Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Vill fjölga íbúunum | Jóhann Guðni Reynisson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, ritar janúarbréf á vef sveitarfélagsins. Bréfið hefst á almennri hvatningu til íbú- anna um að bretta upp ermarnar og taka höndum saman um að efla byggðina á nýbyrj- uðu ári. Síðan segir Jóhann Guðni orðrétt: „Íbúaþró- un var svo sem eins og við mátti búast, okkur fækkaði nokkuð. Meira þó en ég hafði gert ráð fyrir en samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofunnar erum við nú 716 en vorum 728 fyrir ári. Okkur fækkaði um 12 manns og það er of margt að mínu mati miðað við það að nú standa yfir að- gerðir til að tryggja búsetu með lóðafram- boði og auknum búsetugæðum í Þingeyj- arsveit. Það skal engum dyljast að ég setti það sem persónulegt markmið við ráðningu mína í starf sveitarstjóra að hér skyldi fólksfjöldaþróun snúið við á kjörtímabilinu. Ég óska eftir liðsinni ykkar við að ná því markmiði.“ Sveitarfélagið Þingeyjarsveit varð til með sameiningu fjögurra hreppa í Suður- Þingeyjarsýslu haustið 2001. Þetta voru Hálsahreppur, Ljósavatnshreppur, Bárð- dælahreppur og Reykdælahreppur. Úr bæjarlífinu Jóhann Guðni Reynisson HÉÐAN OG ÞAÐAN Gulur á ný | Hinn öflugi þingeyski frétta- miðill skarpur.is er kominn í sín gulu hvunndagsföt á ný en í tilefni jólanna skart- aði hann rauða litnum í nokkrar vikur. Ritstjóri Skarps er hinn kunni fjölmiðla- maður á Húsavík, Jóhannes Sigurjónsson. Margir hafa það fyrir sið að skoða Skarp á hverjum morgni, heimamenn jafnt sem brottfluttir Þingeyingar, til að skoða hvað hæst ber tíðinda í heimabyggðinni. Auka hraðann | Sveitarfélagið Árborg hefur ákveðið að flýta birtingu á af- greiðslum á heimasíðu sinni. Þannig munu allar fundargerðir bæj- arstjórnar, bæjarráðs og nefnda birtast þar eins fljótt og auðið er. Stefnt er að því að það geti orðið daginn eftir að fundir eru haldnir. Eftir sem áður verða afgreiðslur formlega tilkynntar hlutaðeigandi með bréfi. JÓN Sveinsson, æð- arbóndi á Miðhúsum í Reykhólasveit, er byrj- aður að framleiða silki- dúnsængur á Bandaríkja- markað. Saumastofan Nytja- saumar ehf. á Reykhólum hefur séð um að setja dún í sængurnar ásamt Jóni en það er vandaverk, að því er fram kemur á heimasíðu Reykhóla- hrepps. Í hverri sæng eru á annað hundrað hólf og vigta verður úrvalsdún- inn frá Miðhúsum í hvert hólf. Sængurnar sjálfar eru saumaðar í Þýska- landi. Eftirspurn eftir dún- sængum er jöfn og góð víða um heim og þetta er talin vara sem efnafólk sækist aðallega eftir. Sængur út BifreiðaverkstæðiðÁsmegin í Stykk-ishólmi keypti í fyrra réttingabekk fyrir bíla og fullkominn sprautuklefa. Að sögn Þórðar Magn- ússonar framkvæmda- stjóra hefur fyrirtækið samning við öll trygg- ingafélögin um að fram- kvæma tjónamat og svo í framhaldinu að gera við skemmdir. Þessi nýi þáttur í starfseminni hef- ur komið mjög vel út og verkefnin eru næg. Tek- ið er við bifreiðum til réttinga og sprautunar af sunnanverðum Vest- fjörðum og svo úr Dölum og af Snæfellsnesi. Starfsmenn Ásmegin eru fjórir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Teygja og toga bíla Ólína Þorvarð-ardóttir orti í til-efni af stríðs- áformum og væringum við Íraka: Margt er böl í heimi hér heldur vandast málið; hvenær skyldu Bush og Blair byrja að súpa kálið. Oft súpa menn annað en kálið í vísum. Stundum verða vísur til þegar menn eru við skál og er þá gjarnan ort um breyskleika mannskepn- unnar. Bjarna frá Gröf leist ekki á blikuna: Alkóhols við áningar aukast taugaspennur. Það verða miklar þjáningar þegar af mér rennur. Séra Helgi Sveinsson orti um veikleika holdsins: Hljótast má af munúð enn mæðustjá og hneisa. Ástin þjáir ýmsa menn eins og þrálát kveisa. Um breyskleika pebl@mbl.is Húsavík | Vinna við dýpkun í Húsavíkurhöfn hófst að nýju nú eftir áramótin eftir jólafrí en það er fyrirtækið Sæþór ehf. sem sér um framkvæmdir. Reinhard Reynisson, bæj- arstjóri á Húsavík, er jafnframt hafnarstjóri. „Það sem er að gerast í höfn- inni núna er að við erum að dýpka norðurhluta smábáta- hafnarinnar og þann hluta sem hvalaskoðunarbátarnir nota í 2,5–3 metra.“ Um mánaðamótin hefjast síð- an framkvæmdir við Bökugarð- inn. „Þar verður dýpkað og grafinn skurður fyrir stálþilið innan við sem verður 130 metra langt. Dýpkað verður í 10 metra núna en þilið rekið það djúpt að síðar megi dýpka niður í 12 metra við það,“ segir Reinhard. Sæþór ehf. vann einnig að verkefnum í höfninni í Flatey á Skjálfanda í haust sem leið en Reinhard er einnig hafnarstjóri þar. „Þar var verið að grafa þara og sand út úr höfninni og var hún hreinsuð í 2,5 metra dýpi. Hún er núna orðin fær fyr- ir alla smærri báta og hlutverk hennar m.a. sem öryggistækis á svæðinu tryggt með þessari að- gerð,“ sagði hafnarstjórinn að lokum. Morgunblaðið/Hafþór Höfnin dýpkuð Húsavík NÝVERIÐ var undirritaður lóðarleigu- samningur vegna endurgerðar skólahúss- ins í Flatey, að því er fram kemur á heimasíðu Reykhólahrepps. Samningurinn er á milli systranna Gróu og Ingibjargar Pétursdætra og eigin- manna þeirra Heimis Sigurðssonar og Þorsteins Bergssonar annars vegar og Reykhólahrepps hins vegar. Einar Thorlacius sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Reykhóla- hrepps. Gamli skól- inn var byggð- ur í Flatey 1909 eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar. Nokkur slík hús voru reist eftir teikning- um hans og voru þau í aðalatriðum eins, en flest hafa verið rifin eins og varð um skólann í Flat- ey. Skólahúsið verður steypt í sérstökum einangrunarmótum með bárujárni á þaki. Gluggar verða eins og áður voru á suð- urhlið hússins og að öðru leyti mun hið nýja hús taka allt form sitt, stærð og lög- un af gamla skólanum. Grunnflötur og staðsetning er nákvæmlega sú sama og vegghæðir einnig. Húsið mun hins vegar standa örlitlu lægra í landinu en áður. Að innan verður komið þar fyrir tveimur íbúðum. Þegar er lokið við að steypa sökkla hússins. Á þessu ári er stefnt að því að reisa húsið og ganga frá því að ut- an, ásamt útihúsi og gróflega frágenginni lóð. Frágangur að innan bíður síðan næsta árs. Skólahúsið í Flatey á Breiðafirði endurgert SAMBANDI íslenskra sveitarfélaga hefur borist beiðni frá formanni borgarskipu- lagshóps Kosóvó þar sem óskað er eftir vinabæjasambandi við Gjakova, sem er höfuðborg Kosóvóhéraðs. Nú þegar hefur Gjakova efnt til vina- bæjasambands við borgina Jamestown NY í Bandaríkjunum. Vilja eignast ís- lenskan vinabæ ♦♦♦       Fagridalur | Ný ljósakróna var sett upp í Víkurkirkju í Mýrdal fyrir jólin. Ljósakrónan er gjöf frá Gísla Holgeirssyni og fjölskyldu en Gísli rekur GH heildverslun í Garðabæ. Krónan var hengd upp í kirkjuskipið fyrir framan altarið. Hún er 28 ljósa og slegin 24 kar- ata gulli, framleidd hjá ítalska fyr- irtækinu F. Fabian. Hægt er að stjórna ljósmagninu eftir að- stæðum hverju sinni, enda ljósið sem hún gefur frá sér mikið á fullum styrk. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gullslegin ljósakróna í Víkurkirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.