Morgunblaðið - 08.01.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 08.01.2004, Síða 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Loftur GrétarBergmann fædd- ist í Hafnarfirði 4. febrúar 1934. Hann lést 26. desember (annan jóladag) síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðríður Guðlaugsdóttir, f. í Götu í Landsveit í Rang. 16.4. 1912, d. í Reykjavík 14.2. 1991, og Daníel Magnús Bergmann Ásgeirs- son bakarameistari, f. á Stafnesi í Miðnes- hreppi í Gull. 14.10. 1908, d. í Reykjavík 11.8. 1976. Grétar var einn fjögurra sam- feðra bræðra. Gunnlaugur Birgir Daníelsson var þeirra elstur, f. 18.5. 1931, d. 28.4. 89. Albróðir Grétars, Guðlaugur Bergmann býr á Hellnum á Snæfellsnesi og yngsti bróðirinn Ásgeir Theodór Bergmann býr á Bahamaeyjum. Hinn 16. apríl 1960 kvæntist Grétar Guðlaugu Kristinsdóttur, f. 19.9. 1930, d. 16.1. 1999. Dóttir Guðlaugar og stjúpdóttir Grétars er Aðalheiður Óladóttir Helleday, f. 10.4. 1952. Hennar maður er Nils Helleday, f. 16.1. 1952. Börn þeirra eru Liz Helleday, f. 15.4. 1976, og Peter Helleday, f. 9.7. 1980. Grétar átti tvö börn áður en hann kvæntist Guð- laugu. Þau eru Har- aldur Sigþór Grétar- son Bergmann, f. 28.9. 1950, d. 14.2. 2003, móðir hans er Guðrún Valgerður Haraldsdóttir, f. í Súðavík 28.2. 1932, og Áslaug Grétars- dóttir, f. 11.5. 1956, móðir hennar er Sigrún Guðmunds- dóttir, f. í Reykjavík 22.9. 1933. Grétar ólst fyrstu sex árin upp í Hafn- arfirði en flutti síðan til Selfoss með foreldrum sínum. Hann nam rakaraiðn í Reykjavík og vann við hana um tíma. Hann stofnaði um- boðs- og heildsölu með bróður sínum Guðlaugi og unnu þeir saman í nokkur ár. Mestan sinn starfsferil vann Grétar við ýmis verslunarstörf, rak heildverslun, sjoppu, var sölumaður og versl- unarstjóri í Bonaparte, einni af verslunum Karnabæjar í mörg ár. Grétar var einn af fyrstu Free- porturunum og starfaði mikið með þeim við SÁÁ og AA sam- tökin. Síðustu árin átti Grétar við vanheilsu að stríða. Útför Grétars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Bróðir minn hét í höfuðið á göml- um hjónum sem fylgdu búi sem afi okkar keypti. Þetta var jörðin Vatnsnes í Grímsnesi en þar ólst móðir okkar upp. Þessi gömlu hjón voru óskaplega góð við móður okkar svo hún ákvað að láta fyrsta son sinn heita í höfuðið á þeim. Þau hétu Loftur og Margrét. Þótt Grétars- nafnið hafi orðið að aðalnafni hans er ég þess fullviss að þau hafa bæði vakað yfir bróður mínum alla tíð. Grétar var frá upphafi öðruvísi en fólk er flest. Þegar hann var fimm ára reiddist hann foreldrum okkar og rauk á dyr. Við áttum þá heima í Hafnarfirði. Eftir nokkra stund var farið að leita Grétars án árangurs. Leitað var til lögreglunnar og fann hún hann fótgangandi með saman- bitnar tennur kominn hálfa leið til Reykjavíkur. Þessi ákveðni átti oft eftir að koma Grétari vel en auðvitað líka illa. Það er nefnilega þannig að í heimi andstæðna, ljóss og myrkurs, getum við ekki haft til ráðstöfunar orku sem er bara góð. Ef hún er góð er hún líka vond. Sól býr til skugga; sterk sól, dimma skugga. Ef við vilj- um vera í sól einhvers verðum við að taka skuggum hans. Grétari fylgdi mikil sól og sterkir skuggar. Grétar átti mjög gott með að læra en hann var bráðþroska og fannst fljótlega margt af því sem hann átti að læra barnalegt. Hann varð „heimsfrægur“ fyrir það að læra ensku af bandarísku hermönnunum, sem dvöldu á Selfossi á stríðsárun- um, á aðeins sex vikum, eins og fréttin í The Times sagði frá. Grétar var mikið í kringum hermennina, fékk t.d. einn af krökkunum að horfa á bíó með þeim. Þetta voru miklir umrótatímar og ég er ekki viss um að þessi samskipti hafi verið bróður mínum aðeins til góðs. Þegar hann var fermdur var hann orðinn eins og fullorðinn maður. Hann spilaði á trommur í hljómsveit og var byrj- aður að drekka áfengi og reykja. Þegar foreldrar okkar slitu samvist- um í fyrra skiptið og pabbi fór til Reykjavíkur fór Grétar með honum. Eftir á séð var það ekki heppileg ráðstöfun. Við mamma komum á eft- ir þeim einu ári síðar og hófu þau pabbi búskap að nýju. Grétar varð fimmtán ára mjög ástfanginn af ungri glæsilegri konu sem var nokkrum árum eldri en hann. Þau voru fallegt par og allt virtist ganga vel. Grétar fór skömmu síðar að læra rakaraiðn. En stúlkan hans fór til Bandaríkjanna til að heimsækja systur sína og kom aldrei aftur. Næstu ár voru Grétari erfið. Hann fór frá einni konu til annarrar og eignaðist Harald með Guðrúnu Val- gerði Haraldsdóttur og síðar Ás- laugu með Sigrúnu Guðmundsdótt- ur og virtist það samband ætla að ganga upp en Grétar var rótlaus og það slitnaði upp úr því. Árið 1960 giftist Grétar Guðlaugu Kristinsdóttur, yndislegri konu frá Akureyri. Hún varð konan í lífi bróður míns. Dóttir Guðlaugar, Að- alheiður eða Allý eins og hún er allt- af kölluð af fjölskyldunni, varð auga- steinninn hans. Síðar þegar hún eignaðist Liz og Peter bættust þau í hóp þeirra sem Grétar elskaði. Nils maður Allýjar var líka með í þeim hópi sem Grétari var mjög kærkom- inn. Um tíma bjuggu Grétar og Guð- laug í Svíþjóð en þangað höfðu Allý og Nils maður hennar flutt. Grétar átti til að byrja með ekki mikil samskipti við Harald son sinn en hann varð honum mikil hjálpar- hella eftir að Guðlaug lést. Haraldur lést svo hinn 14.2. 2003. Grétar var í góðu sambandi við Áslaugu dóttur sína um tíma og virtist fara vel á með þeim, börnum hennar og eig- inmanni. En eftir að Guðlaug veikt- ist og það mikla rót sem ástandið olli honum, ásamt ofneyslu lyfja, fór að bera á samskiptaörðugleikum milli þeirra sem enduðu með því að upp úr slitnaði gjörsamlega. Grétar sleit líka sambandi við mig um tíma og var það okkur báðum mjög erfitt. Það var svo Haraldi syni hans að þakka að sættir komust á milli okk- ar og síðustu árin vorum við Grétar mjög nánir. Grétar var mikill sölumaður og lagði fljótt rakaraiðnina niður og helgaði sig að mestu sölumanns- störfum. Við stofnuðum umboðs- og heildsölufyrirtæki og unnum saman um tíma. Hann fór utan með vini mínum Jóni Baldurssyni til að selja íslenskar afurðir. Hann rak sjoppu, heildverslun, var sölumaður, versl- unarstjóri í Bonaparte og síðar í Karnabæ. Honum var mjög lagið að selja hvað sem var. Hugmyndaríkur var hann með afbrigðum en stund- um of fljótfær og áræðinn. Grétar átti við ofneyslu áfengis og lyfja að stríða. Hann barðist harðri baráttu við þessa vágesti. Hann var með fyrstu Freeport-félögunum og var mikill AA-maður. Einnig átti hann samneyti við SÁÁ, bæði sem sjúk- lingur og starfsmaður. Eftir að Guð- laug lést var um tíma eins og hann hefði engan lífsvilja. Hann var kom- inn í hjólastól, með sjúkdóm sem ekki var hægt að greina. Allt virtist stefna í sömu átt. En enn einu sinni ákvað bróðir minn þó að berjast og virtist hafa betur. Hann tók já- kvæðni og bjartsýni upp á sína arma og viti menn, honum fór að líða miklu betur. Hann keypti sér bíl og var svo heppinn að hafa öðlinginn Dengsa sér við hlið. Dengsi hjálpaði Grétari inn og út úr bílnum og fór með honum út um allt, þar á meðal vestur á Snæfellsnes til mín. Síðasta ár var gott ár fyrir Grétar jafnvel þótt hann hefði farið tvisvar sinnum á spítala. Líkaminn var búinn en hann sjálfur var það ekki og þannig fór hann heim til Lillu, bugaður á líkama en ekki sál og það er ég þakklátastur fyrir. Grétar Fells, rithöfundur og guð- spekingur, segir í kafla sem heitir Hátíð Dauðans í bókinni Ilmur skóg- ar: „En hvert er þá hlutverk dauð- ans? – Til þess að geta svarað þeirri spurningu rétt, verðum vér fyrst að geta svarað annarri spurningu. Og sú spurning er á þessa leið: Hvert er hlutverk lífsins? Með öðrum orðum: Til þess að skilja dauðann, er nauð- synlegt að skilja lífið. – Því dauðinn er ekki fráskilinn lífinu. Hann er við- burður, – að vísu merkilegur við- burður, – í endalausu lífi, og er einn af hinum allra dulbúnustu, en um leið ef til vill einn af hinum allra bestu vinum sálarinnar og þjónum lífsins sjálfs.“ Allý mín, Nils, Liz og Peter. Ég samhryggist ykkur. Ég veit að þið elskuðuð Grétar án nokkurra skil- yrða. Þið tókuð á mót sól hans og skuggum af óskilyrtri ást. Dengsi minn, Axel og þið önnur sem sinntuð Grétari mest núna síðustu misseri. Við ykkur segi ég: „Takk og aftur takk.“ Grétar minn. Við töluðum mikið um dauðann síðustu mánuðina. Núna veistu það sem ég veit ekki. Bið að heilsa Lillu, Halla og öllum hinum. Þinn elskandi bróðir, Guðlaugur. Kynni mín af honum Grétari frænda mínum voru ekki sérlega mikil, en ég hef heyrt ansi margar sögur af honum, bæði góðar og vondar eins og sögurnar af okkur öllum. En sögurnar sem ég hef að segja af Grétari eru bara góðar. Ég átti aldrei neitt sökótt við hann og sá aldrei nein leiðindi koma upp á milli hans og annarra. Það sem ég man aftur á móti eftir eru áramótakvöld með honum, Lillu, Liz og Peter. Ég man eftir því hvernig hann og Lilla tóku á móti mér þegar ég kom í heimsókn til þeirra. Og ég man eftir því að í hvert sinn sem ég hitti Grétar frænda var hann alltaf að reyta af sér brandara og mér leið vel með honum. Hann var fyrstur til að kenna mér að láta líta út eins og ég gæti rennt hluta af þumalfingri meðfram vísi- fingri, líkt og fingurinn væri í tvennu lagi. Hann var alltaf að gera eitthvað slíkt og ólíkt mörgum full- orðnum tók hann sér tíma til þess að tala við börnin, allavega mig, og virkilega segja hæ svo ég skildi það. Hann reyndi ekki bara að fá mig til að fá áhuga á sér, heldur sýndi hann áhuga á því sem ég var að gera. Þannig man ég eftir honum, hin- um fullkomna frænda. Ég veit að Loftur Grétar Bergmann var ekki fullkominn og að hann var ekki alltaf svona, en á þessu augnabliki þá finnst mér ég vera einstaklega hepp- inn að hafa bara séð þessa hlið. Við erum öll meingölluð í þessu lífi, það eina sem er mismunandi með okkur er hversu áberandi gallar okkar eru. Munið því öll hvernig hann er núna, fullur af öllu því góða sem við kynnt- umst hjá honum. Ég vona að þið sjá- ið hann eins og hann er núna, eins og hann hefur alltaf verið fyrir mér... því núna er hann kominn heim. Guðlaugur Bergmann yngri. Nú er hann elsku frændi minn lát- inn en ég var bara smá gutti þegar hann rak verslun á Skólavörðustígn- um þegar mamma mín sagði mér, að þetta væri hann bróðir hans pabba míns, svo ég fór upp í verslun til hans á hverjum degi, hvort sem hon- um líkaði ver eða betur. Við vorum nýlega flutt á Berg- staðastræti 6 svo það var stutt fyrir LOFTUR GRÉTAR BERGMANN Ástkærir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, afi, amma, langafi og langamma, GUÐGEIR GUÐMUNDSSON OG KATRÍN SIGRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR, létust þriðjudaginn 30. desember og föstudaginn 2. janúar síðastliðinn. Útför þeirra fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Minningarathöfn verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. janúar kl. 10.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast þeirra, er bent á dvalarheimilið Hjallatún í Vík. Bryndís Guðgeirsdóttir, Birgir Jónsson, Egilína S. Guðgeirsdóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson, Guðmundur Pétur Guðgeirsson, Þorgerður Einarsdóttir, Ragnar Þórir Guðgeirsson, Hildur Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR VIGDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Brekkuseli 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudag- inn 2. janúar síðastliðinn. Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 9. janúar kl. 15:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Kraft, stuðningsfélag ungs fólks með krabbamein. Reikningur 0327-13-700700, kt. 571199-3009. Arnar Þór Guttormsson, Karen Jenný Heiðarsdóttir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir og systkini hinnar látnu. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HJÖRLEIFUR GÍSLASON, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 10. janúar kl. 15. Guðbjörg K. Hjörleifsdóttir, Hörður Björgvinsson, Júlí H. Hjörleifsson, Auður Helga Jónsdóttir, Guðbjörg Júlídóttir, Kristinn Jónsson og fjölskyldur. Ástkær systir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA DÓRA MAGNÚSDÓTTIR, Grandavegi 47, áður Tjarnargötu 9, Sandgerði, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 9. janúar kl. 13.30. Sigrún Inga Magnúsdóttir, Ingunn Guðlaug Jónsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Elín Sigrún Jónsdóttir, Sigurður Árni Þórðarson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, ÁSGEIR BJARNASON í Ásgarði, verður jarðsunginn frá Hvammskirkju í Dala- sýslu laugardaginn 10. janúar kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 10.00. Ingibjörg Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.