Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og systir,
ERNA HAFDÍS JÓHANNSDÓTTIR,
Asparfelli 6,
Reykjavík,
sem andaðist þriðjudaginn 30. desember,
verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju í
dag, fimmtudaginn 8. janúar, kl. 13.30.
Sigurbjörn Ármannsson,
Jóhann Sigurjónsson,
Guðlaug Ósk Sigurjónsdóttir,
Ágústa Jóhannsdóttir,
Guðlaug Jóhannsdóttir,
Þórir Jóhannsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma.
langamma og langalangamma,
GYÐA HJÁLMARSDÓTTIR,
Garðvangi, Garði,
áður til heimilis á
Hringbraut 136, Keflavík,
lést þriðjudaginn 30. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju laugar-
daginn 10. janúar kl. 14.00.
Erla Kristinsdóttir, Ágúst Sigurþórsson,
Hjálmar Kristinsson, Halldóra Stefánsdóttir,
Þórir Kristinsson, Álfheiður Eiríksdóttir,
Hlöðver Kristinsson, Þórdís Símonardóttir,
Högni Kristinsson, Ásdís Sigmundsdóttir,
Guðjón Kristinsson,
Hulda Kristinsdóttir, Hjálmar Fornason,
Sæunn Kristinsdóttir, Einar Bjarnason,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum er sýndu okk-
ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför
móður okkar og tengdamóður,
ÞÓRUNNAR MÖRTU TÓMASDÓTTUR
frá Barkarstöðum í Fljótshlíð,
Snælandi 8.
Fyrir hönd aðstandenda,
Grétar Haraldsson, Solveig Theodórsdóttir,
Ingileif Svandís Haraldsdóttir, Howard Smith,
Sigurður Haraldsson.
✝ Sigurlaug Jónas-dóttir hússtjórn-
arkennari og listmál-
ari fæddist í Öxney á
Breiðafirði 4. júlí
1913. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi
Fossvogi 30. desem-
ber síðastliðinn. Sig-
urlaug vardóttir
hjónanna Jónasar
Jóhannssonar,
bónda í Öxney, f.
21.7. 1891, d. 1.1.
1970, og Elínar Guð-
mundsdóttur, f.
25.12. 1886, d. 28.7. 1928. Systkini
Sigurlaugar eru: Jóhann, f. 2.3.
1912, Guðrún, f. 24.6 1914, Leifur,
f. 16.8. 1915, látinn, Kristín, f. 1.10.
1916, María, f. 27.10. 1917, látin,
Sjöfn, f. 25.10. 1919, látin, Sigríð-
ur, f. 24.12. 1921, látin, Lilja, f.
16.7. 1923, látin, Hildur, f. 8.8.
1924, Katrín, f. 8.1. 1926, látin,
listaskóla Reykjavíkur í sex vetur
alls og var kennari hennar þar
Hringur Jóhannesson.
Sigurlaug kenndi í Húsmæðra-
kennaraskóla Íslands 1945–1948,
1958 og 1960, við Miðbæjarskól-
ann 1953–1969, Álftamýrar- og
Vörðuskóla 1969–1970, Árbæjar-
skóla 1970–1974 og Fellaskóla
1974–1980.
Sigurlaug var afkastamikill list-
málari og málaði litrík verk í næf-
um stíl. Hún hlaut listamannastyrk
1985 og er að því er best er vitað
eini sjálfmenntaði listamaðurinn
og fyrsti næfistinn sem þann styrk
hefur hlotið. Hún hefur tekið þátt í
samsýningum hér heima og er-
lendis, í Hafnarborg 1990 þar sem
sýnd voru verk einfara, í Gerðu-
bergi 1999 þar sem var samsýning
næfista og í Listasafni ASÍ 2003.
List hennar og verkum eru gerð
skil í bókinni Einfarar í myndlist
eftir Aðalstein Ingólfsson sem kom
út 1988. Verk eftir hana eru í eigu
Listasafns ASÍ, Listasafns Íslands,
Listasafns Hafnarfjarðar og
Safnasafnsins á Svalbarðsströnd.
Útför Sigurlaugar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
stúlka, andvana fædd
28.7. 1928, og hálf-
systir samfeðra er El-
ín, f. 18.7. 1945.
Sigurlaug giftist
21.9. 1982 Snorra
Tómassyni, kaup-
manni í Keflavík, f.
2.12. 1918, d. 15.7.
1995.
Sigurlaug ólst upp í
Öxney til 18 ára ald-
urs. Hún var við nám í
Héraðsskólanum á
Laugarvatni 1931–
1933, dvaldi í Noregi
árin 1939–1945 og
nam hússtjórnarfræði við Stabekk
í Bærum og Kvindelig Industrie-
skole í Ósló. Bréfaskólanám 1949–
1952. Enskunám í sumarskóla í
Brighton 1962–1964. Nám í Askov
1964 og í hálft ár við Kennarahá-
skólann í Kaupmannahöfn og
þýskunám í Salsburg 1976. Með
fram sat hún námskeið í Mynd-
Um þessar mundir er skammdeg-
ið að víkja fyrir birtu nýs árs. Falleg
jólaljós hafa lýst okkur skammdegið
nú um stund og það er á þessum
tímamótum sem ég kveð Sigurlaugu
móðursystur mína með trega og
söknuði en um leið innilegu þakklæti
fyrir samfylgd sem alltaf var gef-
andi, aldrei bar skugga á og lætur
mér eftir ómetanlegar minningar.
Við Lauga frænka höfum fylgst
að frá því ég man eftir mér. Hún
gætti mín stundum þegar ég var
barn og þá einnig Ægis bróður og
Sillu frænku og við vorum þau einu
sem höfðum leyfi til að kalla hana
Laugu, því að þeirra tíma sið voru
kennarar ávarpaðir af virðingu og
hún ætíð nefnd fröken Sigurlaug.
Hún fylgdi mér í fyrstu ferðina mína
erlendis, var amma barnanna minna
og hún lét hvorki höf né lönd skilja
okkur að því að á þeim árum sem ég
dvaldi erlendis með fjölskyldu mína
kom hún oft í heimsókn og lét það þá
ekki aftra sér þótt í aðra heimsálfu
væri að fara. Í einni slíkri ferð til
Danmerkur árið 1982 fengum við
tækifæri til að samgleðjast henni er
hún og Snorri gengu í hjónaband í
Hirtshalskirke. Þau voru sérlega
falleg og samhent hjón og nutu vel
samvista hvort við annað.
Hún heimsótti mig líka til Ástr-
alíu, þá komin yfir sjötugt og dvaldi
þar í tæpt ár. Hildur systir hennar
bjó þá líka þar ytra og en þær systur
höfðu þá ekki sést í nokkur ár.Við
höfðum öll gaman af að hafa hana og
Snorra sem nutu þess mjög að
kanna nýjar slóðir og þar áttum við
saman margar ógleymanlegar
stundir. Frá því ég kom aftur til Ís-
lands fyrir tíu árum hafa samskipti
okkar verið dagleg og mest hefur
mér þótt vænt um að börnin mín
skuli hafa fengið tækifæri til að
kynnast henni, þau elskuðu hana og
virtu og mátu mikils hreinskilni
hennar og barnelsku. Hún hefur til-
heyrt jólahaldi okkar þessi ár og
sett á það sinn svip með skemmti-
legheitum og oft á tíðum óborgan-
legri glettni. Við fundum öll til þess
að hafa hana ekki með okkur þessi
nýliðnu jól.
Lauga frænka var heimskona en
um leið mikill Íslendingur. Hún
ferðaðist víða erlendis og stundaði
tungumálanám í nokkrum þeirra
ferða en hún unni líka eyjunum sín-
um og þegar hún fékk áhuga á mál-
aralist varð það henni mjög hugleik-
ið að koma til skila eyjalífinu,
gömlum atvinnuháttum og mannlífi
við Breiðafjörð á fyrstu áratugum
20. aldar. Kennari hennar og meist-
ari í listinni var Hringur Jóhann-
esson. Hennar stíll var næfismi og
hélt hún sérstæði sínu á þeim vett-
vangi þar til hún lagði pensilinn til
hliðar fyrir örfáum árum.
Lauga frænka var sérstæð og eft-
irminnileg hverjum sem henni
kynntist. Hún var hreinskiptin og lá
ekki á skoðunum sínum, var gædd
ríkri frásagnargáfu, sagði skemmti-
lega frá og oftar en ekki sagði hún
frá ýmsu sem við hafði borið á henn-
ar löngu ævi og henni var í mun að
þeir sem yngri voru fengju að vita
hvernig lífið var á árum áður. Hún
naut þess að ræða við fólk á öllum
aldri og börn voru henni ekki síður
hugleikin en fullorðið fólk.
Ég votta systkinum hennar og
fjölskyldum þeirra samúð mína Ég
er þakklát fyrir að hafa átt öll þessi
ómetanlegu ár með henni. og bið
henni blessunar.
Fari hún í friði.
Alda María Birgisdóttir.
Elsku Lauga mín.
Ég man þegar ég var alltaf að
sýna þér myndirnar sem ég hafði
teiknað og þú varst alltaf svo ánægð
með þær. Þú varst alltaf að gefa mér
ís og þú varst alltaf svo góð. Stund-
um fórum við að spila Ólsen-Ólsen
og ég man hvað þér fannst það gam-
an. Ég var alltaf að hjálpa þér með
dagatalið þitt því stundum hélst þú
að það væri mars þegar það var nóv-
ember. Ég elska þig svo mikið
Lauga og ég hugsa alltaf um þig á
hverjum degi.
Þín
Ísabella Alda.
Elsku Lauga mín.
Það er ótrúlegt hversu sárt það er
fyrir mig að þurfa að kveðja þig. Það
hryggir mig sérstaklega að fá aldrei
að tala við þig eða sjá þig aftur. En
ég vil þakka þér fyrir allar stundir,
sögur og grín sem ég fékk að njóta
með þér.
Það er mér ómetanlega mikils
virði að fá að segja að ég hafi þekkt
þig en meira þykir mér koma til að
fá að segja að ég hafi elskað þig og
dáð og verið elskuð af þér til baka.
Þú varst mér allt og áhrifin sem
þú hafðir á mig og fjölskyldu mína
munu fylgja okkur um alla ævi. Mér
þykir óendanlega vænt um þig
Lauga mín og hlýjar minningar mun
ég geyma vel og varðveita í hjarta
mínu að eílífu.
Þín
Katrín Eik.
Elsku Lauga mín.
Ég veit að þetta er þinn tími til að
fara en samt finnst mér þú fara of
snemma því þú varst svo ung í anda.
Það fyrsta sem ég man eftir var
þegar við fyrst komum til Íslands
hvað vel þú og Snorri tókuð á móti
okkur, síðan þá hefurðu verið eins
og amma okkar krakkanna.
Ég man þegar við komum til þín
og þú tókst alltaf á móti okkur eins
og heiðursgestum, þótt við kæmum
til þín nokkrum sinnum í viku. Þú
varst vön að baka lummur, spila og
þú ætlaðir að kenna mér að mála en
ég læt geyma það þangað til við hitt-
umst næst.
Á jóladag þegar ég og Katrín
komum að heimsækja þig á spítal-
ann hélt ég ekki að þetta yrði í sein-
asta skipti sem ég sæi þig. En ég er
samt ánægð að þú vaknaðir og
kvaddir okkur. Ég veit að þig lang-
aði til að fara en það er svo erfitt að
missa svona mikilvæga manneskju
úr okkar lífi.
Ég vona að þér líði vel, Lauga
mín, þar sem þú ert núna og ég veit
að Snorri og Greg munu hugsa vel
um þig.
Þín
Lillian Harpa.
Elsku Lauga mín.
Frá því komum fyrst til Íslands
fyrir tíu árum hefur okkur alltaf
þótt mjög vænt um þig og þér um
okkur. Við höfum alltaf litið á þig
sem ömmu okkar og auðvitað
frænku. Ég man nú vel eftir því þeg-
ar við fórum síðast til Spánar þá var
besti staðurinn okkar á ströndinni
til að fá smá brúnku á okkur en þú
varst nú brúnust og fallegust af okk-
ur öllum.
Þú kenndir mér marga mannasiði
svo sem að halda á hnífapörum,
ganga frá og vaska upp eftir mig.
Ég man líka eftir að hafa teiknað
myndir fyrir þig og þú sagðir að þær
væru allar fallegar og ég yrði list-
málari eins og þú. Svo bakaðir þú
þessar gómsætu lummur með sultu
og rjóma og það var uppáhaldið mitt
frá því við komum fyrst til þín.
Ég sakna þín mikið og elska þig.
Þín
Kristín Sylvía.
Elsku Lauga.
Mikið er nú sárt að sjá á eftir
svona mikilvægri manneskju í okkar
lífi. Það eru svo margar góðar minn-
ingar sem að koma upp í huga okkar
þegar við hugsum til þín. Hjá þér
fundum við ávallt fyrir kærleika og
hlýju og húmorinn hjá þér alltaf á
sínum stað. Já, Lauga, við gátum
alltaf hlegið saman og haft gaman af
lífinu og tilverunni.
Í okkar augum varst þú alltaf
amma okkar. Þú studdir og hvattir
okkur til þess að takast á við lífið því
þú sjálf hafði upplifað margt stór-
kostlegt jafn sem sorglegt á þinni
ævi. Í gegnum þig fengum við að
upplifa allt eyjarlífið í Öxney í
Breiðafirði eins og það hefði gerst í
gær. Það var bæði lærdómsríkt og
gefandi að fá vitneskju um gamla
tímann eins og hann kemur fram í
málverkum þínum.
Þú varst mjög sterk og litrík per-
sóna og leiðréttir okkur ávallt þegar
íslenski framburðurinn okkar var
ekki nógu góður. Við lofum þér að
standa okkur betur í þeim efnum.
Við minnumst þess þegar þið
Snorri komuð í heimsókn til okkar
til Danmerkur og Ástralíu. Í Dan-
mörku tókum við þátt í giftingu ykk-
ar Snorra, í Hirtshals kirke 1982 og
um leið var systir okkar skírð og lát-
in heita í höfuðið á þér. Og auðvitað
fórum við líka á ströndina og í
menningarferðir.
Í Ástralíu leið ykkur svo vel að þið
dvölduð hjá okkur í tæpt ár og var
það ógleymanlegur tími. Þar mál-
aðir þú og naust þess að vera í faðmi
fjölskyldunnar. Einnig minnumst
við þess þegar við vorum öll saman
komin úti í garði við nýja húsið okk-
ar að gróðursetja Buffalo-grasræt-
ur, rót fyrir rót beint í sandinn í 40
stig hita. Þar varst þú harðstjórinn
sem rak okkur áfram og gafst ekki
eftir fyrr en að verki loknu, þrátt
fyrir allan hitann. Já, það átti svo
sannarlega að steikja okkur þá.
Elsku Lauga, það eru ótal margar
góðar minningar sem við eigum
saman og munum við aldrei gleyma
hversu dýrmætur þessi tími var. Við
munum alltaf elska þig Lauga og
vonum að þér líði vel þar sem þú ert
núna.
Sofðu rótt og guð geymi þig, elsku
besta Lauga.
Hildur Rós, Ingigerður, Eiríkur
Harry og Sigurlaug Sif.
Látin er í hárri elli listmálarinn
Sigurlaug Jónasdóttir frá Öxney.
Hún fór á fallinu en beið ekki eftir
flóðinu að sið Breiðfirðinga. Árið eft-
ir dvölina löngu í Noregi – en hún
lokaðist inni vegna stríðsins – fór
hún til Öxneyjar. Fyrsta kvöldið
gekk hún uppá loft, opnaði loft-
sgluggann og sá: fullt tungl yfir
Hesti, Grásteinsfjalli og Háskerð-
ingi. Fjörðurinn og eyjarnar baðað-
ar undrabirtu og andstæður láðs og
lagar stórkostlegar. Hún sagðist
hafa hugsað, mikið er þetta fallegt,
þetta verð ég að mála. Það gerði hún
löngu seinna og hló jafnan mikið að
þessu fyrsta verki sínu. Verk hennar
áttu, guð sé lof, eftir að verða mörg.
Flest verka hennar lýsa horfnum
heimi, eyjunum í byggð, verkum
sem unnin voru eins og á landnáms-
öld, öll verk unnin í höndum, vatn
sótt í brunna, lifað af gæðum lands
og sjávar með þrotlausri útsjónar-
semi. Börn og fullorðnir keppast við:
veiðar, kofnareytingu, ullarþvott,
mótekju og sláturgerð.
Öll verk Sigurlaugar eru í uppá-
haldi hjá mér. Eitt ber þó af – mó-
tekjan. – Öll eyjan iðar af lífi, litlu
krakkarnir breiða og bera frá, karl-
arnir í mógröfinni. Hesthóll hefur
hlotið áður óþekkta sýn í lit sem
minnir á Ayers rock í Ástralíu.
Hann er teiknaður eins og glettið
andlit góðlegs risa sem gleðst með
fólkinu er erfiðar í sveita síns and-
lits. Fyrir miðri mynd er konan sem
er eiginlega alltaf nálægt í verkum
Sigurlaugar – hún mamma – Elín
Guðmundsdóttir. Hún er há og
grönn og hvatleg í spori þrátt fyrir
barnið sem hún ber undir belti, með
eitt á bakinu, leiðir annað og ber auk
þess byrðar sem er hressing handa
fólkinu. Með þessari mynd – og
nokkrum öðrum bætist Sigurlaug í
hóp þeirra íslensku listamanna sem
hafa gert móður sinni ódauðleg skil;
Gunnar Gunnarsson með Leik að
stráum, Sigurjón Ólafsson með and-
litsmynd móður hans og hann fékk
gullpening fyrir, Guðbergur Bergs-
son í skáldævisögum sínum.
Útlendir vinir mínir líkja verkum
hennar við Munch, Mikines og jafn-
vel Gaugin. Mér finnst hún ævinlega
vera hún sjálf, sérstök, sterk með
frábæra myndbyggingu og auga fyr-
ir litum. Eftir heimkomuna var hún í
sex ár í Listaskóla þar sem Hringur
Jóhannesson listmálari kenndi.
Hann hafði alla tíð mikið dálæti á
henni og list hennar. Þessi frábæri
SIGURLAUG
JÓNASDÓTTIR