Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 28
DAGLEGT LÍF
28 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Árlegar jólaútsölur eru hafnar í velflestum verslunum þrátt fyrir að enneigi ef til vill einhverjir eftir að skilajólagjöfum sem ekki hentuðu eða
pössuðu. Að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur, full-
trúa kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna,
hafa verslanir almennt ekki tekið upp verklags-
reglur um skilarétt sem settar voru fyrir þrem-
ur árum að tilstuðlan iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytisins, Neytendasamtakanna, ASÍ, og
Samtaka verslunar og þjónustu. Valgerður
Sverrisdóttir viðskiptaráðherra afhenti merkið
um skilarétt til forsvarsmanna Samtaka um
verslun og þjónustu þann 9. desember árið 2000
í verslunarmiðstöð Kringlunnar. Merkið gátu
þær verslanir fengið sem samþykktu þessar
nýju verklagsreglur um skilarétt, gjafabréf og
inneignarnótur.
Meginatriði þessara reglna eru: Réttur til að
skila ógallaðri vöru sé a.m.k. 14 dagar frá af-
hendingu. Vörur sem merktar eru með gjafa-
merki gera kassakvittun óþarfa við skil. Inn-
eignarnótur skulu miðast við upprunalegt verð
vöru. Gjafabréf og inneignarnótur gilda í allt að
4 ár frá útgáfudegi. Skilaréttur tekur ekki til
útsöluvöru. Verslanir, sem samþykkt hafa að
starfa samkvæmt reglunum, fá til afnota sér-
stakt skilaréttarmerki.
Því miður hefur komið í ljós að fæstar versl-
anir hafa séð eða kynnt sér þessar leiðbeinandi
reglur, en Neytendasamtökin vona að kaup-
menn kynni sér reglurnar og geti séð sér hag í
að fara eftir þeim, að sögn Sesselju. „Eins og
staðan er í dag þurfa viðskiptavinirnir að hafa
fyrir því að spyrja um verklag hverrar versl-
unar við kaup á vöru vilji þeir tryggja að viðtak-
endur gjafanna fái að skila þeim gegn réttu
verði. Það er sífellt að aukast að verslanir hefji
útsölur strax eftir jól, en það er mikil skerðing á
rétti neytandans. Eftir að útsölur eru hafnar
bjóða margar verslanir einungis útsöluverð fyr-
ir vörurnar og í öðrum verslunum gilda inn-
eignarnótur ekki á útsölum. “
14 daga skilaréttur
„Þær verslanir sem tileinkað hafa sér verk-
lagsreglurnar veita bestu þjónustuna hvað
skilaréttinn varðar og við hjá Neytendasamtök-
unum bendum neytendum hiklaust á að versla
þar sem skilaréttarreglum er framfylgt. Við
vörukaup á það að vera á hreinu hver skilarétt-
urinn er, en samkvæmt verklagsreglunum er
hann 14 dagar frá kaupum, enda sé kassakvitt-
un eða sambærilegri sönnun framvísað. Gjafir
skal vera hægt að fá merktar með gjafamerki
og þá á ekki að vera þörf á að framvísa kassa-
kvittun þegar vöru er skilað. Þannig miðast
jólagjafir við afhendingu 24. desember. Sam-
kvæmt verklagsreglunum skal við skil vöru
miða við upprunalegt verð hennar, en þó má
miða við útsöluverð ef vöru er skilað eftir að út-
sala hefst og varan var keypt innan 14 daga frá
upphafi útsölunnar. Skili
neytandi vöru, eins og að
framan greinir, á hann
þó alltaf rétt á að fá inn-
eignarnótu og skal þá
miða við upprunalegt
kaupverð vörunnar. Inn-
eignarnóta gildir þó ekki
á útsölu fyrr en 14 dög-
um eftir að hún hefur
verið gefin út. Ef ég skila
vöru inn á fullu verði í
dag og fæ inneignarnótu
og útsalan byrjar á
morgun, get ég ekki not-
að inneignarnótuna fyrr
en í fyrsta lagi 14 dögum
síðar. Með þessu er verið að minnka mögu-
leikann á því að fólk geti skilað inn vöru og
keypt síðan sömu vöru á útsölu daginn eftir
eins og margir kaupmenn óttast mest. Einnig
eru dæmi um að verslanir, sem setja sínar eigin
reglur, stimpli inneignarnótur sínar með áletr-
uninni „gildir ekki á útsölum“ og takmarka
þannig rétt neytandans.
Límmiðana hvergi að sjá
Í verklagsreglunum segir að hafi seljandi
ákveðið að veita neytendum skilarétt á ógall-
aðri vöru, skuli hann í verslun sinni, svo og við
sölu og afhendingu á vöru gefa skriflega og á
aðgengilegan hátt upplýsingar um þann skila-
rétt. Því til viðbótar eru kaupmenn hvattir til að
gefa neytendum til kynna rétt sinn með ein-
földu og skýru merki í versluninni, límmiðum,
sem eru álíka stórir og greiðslukortin. Límmið-
arnir eru m.a. fáanlegir hjá Neytendasamtök-
unum og á stendur Skilaréttur – þinn réttur.
Að sögn Sesselju er kvartað yfir vöruskilum
árið um kring þó mest sé það í kringum útsöl-
urnar. „Ég fór því í haust ásamt fleirum í vett-
vangskönnun í Kringluna, Smáralind, á Lauga-
veginn og víðar til þess að athuga hvort og þá
hvar skilaréttarreglum er framfylgt. Nið-
urstaða þessarar litlu
skyndikönnunar var sú
að límmiðana var ekki að
sjá í neinum búð-
arglugga og því var ekki
að sjá að ein einasta
verslun framfylgdi skila-
réttarreglunum þó svo
að við vitum að margar
verslanir standa sig vel
hvað þetta varðar.
Ættu þær verslanir nú
þegar að setja merkið á
áberandi stað í verslun
sinni þar sem þær fylgja
reglunum án þess að við-
skiptavinurinn sjái það
strax þegar hann verslar. Ég vil sérstaklega
nefna verslanirnar Next og Zöru, sem við höf-
um vitneskju um að greiða viðskiptavinum sín-
um peninga til baka sé vöru þar skilað í stað
þess að gefa út inneignarnótu, sem ýmsar kvað-
ir virðast fylgja.
Listi fyrirmyndarbúða
Neytendasamtökin vilja eindregið beina því
til kaupmanna að þeir virði verklagsreglur um
skilarétt og vilja samtökin fá vitneskju um þær
verslanir, sem tileinkað hafa sér reglurnar, svo
hægt sé að útbúa lista yfir fyrirmyndarbúðir,
sem birtar verða á heimasíðu Neytenda-
samtakanna. „Neytendur eiga að fá að vita um
rétt sinn þegar vara er keypt í stað þess að
þurfa að margspyrja um alla þessa sjálfsögðu
þætti, sem standast svo misjafnlega þegar á
reynir. Neytendasamtökin reka öfluga kvört-
unarþjónustu sem neytendur notfæra sér í rík-
um mæli,“ segir Sesselja að lokum.
Inneignarnótur
gildi á útsölum
Réttur neytenda er oft virt-
ur að vettugi þegar kemur
að því að skila jólagjöfunum.
Margar verslanir fylgja
góðum viðskiptaháttum en
aðrar bjóða útsöluverð fyrir
vörur, sem keyptar voru á
fullu verði fyrir jól.
join@mbl.is
Morgunblaðið/Ásdís
Sesselja Ásgeirsdóttir: Fulltrúi kvört-
unarþjónustu Neytendasamtakanna.
Morgunblaðið/Ásdís
Skilaréttur: Verslanir geta fengið lím-
miða í búðargluggann þar sem fram
kemur að þeir fylgi skilaréttarreglum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Verslunareigendur: Fæstir hafa séð eða kynnt sér leiðbeinandi reglur um skilarétt.
SKILARÉTTUR| Erfitt getur reynst að skila jólagjöfum
MISNOTKUN kreditkorta hefur aldrei verið meiri í
Noregi en síðastliðið haust og í Dagbladet í Noregi
kemur fram að kortasvindl nemi yfir 1,5 milljörðum ís-
lenskra króna á ári þar í landi. Kortasvindl gengur í
bylgjum en talið er að alþjóðleg glæpasamtök eigi oft
hlut að máli.
Skiptar skoðanir eru á því hvort hin svokölluðu
smartkort eigi eftir að leysa vandamálið, en enn er
nokkuð í að þau verði tekin í notkun í Noregi. Á meðan
má gera ráð fyrir því að svindlarar haldi áfram að af-
rita segulrönd á kortum, útvega sér kort með fölskum
persónuupplýsingum og áfram munu kort hverfa í pósti
á leið til viðtakanda.
Eitt mesta kortasvindl sem uppgötvast hefur í Nor-
egi átti sér stað síðastliðið haust þegar gestir fimm
sundstaða lentu í því að kort þeirra voru afrituð á með-
an þeir héldu að þau væru trygg í læstum skápum.
Nokkrum vikum síðar kom reikningur upp á tugi þús-
unda norskra króna frá súludansstöðum. Europay
kortafyrirtækið er talið hafa tapað yfir 8,5 milljónum
íslenskra króna í þessu svindlmáli.
VISA Ísland á vaktinni
Á vef VISA á Íslandi, www.visa.is, kemur fram að
misnotkun korta þekkist ekki nema í litlum mæli hér á
landi. Hún sé einkum fólgin í því að reynt er að nota
kort sem stolið er af handhafa áður en viðkomandi
verður var við að kortið er horfið og getur tilkynnt það.
Einnig eru kort stundum afrituð sem í raun þýðir að
nýtt afrit af fullgildu korti er komið í umferð og svindl-
ið uppgötvast ekki fyrr en næsti reikningur berst eða
ef ekki fæst úttektarheimild vegna þess að hún er full-
nýtt af þeim sem notar afritið. Því er haldið fram að
þegar hafin verður notkun korta með örgjörva og hlið-
stæður búnaður hjá söluaðilum í ársbyrjun 2005 muni
það valda straumhvörfum í vörnum gegn kortamisnotk-
un. VISA Ísland beitir nú, og þangað til,
áhættustýringaraðferðum sem felast aðallega í því að
koma auga á tilraunir til misnotkunar sem byggjast á
fyrri reynslu, aðallega þegar um er að ræða háar upp-
hæðir.
Þá er oft gripið til þess ráðs að hefta notkun kortsins
tímabundið og í samráði við korthafa reynt að finna út
hvort um óeðlileg tilvik sé að ræða.
FJÁRMÁL| Kreditkortasvindl
Þarf að passa upp á
kreditkortin
Morgunblaðið/Kristinn
Svindl: Hér á landi kemur fyrir að kortum sé stolið og
það þekkist að kort séu afrituð.