Morgunblaðið - 08.01.2004, Page 33

Morgunblaðið - 08.01.2004, Page 33
Einingarhús Notaðir bygginga- kranar til sölu eða leigu Schaeff HML25X árg. 1996 7 tonn, 1370 vinnustundir. Gott ástand, 2 skóflur fylgja Uppl. í s. 824 6061 (Ólafur) Trimo einingarhús Staðlaðar gámastærðir 10, 20 og 30ft. Ýmsar útfærslur. Uppl. í s. 824 6082 (Sigurjón) Rafstöð 120kW - árg. 1987 Volvo díselvél, 24V rafstart, kælivatnskassi hljóðdeyfir. Stjórn- og mælatafla fylgir. Lítið notuð eða 110 tíma. FG. Wilson rafstöð - 200kVA Vandað hljóðeinangrað hús, stór eldsneytistankur og fullkomin tafla og tenglabúnaður. Eigum ýmsar stærðir og gerðir rafstöðva á lager. Uppl. í s. 824 6063 (Birgir) Bomag BW211-D3 Nýr 12,2 tonna valtari. Til afgreiðslu strax Uppl. í s. 824 6061 (Ólafur) www.merkur.is 594 6000 Skútuvog i 12a Rafstöðvar Hjólagrafa Valtarar Sjálfreisandi Liebherr 71 K árgerð 2001 Liebherr EC 78 turnkrani árgerð 1991 Liebherr LC 30 turnkrani árgerð 1999 Uppl. í s. 824 6082 (Sigurjón) UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 33 UM þessar mundir býðst gott tækifæri til að skapa nýja mögu- leika fyrir sprota-, nýsköpunar- og menningarfyrirtæki á Íslandi. Ég skora á nýjan menntamálaráðherra að beita sér fyrir almennum aðgerð- um í þágu þekkingar- og menningar- starfsemi. Aðstæður eru um margt mót- drægar nú: Hag- sveiflan á landinu byggist á vænt- ingagleði og gríð- arlegri fjárfestingu í virkjana- og stóriðju- málum. Á meðan eiga útflutningsgreinar í þekkingar- og menn- ingariðnaði undir högg að sækja. Eigi að síður er lag. Hvetjandi aðstæður Setjum markvissa mennta- og menningarstefnu á oddinn sem sam- félagslega mótvægisaðgerð á þenslutímum stóriðju. Ástæðurnar eru nokkrar: Í fyrsta lagi er mikið launaskrið í þungaiðnaði sem veldur sprota- greinum og smáfyrirtækjum erf- iðleikum. Í öðru lagi er atgervissókn í tíma- bundnar þenslugreinar, en þar má búast við samdrætti eftir fá misseri. Í þriðja lagi er gengi krónunnar hátt vegna fjármuna frá útlöndum, sem gera útflutningsgreinum erfitt fyrir. Í fjórða lagi haldast vextir óhóf- lega háir. Þá sjáum við að fjármagn í leit að tækifærum finnur þau ekki í þeim greinum sem við ætlumst til að beri uppi atvinnutækifæri fyrir vel menntað og eftirsóknarvert vinnuafl í framtíðinni. Þetta er skugginn sem er á hag- sveiflu vegna stóriðju og virkjana. Og við sem hugsum um framtíð Reykjavíkur sem höfuðborgar og helsta vígis í sóknagreinum verðum að íhuga þessa stöðu vandlega. Mannauðshalli Íslands Við erum á eftir öðrum löndum sem við berum okkur saman við í menntun vinnuafls fyr- ir framsæknar nútíma- greinar. Brottfall í framhaldsskólum er meira en annars stað- ar. Íslendingar út- skrifa færri háskóla- menntaða borgara úr hverjum árgangi en grannþjóðir. Við erum með verr menntað vinnu- afl en samkeppnisríki. Ef við sköp- um betri skilyrði til vaxtar í þekk- ingar- og menningariðnaði mun hann ekki aðeins efla auðsköpun heldur líka verða ungu fólki hvatn- ing til mennta. Þekking og menning – drif- kraftur nýrra atvinnuvega Þessi staða snýr ekki bara að tækni- greinum heldur líka þeim hluta at- vinnulífs sem er menningar- starfsemi. Við í forystu borgarmála finnum vel að fyrirtækin þurfa aukna hvatningu til að styðja menn- ingu og listir og fjárfesting þarf að finna hvata til að leita þangað. Fyrirtækin þurfa að finna til ábyrgðar sem þátttakendur í sam- félaginu. Við þurfum hagkvæmara skattaumhverfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki í menningarlífi. Samvinna og samráð opinberra aðilja, listalífs og fyrirtækja um verkefni þarf að færast af grunni tilfallandi styrkja í beinskeyttara form. Ekki til þess að einstök fyrirtæki ráði ferð, því for- ystumenn þeirra vilja faglegt og mótað umhverfi til að vinna í, með þeim menningarstofnunum sem við höfum uppá að bjóða. Þríþætt sam- vinna fyritækja, listalífs og op- inberra aðilja mun margfalda slag- kraft þess afls sem til reiðu er nú þegar. Mismunað í þágu menningarlífs? Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilslakanir í skattalögum sem gáfu fólki sem keypti hlutabréf afslátt. Hvers vegna ekki að mismuna nú í þágu menningarfyrirtækja og stofn- ana – eins og gert hefur verið fyrir aðrar greinar atvinnulífs? Lækka álögur á menningarvörur og -starf- semi, gefa aukinn afslátt á sköttum til þeirra sem styrkja þekking- ariðnað og menningu, fjárfesta eða taka þátt í samstarfsverkefnum? Við mismunum atvinnuvegum á ýmsan hátt. Sjómannaafsláttur er þekktur og útgerð fær gjaldfría notkun á auðlindum. Landbúnaður- inn er varinn í bak og fyrir vegna þess að Ísland er óhagkvæmt til matvælaframleiðslu. Ísland er hins vegar í gríðarlegri sókn í fram- leiðslu menningarafurða og hefur reynst einkar hagfellt til þeirrar starfsemi – í krafti þeirrar auðlind- ar sem aldrei þverr: Mennta- fólksins. Er ekki kominn tími til að ýta enn frekar undir þessa starf- semi, sem á sér mikla lífsvon, með almennum aðgerðum sem stuðla að vexti atvinnugreinarinnar? Nýr menntamálaráðherra hefur verk að vinna Það er lenska að skora á yfirvöld að beita sér fyrir auknum útgjöldum hins opinbera. Það geri ég ekki. Ég hef sannfæringu fyrir því að jafnvel þótt þau fengjust – frá ríki og sveit- arfélögum – yrðu þau aldrei svo mikil að skipti sköpum. Ég vil skora á nýjan menntamálaráðherra að beita sér fyrir almennum aðgerðum í skattaumhverfi menningarlífs sem stuðlar að því að þessi atvinnuvegur fái sérstaka stöðu næstu árin til að skjóta rótum og eflast. Já, mis- munað verði í þágu menningarlífs. Þetta er stórpólitískt mál í því efna- hags- og umbreytingaferli sem nú á sér stað í heiminum. Þríþætt sam- vinna fyrirtækja, listalífs og op- inberra aðilja mun margfalda slag- kraft þess afls sem til reiðu er. Aflið mun leita þangað sem það nýtur sín. Ríki og borg eiga margs konar far- sælt samstarf í menningarmálum: Byggingu tónlistarhúss, árlegri listahátíð, reksturs sinfóníu. Við getum líka náð saman um skilgreind markmið og aðgerðir sem efla al- mennt menningarlíf og þátt þess í auðsköpun á Íslandi. Menningarstefna er atvinnustefna Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur, skrifar um mennta- og menningarstefnu ’Það er lenska að skoraá yfirvöld að beita sér fyrir auknum útgjöldum hins opinbera. Það geri ég ekki.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi. Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433 Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Föt fyrir allar konur Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsala stærðir 36-46 Árshátíðarkjólar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 FRAMTÍÐARHÓPUR Samfylkingarinnar Framtíðarhópur Samfylkingarinnar boðar til síns fyrsta opinbera fundar á Grand hóteli Reykjavík föstudaginn 9. janúar kl. 14:00 Jafnaðarstefna nýrrar aldar Setning fundarins Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar. Hugsjónir jafnaðarstefnunnar Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki við H.Í. Samfylkingin og kjósendur Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við H.Í. Endurmat og nýjar áherslur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður framtíðarhóps Samfylkingarinnar. Pallborðsumræður Að loknum erindum verða umræður með þátttöku fundarmanna. Lokaorð/samantekt Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur og fulltrúi í framtíðarhópi. Fundarstjóri: Svanfríður Jónasdóttir fyrrverandi alþingismaður. Dagskrá:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.