Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VEGURINN brennur, nýtt leikrit eftir Bjarna Jónsson, verður frumsýnt á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins annað kvöld. Í verkinu er horft á samskipti fólks í að því er virðist ofurvenjulegri íslenskri fjölskyldu. Meðan Örn stendur í stórræðum sem bæj- arstjóri norður í landi, stendur eiginkona hans á krossgötum í höfuðborginni og Krist- ján bróðir hans einbeitir sér að því að hjálpa syni sínum, Sigurði, að fóta sig að nýju eftir meðferð. Þegar Inga, kærasta Sigurðar, byrj- ar að vera með Hönnu, dóttur Arnar, brjótast hins vegar út heiftarleg átök á milli persón- anna; stríð sem vofði yfir og rekur upphaf sitt langt aftur í tímann. Vegurinn brennur er verk um ákafa leit þessa fólks að samastað í lífinu. Fjögur ár er liðin frá því að höfundurinn, Bjarni Jónsson fór að velta hugmyndinni að verkinu fyrir sér. „Ég þurfti tíma til að kanna þessar persónur, og hafði í byrjun enga ákveðna sögu í huga; - bara þetta fólk. Hlut- irnir fóru svo að þróast þegar ég fór að tefla fólkinu saman, skoða hvað það ætti sameig- inlegt, eða í hvaða átökum það ætti sín í milli. Átökin og söguþráðurinn urðu því til í gegn- um persónurnar.“ Persónur Bjarna hafa öll miklar langanir og vilja til að uppfylla þær, og ganga sífellt skrefinu lengra í þeirri viðleitni. „En þegar minnst varir koma afleiðingar hegðunar þeirra í bakið á þeim. Þetta er fólk á brenn- andi jörð, og mig langaði einmitt að skrifa um þannig fólk. Mér finnst eins og undanfarin ár hafi bæði markvisst og ómeðvitað verið að tæta upp félagsvitund fólks. Okkur er att saman hverju gegn öðru í kapphlaupi um lífs- gæði. Á Íslandi eru aldrei til neinir peningar, en þó alltaf verið að búa til eignir. Og meðan verið er að versla með eignir þurfa einhverjir að eiga peninga. Það er verslað á lánum, og allir borga brúsann. Þannig er félagslegur bakgrunnur fólksins í verkinu.“ Það virðist vera einkenni á persónum verksins, að þrátt fyrir velmegun og efn- ishyggju, þrái þær fátt meira en skilning, snertingu og væntumþykju hver annarrar. En þær virðast að sama skapi ekki reiðubún- ar, hvorki að gefa né þiggja, þegar tækifærin gefast. „Já, mesta tragíkin í lífi þessara persóna er einmitt sú að þau eru stöðugt að glata augna- blikum. Athygli þeirra beinist að praktískum hlutum, - þetta er skynsamt fólk sem vill vera skilvirkt í samfélaginu, en um leið drepur þetta möguleika þess á því að upplifa augna- blikið.“ Gagnkvæmt traust höfundar og leikstjóra Bjarni segir það hafa verið mjög spennandi að fylgjast með hvernig verkið verður til á nýjan leik á sviðinu, en segist vísvitandi hafa haldið sig til baka meðan á æfingaferlinu stóð. „Ég var búinn að vinna að verkinu í þó- nokkurn tíma og skilaði handritinu þannig að það var strax hægt að fara að vinna með það. Mér finnst fyrsti samlestur mest spennandi stundin í þessu ferli. Þá heyri ég hvort hlut- irnir eru að virka eða ekki. Ef fyrsti sam- lestur og fyrstu æfingar ganga vel og maður finnur að aðrir munu gera verkið að sínu, þá er ágætt að geta haldið áfram með aðra vinnu, og leyfa leikhúsfólkinu að vinna þetta á eigin spýtur,“ segir Bjarni. „Það er ekki hlutverk höfundarins að vakta textann sinn.“ Bjarni og Viðar Eggertsson leikstjóri þekkjast ágætlega frá fyrri tíð, en Viðar setti verk hans, Kaffi, upp á Litla sviðinu 1998. „Bjarni er mjög prófessjónal leikritahöf- undur,“ segir Viðar. „Hann stefndi á það snemma að semja leikrit, fór og lærði drama- túrgíu, sem höfundur, en var ekki dramatúrg sem fór að semja leikrit. Hann hefur starfað töluvert í leikhúsi sem dramatúrg, þýðandi og höfundur, og viðhorf hans til leikhússins og reynsla eru til vitnis um fagmennsku hans. Handritið sem hann færði okkur í hendur að Vegurinn brennur, var fullbúið, og strax hægt að vinna með það. Hann hefur treyst okkur, mér og leikhópnum fyrir verkinu og við höfum farið okkar leið með það.“ Viðar segir að hins vegar sé það skoðun hans sem leikstjóra, að þegar um frumupp- færslur sé að ræða, hafi höfundur ákveðinn rétt, og eigi að fá að sjá sýningu sem sé ná- lægt því sem hugmyndir hans um verkið voru. „Ég reyni því að stíga varlega til jarðar og reyni að finna þann kjarna sem ég þykist sjá í verkinu af höfundarins hálfu, reyni að fylgja honum vel eftir og beita þeim meðulum sem leikhúsið ræður yfir til að magna það upp. Við Bjarni finnum að traustið sem í þessu felst er gagnkvæmt.“ Sterkur leikhópur sem hefur mikið að gefa Viðar segir að mjög ánægjulegt hafi verið að hefja æfingar á verkinu, því leikararnir hafi strax á fyrsta samlestri verið fljótir að átta sig á því hve gott verk þeir voru með í höndunum. „Leikararnir höfðu mikla ánægju af því að vinna verkið, og það kom aldrei upp neinn sá vafi, sem eðlilegt er að gerist með ný verk, að það sé eitthvað sem höfundur þurfi að endurskoða, betrumbæta eða um- skrifa. Það komu aldrei fram neinar efasemd- ir um verkið, því Bjarni hafði unnið það það vel.“ Viðar fékk að fylgjast með vinnu Bjarna við skriftirnar sjálfar, og segir það hafa verið sérstaklega ánægjulegt. Bjarni skrifaði marg- ar gerðir af verkinu á ritunartímanum. „Það var gaman að sjá hve markvisst hann vann að ákveðnum hugmyndum um hvernig hann vildi hafa verkið, og það var líka gott veg- arnesti fyrir mig, að vita um hvað hann var að hugsa, þótt það yrði augljóst þegar maður les verkið fullfrágengið. Bjarni beitir gjarnan tækni sem maður sér í kvikmyndum, - það er klippt úr einu atriði í annað formálalaust og án aðdraganda. Það er hraði í tilfinningu frá einu atriði til annars sem maður verður að halda til haga. Til að geta verið trúr verkinu þarf leikstjórinn að skilja vel þessar aðferðir höfundarins og vinna með þeim, en ekki gegn þeim. Leik- stjórinn getur svo notað aðferðir leikhússins til að magna þær upp.“ Vegurinn brennur er ekki hefðbundið í uppbyggingu, og í raun er verið að segja nokkrar sögur samtímis. Viðar lýsir því þann- ig að áhorfandinn fái að fylgjast með leiftri úr lífi þessa fólks;- þegar verkið hefst, vitum við að löng saga er þegar að baki, og þegar því lýkur, mun lífið halda áfram á sömu fleygi- ferð. Dvölin á hverjum viðkomustað virðist stutt - heimilið, vinnan, samfélagið, sam- skiptin - ein stór umferðarmiðstöð, eða hvað? Viðar kveðst mjög heppinn með það ein- valalið leikara sem leikur í verkinu, og að leiðin að persónum verksins hafi legið í gegn- um samvinnuna við leikarana. „Þetta er sterkur leikhópur, sem hefur mikið að gefa. Hver og einn leikaranna hefur getað lagt mikið af mörkum af sjálfum sér og mitt hlut- verk er að ganga í þá sjóði og taka af, ótæpi- lega, vinna með hugmyndir, vinna úr og sort- era. Leikararnir hafa því lagt talsvert til málanna um persónurnar, þótt margt sé mjög skýrt frá höfundinum. Texinn er stundum notaður til að fela það sem fólk er í raun og veru að hugsa; - fólk skýlir sér á bak við orð- in, en þá er það okkar að sýna með athöfnum, hreyfingum og ýmiss konar blæbrigðum, að það býr ýmislegt á bak við orðin. Þarna bæta góðir leikarar við þekkingu leikstjórans svo um munar. Skemmtilegasta glíman í svona er verki getur einmitt verið sú að takast á við það sem ekki er sagt, það sem persónurnar hugsa, en þora ekki að segja.“ Kaffi í Augsburg Bjarni Jónsson hefur starfað sem höf- undur, dramatúrg og þýðandi, meðal annars fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Nemendaleikhúsið, Leikfélag Íslands og EGG-leikhúsið. Leikrit Bjarna eru Kork- mann, sem hlaut verðlaun í leikritasamkeppni LR 1989 og var leiklesið í Þjóðleikhúsinu 1992, Mark, sviðsett af Skagaleikflokknum 1994 og Kaffi sem Þjóðleikhúsið sýndi á Litla sviðinu veturinn 1998. Uppsetning leikhússins var sýnd á evrópsku leikritahátíðinni Bonner Biennale þá um sumarið og leikritið flutt í Vesturþýska útvarpinu í Köln árið 2000. Borgarleikhúsið í Augsburg fyrirhugar að frumsýna Kaffi í Þýskalandi. Bjarni var til- nefndur til norrænu leikskáldaverðlaunanna árið 2000. Ólafur Darri Ólafsson í hlutverki sonarins ódæla, Sigga, á Smíðaverkstæðinu. Jóhann Sigurðarson og Guðrún Gísladóttir í hlutverkum Arnar og Sigrúnar. Morgunblaðið/Jim Smart Hanna og Inga, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir í hlutverkum sínum. Söguþráðurinn spannst kringum persónurnar Við hvað erum við alltaf svo upptekin, að við megum ekki vera að því að sinna samskiptum okkar á milli? Þessi spurning brann á Bergþóru Jónsdóttur eftir að hafa fylgst með æfingu á nýju leikriti Bjarna Jónssonar, Veg- urinn brennur, þar sem ósköp venjuleg fjölskylda tekst á við ósköp venjulegan raunveruleika sem snýst upp í mikla dramatík. Bergþóra ræðir hér við höfundinn og leikstjórann, Viðar Eggertsson. begga@mbl.is eftir Bjarna Jónsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Margrét Sigurðardóttir og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Guð- rún S. Gísladóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Nanna Kristín Magn- úsdóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Vegurinn brennur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.