Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ * Spennandi jazzballett og freestyle námskeið fyrir 5-7 ára 8-10 ára 11-13 ára 14-16 ára 17 ára og eldri Krefjandi og skemmtilegt jazzballettnámskeið fyrir eldri og lengra komna. Kennsla hefst 12. janúar. Dugguvogi 12      JAZZBALLETT JAZZBALLETT Innritun er hafin í síma 553 0786 eftir kl. 12. UMBOÐSMAÐUR Alþingis kemst m.a. að þeirri niðurstöðu í nýju áliti sínu að ríkissaksóknari hafi gengið lengra en honum hafi verið heimilt að lögum í því hvernig hann kaus að greina fjölmiðlum frá afdrifum máls fyrrverandi for- stöðumanns Þjóðmenningarhúss- ins, Guðmundar Magnússonar, hjá embætti hans. Telur umboðsmaður að orðalag í bréfi ríkissaksóknara til Guðmundar hafi ekki samrýmst meginreglu í tilteknum ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannrétt- indasáttmála Evrópu. Er þeim til- mælum beint til ríkissaksóknara, Boga Nilssonar, að hann endur- skoði orðalag tilkynningar um að fallið hefði verið frá saksókn á hendur Guðmundi, komi fram ósk þess efnis, og taki framvegis í störfum sínum mið af þeim sjón- armiðum sem fram koma í álitinu. Guðmundi var árið 2002 vikið úr starfi forstöðumanns Þjóðmenn- ingarhúss vegna ávirðinga um brot í opinberu starfi. Í maí á síðasta ári leitaði Guðmundur til umboðs- manns Alþingis og kvartaði yfir bréfi ríkissaksóknara, dagsettu í júlí 2002, þar sem kynnt var sú ákvörðun að falla frá saksókn á hendur honum vegna tiltekinna ávirðinga sem bornar höfðu verið á hann vegna embættisfærslu hans sem forstöðumanns Þjóðmenning- arhúss. Í bréfinu var því m.a. lýst að Guðmundur þætti hafa „gerst sekur um umboðssvik samkvæmt 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940“ með tilgreindri hátt- semi. Þá kom fram í bréfinu að fallið hefði verið frá saksókn út af því „broti“, einkum með hliðsjón af því að honum hafði þá verið vikið úr starfi sínu m.a. vegna ávirðinga sem fælust í „nefndu umboðssvika- broti“. Í kvörtun til umboðsmanns var því haldið fram að með þessu orðalagi í bréfi ríkissaksóknara, sem einnig hefði verið haft eftir honum í fjölmiðlum, hefði ríkissak- sóknari brotið gegn grundvallar- reglu stjórnarskrárinnar og mann- réttindasáttmála Evrópu um að sérhver maður væri saklaus uns sekt hans væri sönnuð. Í áliti sínu rekur umboðsmaður þessi ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmálans og segir að þau beri að skýra með þeim hætti að það kunni að brjóta í bága við fyrirmæli þeirra ef hand- hafar opinbers valds lýsi mann sekan um refsiverðan verknað áð- ur en sekt hans hafi verið slegin föst með dómi. Við það mat verði einkum að horfa til þeirra orða sem notuð séu í viðkomandi yf- irlýsingu. Taka verði tillit til at- vika hverju sinni og horfa til þess hvar og hvernig orð eru sett fram og af hvaða tilefni. Umboðsmaður telur að það orðalag sem ríkissak- sóknari hafi valið í umræddu bréfi til Guðmundar, og haft hafi verið eftir honum í fjölmiðlum, hafi ver- ið skýrt og afdráttarlaust og falið í sér afstöðu hans sem handhafa op- inbers valds um að Guðmundur hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi án þess að slík staðhæf- ing hafi verið staðfest með dómi. Umboðsmaður segir ennfremur að eins og ákvæðum laga um nið- urfellingu saksóknar sé háttað hafi ríkissaksóknari haft svigrúm við val á framsetningu tilkynningar- innar til forstöðumannsins fyrrver- andi og orðalagi í því sambandi. Er það niðurstaða umboðsmanns að orðalagið hafi eins og atvikum var háttað ekki samrýmst þeirri meginreglu sem felist í 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evr- ópu. Tekur umboðsmaður það fram að af hálfu ríkissaksóknara hafi ekki verið látið þar við sitja að greina frá því að ákæruvaldið hafi ekki talið tilefni til að aðhafast frekar í tilefni af rannsókn á ætl- uðu broti Guðmundar. Lög andstæð stjórnarskrá? Í álitinu er birt ítarlegt svar rík- issaksóknara til umboðsmanns Al- þingis. Þar segir m.a. að spurning eða vangaveltur um hvort það sé andstætt ákvæðum stjórnarskrár og/eða mannréttindasáttmála að ákæruvaldið lýsi afstöðu sinni til sektar sakbornings við niðurfell- ingu saksóknar sé að mati rík- issaksóknara öðrum þræði spurn- ing um hvort lagaákvæði um niðurfellingu saksóknar séu and- stæð stjórnarskrá og/eða mann- réttindasáttmála. Ríkissaksóknari segir ennfremur að með hliðsjón af þeirri umfjöllun sem málið hlaut hafi ekki verið hjá því komist að veita upplýsingar um lok þess hjá embættinu. Jafnframt hafi ekki verið eðlilegt að málalok færu leynt. Segir ríkissaksóknari að fjölmiðlar hafi í öllum tilvikum sem embættið varðar haft frum- kvæði að umfjöllun um mál fyrr- verandi forstöðumanns Þjóðmenn- ingarhúss. Umboðsmaður Alþingis um mál fyrrv. forstöðumanns Þjóðmenningarhússins Ríkissaksóknari gekk lengra en lög heimiluðu MIKILL styr hefur staðið um út- boð á rekstri Hótels Egilsbúðar í Neskaupstað undanfarnar vikur. Reksturinn var boðinn út í nóv- ember á síðasta ári og þegar tilboð voru opnuð í desember kom í ljós að af sex tilboðum voru fimm frá núverandi rekstraraðilum og tengdum einstaklingi. Fyrirtækið B.G. Bros ehf. hefur rekið Eg- ilsbúð frá árinu 1997 og eru for- svarsmenn þess Guðmundur R. Gíslason og Birgir Búason. Bæjarstjórn bar að bjóða reksturinn út Rekstur Egilsbúðar hefur verið nokkurt bitbein í Neskaupstað allt frá því að kvartað var árið 2002 af samkeppnisaðila til Samkeppn- isstofnunar vegna samnings Fjarðabyggðar við B.G. Bros frá 2001. Hafði sá samningur verið gerður til fimm ára án þess að leit- að væri opinberlega eftir tilboðum. Var niðurstaða stofnunarinnar sú að bæjarstjórn bæri að bjóða út reksturinn. Það var gert í nóv- ember sl. og auglýst í miðlum inn- an fjórðungs. Bárust sem fyrr seg- ir sex tilboð í reksturinn, fimm frá núverandi rekstraraðilum og eig- inkonu annars þeirra, en hæsta til- boðið kom frá Kristjáni J. Krist- jánssyni og konu hans Þórunni Vilbergsdóttir, en þau reka veit- ingastaðinn Zalza í Félagslundi á Reyðarfirði. Tilboðin miðuðust við mán- aðarlega húsaleigu, en auk hennar þurfa rekstraraðilar að greiða fyr- ir húshitun og rafmagn. Munaði um eitthundrað þúsund krónum á tilboði Kristjáns og næst hæsta til- boðinu, frávikstilboði B.G. Bross ehf., sem gert var með fyrirvara um breytingar á leigusamningi við Fjarðabyggð og opnunartíma hússins. Tilboðin dregin til baka Eftir að tilboð lágu ljós fyrir ákváðu rekstraraðilar Egilsbúðar að draga öll sín tilboð til baka. „Við drógum okkar tilboð til baka 9. desember, vegna þess að við töldum vænlegast að hætta rekstrinum“ segir Guðmundur R. Gíslason framkvæmdastjóri B.G. Bross. „Við buðum í til að halda rekstrinum áfram, en þegar svo svimandi hátt tilboð kom í rekst- urinn og einhver taldi sig tilbúinn til að reka húsið fyrir svo háa leigu, töldum við okkur ekki hafa neitt upp á dekk að gera og ákváðum að draga okkur í hlé. Þannig þyrfti ekki að karpa um hvort Fjarðabyggð hefði tekið hæsta eða næsthæsta boði.“ Guðmundur segir að nú fari B.G. Bros fram á að Fjarðabyggð standi við þann samning sem gerð- ur var um rekstur hússins fyrir tveimur árum og enn eru þrjú ár eftir af. „Forsendur úrskurðar Samkeppnisstofnunar eru brostn- ar,“ segir Guðmundur. „Þær voru byggðar á því að gisting í Egilsbúð væri í samkeppni við gistiheimili í bænum, sem nú er verið að loka. Gisting í Egilsbúð hefur verið lok- uð síðan í júlí sl. Nú á að vera metnaðarmál fyrir sveitarfélagið að standa við gerða samninga.“ Að sögn Guðmundar, sem er bæjarfulltrúi meirihlutans í Fjarðabyggð, er nú verið að fjalla um málið hjá bæjarstjórn og kanna hvort beri að setja rekst- urinn aftur í útboð. „Við rekum húsið uns annað kemur í ljós,“ segir hann. „Við höfum þó alla tíð frá því að dómur Samkeppn- isstofnunar lá fyrir sagt að við myndum áskilja okkur að leita réttar okkar fyrir dómstólum ef þörf krefur.“ Tryggingakrafna ekki getið í útboði Eftir að B.G. Bros hafði dregið tilboð sín til baka gerðist það næst að Kristján J. Kristjánsson dró til- boð sitt einnig til baka 23. desem- ber. „Við hefðum getað uppfyllt öll nauðsynleg skilyrði og tryggingar, en til þess að ganga að ýtrustu kröfum þeirra aðila sem komu að málinu mátum við áhættuna of mikla,“ sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Gerð var krafa um tryggingar af ýmsu tagi, m.a. húsaleigutryggingu að upphæð 1,7 milljónir króna, en þess hafði ekki verið getið í útboði og því lagaleg forsenda til að ónýta tilboð. Að sögn Kristjáns var bærinn ekki bundinn af tilboðum þeim sem bárust og gat hafnað þeim eða tekið. Tilboð bjóðenda voru hins vegar bindandi ef bæjarstjórn kaus svo. Sem fyrr segir er nú beðið úr- skurðar um hvort beri að bjóða rekstur Egilsbúðar út að nýju, en þangað til sjá Guðmundur R. Gíslason og B.G. Bros um starf- semi í húsinu. Styr um rekstur Egilsbúðar í Neskaupstað Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Hótel Egilsbúð í Neskaupstað: Urgur hefur verið í mönnum vegna útboðs á rekstri hússins og sýnist sitt hverjum. SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- ráði gagnrýndu áherslur R-listans í skipulagsmálum á fundi ráðsins á þriðjudag, og sögðu nýlega skýrslu um búsetuóskir Reykvíkinga sýna að ekki væri komið til móts við óskir borgarbúa. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu eru það niðurstöður skýrslunnar að Reykvíkingar kjósa einna helst að búa í sérbýli með vel skipulagðri aðkomu fyrir bílaumferð og nægum bílastæðum. Í bókun Sjálfstæðismanna um málið kemur fram að R-listinn hafi ekki tekið tillit til þessara óska, og nefnt sem dæmi að aðeins hafi verið seldur bygging- arréttur fyrir 115 einbýlishús í Reykjavík á síðustu þremur árum. Oftúlkun á niðurstöðunum Fulltrúar R-listans höfnuðu alfar- ið túlkun sjálfstæðismanna á skýrsl- unni, og í bókun R-listans er þetta kallað oftúlkun á niðurstöðunum. Í bókuninni segir enn fremur: „Ekki er hægt að taka einstaka nið- urstöður og fullyrða að á grundvelli þeirra sé stefnumörkun borgaryfir- valda röng. Könnunin gefur vísbend- ingar um óskhyggju fólks frekar en getu, s.s. að margir kjósa að búa í sérbýli þrátt fyrir að fjárhagsleg geta þeirra leyfi ekki slíkt.“ Í bókun R-listans kemur fram að taka þurfi tillit til mjög margra þátta við skipulagningu byggðar, og borg- aryfirvöld beri ábyrgð á því að halda réttu jafnvægi milli íbúðabyggða og tryggja jafnvægi milli gangandi og akandi vegfarenda. Ekki komið til móts við óskir Reykvíkinga ÍBÚÐ á annarri hæð fjölbýlishúss við Stekkjarberg í Hafnarfirði skemmdist mikið í eldsvoða í gær þegar kviknaði í út frá þurrkara. Enginn slasaðist, enda tókst heim- ilsfólki að koma sér út í tæka tíð og brást þannig hárrétt við að sögn stöðvarstjóra Slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins. Eldurinn kom upp um klukkan 14 og var lið frá slökkviliðs- stöð í Hafnarfirði sent á vettvang. Skamma stund tók að slökkva og reykræsta íbúðina. Íbúðin sem þurrkarinn var í skemmdist mikið. Íbúð stór- skemmd í eldi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.