Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FERÐAMÁLARÁÐ Íslandskynnti í gær nýjar reglurvið útdeilingu á fjármun-um til umhverfismála sem fela í meginatriðum í sér að fram- kvæmda- og uppbyggingarstarfi í nafni ráðsins verður hætt en í stað þess verður bróðurparti fjármuna þess úthlutað í styrkjaformi til aðila sem vilja sinna uppbyggingarstarfi. Í máli Einars K. Guðfinnssonar, formanns Ferðamálaráðs, kom fram að stefnt er að því að úthluta 40 milljónum króna á þessu ári til úr- bóta í umhverfismálum og hefur þegar verið auglýst eftir umsóknum um styrki en frestur til að sækja um rennur út 16. janúar nk. Af styrk- fénu er áætlað að verja 15 milljónum til uppbyggingar á nýjum svæðum, 15 milljónir renna til stærri verk- efna á fjölsóttum ferðamannastöð- um og 10 milljónir fara til minni verkefna. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði það nýjung að verja fjármun- um sérstaklega til nýrra verkefna. „Hingað til hafa menn verið í því sem við getum kallað „plástursað- ferðina“, það er að segja að plástra svæði þar sem voru orð vandræði, byggja trépalla stíga og snyrtiaðstöðu. [.. þetta að baki og nú er það hverjir vilja byggja upp ný að taka við auknum fjöld manna,“ sagði Magnús. „Við erum að fara í þa heimamenn hafa forsjá kvæmdunum frekar en við standa fyrir þeim,“ sagði Gíslason, forstöðumaður inga- og þróunarsviðs Fe ráðs. Telur Ferðamálaráð þessari leið sé leitast við að Ferðamálaráð boðar nýjar verklagsreglur vi Styrkir renna fra beint til hagsmun Forsvarsmenn Ferðamálaráðs Íslands kynntu breytingar á starfsemi ráðsins í gær. Frá vinstri: Valur Þ Guðfinnsson formaður, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Elías B. Gíslason, forstöðumaður upplýsing ÞAÐ MÁ kallast kraftaverk aðSævar Brynjólfsson hafi náðað þrauka í um eina og hálfaklukkustund í grindverkinu efst á stefni Húna KE. Og þá ekki síður að stefnið á bátnum skyldi haldast á floti allan tímann. Sævar fór niður með bátnum og festist í línu en náði að losa sig og krafla sig á stefnið. Hann var orðinn mjög kaldur og var farinn að hrata niður af grindverkinu og var orðinn mjög vonlítill um að sér yrði bjargað þótt hann sæi til skipa að leita að sér. Sævar, sem er 62 ára, hefur verið á sjó frá því hann var 14 ára gamall og verið skipstjóri allar götur frá árinu 1962 og sloppið við óhöpp til þessa. En sjórinn hefur engu að síður tekið toll, tengdafaðir hans var einn þrettán manna sem fórust þegar þýskur kaf- bátur sökkti Heklu suður af Grænlandi í júní árið 1941. Þá var tengdasonur Sævars og eigandi Húna, Einar Magn- ússon, stýrimaður á Bergþóri KE þeg- ar hann sökk undan Garðskaga í af- takaveðri fyrir sextán árum. Fór niður með bátnum Sævar segir með ólíkindum hversu snöggt Húni hafi farið niður. „Stuttu eftir að ég var lagður af stað í land sá ég að það kviknaði á gaumljósi fyrir dælu í vélarrúminu. Þá sló ég af bátn- um og fer út. Ég hélt að það væru belg- ir sem hanga á lunningunni sem valdi því að það kemur vatn inn á bátinn. Ég fer að huga að því en svo skyndilega fer báturinn að halla og ég ætlaði að stökkva fram í stýrishús aftur til þess að reyna að snúa bátnum eða gera eitt- hvað. En ég gerði ekki neitt því þá dúndraði báturinn akkúrat niður eins og hendi væri veifað og ég með hon- um.“ Sævar segir aðalátökin hafa verið að komast út úr bátnum og upp á yf- irborðið. „Ég náði reyndar aðeins í los- unarhandfangið á gúmmíbátnum en ég hafði ekki orku til að klára að opna því ég var að verða loftlaus. Ég festi mig í einhverri línu, það fór krókur í bux- urnar en ég náði að slíta hann úr og einhvern veginn klóraði ég mig upp. Ég var búinn að súpa svolítið af sjó þegar ég komst upp.“ Sævar segist síðan hafa náð að kom- ast á stefnið sem stóð upp úr sjónum og þar stóð hann og hékk næstu einu og hálfu klukkustundina þar til hjálp barst. Horfði á björgunarbátinn fyrir neðan sig „Ég var alltaf að bíða eftir að björg- unarbátnum skyti upp því ég sá hann nokkra metra frá mér ofan í sjónum,“ heldur Sævar áfram. „En það voru línuballar og dót í kring svo ég þorði ekki að gera atlög fara niður í sjóinn inn. Sennilega sem lega hefði þá öll o Sævar segir að mjög, þar sem han stefni bátsins, að unum til þess að s hafi séð skip í fjar gerði hann sér þó úr lofti. „Ég var líka að loftið til að athug þyrluna, mér fann leiki á því að hún það logaði á siglin ofan í sjónum og b „Fór í sjóinn me Í faðmi fjölskyldunnar: F.v.Bryndís Sævarsdóttir, Ingibjörg PARMALAT Íforystugrein brezka dagblaðs-ins Financial Times í gær erfjallað um ábyrgð endurskoð- enda í ljósi ásakana um sviksemi í rekstri ítalska fyrirtækisins Parm- alat. Í forystugrein blaðsins er at- hygli vakin á því, að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins hyggist taka upp til skoðunar regl- ur um ábyrgð endurskoðenda. Sumir endurskoðendur telji eðli- legt að ákveðið þak sé á ábyrgð endurskoðenda en aðrir telja rök fyrir því, að takmarkalaus ábyrgð muni leiða til þess að endurskoð- endur verði meira vakandi í starfi sínu. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað um mál ítalska fyr- irtækisins og þar kemur fram hvers vegna umræður um stöðu, hlutverk og ábyrgð endurskoðenda eru svo áberandi. Í greininni segir: „Spyrja má hvers vegna endur- skoðendur Parmalat sáu ekki í gegnum blekkingarnar, en við því hafa ekki enn fengizt skýr svör. Yf- irmaður Grant Thornton á Ítalíu, sem nú hefur verið rekinn frá fyr- irtækinu er í haldi lögreglu grun- aður um aðild að málinu, en hann neitar sök og segist hafa verið blekktur og hið sama á við um end- urskoðunarfyrirtækin, sem sáu um Parmalat, Deloitte og Grant Thornton. Þau segjast vera fórn- arlömb í málinu…Eitt af því, sem kann að hafa orðið til þess, að end- urskoðendurnir urðu einskis varir er að þeir hafi treyst um of á upp- lýsingar frá fyrirtækinu sjálfu, það er að segja ef því er trúað að eng- inn starfsmaður endurskoðend- anna sé viðriðinn málið.“ Í umfjöllun Viðskiptablaðs Morgunblaðsins segir ennfremur: „Einnig má velta vöngum yfir því hvers vegna Deloitte lét sér nægja að fá upplýsingar frá hinum gamla aðalendurskoðanda Parmalat um stóran hluta af fjármálum sam- stæðunnar. Sérstaklega í ljósi þess, að tilgangurinn með því að skipta um endurskoðendur á nokk- urra ára fresti er að koma í veg fyr- ir að óeðlilegt samband myndist milli endurskoðanda og fyrirtæk- isins, sem endurskoðað er.“ Það eru fleiri en endurskoðend- ur, sem eiga um sárt að binda vegna Parmalat. Í umræddri grein í Viðskiptablaði Morgunblaðsins segir: „Fyrir utan endurskoðendurna er einnig umhugsunarvert, að láns- hæfismatsfyrirtæki skyldu ekki sjá, að eitthvað var athugavert við reikninga Parmalat. Standard & Poor’s breytti áliti sínu á útliti fyr- ir Parmalat um miðjan september úr jákvæðu í stöðugt en áfram gaf einkunnin til kynna að bréfin væru í lagi. Það var ekki fyrr en 9. des- ember, eftir að lokað hafði verið um hríð fyrir viðskipti með bréf Parmalat og gengi þeirra hafði fall- ið um helming, sem Standard & Poor’s skýrði frá því með einkunn sinni að bréfin væru ótrygg. Svip- aða sögu er að segja um árangur matsfyrirtækja í tilviki Enron, svo dæmi sé tekið og það hlýtur að vera umhugsunarvert hvort og að hversu miklu leyti fjárfestar ættu að líta til slíkrar einkunnagjafar.“ Hvort sem litið er til Bandaríkj- anna eða Evrópu er ljóst, að svipt- ingar í viðskiptalífi og hraðinn, sem einkennir þá veröld leiða til þess, að of margt fer úrskeiðis. Í Bretlandi og Bandaríkjunum stendur nú yfir rannsókn á með- ferð fjármuna útgáfufyrirtækis hins virta brezka dagblaðs The Daily Telegraph. Þar koma ýmsir heimskunnir menn við sögu, sem átt hafa sæti í stjórn útgáfufyrir- tækisins og eiga nú yfir höfði sér málaferli af hálfu annarra hlut- hafa. Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er skýrt frá því að sænska fjármálafyrirtækið Skandia hafi höfðað mál gegn tveimur af fyrr- verandi stjórnendum félagsins, þar sem þeir eru krafðir um 3 milljarða í bætur vegna þeirra mála, sem upp hafa komið varðandi greiðslur til stjórnenda fyrirtækisins. Athygli þeirra, sem rannsaka ófarir Parmalat beinist nú einnig að viðskiptabönkum fyrirtækisins. Financial Times skýrði frá því í gær, að reynt væri að fá skýringar á því hvað bankarnir hefðu vitað mikið um stöðu fyrirtækisins. Þá hefur einnig komið fram í rann- sókninni, að fyrirtækið hafi greitt stjórnmálamönnum á Ítalíu mútur. Þessar fréttir sýna, að stórfyr- irtæki víða um heim valda miklu umróti. Nú hefur það auðvitað allt- af gerzt að upp kæmist um misferli í rekstri stórra alþjóðlegra fyrir- tækja. En það sem kannski er nýtt nú er sú staðreynd, að þeir sem rannsaka slík mála beina rann- sóknum sínum líka að fyrirtækjum, sem eru að veita viðkomandi aðil- um ákveðna þjónustu. Augljóst er að þar beinist athygli manna ekki sízt að endurskoðunarfyrirtækj- um, sem sýnir hvað þau eru í við- kvæmri stöðu. Bankarnir eru aug- ljóslega líka að byrja að verða fyrir annars konar óþægindum en þeim einum að þeir tapi peningum á við- skiptum við þau fyrirtæki, sem við sögu koma. Eins og fram kom í fyrrnefndum leiðara Financial Times er fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins að undirbúa skoðun á þeim reglum, sem gilda um ábyrgð end- urskoðenda. Í ljósi þeirra um- ræðna, sem nú fara fram í Evrópu vegna Parmalat-málsins og ann- arra mála, sem upp hafa komið m.a. í Frakklandi og Þýzkalandi, er ekki ósennilegt að mjög verði hert á þeim kröfum, sem gerðar eru bæði til endurskoðenda og banka varðandi samskipti þeirra við fyr- irtæki, sem eru í viðskiptum við þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.