þessu með okkur.“ Þá hefði farið að molna hér úr Adolf segir það hafa tekið lengri tíma að koma frystihúsinu aftur í gang en menn vonuðust til í fyrstu. „Mitt tilboð var samþykkt 18. nóvember og þá var bara of stuttur tími til stefnu til að fara af stað fyrir áramót. ÚA hætti hér rekstri og taldi að húsið væri erf- itt og þyrfti miklar viðgerðir og framkvæmdir til að gera það rekstrarhæft. Ég veit ekki hvort að þau ummæli hafa fælt menn frá kaupum, en menn stóðu ekkert í biðröðum að koma að þessu. Ef það hefði dregist mikið lengur að koma húsinu af stað hefðum við misst fólkið í burtu og þá hefði farið að molna hér úr. Í svona litlu samfélagi hefði það ekki gengið upp til lengdar að vera með hátekjumenn og svo fólk sem gengur um atvinnulaust. Þetta er nú kannski meginástæða þess að ég ákvað að kaupa. Inn í þá ákvörðun kemur einnig að nauðsynlegt er fyrir Gullberg ehf., sem gerir út togarann okkar, Gullver, að hafa áframhaldandi aðstöðu, kæligeymslur og annað slíkt við frysti- húsið og það hefði haft veruleg áhrif á rekstur skipsins að missa þá aðstöðu.“ Vinnslan á svipuðum nótum Adolf segir að ekki verði gerð nein breyting á rekstri Gullversins í bráð. „Við höfum verið að senda karfa, grálúðu og aukategundir á erlendan markað, höfum flutt út þorsk þegar verð hefur verið hátt, s.s. stærri fisk- inn, en að öðru leyti hefur verið landað hér inn í hús þorski, ýsu og ufsa. Það er hugsunin áfram. Frystihúsið fær þennan fisk, þorsk, ýsu og ufsa inn, en við þurfum að bæta við okkur hráefni og leita eftir viðskiptaaðilum eða kaupa á markaði, það liggur alveg fyrir. Vinnslan í húsinu verður á svipuðum nótum til að byrja með. Það er engin launung að við förum í ferskan útflutning eins og allir aðrir og reynum að gera það á þann hátt að við getum komið sem mestu af okkar vörum út ferskum. Það er raunar ekki útlit fyrir að það verði í ýsu og ufsa, en í þorskhnökkum eigum við góða möguleika og framtíðin verður svo að leiða í ljós hvort við getum komið meira fersku hráefni á markað. Við ætlum að fara rólega af stað og höfum ekki efni á að vera í neinni tilraunastarfsemi. Verðum að vita hvað við erum að gera frá degi til dags og verðum að vera útsjónarsamir í því sem við erum að gera.“ Sama fólk ráðið aftur Adolf segir ætlunina að fara í loðnufrystingu í samstarfi við Síldarvinnsluna ef færi gefst og er unnið að undirbúningi þessa dagana. Hvað mannahald varðar verða ekki miklar breytingar frá því sem var. Adolf segir mjög gott starfsfólk hafa verið í frystihúsinu gegnum tíðina og gengið sé út frá því að sem allra flestir verði teknir aftur í húsið. Um brotthvarf ÚA frá rekstri frystihússins seg- ir Adolf það endurspegla að þeir vilji reka sitt fyr- irtæki vel. „Þeir voru búnir að tapa peningum hér og þetta var kannski eðlileg ákvörðun í ljósi þess. Ég get ekki gagnrýnt það í sjálfu sér, þó auðvitað megi segja að maður hafi verið ósáttur við að þeir fóru frá. Mitt samstarf við ÚA og Skagstrending í gegnum tíðina hefur verið mjög gott og farsælt og við höfum átt ágætt samstarf eftir að ÚA hætti rekstri hússins. Þetta er tilraunarinnar virði,“ segir Adolf. „Við þolum að sjálfsögðu ekki botnlausan taprekstur og það er engum, hvorki okkur, starfsfólkinu né staðnum greiði gerður með því að tapa miklum peningum á þessum rekstri. Við ætlum að gefa þessu góðan tíma og sjá til hvernig gengur.“ Flestir starfsmenn sem misstu vinnuna þegar ÚA hætti rekstri endurráðnir Frystihúsið á Seyðisfirði hefur aftur vinnslu í dag Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Unnið að lokafrágangi í frystihúsinu: Stefán Ómar Stefánsson, Jacek Molenda og Ragnar Konráðs- son leggja síðustu hönd á viðgerðir fyrir opnun frystihússins í dag. Adolf Guðmundsson. Búðardalur | Dalamenn kvöddu jól- in eins og flestir landsmenn með brennu og flugeldum. Björg- unarsveitin Ósk var með útsölu á flugeldum fyrr um daginn og höfðu menn mikið af bombum og flugeldum til að skjóta upp af til- efninu. Morgunblaðið/Helga H.Ágústdóttir Jólin kvödd í Dölunum ÞRETTÁNDAGLEÐIN á Ísafirði var fjölmenn og mjög vel heppnuð að þessu sinni. Í tunglskinsbjörtu kvöldhúminu söfnuðust bæjarbúar saman á götum úti ásamt margs konar skrautklæddum kynjaver- um, þessa heims og annars. Blysför lagði af stað frá skátaheimilinu við Mjall- argötu, með álfakonung og álfadrottningu í broddi fylkingar, og farið var á Eyrartún þar sem álfa- dansinn dunaði fram eftir kvöldi. Sungið var og dansað við dynjandi harmonikkuleik og einnig voru jólasveinar á ferð, ásamt foreldrum sínum, Grýlu og Leppalúða. Að loknum álfadansi hélt blysförin af stað á ný og nam staðar við verslunarmiðstöðina Neista þar sem fram fór kraftmikil flugeldasýninghjá björg- unarsveitarmönnum. Ísfirðingar stóðu úti í tunglsljósi Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Þróunarstofan | Umsóknarfrest- ur um starf framkvæmdastjóra Þró- unarstofu Austurlands rann út um helgina. Fjórtán hafa sótt um, en ekki fæst gefið upp hverjir þeir eru. Elísabet Benediktsdóttir hætti sem framkvæmdastjóri í desember sl. og hefur Gunnar Vignisson gegnt starf- inu til bráðabirgða. Stefnt er að því að nýr framkvæmdastjóri hefji störf í febrúarbyrjun.    Stórir bankar og litlir | Um ára- mót bárust Sparisjóði Norðfjarðar erindi frá hvorum tveggja Lands- banka og Íslandsbanka, þar sem beðið var um viðræður vegna hugs- anlegrar sameiningar. Munu lang- flestir sparisjóðir landsins hafa feng- ið viðlíka bréf frá stóru bönkunum um svipað leyti. Haft er eftir Sveini Árnasyni sparisjóðsstjóra að Spari- sjóður Norðfjarðar sé ekki falur. Fjarðabyggð | Við Verkmennta- skóla Austurlands í Fjarðabyggð verður tekið upp nýtt námsmats- kerfi á vorönn 2004. Kerfið bygg- ist á þrískiptingu annarinnar, þar sem mat verður lagt á náms- framvindu nemenda þrisvar á önn- inni. Kennt er í fimm vikur og í sjöttu viku eru próf, auk þess sem kennarar leggja mat á aðra vinnu nemenda. Tilgangurinn er að nemendur fái stöðugra og markvissara mat á námi sínu, um leið og þeir geta séð í hvaða námsþáttum þeir standa sig vel og í hvaða námsþáttum þeir þurfa að bæta sig. Stöðugt alhliða námsmat Hugmyndin að þrískiptingu ann- arinnar er komin frá Finnum, en auk þess eru kenningar um stöð- ugt alhliða námsmat ,,Authentic Assessment“ hafðar að leiðarljósi. Í stað þess að byggja matið á einu prófi eða nokkrum prófum er fjöl- þættra upplýsinga aflað og skipu- lega unnið úr þeim. Nemendum eru birtar einkunnir eftir hverja námslotu. Umsjón- arkennarar afhenda nemendum einkunnablað þar sem námsþættir eru sundurliðaðir. Hvert mat gildir þriðjung af heildarmati. Við lok annar fær nemandinn eina heildar- einkunn sem byggist á þrískiptu námsmati annarinnar.    Nemendur fá markvissara námsmat

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.