Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 24
SUÐURNES 24 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • 562 8501 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is BIC Atlantis penni Verð 90 kr/stk PILOT SUPER GRIP Verð 75 kt/stk Ljósritunarpappír frá 359 kr/pakkningin og upp í 397 kr Skilblöð númeruð, lituð, stafróf eða eftir mánuðum.Geisladiskar þar sem gæðin skara framúr í 10-25-50 og 100 stk einingum NOVUS B 425 4ra gata, gatar 25 síður. Verð 2.925 kr TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Ljósritunarglærur, 100 stk í pakka. Verð 1.594 kr/pk Bleksprautu 50 stk í pakka 2.694 kr/pk STABILO BOSS Verð 78 kr/stk Grindavík | „Þó að margt sé sér- stakt við Bláa lónið og umhverfi þess er ljóst að lækningamáttur Bláa lónsins er enn og verður um ókomna framtíð undirstaða ímynd- ar Bláa lónsins og lækningarmátt- urinn mun alltaf gera Bláa lónið einstakt á heimsvísu,“ sagði Eðvarð Júlíusson, stjórnarformaður Bláa lónsins hf., í ávarpi við upphaf framkvæmda við nýja meðferð- arstöð fyrir psoriasissjúklinga. Eðvarð naut í gær aðstoðar Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við að losa fyrstu hraunhelluna á stæði meðferðarstöðvarinnar og reisa hana við en næstu daga hefj- ast verktakar handa við að grafa fyrir grunni hússins. Jarðvinnan var boðin út og hefur verið samið við lægstbjóðanda, SEES ehf. í Keflavík, um framkvæmdina. Bygging hússins verður síðan boðin út í alútboði eftir tæpa þrjá mánuði og stefnt er að opnun meðferð- arstöðvarinnar í mars eða apríl á næsta ári. Verðug umgjörð Bláa lónið hf. hefur frá árinu 1994 rekið meðferðarstöð í bráða- birgðahúsnæði sem reist var fyrir tólf árum. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf., segir að upphaflegt verkefni stofn- enda fyrirtækisins hafi verið að standa fyrir rannsóknum á lækn- ingamætti Bláa lónsins og koma upp aðstöðu til meðferðar við húð- sjúkdómum. Það hafi verið gert. Hann segir að þótt ferðaþjón- ustuþáttur starfseminnar, rekstur heilsulindarinnar og vörusala, hafi þróast ört hafi menn aldrei gleymt grundvellinum sem væri lækn- ingamáttur Bláa lónsins. Með þeirri aðstöðu sem nú yrði byggð fengi sá þáttur loksins verðuga umgjörð. Uppbyggingin er samvinnuverk- efni Bláa lónsins hf. og íslenskra stjórnvalda sem gert hafa Eign- arhaldsfélagi Suðurnesja kleift að fjármagna helming framkvæmdar- innar á móti Bláa lóninu hf. sem síð- an mun alfarið annast reksturinn. Áætlað er að uppbyggingin muni kosta í allt um 400 milljónir kr. Sigríður Sigþórsdóttir teiknar bygginguna sem mun eins og heilsulindin falla vel inn í umhverf- ið. Stöðin verður liðlega 2.100 fer- metrar að flatarmáli, hún verður byggð austan við heilsulindina við Bláa lónið. Við húsið verður sér- stakt baðlón fyrir meðferðargesti. Auk aðstöðu til vísindarannsókna og meðferðar psoriasissjúklinga verður gistirými fyrir 30 meðferð- argesti, byggt samkvæmt stöðlum um sjúkrahótel. Nú verður sótt fram á erlendum mörkuðum Fjöldi meðferða hefur aukist ár frá ári og voru tæplega 6.600 á síð- asta ári. Með tilkomu nýju aðstöð- unnar er gert ráð fyrir að hægt verði að veita 20 þúsund meðferðir eða meira, að sögn Gríms. Það þýð- ir að 800 til 1000 manns muni leita sér lækninga í meðferðarstöðinni á ári, fjórfalt eða fimmfalt fleiri en nú. Framkvæmdir að hefjast við nýja meðferðarstöð fyrir psoriasis-sjúklinga við Bláa lónið Nýtt baðlón: Útbúið verður nýtt blátt lón við byggingu meðferðarstöðvarinnar í hrauninu austan við heilsulindina. Alþjóðleg miðstöð fyrir rannsóknir og meðferð húðsjúkdóma AKUREYRI FJÖLDI fólks á öllum aldri lagði leið sína á félagssvæði Þórs við Hamar í blíðskaparveðri og tók þátt í Þrettándagleði sem þar fór fram að kvöldi þrettánda dags jóla. Þar voru jólin kvödd að venju með þátttöku álfa, púka, trölla og for- ynja sem og að sjálfsögðu álfa- drottningar og kóngs. Jólasvein- arnir köstuðu kveðju á yngstu kynslóðina og í þeim hópi var Kjöt- krókur sem aldrei skilur við sig hið væna KEA-hangikjötslæri. Hann er ónískur og býður bita á báða bóga, sem margir þáðu með þökkum. Morgunblaðið/Kristján Jólin kvödd Fjárhagsáætlun Grýtubakkahrepps Miklar fram- kvæmdir framundan SKATTTEKJUR Grýtubakka- hrepps á árinu eru áætlaðar um 110,8 milljónir króna, en fjárhagsáætlun hreppsins var samþykkt í vikunni. Rekstrargjöld með afskriftum eru áætluð 106,2 milljónir króna og þá er gert ráð fyrir að til framkvæmda fari 31,1 milljón króna. „Við erum að fara út í miklar fram- kvæmdir við skólann og íþróttahús- ið,“ sagði Guðný Sverrisdóttir sveit- arstjóri. Byggja á nýja búningsaðstöðu við íþróttahúsið og eins á að byggja við grunnskólahúsið. „Þetta er ansi stór biti fyrir sveitarfé- lagið og við gerum ráð fyrir að þessar framkvæmdir muni taka nánast allt okkar framkvæmdafé á næstu þrem- ur árum,“ sagði Guðný. Byggingin verður boðin út í næsta mánuði. Að sögn Guðnýjar eru tekjur sveit- arfélagsins heldur minni nú en þær voru t.d. árið 2002 þegar þær voru 114 milljónir króna. Þar kemur tvennt til að sögn sveitarstjóra, framlög úr Jöfnunarsjóði hafa lækkað og þá eru útsvarstekjur sveitarfélagsins sveiflukenndar þar sem sjómenn eru hátt hlutfall íbúa. Íbúar í Grýtubakkahreppi eru alls 396 talsins nú, fjórum fleiri en þeir voru fyrir ári, „og við erum bara sæl með það,“ sagði Guðný. UNNIÐ er að lagningu hitaveitu á Svalbarðsströnd og fara starfsmenn Vinnuvéla Símonar Skarphéðinsson- ar á Sauðárkróki mikinn þessar vik- urnar. Alls bárust tólf tilboð í verkið en Sauðkrækingar buðust til að vinna það fyrir tæpar 58 milljónir króna eða um 60% af kostnaðaráætlun. Um var að ræða 13 km stofnæð milli Akur- eyrar og Svalbarðseyrar og lagningu dreifikerfis hitaveitu í dreifbýli út frá stofnæðinni. Forsendur hafa þó aðeins breyst og kostnaður aukist. Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, sagði að ekki hefði fengist leyfi til að fara yfir ós- hólma Eyjafjarðarár, í nokkuð beinni stefnu frá Brunná, eins og að var stefnt og því væri stofnæðin 850 metrum lengri en upphaflega var gert ráð fyrir. Hún var í staðinn lögð yfir gömlu brýrnar sunnan Akureyr- arflugvallar og áfram austur yfir ós- hólmana. „Hvað þarna er verið að vernda vit- um við ekki, það hefðu vissulega sést spor eftir lögnina um svæðið í einhver ár. En kostnaðaraukinn við að fara lengri leiðina er upp á 5-6 milljónir króna, í þessa viðbótarlögn fara um 11 tonn af stáli, 5 tonn af plasti og þá eru brenndir 40-50 þúsund lítrar af olíu við framleiðslu þessara efna, flutning þeirra og við að koma lögn- inni niður í jörðina. Einnig tapast orka sem nemur kyndingu þriggja til sex einbýlishúsa til eilífðarnóns við þessa lengingu. Ég er því ekki alveg viss um, þegar verið er að vernda svæði eins og í þessu tilfelli að menn séu með það á hreinu að það sé þess virði. Auðvitað hefði þarna orðið um sjómengun að ræða en spurning er hvort það sé þess virði, fórna hráefn- um, valda mengun og eyða orku vegna þessa. Það hefði tekið einhvern tíma fyrir gróðurinn á svæðinu að ná yfirhöndinni aftur,“ sagði Franz. Fara þurfti lengri leiðina með hitaveitulögnina um Svalbarðsströnd Kostnaðaraukinn allt að 6 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.