Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 41
fólks og fasi, umhverfið sem það ólst upp í. Sérstaklega hefur mér fundist ég sjá þetta á Vestfirðingum. En þetta átti einmitt við um Ninnu. Hún bar svipmót þessa fagra umhverfis sem ól hana. Hún var ljós á hár, ákaflega bjartleit, bein í baki, létt í öllum hreyfingum og bar sig vel og það var eins og frá henni stafaði geislandi birtu. Þessu tígulega fasi hélt hún alla tíð. Það var 1960 þegar við félagarnir vorum að stofna Bifreiðastöð Sel- foss, en Kalli var þar á meðal, að ég kynntist Ninnu fyrst. Árið eftir tók- um við Kalli upp á því að fara tveir saman í skoðunar- og skemmtiferðir, a.m.k. eina á sumri, þetta voru kall- aðar Kallaferðir. Þær voru afskap- lega skemmtilegar og fræðandi, því Kalli er hafsjór af þekkingu og fróð- leik. Ninna fór aldrei með okkur í þessar ferðir, en hún tók alltaf líf- legan þátt í öllum umræðum og áætl- unum sem gerðar voru og nestið handa okkur sá hún alltaf um. Já þá kom margur góður bitinn upp úr græna kassanum þegar áð var og sest að snæðingi. Þegar svo heim var komið úr þessum einnar og stundum tveggja nátta ferðum var gaman að hitta Ninnu, hún hló þá innilega, glettin á svip og skaut á okkur föst- um skotum ef svo bar undir. Minningin um Ninnu er björt eins og sólargeislar á vori. Hún var gegn- heil og traust og á sínum stað eins og Hreppafjöllin. Þér kæri Karl, börn- um ykkar og fjölskyldum, ættingjum og vinum, vottum við Nína okkar dýpstu samúð um leið og við biðjum algóðan Guð að veita ykkur huggun og styrk á þessari erfiðu stund. Guð blessi minningu Guðfinnu Sigur- dórsdóttur. Árni Valdimarsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 41 ✝ Stefanía Sigur-jónsdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 19. júní 1920. Hún lést á Dvalar- og hjúkrun- arheimilinu Grund 31. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigur- jón Kristjánsson frá Kumlá í Grunnavík, f. 16.1. 1898, d. 19.4. 1972, og Guðbjörg Þorkelsdóttir frá Litla-Lambhaga í Hraunum í Garða- hreppi, f. 23.1. 1894, d. 31.5. 1978. Stefanía fór í fóstur 10 ára að aldri að Sandi í Kjós og ólst þar upp. Stefanía giftist Stefáni Ingi- mundi Bjargmundssyni, f. 11.1. 1920, d. 1.10. 1957. Þau bjuggu all- an sinn búskap í Reykjavík. Þau eignuðust saman níu börn, þau eru: 1) Sigrún, f. 20.5. 1942, d. 31.10. 1998. 2) Kristín María, f. 7.10. 1943, gift Þórði Gíslasyni, f. 16.6. 1940, d. 7.7. 2001. Börn þeirra eru: a) Stefanía Hulda, f. 21.11. 2.5. 1981. Oddbjörn er nú í sambúð með Dóru M. Elíasdóttur, f. 30.10. 1953, hún á þrjá syni. 5) Guðbjörg Selma, f. 6.5. 1949, d. 6.2. 2001. 6) Fjóla, f. 6.3. 1951. Börn hennar eru: a) Rósa Halldóra Hansdóttir, f. 10.1. 1967, hún á fjögur börn, b) Stefán Þórarinsson, f. 28.9. 1971, hann á einn son, c) Helgi Þórarins- son, f. 24.12. 1973, og d) Rúnar Hólmgeirsson, f. 14.2. 1980. 7) Bjargmundur Hermann, f. 17.9. 1952, d. 12.6. 1961. 8) Drengur, f. 1.8. 1955, d. 4.8. 1955. 8) Hreiðar Þórðarson, f. 22.10. 1956 (var gef- inn kjörforeldrum), í sambúð með Þóreyju Einarsdóttur, f. 13.7. 1955. Synir þeirra eru Einar Ingi, f. 28.6. 1982, Þórður Steinar, f. 13.12. 1986, og Hörður Helgi, f. 28.11. 1988. Stefanía var í sambúð með Bene- dikt Tryggva Jóhannssyni, f. 4.12. 1924, en þau slitu samvistum. Dótt- ir þeirra er Guðrún Ingunn, f. 3.11. 1959, gift Júlíusi Friðrikssyni, f. 21.8. 1956, börn þeirra eru Stef- anía, f. 14.11. 1989, Eyþór Ingi, f. 25.9. 1993, Jóhanna Júlía, f. 24.3. 1996, og Ingunn Eva, f. 13.11. 1999. Eftirlifandi eiginmaður Stefaníu er Rafnkell Olgeirsson, f. 9.4. 1931. Útför Stefaníu fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1961, gift Gesti Úlfars- syni, f. 20.2. 1957, þau eiga fjögur börn. b) Guðrún, f. 11.7. 1964, hún á þrjú börn og eitt barnabarn. c) Guð- björg Dagný, f. 25.7. 1966, gift Kára Þór Rafnssyni, f. 13.12. 1962, þau eiga fjögur börn. d) Gísli, f. 7.10. 1969, kvæntur Ás- laugu Guðbrandsdótt- ur, f. 11.3. 1968, þau eiga þrjú börn og á Ás- laug einn son fyrir. e) Hafdís Bára, f. 12.1. 1974, gift Fróða Ársælssyni, f. 8.9. 1965, þau eiga eina dóttur. 3) Stef- án Kristján, f. 7.12. 1945, í sambúð með Erlu Helgadóttur, f. 17.6. 1948. Dóttir þeirra er Bjargey Ósk, f. 31.12. 1985 og á Erla þrjú börn fyrir. 4) Oddbjörn, f. 26.6. 1947, var kvæntur Elísabetu Öldu Krist- jánsdóttur, f. 23.2. 1951, d. 16.9. 1999. Börn þeirra eru: a) Íris Ósk, f. 22.8. 1972, gift Ólafi Jakobssyni, f. 28.3. 1972, þau eiga þrjú börn. b) Harpa, f. 14.7. 1977 og c) Árelía, f. Elsku amma. Að morgni gamlársdags fékk ég þær fréttir að þú værir látin. Það var sárt að heyra þessar fréttir og er söknuðurinn mikill. En það er þó gott að hugsa til þess að þú sért ekki lengur veik og kveljist ekki lengur heldur hafir loksins fengið hvíldina. Samt sit ég með tárin í augunum og skrifa þessi síðustu orð til þín. En nú geturðu loksins hitt afa og alla aðra látna ástvini. Það koma svo margar góðar og skemmtilegar minningar er ég hugsa um þig og munu þær fylgja mér alla ævi. Þegar ég var lítil þá bjóstu í kjallaranum hérna heima og þá var alltaf stutt að fara til þín og gaman enda tókstu alltaf glöð á móti mér. Þú dekraðir mig svo þegar ég kom, þú leyfðir mér meira að segja að leika mér að bílasafninu þínu, þótt þér þætti svo vænt um það. Ég fór líka vel með það og setti það alltaf á sinn stað og stillti bílunum upp enda vissi ég að það voru ekki margir sem fengu að leika sér að því. Ég man líka eftir því að eitt sinn hafði ég tínt slatta af rifsberjum, þó það hafi nú ekki verið mikið þá bjóstu samt til sultu úr þeim og gafst mér. Svo voru það bæjarferðirnar okkar. Við fórum oft saman með strætó niðrí bæ og löbbuðum út um allt og þú kenndir mér hvernig ég ætti að ferðast með strætó. Og því gat ég heimsótt þig sjálf eftir að þú fluttir. Við gátum líka alltaf talað saman um allt, bæði það sem við vildum ekki að aðrir vissu eða heyrðu og líka um hina ótrúleg- ustu hluti enda treystum við hvor annarri mjög vel. Þú varst alltaf glöð og tókst vel á móti öllum en sýndir þó ávallt hver það var sem réð ef ekki var farið rétt að hlut- unum. Þú gast ávallt hughreyst mig er mér leið illa og svo var allt- af svo gott að koma til þín. Ég vildi óska að það hefði verið miklu meira samband síðastliðið ár eða svo og sé ég mjög eftir því hve lít- ið það var. En þín verður ávallt minnst og allar minnigarnar verða vel geymdar. Þín er sárt saknað. Hvíl í friði. Þín sonardóttir Bjargey Ósk. Elsku Stefanía amma, nú ert þú dáin og líður örugglega vel. Okkur fannst alltaf gott að koma til þín, þú hélst alltaf að við værum svöng því þú byrjaðir alltaf að bjóða okk- ur að borða eins og flestar ömmur örugglega. Við söknum þess að geta aldrei heimsótt þig meira en hugsum þess í stað til þín þar sem þú ert komin til ástvina þinna sem voru búnir að kveðja áður og segj- um eins og hún Jóhanna systir okkar sem skrifaði þennan litla texta þegar enginn vissi að hún var að hugsa um þetta: „Við kveðj- um hana Stefaníu ömmu, hún dó um jólin. Kveðja Jóhanna Júlía.“ Stefanía, Eyþór Ingi, Jóhanna Júlía og Ingunn Eva. STEFANÍA SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Erna Hafdís Jó-hannsdóttir fæddist í Reykjavík 22. nóvember 1936. Hún lést 30. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Katrín Þor- björnsdóttir, f. 12. desember 1907, d. 11. júlí 1980, og Jóhann Guðlaugsson, f. 2. janúar 1901, d. 9. desember 1983. Erna var önnur í röðinni af fjórum systkinum, hin eru Ágústa,f. 1931, Guðlaug, f. 1943, og Þórir, f. 1944. Erna ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum að Frakkastíg 5 í Reykjavík, þar bjuggu einnig systkini Jóhanns, föður Ernu með sínar fjölskyldur. Um tvítugt kynntist Erna Sig- urjóni Óskarssyni, f. 28. júní 1929. Börn þeirra eru Jóhann Ársæll, f. 22. jan. 1958, og Guðlaug Ósk, f. 7. október 1962. Þau slitu samvistum. Erna giftist 28. maí 1974 Sigurbirni Ár- mannssyni, f. 17. mars 1936. Erna lauk hefðbundnu skólanámi. Hún hóf ung að vinna við framreiðslustörf við Gildaskálann í Reykjavík. Nokkur ár var hún heima- vinnandi hjá sínum börnum. Hóf svo störf í kjötvinnslunni Búrfelli þar sem hún vann í mörg ár. Nokkur ár vann hún í Hafnarbúðum, dval- arheimili aldraðra. Síðustu árin vann hún við heimaþjónustu aldr- aðra. Útför Ernu verður gerð frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það eru rúm þrjátíu ár síðan pabbi kynnti okkur systkinin fyrir Ernu. Hún kom okkur strax fyrir sjónir sem skemmtileg kona með ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum sem hún lá sjaldnast á. Milli okkar tókust góð tengsl og vinátta sem hef- ur haldist þó samverustundirnar mættu hafa verið fleiri, einkum hin síðari ár. Það var ekki aðeins að pabbi hafði fundið sér lífsförunaut heldur fylgdu tvö börn með í kaupbæti, Jói og Gulla. Þau voru á líkum aldri og við og ekki hægt að segja annað en við værum hæstánægð með okkar nýju fjölskyldu. Í dag þegar við kveðjum Ernu vilj- um við þakka henni samfylgdina öll þessi ár. Elsku pabbi, Gulla og Jói, við fær- um ykkur okkar innilegustu samúð- aróskir og biðjum Guð að varðveita ykkur öll. Hróðmar, Sigurður Ármann, Guðríður og fjölskyldur. ERNA HAFDÍS JÓHANNSDÓTTIR Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA S. ÞÓRARINSDÓTTIR, Lundahólum 1, Reykjavík lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, föstu- daginn 2. janúar. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 9. janúar kl. 13.30. Hallur Árnason, Benedikta G. Waage, Gísli Jóhann Hallsson, Elín B. Ásbjörnsdóttir, Þorvaldur Friðrik Hallsson, Anna Guðrún Hallsdóttir, Einar Gísli Gíslason. Bróðir okkar, GUNNAR SALÓMON PÉTURSSON, Reynimel 86, Reykjavík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund föstu- daginn 19. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd systkina, vina og annarra vandamanna, Hörður Pétursson. Eiginmaður minn og faðir okkar, HILMAR PÁLSSON frá Hjálmsstöðum, Laugarnesvegi 94, lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. janúar sl. Svava Björnsdóttir, Rósa, Birna og Hjálmur. JÓN SIGURGEIRSSON kennari og fyrrverandi skólastjóri Iðnskólans á Akureyri og tæknideilda, andaðist í Berlín aðfaranótt þriðjudagsins 30. desember. Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 15. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Detel Aurand, Hrafnhildur Jónsdóttir, Hallgrímur Jónsson. Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR R. JÓNASSON, Hvassaleiti 18, Reykjavík, lést annan í jólum sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hlynur Þ. Ingólfsson, Dísa Pálsdóttir, Ingólfur Þ. Hlynsson. Móðir okkar, FANNEY GÍSLADÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 6. janúar sl. Fyrir hönd vandamanna, Helga Sigríður Ingólfsdóttir, Lára Sigrún Ingólfsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Sigurður Valur Ingólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.