Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ JÓLIN voru haldin hátíðleg í gær, 7. janúar, hjá Rétt- trúnaðarkirkjunni en hún heldur að þessu leyti enn í júlíanska tímatalið, sem Vesturkirkjan lagði af á 16. öld. Þessi börn í Belgrad í Serbíu skáru í gær hið hefðbundna jólabrauð, sem bakarar í borginni sam- einuðust um að baka, og öll vonuðust þau til að detta í lukkupottinn, það er að segja að finna peninginn í brauðinu. AP Jólabrauðið skorið MILLJÓNIR ólöglegra farand- verkamanna, herbergisþerna og annarra innflytjenda, sem vinna án leyfis í Bandaríkjunum, geta fengið tímabundið atvinnuleyfi og komist hjá því að vera rekin úr landi, ef nýtt frumvarp George W. Bush Bandaríkjaforseta verður sam- þykkt í þinginu. Einnig vill hann fjölga svokölluðum grænum kortum, sem eru dvalarleyfi til frambúðar. Nú eru gefin út 140.000 slík kort á ári hverju. Forsetinn boðar gerbreytta stefnu í innflytjendamálum en hann kynnti frum- varpið í gær fyrir fulltrúum samtaka innflytjenda. Hann fullyrðir að fyrirætl- anir sínar auki öryggi í Bandaríkjunum þar sem yfirvöld nái betur að fylgjast með hverj- ir koma inn í landið, þær séu góðar fyrir efnahagslífið þar sem vinnuveitendur fái starfsmenn sem séu fúsir til að vinna láglaunastörf auk þess sem þær tryggi réttindi út- lendinga sem vinna án leyfis. Hann minntist þó ekkert á þann ávinning sem ráðgjafar í Hvíta hús- inu vonast til að frumvarpið færi honum. Þarna er hann að taka á einu helsta forgangsmáli viðskipta- lífsins auk þess að koma sér í mjúk- inn hjá kjósendum frá Rómönsku- Ameríku en talið er að allt að 8 milljónir ólöglegra innflytjenda séu í landinu, þar af er um helmingur Mexíkanar. Hann fékk um þriðjung greiddra atkvæða frá kjósendum frá Rómönsku-Ameríku í forseta- kosningunum 2000 en vill tryggja sér enn betri stuðning hjá þeim hópi í kosningunum í nóvember á þessu ári. Embættismenn leggja áherslu á að hér sé ekki um sakaruppgjöf að ræða en Bush veit að margir íhaldsmenn í hans eigin flokki kunna að vera andsnúnir því að þeir sem brotið hafa lögin með því að koma ólöglega inn í landið fái umbun af neinu tagi. Til að friða þann hóp leggur hann til aðgerðir sem miða að því að innflytjendur snúi aftur til síns heima, m.a. með því að gera þeim kleift að vera á eftirlaunum í heimalandi sínu. Segja frumvarpið vonbrigði Samkvæmt frumvarpinu geta ólöglegir innflytjendur fengið tíma- bundið atvinnuleyfi geti þeir sýnt fram á að þeir hafi vinnu. Sami möguleiki býðst fólki einnig áður en það kemur til lands- ins ef tryggt er að það hafi vinnu. Gildir það ekki einungis um störf innan ákveðinna starfsgreina eins og verið hefur til þessa. Þá segist Bush vilja að þeir sem fái tímabund- ið atvinnuleyfi geti endurnýjað það en segir ekki hversu lengi það muni þá gilda. Þá kemur ekki fram hjá honum hvað muni kosta að sækja um slíkt leyfi og hann skýrir ekki hvernig á að framfylgja því ákvæði í frumvarpinu sem segir að tryggt þurfi að vera að enginn Bandaríkjamaður vilji starfið sem innflytjandinn sækist eftir. Fulltrúar innflytjenda eru ekki ánægðir með frumvarpið og segja það ekki fela í sér nægilega miklar umbætur. „Þetta veldur mjög mikl- um vonbrigðum,“ sagði Cecilia Mu- noz hjá La Raza, hagsmunasamtök- um innflytjenda frá Rómönsku-Ameríku. „Verið er að leggja til að bjóða fólki að koma til Bandaríkjanna sem gestavinnuafl án þess að veita því raunverulegt tækifæri til að dvelja í landinu og verða löglegir borgarar.“ Óánægja meðal hægrimanna Mark Krikorian hjá stofnun sem rannsakar málefni innflytjenda, sem aðhyllist strangar reglur um innflytjendur, er einnig ósáttur við frumvarpið en af öndverðum ástæðum. „Þetta er ekki það sem vinstrisinnar vilja, sem er að fólk geti fengið græna kortið auðveld- lega, en þetta er samt sem áður sakaruppgjöf.“ Bush boðar breytingar á lögum um innflytjendur Ólöglegir inn- flytjendur fái atvinnuleyfi Washington. AP. Bush hyggst vinna sér fylgi meðal innflytjenda en vill jafnframt ekki styggja íhaldsmenn í eigin flokki. BANDARÍKJAMENN hyggj- ast sleppa lausum 506 mönnum sem þeir hafa geymt á bak við lás og slá síðan þeir tóku öll völd í Írak. Fyrstu hundrað mönn- unum verður veitt frelsi í dag, fimmtudag. Paul Bremer, land- stjórinn í Írak, segir ákvörð- unina tekna til að sýna góðan hug Bandaríkjamanna en til að menn öðlist frelsi þurfi þeir að heita því að grípa ekki til vopna. Bremer sagði í gær að við- komandi einstaklingar, sem nú ætti að sleppa, hefðu ekki tekið þátt í árásum gegn Bandaríkja- her eða átt aðild að pyntingum eða mannréttindabrotum með- an á valdatíð Saddams Huss- eins stóð í Írak. „Ég vil fullvissa ykkur um að við erum ekki að tala um menn sem hafa blóði drifna fortíð. Við munum ekki sleppa neinum sem vitað er að hefur átt beina aðild að drápum eða alvarlegum ofbeldisaðgerð- um,“ sagði Bremer. Bandaríkjamenn geyma a.m.k. 10 þúsund manns í fangaklefum í Írak. Sagði Bre- mer að þeir sem nú fengju frelsi hefðu á sínum tíma gert mistök og að þeir gerðu sér nú grein fyrir því. „Við erum reiðubúnir til að gefa þeim annað tæki- færi.“ Bremer greindi einnig frá því í gær að 200 þúsund dollurum, um 14 milljónum króna, væri nú heitið fyrir upplýsingar um þá menn, sem Bandaríkjamenn leggja hvað mesta áherslu á að handsama. Ætla að sleppa 500 Írökum úr haldi Bagdad. AFP. MIJAILO Mijailovic, 25 ára gamall maður, sem setið hefur í gæsluvarð- haldi grunaður um morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar, játaði það á sig við yfirheyrslur í fyrrakvöld. Gaf hann þá lögreglunni nákvæma lýsingu á því, sem gerðist, en fram að þessu hafði hann neitað allri sök. Er Svíum mjög létt og er vonast til, að réttarhöldin yfir morð- ingjanum muni taka skamman tíma. Þótt Mijailovic hafi játað á sig verknaðinn, nefndi hann, að sögn sænsku blaðanna, enga skýringu á honum en áður hefur komið fram, að hann hataðist við frægt fólk og þar á meðal við Önnu Lindh. Fjölmiðlar hafa það hins vegar eftir lögfræðingi hans, Peter Althin, að um skyndi- ákvörðun hafi verið að ræða hjá Mi- jailovic þegar hann kom auga á Lindh í verslun í Stokkhólmi 10. september síðastliðinn. Yfirþyrmandi sönnunargögn Mijailovic játaði á sig morðið eftir að saksóknarar höfðu lagt fyrir lög- fræðing hans þau sönnunargögn, sem þeir töldu sig hafa í höndunum, greinargerð upp á 1.000 blaðsíður. Eru þau sögð svo yfirþyrmandi, að Althin muni ekki fara fram á frekari rannsókn á málinu. Stefnt er að því að birta Mijailovic formlega ákæru næstkomandi mánudag og munu réttarhöldin þá hefjast viku síðar nema ákveðið verði, að hann skuli gangast undir sérstaka geð- rannsókn. Verði það ofan á, munu réttarhöldin frestast um mán- uð. Mikill léttir fylgir játningu Mijailovic enda er Svíum í fersku minni morðið á Olof Palme forsætisráðherra 1986, sem enn er óupplýst. Meðal annars þess vegna reið á svo miklu fyrir lög- regluna að leysa þetta mál sem fyrst. Utanveltu í samfélaginu Mijailovic er af serbnesku bergi brotinn, fæddur í Svíþjóð en þangað komu foreldrar hans fyrir um þrem- ur áratugum. Aðeins sjö ára gamall var hann sendur til ættingja sinna í Serbíu og var þar til 13 ára aldurs er hann var aftur sendur til Svíþjóðar. Var hann þá búinn að gleyma sænsk- unni og átti eftir það mjög erfitt upp- dráttar. Hefur hann hlotið dóma fyr- ir líkamsárásir, ólöglegan vopnaburð og líflátshótanir. Mijailovic á lífstíðardóm í vænd- um, verði hann fundinn sekur en hins vegar heyrir það til undantekn- inga, að nokkur sitji lengur í sænsku fangelsi en í 14 ár. Játaði á sig morðið á Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar Lýsti ódæð- inu en nefndi enga ástæðu Mijailo Mijailovic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.