Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðfinna Sigur-dórsdóttir fædd- ist í Götu í Hruna- mannahreppi 5. september 1921. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut 31. desember. For- eldrar hennar voru Sigurdór Stefánsson bóndi í Götu og kona hans Katrín Guð- mundssdóttir frá Kambi í Holtahreppi. Systkini Guðfinnu eru; Sigurgeir, Stef- án, Guðmundur tví- burabróðir hennar, Ágústa og Sig- urður. Guðfinna giftist 30. september 1943 Karli Eiríkssyni, f. 9. júní 1916, verslunarmanni á Selfossi. Foreldrar hans voru Eiríkur Ágúst Þorgilsson og Sigríður Sig- urðardóttir. Börn Guðfinnu og Karls eru: 1) Valdimar, f. 1942, kona hans var Þórdís Kristjáns- dóttir sem er látin. Þeirra börn eru: Valgerður Dís og Benedikt Karl. Áður átti Valdimar Gunnar Snorra. 2) Sigurdór, f. 1942, kona hans er: Helga R. Einarsdóttir. Þau eiga þrjú börn: Einar Örn, Guðbjörgu Helgu og Guðmund Karl. 3) Sigríður, f. 1948, gift Gunnari Jónssyni og eiga þau Karl og Guðfinnu. 4) Katrín Inga, f. 1958, gift Karli Björnssyni. Þeirra börn eru: Björn Þór og Dag- mar. Katrín átti áður Jón Þorkel og Ásu Ninnu. 5) Hrafnhild- ur, f. 1962, gift Þresti Hafsteinssyni og eiga þau Orra, Katr- ínu og Maríu. Lang- ömmubörnin eru orðin átta. Guðfinna ólst upp í Götu og lauk sinni skólagöngu þar í sveitinni. Svo vann hún við hefð- bundin sveitastörf þar til hún flutti á Selfoss og þau hjónin bjuggu sér heimili á Flúðum, en svo var nefnt húsið sem nú stendur við Ártún númer 17. Hún helgaði sig heim- ilinu og börnunum en fann þó líka tíma til að vinna utan heimilis á ýmsum stöðum á Selfossi. Hún var einn af stofnendum Kvenfélagsins á Selfossi og var þar virkur félagi í áratugi. Sigríður tengdamóðir hennar átti heimili hjá þeim hjón- um allt þar til hún lést háöldruð. Útför Guðfinnu verður gerð frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Á síðustu dögunum fyrir jólin lenti ég í þeirri ógæfu að verða verður- teppt á Selfossi á leið úr heimsókn hjá ömmu og afa á Hulduhólum. Heiðin var lokuð svo rútan fór Krísu- víkurleiðina og tók nærri allan dag- inn. Þegar við komum á Selfoss var mjólkurbíllinn farinn upp í hrepp og yrði víst sá síðasti sem vogaði sér þá leið fyrir jólin eins og útlitið var – allt Suðurlandsundirlendið gersamlega á kafi í snjó. Þetta var fyrir nærri fimmtíu árum og ég ellefu ára, þekkti engan á Selfossi og vissi ekki til að nokkur þar vildi þekkja mig. Góðhjartaðir sveitungar tóku mig með sér í hús hinum megin við ána þar sem ég var boðin velkomin svo lengi sem þyrfti. Þarna þekkti ég engan nema einn strák lítillega, hann hafði verið í sveit uppí hrepp og leikið sér við bróður minn, en þar voru ekki leikir fyrir stelpur – ég fékk ekkert að vera með. Í minning- unni um þessa óvæntu dvöl á Selfossi var þar allt heldur leiðinlegt, veðrið og snjórinn sem lokaði leiðinni til jólanna heima, krakkarnir vælandi yfir einhverri afmælisveislu sem væri að fara út um þúfur vegna óvæntra og ókunnugra gesta. Jafn- vel fullorðna fólkið sem sat á kvöldin og spilaði og hló hástöfum – mér var ekki hlátur í huga. Eitt ljós var þó sem lýsti í þessu sannkallaða skammdegisþunglyndi mínu, það var konan í húsinu, hún var góð – hún var svo góð að ég lifði af þessar þrjár nætur sem liðu áður en ég fór svo heim með mjólkurbílnum á Þor- láksmessu. Nokkrum árum seinna varð þessi góða kona í húsinu hand- an árinnar tengdamóðir mín þegar ég gifti mig öðrum stráknum hennar – einmitt þessum sem hafði mig út- undan á árunum áður. Ég komst að því að húsið þeirra Ninnu og Kalla á Flúðum var gott hús með góðu fólki og þar var öllum velkomin gisting og greiði hvenær sem var og svo lengi sem þurfti. Krakkarnir voru líka hreint ekki svo slæmir við nánari kynni. Konan góða varð Ninna tengdamamma mín sem alltaf var til staðar ef á þurfti að halda. Hún hjálpaði mér að takast á við húsmóð- urhlutverkið fyrstu árin, kannski minntist hún þess þegar hún sjálf flutti að heiman liðlega tvítug með tvo litla stráka til að byrja sinn bú- skap á Selfossi. Hún saumaði og prjónaði, passaði barnabörnin þegar þufti og skynjaði með ótrúlegum hætti þegar þröngt var í búi hjá frumbýlingunum, þá gaf hún af sínu. Þrjú af börnunum hennar stofnuðu heimili á svipuðum tíma og allir nutu þess sama, endalausrar umhyggju og hjálpsemi. Þá hafði hún þó enn nóg á sinni könnu heimafyrir, tvær litlar dætur, aldraða tengdamóður og eiginmann sem kom heim í há- degismat. Hún hafði tíma fyrir alla, mundi eftir öllum afmælum og með árunum og fjölgandi afkomendum var hún gefandi gjafir flestar vikur ársins og svo á jólunum, stóra góða oft mjúka pakka, hluti sem hún hafði saumað eða prjónað – hún vissi alltaf hvað kom sér best á hverjum stað. Það var alltaf sunnudagskaffi í hús- inu handan árinnar og matarboð á stórhátíðum. Okkur fjölgaði jafnt og þétt en alltaf var rúm fyrir alla og hún naut þess að dekra við okkur. Hún tók ekki þátt í lífsgæðakapp- hlaupi og gerði ekki kröfur fyrir sjálfa sig, en hún studdi við bakið á börnunum sínum og gladdist með öllum sem vel gekk. Hún var góð mamma og góð amma, ég komst að því fyrir mörgum árum þegar ég gisti í húsinu hennar á árbakkanum, hún var góð kona. Blessuð sé minn- ing hennar. Helga R. Einarsdóttir. Amma Ninna, eins og hún var allt- af kölluð, var alltaf brosandi. Alveg sama hvað bjátaði á, alltaf sá hún björtu hliðarnar á öllu, tók mann í fangið og huggaði mann. Ef ég datt og meiddi mig, rak mig í eða eitthvað þá kyssti amma á bágtið og ég gat brosað í gegnum tárin strax aftur. Það sem ég man helst eftir voru laugardagsmorgnar. Þá kom öll fjöl- skyldan saman heima hjá ömmu og afa og þá var spjallað og fleira. Alltaf var elsku amma tilbúin með nýbak- aðar kökur og heitt á könnunni. Þegar mamma sagði mér að hún væri orðin svona veik reyndi ég að hugga mig við það að hún yrði bara í smá tíma á sjúkrahúsinu, eins og áð- ur þegar hún þurfti að fara þangað. En Guð hlýtur að hafa séð afskap- lega góðan engil í henni ömmu því að nú hefur hún kvatt okkar heim. Aldrei munum við þó gleyma þessari yndislegu konu, hún mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Ása Ninna Katrínardóttir. Móðuramma mín Guðfinna Sigur- dórsdóttir, amma Ninna, lést á gaml- ársdag. Ég er svo heppinn að eiga mikið af góðum minningum með henni t.d. þegar við sátum og spil- uðum lönguvitleysu og borðuðum heimabökuðu vínarbrauðin sem hún hafði bakað. Þegar við keyrðum upp í hrepp og heimsóttum ættingja okk- ar þar. Eða í öll skiptin þegar ég setti eldhúsið hjá henni á annan end- ann við það að reyna að hjálpa til við baksturinn. Hún gerði engar at- hugasemdir við það. Ég er þakklátur fyrir stundirnar þegar öll fjölskyld- an hittist um helgar og skeggræddi hin ýmsu mál. Amma var mikil reglumanneskja, hún fór yfirleitt að sofa á sama tíma og var alltaf vöknuð fyrir allar aldir. Þess vegna vissi maður alltaf þegar maður var í pössun á Flúðum að um leið og heyrðist í útvarpinu hjá ömmu niðrí eldhúsi fór maður niður og fékk sér ristabrauð með smjöri og osti. Amma á marga afkomendur og var eitt af hennar helstu ánægjuefn- um að fá þá í heimsókn og verja tím- anum með þeim. Hún var einnig mikil handverkskona og stundaði ýmiss konar hannyrðir t.d. að mála, sauma og prjóna. Amma upplifði margar breytingar í lífi sínu, hún var fædd í torfbæ og fékk að sjá Ísland breytast gjörsam- lega, horfði á allar nýjungarnar og fannst það einnig mjög gaman. Hún tileinkaði sér þessar nýjungar, horfði á video, átti gemsa og fylgdist vel með. Við spjölluðum um heima og geima; um stjórnmál, ættfræði, það sem við lásum í blöðum og um sjón- varpsþætti, t.d. hver ætti að vinna í Survivor. Ég þakka allar þessar dýrmætu stundir. Orri Þrastarson. Mikið er það sem ég má þakka fyr- ir. Að mega eiga svona góða og fal- lega ömmu. Amma Ninna var mér allt sem ein amma getur mögulega staðið fyrir. Heimili hennar og afa Kalla fyrir utan á hefur alltaf verið mér sem annað æskuheimili. Mörg okkar hafa átt skjól á þessum fallega stað við Ölfusá, á Flúðum, en svo heitir húsið góða. Að geta átt Flúðir sem annað æskuheimili er ævintýri líkast. Áin og klettarnir voru leik- svæðið, og öryggið var amma sem alltaf gætti þess að ég væri ekki svangur eða kaldur. Kakó, pönnu- kökur og popp á stóru stálfati voru mitt uppáhald þegar kræsingar ömmu voru í boði. Ég átti öll jól og áramót í æsku með foreldrum mínum og ömmu Ninnu og afa Kalla og hún amma Ninna er tengd mínum fallegustu minningum úr æsku, þar sem ég naut ástríkis mömmu, ömmu, lang- ömmu og móðursystra minna sem eru mér sem stóru systur. Og svo á ég litlu systur sem heitir einmitt þessu fallega nafni ömmu, Guðfinna. Á seinni árum hefur verið dásamlegt að koma um helgar í morgunkaffi til ömmu og afa og fá fréttir af stórfjöl- skyldunni. Afi segir mér sögur með sínu stálminni af nákvæmni, og amma finnur eitthvað til að bjóða mér. „Ertu ekki bara að skrökva þessu?“ spurði amma afa um daginn, steinhissa á þessu mikla minni hans, og síðan brosti hún sínu fallega brosi. Úr augunum hennar bláu geislaði stríðni og gleði. „Má ekki bjóða þér eitthvað meira Kalli minn?“ spyr amma Ninna svo sem oftar. Jú takk. En áætlun Guðs er stórkostlegri en hugmyndir mínar. Blessuð sé minning Guðfinnu Sigur- dórsdóttur. Karl S. Gunnarsson. Ég man vel eftir þeim ferðalögum sem ég fór með ömmu og afa sem barn, til dæmis ferðina um Borgar- fjörð og allar litlu ferðirnar um Suð- urland. Þetta voru þægilegar ferðir, allt annað hugarfar en þegar ég hef ferðast með öðrum, ákveðinn hátíð- arbragur sem erfitt er að lýsa. Ég svaf vanalega á góðri dýnu á gólfinu við rúmið hjá ömmu Ninnu. Þegar við vöknuðum þá fékk ég að hræra í hafragrautnum, svo bökuð- um við kleinur eða hjónabandssælu, fórum í garðinn eða í göngutúr. Þeg- ar afi kom heim úr vinnunni þá fór- um við í bíltúr eða að slá kirkjugarð- inn. Hjá ömmu drakk ég alltaf eitt mjólkurglas eftir matinn, sama hversu mörg ég hafði drukkið með matnum. Fyrstu minningar mínar um það að vera að lesa, skrifa og reikna eru með ömmu á Flúðum, þá ekki byrjaður í skóla. Sama hvað við vorum að gera, heima á Flúðum eða á ferðalögum, þá finnst mér eins og það hafi alltaf verið gott veður og öll- um liði vel, þannig var andrúmsloftið í kringum ömmu og afa. Amma Ninna hafði einstakt sam- band við alla í kringum sig, hitti börnin daglega og var í stöðugu sam- bandi við barnabörnin og reyndist öllum vel. Hannyrðir hennar voru listaverk og liggja mörg eftir hana, hún var sjálfsgagnrýnin og aldrei al- veg sátt við afraksturinn. Það er misjafnt hvernig árin fara með fólk, amma fékk að njóta lífsins fram á síðasta dag. Elsku amma, samvera okkar og ást þín er mér ómetanleg. Jón Þorkell Einarsson. Ég var ekki gamall þegar ég byrj- aði að hjóla út fyrir á í heimsókn til ömmu og við gerðum margt skemmtilegt saman. Þegar amma fór að baka kleinur bað hún mig um að koma og bretta upp á kleinurnar eins og ég kallaði það. Það gerði ég á minn skrautlega hátt og hún gat nú hlegið að því og fannst bara gaman að hafa kleinurnar sem ég gerði að- eins öðruvísi. Stundum bað amma mig um að setja rúllur í hárið á sér sem mér gekk nú ekkert voðalega vel að gera í fyrstu, en henni fannst það bara fínt og fyndið. Þegar ég var svo bú- inn að setja rúllurnar í hvíta fallega hárið hennar þá fékk hún sér hrökk- brauð og ég fékk Björnskex sem var alltaf til þegar von var á mér í heim- sókn. Stundum hringdi afi og sagði að amma væri búin að fikta í öllum tækjunum þeirra og ég þyrfti að koma og laga þetta allt. Það var nú yfirleitt ekki mikið sem búið var að fikta, en samt nóg til að þau virkuðu ekki. Og svo hlógum við bara öll að því eins og svo mörgu öðru. Þetta eru bara brot af öllu því skemmti- lega sem við gerðum saman. Ég kveð hana ömmu Ninnu með virðingu, góðum minningum og þakklæti fyrir allt það sem við gerð- um saman. Björn Þór Karlsson. Tilvera okkar er undarlegt ferða- lag, kvað skáldið. Ég sat heima í stofu hjá Ninnu og Kalla, nú skömmu fyrir jól. Spjallað var um heima og geima eins og alltaf þegar fundum okkar bar saman. Ninna var kát og hláturmild eins og hennar var vani, hún var líka mitt í jólaönnunum að undirbúa flutning þeirra hjóna í bjarta og skemmtilega íbúð sem þau höfðu fengið á þriðju hæð í Græn- umörk 5. Engan óraði þá fyrir að annað ferðalag var Ninnu minni, blessaðri, búið áður en árið yrði kvatt. Þannig er tilvera okkar, eng- inn veit hvar hann gistir næstu nótt. Og víst er best að hafa það þannig. Kalli og Ninna voru meðal land- nemanna sem tóku sér bólfestu hér handan Ölfusár, oft kallað á Langa- nesinu af kunnugum. Þau byggðu ásamt öðrum ungum hjónum fyrir miðja síðustu öld hús sem þau köll- uðu Flúðir og sem þau hafa æ síðan verið kennd við. Á Flúðum eignuðust þau sín mannvænlegu börn og ólu þau upp. Og á Flúðum rættust flestir þeirra draumar í lífinu. Og svo merkilegt sem það er, blasa Flúðir við augum handan Ölfusár þegar lit- ið er út um stofugluggann á nýja heimilinu. Ninna var fædd og uppalin á bæn- um Götu í Miðfellshverfi í Hruna- mannahreppi. Bærinn stendur undir Miðfellsfjalli sunnanverðu og er víð- sýnt um að litast af heimahlaði. Í suðaustri gnæfir Galtafell, Hóla- hnjúkar sunnar og þar suður undan, handan Þjórsár, sér á Skarðsfjall. Í suðvestri rís Langholtsfjall eins og virki og miklu neðar og vestar er Vörðufell á Skeiðum, þá sér á eyru Hestfjalls í Grímsnesi. Milli þessara fjallaarma sem eins og umvefja byggðina, er víðáttumikið undirlendi þegar horft er í suðurátt. Það er stórfenglegt á að horfa þegar toppar þessara arma eins og fljóta í dala- læðunni á sumarnóttum og öll byggð og kennileiti önnur eru sokkin. Mér hefur oft fundist ég sjá í svipmóti GUÐFINNA SIGURDÓRSDÓTTIR Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR BALDVINSDÓTTIR, Garðabraut 84, Garði, lést á Dvalarheimilinu Garðvangi, Garði. Útförin fer fram frá Útskálakirkju laugardaginn 10. janúar kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Njálsson, Þóra Njálsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR, lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar föstudaginn 2. janúar. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 10. janúar kl. 14.00. Jens Kristinsson, Þórey Ingimarsdóttir, Ástvaldur Kristinsson, Helga Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR JÓHANNESDÓTTIR, Langeyrarvegi 11, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mánu- daginn 29. desember sl. Útförin hefur farið fram. Þóra Vala Þórðardóttir, Viðar Þórðarson, Erla Gestsdóttir, Bjarni Þórðarson, Kristín Guðmundsdóttir, Jóhannes Þórðarson, Ingibjörg Ása Júlíusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.