Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 35 ðin mikil a, göngu- ..] Nú er spurning ý svæði til da ferða- að að láta á fram- ð séum að Elías B. upplýs- erðamála- ð að með nýta sem best útsjónarsemi þeirra aðila sem standa að viðkomandi verki og auka þar með ábyrgð þeirra. Tíu ár eru liðin síðan Ferðamála- ráð hóf undirbúning að fyrstu fram- kvæmdunum á sínum vegum á fjöl- sóttum ferðamannastöðum en alls hefur ráðið staðið fyrir eða komið að framkvæmdum á 39 stöðum og varið til þess 245 milljónum króna á nú- virði. Í heildina tekið hefur Ferða- málaráð varið nærrri 300 milljónum króna á sama tímabili til uppbygg- ingar á ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. ið uppbyggingu á ferðamannastöðum amvegis naaðila Morgunblaðið/Þorkell Þór Hilmarsson umhverfisfulltrúi, Einar K. ga- og þróunarsviðs. Litlar líkur eru á því að á nýverði hafnar arðvænlegarhvalveiðar í atvinnuskynien deilan um veiðarnar er hins vegar kærkomin fyrir þá sem vilja nota tækifærið til að sýna hve miklir umhverfissinnar þeir séu og tjá því ást sína á hvölum. Einnig hentar hún vel stjórnmálamönnum í hvalveiðiríkjum sem segjast verja heiður þjóðar sinnar og láta ekki undan erlendum þrýstingi, segir í grein fréttamanns breska tímarits- ins The Economist í liðinni viku. Greinin ber yfirskriftina Blóðugt stríð og er þar sagt frá Alþjóðahval- veiðiráðinu, IWC, og þróun mála í ráðinu síðustu áratugi. Sagt er að hvalveiðar æsi mjög tilfinningar manna af ýmsum ástæðum. Ein sé sú að margir óttist að menn muni á endanum útrýma hvölum ef veiðar verði ekki stöðvaðar. Enn aðrir full- yrði að hvalir séu á einhvern hátt göfugri en kýr og önnur spendýr þótt vísindamenn eigi erfitt með að finna þeim rökum stað. Sjö af alls 13 tegundum stórhvela séu taldar vera í hættu en fáfræði um þessi dýr sé svo útbreidd að margir haldi að aðeins sé til ein teg- und hvala og hún sé í hættu. Gnægð sé af hrefnu og fleiri tegundum og Íslendingar, Norðmenn og Japanar bendi á að þeir vilji aðeins fá að veiða úr stofnum sem ekki séu í hættu. Sumir andstæðingar hvalveiða virðist afneita staðreyndum um raunverulega stefnu umræddra hvalveiðiríkja. Breskir ráðamenn, sem eru andvígir hvalveiðum, hafi til dæmis bent á að stærðarmat Norð- manna í sambandi við hrefnustofn- ana hafi sveiflast nokkuð og örlítið lægri tölur en fyrr hafi verið nefndar nýlega. En The Economist hefur eft- ir norskum embættismanni að skýr- ingin geti verið að Bretar hafi neitað Norðmönnum um leyfi til að stunda hvalatalningu á breskum hafsvæð- um. Rökin voru að talningin myndi „ekki koma hvölum til góða“. „Grimmdarlegt athæfi“ Vitnað er í fulltrúa Breta hjá IWC, Richard Cowan, sem segi að andstaða Breta við hvalveiðar bygg- ist ekki algerlega á vísindalegum rökum heldur líka siðferðislegum. „Við teljum að það sé í sjálfu sér grimmdarlegt athæfi að drepa hvali,“ segir Cowan. Ritið rifjar upp að atvinnugrein- inn megi muna fífil sinn fegri. „Allt sem eftir er af fyrrum arðvænlegum atvinnuvegi er hvalkjötið og ef marka má þær upplýsingar sem fyr- ir hendi eru virðist sá markaður vera lítill og staðnaður. Hvalkjöt er ódýr- ara en nautakjöt í Noregi. Samt er það svo að þrátt fyrir að sjávarút- vegsráðuneytið í [Ósló] fullyrði að hvalkjöt smakkist „afbragðs vel og sé mjög hollt“ og þrátt fyrir lágt verðið á hinum takmörkuðu afurðum norskra hvalveiðimanna er afgangur til útflutnings. Búast mætti við því að Japanar, sem vilja ákafir hefja veiðar á ný og eiga sér gamlar hefðir á sviði neyslu hvalkjöts, myndu vilja kaupa afurðirnar en svo er ekki. Þeim finnst of mikið af mengandi efnum í norska kjötinu.“ The Economist segir að Íslend- ingar séu samt sem áður bjartsýnir á að eftirspurnin muni aukast og er vitnað í Stefán Ásmundsson, fulltrúa í sendinefnd Íslands hjá IWC, sem ræði um að markaðir muni opnast í Bandaríkjunum þegar búið sé að gera hvalveiðar í atvinnuskyni að „eðlilegu“ fyrirbæri. En tímaritið segir afstöðu almennings vestra benda til þess að biðin verði löng. Íslendingar stundi nú mjög tak- markaðar vísindaveiðar á hrefnum til að kanna hve mikið dýrin éti af nytjafiskum eins og þorski. En The Economist segir að mengun í höf- unum, ferðir kaupskipa og fiskveiðar séu í reynd miklu meiri ógnun við hvali en hvalveiðar í atvinnuskyni muni nokkurn tíma verða í framtíð- inni. Mengun mesta ógnunin við hvali Ljósmynd/Friðþjófur Helgason The Economist segir fáfræði um hvali útbreidda í heiminum „ÞAÐ má vekja athygli á því að á vegum Ferðamálaráðs hefur verið unnið að mjög miklu rannsóknarverkefni um þolmörk ferðamannastaða. Við höfum verið að reyna að fara ofan í það hvort við séum komin of langt í til dæm- is ásókn ferðamanna inn á til- tekin svæði eins og Skaftafell og fleiri staði þar sem fjöldi ferðamanna er mikill. Og nið- urstaðan er sú að enn þann dag í dag er hún þannig að þessir staðir þola þennan fjölda en liður í því er auðvit- að að við reynum að búa til að- stöðu til þess að við getum tekið á móti fleiri ferðamönn- um án þess að skemma náttúr- una,“ sagði Einar K. Guð- finnsson, formaður Ferðamálaráðs Íslands, á blaðamannafundi ráðsins í gær. Að sögn Einars hefur reynslan sýnt, m.a. við Gull- foss, að með því að bæta að- búnað ferðamanna við fjöl- sótta ferðamannastaði með göngustígum o.þ.h. hefur dregið úr ágangi á þessum stöðum. Liður í að taka á móti fleiri ferða- mönnum Einar K. Guðfinns- son, formaður Ferðamálaráðs TENGDASONUR Sævars og eigandiHúna KE, Einar Magnússon, segist teljaþað mikið afrek að Sævar skyldi ná að þrauka svona lengi á stefni bátsins. Þá segir Ein- ar að Tilkynningaskyldan hafi brugðist að öllu leyti rétt við og það hafi skipt sköpum. Var á Bergþóri sem sökk 1988 Einar lenti sjálfur í miklum sjávarháska fyrir sextán árum þegar hann var stýrimaður á Berg- þóri KE sem sökk út af Garðsskaga í aftakaveðri 8. janúar 1988. Einar og tveir menn aðrir björg- uðust en tveir drukknuðu og var annar þeirra skipstjórinn og faðir Einars. Einar segist telja ansi margt hafa þurft að ganga upp til þess að tengdaföður sínum var bjargað. Hann segir Tilkynningaskylduna hafa hringt í sig um það leyti sem Sólborgin og Vigri hafi fundið tengdaföður hans en sjálfur hafði Einar sett sig í samband við Skylduna rétt áður en óhappið varð. „Ég hafði verið í sambandi við þá því það svar- aði ekki í farsímanum um borð. Um hálfsjö hringdi ég í Skylduna því ég náði ekki sambandi við hann og var ekki alveg rólegur yfir því og bað þá að athuga hvort þeir sæju hann ekki. Þá sáu þeir að tengdapabbi var á leiðinni í land. Þetta hlýtur að hafa verið rétt áður en óhappið varð. Ég sagði þá við manninn í Tilkynningaskyldunni: „Þú hefur auga með honum því ég næ ekki neinu sambandi.“ Það að ég skyldi hringja hefur örugg- lega ekki skemmt fyrir. Og ég er mjög sáttur við hvernig Tilkynningaskyldan stóð að þessu öllu saman,“ segir Einar. Mikið flot í bátnum Húni var Sómabátur og segir Einar að mikið flot virðist vera í bátum af þessari tegund. „En þeir hafa þó margir sokkið en það eru dæmi um það að þeir hafi hangið svona uppi. Ég held þó að sjálfvirki sendirinn sé tækið sem bjargaði lífi tengdapabba. Það hafa heyrst svona misjafnar raddir um þennan búnað og menn hafa verið mis- jafnlega ánægðir með þetta. En það er alls ekki spurning að það á að halda áfram að þróa þetta. Við erum oft að detta út á ákveðnum stöðum og þá er Tilkynningaskyldan yfirleitt búin að hringja í okkur fljótlega. Þetta er gríðarlega mikið öryggistæki fyrir okkur sjómenn. Við fjöl- skyldan viljum skila miklu þakklæti til Tilkynn- ingaskyldunnar vegna árvekni hennar og eins til áhafnanna á Vigra og Sólborginni fyrir leitina og björgunina,“ segir Einar. „Þú hefur auga með honum“ gu að því að reyna að n og losa gúmmíbát- m betur fer því lík- orkan farið í það.“ sér hafi gramist það nn stóð í handriðinu á hafa ekkert í hönd- skjóta upp því hann rska. En mestar vonir ó um að hann fyndist reyna að horfa upp í ga hvort ég sæi ekki nst helst vera mögu- myndi finna mig því ngaljósum í bátnum best að sjá þau úr lofti. Ég var líka alltaf að fylgjast með og vona að gúmmíbátnum skyti upp.“ Jólagjöf konunnar reyndist vel Þótt blástefni bátsins hafi rétt mar- að upp úr sjónum segist Sævar ekki hafa óttast að báturinn myndi sökkva alveg undan sér. „Ég var einhvern veg- inn búinn að gera mér grein fyrir að báturinn myndi hanga uppi og ég þótt- ist vita að ef hann færi niður myndi gúmmíbáturinn koma upp því ég var búinn að heyra um það að sleppibún- aðurinn virkaði ekki alltaf nema hann fengi á sig ákveðinn þrýsting eða hann væri kominn á ákveðið dýpi.“ „En stefni bátsins,“ segir Sævar, „gekk alltaf upp og niður í sjónum ann- að veifið og ég var búinn að velta nokkrum sinnum af rekkverkinu en náði alltaf að klóra mig upp á aftur, líklega voru þetta ein fjögur eða fimm skipti. Ég stóð með fæturna í þverriml- unum í fremstu bilunum. Það var svona dálítil undiralda og þá dúmpaði báturinn alveg niður þannig að ég fór í sjóinn með reglulegu millibili. Það sem bjargaði mér fyrst og fremst er þetta tæki sem sjálfvirka tilkynningaskyldan er og það að ég var í ullarnærfötum sem konan mín gaf mér núna um jól- in.“ Sævar segist þó hafa verið orðinn svolítið dofinn í fótunum og þess vegna hafi hann oltið af handriðinu. „Ég var líka orðinn kaldur á efri hluta lík- amans en ég gat aðeins barið mér til hita þar. Manni fannst þetta vera nokk- uð langur tími en eftir kannski eins og klukkutíma sá ég að skipin voru farin að leita, ég sá þau bregða upp köst- urunum í fjarskanum. En mér fannst ég vera það langt í burtu að ég hélt að ég myndi ekki halda þetta út. Og mér fannst svona tiltölulega ólíklegt að þeir myndu ramba á mig þarna. Ég var farinn að hugleiða þarna hvenær þessi tilfinning kæmi að mér yrði sama og ég dytti út af. Það hefði ekki mátt muna mjög miklu að það gerðist því ég var farinn að velta það oft út af rekk- verkinu.“ Sævar segir að sér finnist það eig- inlega kraftaverk að áhöfnin á Sól- borginni skyldi finna sig. Og hann hafi ekki farið að fagna björgun fyrr en hann hafi verið alveg viss um að Sól- borgin og Vigri hefðu orðið vör við hann. ð reglulegu millibili“ Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánss Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein kom með Húna KE til Sandgerðis í gær. Sævar stóð efst í handriðinu og hafði eiginlega ekkert til þess að halda sér í. Morgunblaðið/Árni Sæberg , kona Sævars, Brynjólfur Sævarsson og Sævar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.