Morgunblaðið - 08.01.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 08.01.2004, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 45 „Sæl og blessuð, Jón Ólafsson heiti ég“. Fyr- ir framan mig stendur hár og þrekinn maður með þétt handtak, hlý- legt en kannski svolítið rannsakandi augnaráð og fyrir fram- an hann stendur ung stúlka sem er að fara í fyrstu heimsóknina í Garðinn að heimsækja fólkið sem síðan urðu tengdaforeldrar hennar. Unga stúlk- an er með fiðrildi í maganum og svo- lítið kvíðin þessari heimsókn enda enginn smápakki svona í einum hjón- um, hann skólastjóri og hún kennari, þau færu örugglega að hlýða mér yfir landafræði og leggja fyrir mig stærð- fræðidæmi. Oft hef ég nú hlegið yfir barna- og kjánaskap mínum, því aldr- ei heyrði ég Jón gera lítið úr nokkurri einustu manneskju sökum vankunn- áttu, allir sátu við sama borð, enda voru vinsældir hans miklar sem skólastjóri, hvort sem það var á kenn- arastofunni eða inni í skólastofu. Jón var afskaplega fróður í sögu og landa- fræði og kom það sér mjög vel á ferðalögum okkar með þeim hjónum að hafa talandi alfræðiorðabók sér við hlið, nú og ef Jón vissi ekki eitthvað þá vissi Gunna það. Ég þyrfti að biðja Morgunblaðið að gefa út sérstakt aukablað ef ég ætti að telja upp öll ferðalögin okkar saman um Noreg, Danmörku og Frakkland. Margar skondnar og skemmtilegar minning- ar tengjast þessum ferðalögum. Í Frakklandi talaði Jón íslensku við Frakkana og ef þeir skildu ekki end- urtók hann það þá bara nokkrum sinnum þangað til þeir skildu hann. Einu sinni týndum við Jóni í fjögura hæða verslunarmiðstöð, hann gleymdi að fara út úr lyftunni þegar við hin stigum út. Hófst nú mikið fát og fum að finna hann og hló hann manna hæst þegar hann loksins kom í leitirnar. Af þeim sjö jólum sem við héldum í Frakklandi voru Jón og Gunna sex jól hjá okkur. Einhvern veginn var jólaandinn ekki kominn í okkur fyrr en þau stigu inn í hús hlað- in góðgæti frá Íslandi sem engin Ís- lendingur búsettur erlendis getur verið án. Svo höfðu þau alltaf frá ein- hverju skemmtilegu að segja úr flug- ferðinni. Jón týndi Gunnu eða Gunna týndi Jóni svona eftir því hvort þeirra sagði frá og flugáhöfn og farþegar farin að leita að þeim, því vélin varð að komast í loftið. Haustið 1994 kom Jón sem „aupair stúlka“ til okkar í sex vikur. Húsmóðirin var á námskeiði inn í París frá morgni til kvölds og einhver varð að gæta bús og barna, Snjólaug- ar Dísar 10 ára, Karls Óla 4 ára og Báru Dísar 3 ára. Nú eins og dugleg- um og samviskusömum „aupairstúlk- um“ sæmir hlustaði Jón með athygli á fyrirmæli móðurinnar og rík áhersla lögð á mataræði barnanna. Eitthvað gekk lítið á hollustufæðið og fátt um svör eða snögglegt heyrnar- leysi gerði vart við sig hjá fjórmenn- ingunum þegar spurt var út í þetta lystarleysi. Sannleikurinn var nefni- lega sá að matmálstímarnir fóru fram í besta bakaríi bæjarins, þar fengu allir sitt uppáhald að borða og svo- leiðis leyndarmálum ljóstrar maður nú ekki upp í skiptum fyrir rúgbrauð og kæfu. Eitt er víst, engum varð meint af nema síður sé. „Allt í fína“ var jafnan setning sem Jón notaði oft og í allskonar sam- hengi. Upp í huga minn koma svona þrjár „allt í fína“ sögur. Ég er nýflutt frá Frakklandi og Jón er að hjálpa mér að finna bíl. Þar sem við stöndum á bílaplaninu í Keflavík að skoða bíla brest ég í grát, Jón kemur til mín tek- ur utan um mig og segir: „Þetta verð- ur allt í fína, Didda mín“. Haustið 2002 kemur Jón inn úr JÓN ÓLAFUR ÓLAFSSON ✝ Jón Ólafur Ólafs-son fæddist á Ak- ureyri 4. nóvember 1932. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 31. desember. dyrunum á Breiðvang- inum með konfekt- kassa. Ég segi honum hlæjandi að ég eigi ekki afmæli í dag og hann svarar hlæjandi á móti að það þurfi nú ekki af- mæli til að borða kon- fekt. Við setjumst niður að drekka kaffi og maula konfektið og Jón spyr hvort ekki sé allt gott að frétta, hvort ekki sé „allt í fína“. Ég segi honum rjóð í kinn- um frá því sem er að gerast í mínu lífi. Stuttu síðar greindist hann með krabba- meinið sem síðan dró hann til dauða. Ég er í heimsókn hjá þeim hjónum í ágúst, Jón er ennþá rólfær og vill koma fram og drekka með okkur kaffi, ég spyr hann hvernig hann hafi það og hann svarar „bara allt í fína hjá mér en segðu mér Didda mín, hvað er að frétta af þér?“ Vinkonur mínar hafa oft gantast með það að ég hafi aldrei átt neina tengdaforeldra, ekki einu sinni fyrr- verandi tengdaforeldra, ég eigi bara tvö sett af foreldrum. Hverju orði sannara því þau heiðurshjónin hafa allar götur síðan ég stóð með fiðrildin í maganum í Garðinum forðum daga reynst mér sem bestu foreldrar. Eftir að ég flutti heim frá Frakklandi hefur umhyggja þeirra í minn garð og barnanna verið með eindæmum. Sýndi það sig best þegar ég átti við veikindi að stríða vorið ’98 sem í fyrstu reyndust alvarleg. Gunna flutti til mín um tíma og margra vikna rannsóknir og bið gengu í garð. Um haustið komu niðurstöðurnar, veik- indin reyndust ekki eins alvarleg og haldið var í fyrstu. Þann dag var hlegið, grátið og faðmast langt fram á nótt á Breiðvanginum. Fyrst inn úr dyrunum komu Jón og Gunna með kampavín og Jón tekur tappann úr flöskunni með þeim orðum að ef ekki sé ástæða til skála núna sé það aldrei. Ég hefði svo sannarlega viljað gera það sama fyrir hann en í þetta skiptið hafði maðurinn með ljáinn betur. Elsku Gunna mín, ást og umhyggja þín í veikindum Jóns hefur verið aðdáunarverð. Nótt og dag hefur þú verið til staðar til að veita þá bestu umönnun og hjúkrun sem í þínu valdi stóð. Á erfiðum stundum er gott að eiga góða fjölskyldu. Þið hafið staðið öll sem eitt og er ég viss um að Jón Ólafsson horfir stoltur yfir hópinn sinn. Elsku Gunna, Magga, Börkur, Jón Guðmann og allir aðrir aðstandend- ur, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Ég var beðin um votta ykkur öll- um innilegar samúðarkveður frá öldruðum foreldrum mínum. Guð veri með ykkur og styrki. Blessuð sé minning Jóns Ólafsson- ar. Gauja S. Karlsdóttir (Didda) Elsku afi. Nú ertu dáinn, elsku afi minn og ég get ekki trúað því, þetta er svo óraun- verulegt. Þegar ég hugsa til þín minnist ég allra góðu stundanna sem við áttum saman, þegar þú kenndir mér margföldunartöflurnar, fornöfn- in eða þegar þú kenndir mér að keyra. Þú kenndir mér svo margt. Ég er svo heppinn og þakklátur fyrir að að hafa átt svona góðan afa og að hafa verið þér svona náinn. Þú komst til okkar nánast á hverjum degi og stundum oft á dag. Þegar við vorum litlir strákarnir náðirðu svo oft í okk- ur og við fórum að dunda okkur eitt- hvað saman, vinna inni í Innri-Njarð- vík, keyra ónýtu bílana eða kasta stóru steinunum. Þér var annt um alla og gerðir ekki upp á milli manna. Þú vildir allt fyrir alla gera, stóra hluti sem smáa, sama hver átti í hlut. Þú varst vel um talaður allstaðar þar sem þú komst og hlaust virðingu og aðdáun allra. Elsku afi, það getur enginn komið í þinn stað, þú varst höfuð fjölskyld- unnar og vissir svörin við öllu. Afi minn, takk fyrir að reynast mér svona vel, vera svona góður við mig og kenna mér svona margt. Ég kveð þig hryggur og sár en veit að við munum hittast aftur þar sem þú verður frískur og frjáls. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Jón Ólafur Guðjónsson. Í dag er til moldar borinn föður- bróðir og kær vinur okkar, Jón Ólafs- son fyrrverandi kennari og skóla- stjóri í Garði. Jón var glæsilegur maður á velli og hávaxinn. Hann var léttur í lund og fljótur að átta sig á hlutunum. Hann var einstaklega greiðvikinn og hjálp- samur og var fljótur að rétta fram hjálparhönd sæi hann að þess væri þörf. Alltaf var hann fyrsti maður til að taka jákvætt á hlutunum og allt var svo sjálfsagt í hans augum. Jóns minnumst við hjónin með ein- stökum hlýhug. Það er ekki nema rúmt ár síðan við stóðum í fluttning- um til Grindavíkur og þá var hann mættur boðinn og búinn að hjálpa okkur við flutninginn en kom auk þess með þrjá aðra vaska fjölskyldu- meðlimi með sér. Oft komu þau hjón- in Jón og Guðrún í heimsókn til okkar hvar sem við bjuggum á landinu. Systkinabörnum sínum var hann hjálpsamur og ef þurfti að verða sér úti um húsnæði tímabundið meðan á námi stóð var Jón snöggur að finna lausn á því. Faðir minn Ólafur Hrafn Ólafsson og Jón voru samfeðra en kynni þeirra hófust ekki fyrr en eftir að þeir kom- ust á fullorðinsár. Það var alltaf gott samband á milli þeirra og dvaldi faðir minn oft hjá þeim hjónum við gott yf- irlæti. Jón og Guðrún reyndust hon- um mjög vel þegar á brattann var að sækja. Bræðurnir Jón og Ólafur fóru sam- an í ferðalög til útlanda og ekki eru nema 3 ár síðan þeir bræður komu í heimsókn til okkar í Kanada. Það var mjög ánægjuleg heimsókn og gaman að sjá hve sjálfstæðir þeir bræður voru. Þeir þurftu ekki neina leiðsögn um borgina heldur tóku bíl á leigu og skoðuðu sig um og höfðu gaman af þegar þeir villtust og lentu í ýmsum ævintýrum. Nú eru þeir bræður báð- ir farnir frá okkur en Ólafur lést fyrir rúmu ári síðan og vonum við að þeir bræður séu nú saman á ferðalagi sem báðir njóta handan móðunnar miklu. Í lok ferðar þökkum við góða vin- áttu og kynni við Jón. Við sendum Guðrúnu og börnum þeirra og fjöl- skyldum okkar innilegustu samúðar- kveðjur Ása og Ólafur Örn, Grindavík. Jón Ólafsson var fæddur í nóvem- ber 1932 og andaðist 22. desember síðastliðinn. Hann var því rétt rúm- lega 71 árs þegar hann lést. Kenn- araprófi lauk hann 1954 og sinnti síð- an skóla- og fræðslumálum barna og unglinga óslitið í tæp 40 ár, lengst af sem skólastjóri Grunnskólans í Garði. Snemma beygist krókurinn til þess sem verða vill. Jón Ólafsson var bráð- ger ungur maður, vel á sig kominn og ekki ákvarðanafælinn. Haustið sem hann varð sautján ára, árið eftir gagnfræðaprófið í heimabænum Ak- ureyri, réð hann sig sem kennara í Reynis- og Deildarárskólahverfi í Vestur-Skaftafellssýslu og kenndi þar eitt skólaár. Sú reynsla varð til þess að hann settist í Kennaraskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1954 svo sem fyrr segir. Það má með sanni segja um fjölmarga nemendur Kenn- araskólans á þeim árum að félagslegt umhverfi og andrúmsloft stofnunar- innar hentaði þeim einkar vel; í þeim skóla var ennþá samankomið fólk á ýmsum aldri með margskonar lífs- reynslu og atvinnuþekkingu, en sem hafði ákveðið eftir snarpar skorpur við hefðbundnar framleiðslugreinar og hvað eina annað að ljúka formlegri menntun til starfsréttinda, sem bæði gætu opnað leið til mannsæmandi af- komu og fullnægt ákveðnum en oft- ast óljóst skilgreindum metnaði til þess að verða sínu samfélagi til bæri- legra nytja. Nemendur með svo fjöl- breyttan bakgrunn hvaðanæva í ná- inni samveru við fámennan skóla hafa mótandi áhrif hver á annan, sterkari en þeir gera sér grein fyrir. Það átti jafnt við um Jón Ólafsson og aðra, en sú var gerð Jóns að honum var alls- endis vafningalaust miklu eðlilegra að gefa en þiggja og það átti bæði við um á tíðum takmarkað aðgengi ver- aldlegra gæða en hinsvegar ríkuleg- an sjóð glaðværðar, skapgæsku og notalegrar nærveru. Það sópaði að Jóni Ólafssyni þegar sem ungum manni, hann var upplitsdjarfur og ók- valráður. Þessir eiginleikar entust honum vel þegar til kastanna kom við kennslu og skólastjórn, lengstum í skólum í litlum sveitarfélögum og við aðstæður þar sem krafan um þátt- töku manns af hans gerð í ýmsum fé- lagslegum og verklegum tiltektum getur orðið býsna ágeng. Jón var í eðli sínu athafnamaður og áhugasam- ur um stjórnsýslu; það var því eðli- legt að hann kæmi við ýmsa þá þætti sinna heimabyggða, sem snertu at- vinnuvegi og félagsmál. En skóla- og fræðslumál voru ævinlega efst á hans blaði og á því sviði skilur hann eftir sig spor, sem lengi mun mega merkja á Reykjanesi. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðbjörg Jónsdóttir og saman áttu þau Margréti og Jón Óla. Þau skildu, en seinni kona hans er Guðrún Jónsdóttir; sonur þeirra er Lúðvík Börkur. Á heimili Jóns og Guðrúnar var því lengi náinn sam- gangur systkina, hálfsystkina og fjöl- margra meira eða minna tengdra ein- staklinga á ýmsum aldri, en þess sá aldrei neina staði aðra en að allt væri þetta ein og sama fjölskyldan og þar varð ekki greindur neinn munur á af- stöðu hjónanna. Þar með er ekki sagt að forlögin hafi leitt þau hjá öllum ógöngum á samleið sinni, en hvorki veikindi, slysfarir né dauðsföll í barnahópi þeirra megnuðu að brjóta þau bönd sem sterkast halda. Sumir eldast ekki í huga manns heldur halda til æviloka þeirri mynd sem af þeim lifir í hugskoti eins og hún mótaðist á æskuárum í tíð mik- illar og náinnar samveru. Þetta á við um Jón Ólaf Ólafsson. Við þökkum samfylgdina og sendum Guðrúnu og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. F.h. Bekkjarfélagsins Neista Hinrik Bjarnason. Jón Ólafsson var skólastjóri í Gerðaskóla í Garði í yfir tuttugu ár og þar lágu leiðir okkar saman. Í þá daga kenndu skólastjórar heilmikið og þó ekki væri hann minn aðalkenn- ari þá kenndi hann okkur af og til ís- lensku og stærðfræði. Jón var frábær kennari og mér er enn minnistætt þegar hann var að reyna að auka skilning okkar á metrakerfinu með því að segja okkur að það væri u.þ.b. einn kílómetri út í kirkju og einn hektómetri upp á veg og þetta hjálp- aði mörgum. Jón var líka mjög dug- legur að aðstoða okkur við fé- lagsstarfið í skólanum og á vorin var síðan farið með þrjá elstu bekkina í skólaferðalag sem alltaf var mikil skemmtun en jafnframt fræðsla um sögufræga staði. Ég er viss um að þeir eru margir nemendur Gerða- skóla sem eiga mynd af Jóni skóla- stjóra standandi uppi á steini fyrir framan Skálholtskirkju eða einhvern viðlíka stað. Þegar skólagöngu lauk í Gerðaskóla var það yfirleitt Jón sem sá um að sækja um skólavist fyrir nemendur í öðrum skólum og var sí- hvetjandi okkur að halda nú áfram námi. Ég mun aldrei gleyma því þegar Jón mætti inn í Heiðartún með um- sóknareyðublaðið útfyllt undir hend- inni og sagði sem svo, Jæja nafni ertu ekki til í að koma og kenna hjá mér í haust, þú þarft bara að skrifa undir, og þar með var það ákveðið. Jón var ekki síðri í að leiðbeina ungum og óreyndum kennara en nemendum skólans. Frá þessum árum er margs að minnast og það var margt sem hann kenndi mér á þessum árum sem nýtist enn í dag. Jón átti margar frá- bærar hugmyndir varðandi kennslu t.d. þegar nemendum eldri deilda var skipt upp í hópa óháð aldri og hver og einn fékk verkefni við sitt hæfi, ætli þetta væri ekki kallaður opinn skóli í dag. Kæri vinur, þrátt fyrir að við hitt- umst ekki oft síðustu árin þá var bara þeim mun skemmtilegra þegar það gerðist og alltaf varstu jafn hress og kátur, þrátt fyrir þín veikindi sem þú að lokum varðst að lúta í lægra haldi fyrir. Þú munt eflaust taka til við kennslu á æðri stöðum því það var ekki þinn stíll að sitja auðum höndum og í mínum huga og eflaust margra annarra verður þú alltaf Jón skóla- stjóri. Hvíl í friði kæri vinur. Elsku Gunna, Magga, Jón Guð- mann og Börkur, megi Guð gefa ykk- ur og ykkar fjölskyldum styrk á erf- iðri stundu. Jón Ögmundsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Hveragerði, verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju laugar- daginn 10. janúar kl. 14.00. Ólafur J. Óskarsson, Adda H. Hermannsdóttir, Steinunn Óskarsdóttir, Helgi Ársælsson, Ingibjörg Óskarsdóttir, Erlendur Óli Sigurðsson, Eyþór Ágústsson, Dagbjört Höskuldsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.