Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTIR 58 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Bolton - Manchester United ...................1:2 Youri Djorkaeff 89. - Paul Scholes 24., Ru- ud van Nistelrooy 39. - 27.668. Chelsea - Liverpool..................................0:1 Bruno Cheyrou 33. - 41.420. Rautt spjald: El Hadji Diouf, Liverpool 87. Everton - Arsenal.....................................1:1 Tomasz Radzinski 75. - Nwankwo Kanu 29. - 38.726. Manch.City - Charlton........1:1 Robbie Fowler 39. - Paolo Di Canio 84. - 44.307. Newcastle - Leeds ....................................1:0 Alan Shearer 4. - 52.130. Southampton - Leicester.........................0:0 - 31.053. Tottenham - Birmingham.......................4:1 Stephane Dalmat 10., 24, Simon Davies 39., Robbie Keane 79. - Robbie Savage (vsp.) 68. - 30.016. Wolves - Blackburn..................................2:2 Paul Butler 63., Alex Rae 72. - Andy Cole 14., Dwight Yorke 78. - 27.393. Staðan: Man. Utd 20 16 1 3 40:14 49 Arsenal 20 13 7 0 36:13 46 Chelsea 20 13 3 4 36:17 42 Charlton 20 8 7 5 28:23 31 Liverpool 19 8 5 6 29:21 29 Newcastle 20 7 8 5 27:22 29 Fulham 20 8 4 8 31:28 28 Southampton 20 7 6 7 18:15 27 Aston Villa 20 7 6 7 21:24 27 Birmingham 19 7 5 7 17:24 26 Everton 20 6 6 8 24:26 24 Middlesbro 19 6 6 7 16:19 24 Bolton 20 5 8 7 21:30 23 Man. City 20 5 7 8 28:28 22 Blackburn 20 6 4 10 28:31 22 Tottenham 20 6 3 11 23:30 21 Leicester 20 4 7 9 28:31 19 Portsmouth 20 5 4 11 21:30 19 Leeds 20 4 5 11 18:41 17 Wolves 19 3 6 10 18:41 15 Markahæstir: 16 - Alan Shearer (Newcastle). 14 - Ruud van Nistelrooy (Man Utd). 12 - Thierry Henry (Arsenal), Louis Saha (Fulham). 9 - Juan Pablo Angel (Aston Villa), Nicolas Anelka (Man City). 8 - James Beattie (Southampton), Michael Owen (Liverpool), Mikael Forssell (Birm- ingham). Spánn Bikarkeppnin, 16-liða úrslit, fyrri leikir: Alavés - Valladolid ....................................0:0 Málaga - Celta Vigo..................................0:1 Zaragoza - Real Betis...............................3:1 Eibar - Real Madrid .................................1:1 Valencia - Osasuna....................................2:2 HANDKNATTLEIKUR Grótta/KR - ÍBV Frestað Íslandsmót kvenna. Leiknum var frestað þar sem ekki var flogið til Eyja og fer hann fram í kvöld kl. 18.30 á Seltjarn- arnesi. Undankeppni HM karla 1. riðill: Litháen - Eistland................................ 30:24 4. riðill: Noregur - Færeyjar ............................ 36:24 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Cleveland - New York....................... 107:96 Indiana - Orlando............................. 114:107 New Jersey - LA Clippers.................. 92:75 Minnesota - LA Lakers..................... 106:90 San Antonio - Washington.................. 94:72 Sacramento - Atlanta ........................ 105:89 Bikarkeppni KKÍ Lýsingarbikar kvenna, 8-liða úrslit: KR - Grindavík .....................................62:57 Gangur leiksins: 12:5, 24:22, 46:38, 62:57. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 22, Katie Wolfe 16, Lilja Oddsdóttir 12, Hólmfríður B. Sigurðardóttir 5, Guðrún A. Sigurð- ardóttir 4, Tinna B. Sigmundsdóttir 3. Fráköst: 29 í vörn - 14 í sókn. Stig Grindavíkur: Kesha Tardy 23, Ólöf H Pálsdóttir 15, Petrúnella Skúladóttir 10, Erna R. Magnúsdóttir 4, Sólveig H. Gunn- laugsdóttir 2, Jovana L. Stefánsdóttir 2, Guðrún Ó. Guðmundsdóttir 1. Fráköst: 26 í vörn - 9 í sókn. KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar 8 liða úrslit karla: Grindavík: UMFG – Fjölnir .................19.15 Ásvellir: Haukar – Keflavík..................19.15 Njarðvík: UMFN – Hamar ..................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Snæfell ....19.15 8 liða úrslit kvenna: Ásvellir: Haukar – UMFN ...................18.30 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Seltjarnarnes: Grótta/KR - ÍBV ..........18.30 Í KVÖLD HELGI Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu æfði í gær með þýska 2. deildarliðinu Ahlen en Helgi er eins og fram hefur komið að leita að nýjum vinnuveitendum eftir að samningur hans við norska liðið Lyn rann út nú um áramótin. Helgi var til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Gillingham í síð- ustu viku og þó svo að hann hafi ekki léð máls á því að vera lengur til reynslu hjá Gillingham hefur hann ekki lokað fyrir það að ganga til liðs við það. „Ég vildi ekki vera lengur til reynslu og ég veit að forráðamönnum Gillingham líkaði það ekki en maður verður að hugsa um sjálfan sig í svona málum og janúar er sá mánuður sem maður vill að hlutirnir komist á hreint. Þetta snýst um að gera samn- ing til lengri tíma. Það þýðir lítið að gera skammtímasamning því ef þú skrifar undir slíkan samning þá verður ekki aftur snúið og maður verður þá fastur það sem eftir er tímabilsins,“ sagði Helgi við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Helgi sagði að viðræður milli hans og Gillingham væru enn í gangi og væntanlega myndi það skýrast upp úr helginni hvort hann færi til félagsins. Helgi fékk boð frá þýska liðinu Ahlen um að koma út til reynslu og æfði hann með því í gær en í dag heldur hann aftur til Noregs. Ahlen er í 15. sæti af 18 liðum í 2. deildinni. „Ég veit ekkert með framhaldið en mætti bara á eina æfingu hjá Ahlen. Það eru margir leikmenn til reynslu hjá liðinu og þar sem vetrarfrí er í Þýskalandi er lítið gert á æfingunum annað en að hlaupa. Það er miklu lík- legra að ég fari til Gillingham heldur en til Ahlen en ég hef fleiri járn í eld- inum og vonandi komast mín mál á hreint sem fyrst.“ Helgi æfði með Ahlen í Þýskalandi Helgi Sigurðsson í leik gegn Færeyingum. Það var mikið í húfi í gær á Stam-ford Bridge þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega að tryggja stöðu sína í efri hluta deildarinnar með því að innbyrða þrjú stig. Gerard Houl- lier knattspyrnustjóri Liverpool hef- ur verið undir smásjánni undanfarnar vikur en sigur liðsins í gær gefur hon- um vinnufrið í a.m.k. nokkra daga. Kvöldið byrjaði ekki vel fyrir argent- ínska framherjann Hernan Crespo sem fór meiddur af velli á 10. mínútu en Eiður Smári kom inná í hans stað. Liverpool átti fínar rispur í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að Michael Owen væri á varamannabekk liðsins frá upphafi til enda. Emelie Heskey lagði upp markið sem Cheyrou skoraði en enski landsliðsframherjinn lét mikið að sér kveða í leiknum. El-Hadji Dio- uf frá Senegal fékk að líta rauða spjaldið er þrjár mínútur lifðu af leiknum en hann virtist flækja takka í skóreim Adrian Mutu hjá Chelsea og fékk að launum sitt annað gula spjald. Að auki þurfti pólski landsliðsmark- vörðurinn, Jerzy Dudek, að fara meiddur af velli í liði Liverpool en Frakkinn Patrice Luzy tók stöðu hans síðustu mínútur leiksins. Claudio Ranieri skipti Jesper Grönkjær inn á síðari hálfleik og blés til sóknar en Adrian Mutu náði þó að- eins að hitta markslána með skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu. Danny Murphy leikmaður Liver- pool hrósaði félaga sínum Emile He- skey í leikslok. „Þessi sigur var gríð- arlega mikilvægur fyrir sjálfstraustið hjá okkar liði, enda höfum við tapað þremur leikjum gegn efstu liðum deildarinnar. Við lékum ekkert sér- staklega vel úti á vellinum, leikurinn þróaðist einfaldlega þannig að liðin fengu ekki tíma til þess að athafna sig. Reyndar var það okkar leikskipu- lag frá upphafi að þjarma að þeim. Við höfum fengið slæma umfjöllun að undanförnu og það er aðeins ein leið til þess að þagga niður slíkar raddir – með því að vinna leiki. Emile Heskey sýndi hvers megnugur hann er með því að leggja upp markið og hann hafði oft betur gegn tveimur miðvörð- um Chelsea. Hann var ótrúlegur í kvöld,“ sagði Murphy. Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Chelsea sagði við Sky-fréttastofuna að hans lið hefði ekki haft heppnina með sér í erfiðum leik. „Við lögðum okkur fram frá upphafi til enda en vörn Liverpool gaf fá færi á sér, lék aftarlega á vellinum og sótti hratt þegar færi gáfust. Þetta er þeirra stíll og við náðum því miður ekki að brjóta vörn þeirra á bak aftur,“ sagði Rani- eri. Reuters Umdeilt atvik! Framherji Chelsea, Adrian Mutu, í harðri glímu við finnska landsliðsmanninn í vörn Liverpool Sami Hyypia og voru skiptar skoðanir um rimmu þeirra í þessu tilviki. Cheyrou var hetja Liverpool BRUNO Cheyrou, af öllum mönnum, skoraði markið sem skipti sköpum á Stamford Bridge í gær er Chelsea tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er fyrsta deildarmark franska fram- herjans fyrir Liverpool á leiktíðinni og vonir liðsins um Meist- aradeildarsæti vakna á ný þar sem liðið er nú í fimmta sæti og á leik til góða gegn Charlton sem er í því fjórða. Eiður Smári Guðjohnsen kom inná sem varamaður strax á 10. mínútu og átti líklega besta færi liðsins á 28. mínútu leiksins. Aldrei áður hefur Liverpool fagn- að sigri á „Brúnni“ frá því að úrvalsdeildin var stofnuð. BRIAN Mikkelsen, menningarmála- ráðherra Dana, kveðst ætla að sjá til þess að keppnisbann enska knatt- spyrnumannsins Rios Ferdinands hjá Manchester United verði lengt í tvö ár. Mikkelsen, sem er í framkvæmda- stjórn Alþjóða lyfjanefndarinnar, sagði þetta við danska blaðið BT. „Ég ætla að leggja til í fram- kvæmdastjórninni að málið verði tek- ið fyrir hjá Alþjóða íþróttadómstóln- um, CAS, um leið og Englendingar hafa staðfest dóminn yfir Ferdinand. Þetta yrði mjög gott prófmál og að sjálfsögðu á Ferdinand að taka út tveggja ára bann eins og aðrir.“ Ferdinand var dæmdur í átta mán- aða bann af enska knattspyrnusam- bandinu fyrir að mæta ekki í lyfjapróf þann 23. september. Bannið tekur gildi 19. janúar, nema Ferdinand áfrýi dómnum, sem reiknað er með að hann geri. Forráðamenn Manchester United hafa ekki í hyggju að hýrudraga enska landsliðsmanninn á meðan keppnisbanninu stendur. Tæknilega séð brýtur hann ákvæði í samningi sínum en Alex Ferguson segir að fé- lagið muni ekki refsa leikmanninum. Samkvæmt reglum enska knatt- spyrnusambandsins ætti Ferdinand ekki að fá laun í a.m.k. tvær vikur, en hann fær rúmar 8 millj. kr. á viku. Vill þyngja refsingu Ferdinand Wayne Rooney gat ekki hamið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.