Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 57
Á næsta ári fer fram Heimsmeist-aramót og Ólympíuleikar árið 2006 og þeir viðburðir hefðu verið stóru póstarnir í markmiðssetningu íslenskra skíðamanna. „Það mun ekki hafa dramatísk áhrif á starfsemi Skíðasambandsins að einn af okkar fremstu skíðamönn- um sé úr leik vegna meiðsla. Á þessu ári sem er framundan eru engin stór- mót hjá þeim sem eldri eru en ung- lingarnir eru að fara á Heimsmeist- aramót á þessu ári,“ segir Friðrik en heildarvelta Skíðasambandsins vegna landsliðsverkefna alpa- og skíða- göngulandsliðsins er um 65 millj. kr. „Það koma af og til ár þar sem eng- in stórmót eru á dagskrá hjá afreks- fólki á skíðum en ég veit að Dagný Linda mun mæta sterk til leiks á ný eftir þetta mótlæti.“ Það vekur athygli að eini Íslending- urinn sem hefur látið að sér kveða að einhverju marki á Heimsbikarmótum á skíðum, Kristinn Björnsson, þurfti að hætta að keppa vegna þrálátra meiðsla í hné. En hann sleit einnig fremra krossband í hné líkt og Dagný Linda. „Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði en ég tel að skíðaíþróttin sé ekki hættulegri íþrótt en hver önnur. Í til- viki Dagnýjar var hún að stöðva sig eftir ferð niður brekkuna. Hún var ekki á mikilli ferð, en hún telur að slæm birtuskilyrði hafi gert það að verkum að hún misreiknaði sig þegar hún stöðvaði sig,“ segir Friðrik og bætir því við að starf Skíðasambands- ins fari að stærstum hluta fram hér á landi og þar sé útlitið mun betra en undanfarin ár. „Það er snjór í fjöllum víðsvegar um landið og það er kærkomið eftir mjög mögur ár. Krakkarnir og ung- lingarnir eru því að æfa við þær að- stæður sem gerir skíðaíþróttina skemmtilega. Brekkurnar eru iðandi af lífi og við lítum björtum augum á framtíðina þrátt fyrir að Dagný Linda hafi lent í þessu óhappi,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Kristján Dagný Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri á fullri ferð. „Dagný mun efl- ast við mótlætið“ DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir skíðakona frá Akureyri verður frá keppni og æfingum í a.m.k. 6 mánuði eftir að í ljós kom að hún er með slitið krossband en hún slasaðist á æfingu fyrir Heimsbik- armót á dögunum. Friðrik Einarsson formaður Skíðasambands Ís- lands sagði í gær við Morgunblaðið að meiðsli Dagnýjar Lindu væru dapurlegar fréttir þar sem hún hefði verið komin á ágætt skrið á Heimsbikarmótunum en markmiðið hefði verið hjá henni að fikra sig upp heimslistann í vetur. Meiðsli Dagnýjar Lindu Kristjánsdóttur hafa ekki mikil áhrif á starf Skíðasambands Íslands ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 57 FYRSTU æfingu í bruni kvenna fyrir heimsbikarmót sem fram á að fara um helgina í Sviss, var frestað í gær. Ástæðan var að brautin var svo illa lögð að dómarar ákváðu að hætta við æfinguna eftir að tvær fyrstu skíðakon- urnar höfðu lent í því að missa úr nokkur hlið. Í hraðasta hlutanum voru nokkrir staðir þar sem stúlkurnar tókust á loft og áttu ekki möguleika á að taka næstu beygju. Í neðsta hluta brautarinnar var lítill snjór og þar fóru keppendur einnig allt of hratt. Brunæfingu var frestað  ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik leikur þrjá vináttulands- leiki við Sviss á föstudag, laugardag og sunnudag, en leikirnir eru liður í undirbúningi þess fyrir Evrópu- keppnina sem hefst í Slóveníu 22. janúar. Fyrsti leikurinn verður á Varmá í Mosfellsbæ á föstudags- kvöldið klukkan 20 en hinir tveir verða í Laugardalshöll. Að leikjun- um loknum velur Guðmundur Þórð- ur Guðmundsson landsliðsþjálfari 16 manna hóp sem tekur þátt í keppninni í Slóveníu, sem hefst fimmtudaginn 22. janúar, en þá mæta Íslendingar heimamönnum.  LANDSLIÐIÐ hefur æft tvisvar á dag frá 2. janúar. Í byrjun vikunnar voru allir leikmennirnir 22 að einum undanskildum sendir í þrekmælingu hjá Sjúkraþjálfunarskor Háskóla Ís- lands við Stigahlíð. Sá eini sem slapp við að fara í þrekmælinguna var Heiðmar Felixson en flensa hefur hrjáð hann síðustu daga.  ÓLAFUR Stefánsson, Íþrótta- maður ársins 2002 og 2003, á við lítils háttar meiðsli að etja þar sem hann er tognaður á maga. Þá er Patrekur Jóhannesson að glíma við meiðsli í vinstri öxl. Báðir æfa þeir þó af krafti með landsliðinu um þessar mundir. Flensa hefur einnig herjað á línumanninn Sigfús Sigurðsson.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson markvörður var síðasti leikmaðurinn af þeim 22 sem nú æfa með landslið- inu sem kom til móts við hópinn. Hann fékk tveimur dögum lengra frí en aðrir og mætti til æfinga 4. jan- úar. Ástæðan var sú að Guðmundur og eiginkona hans eignuðust sína þriðju dóttur skömmu fyrir áramót.  BRYNJAR Þór Hreinsson, hand- knattleiksmaður úr Gróttu/KR, gekkst undir aðgerð á hendi á dög- unum. Samkvæmt vef Gróttu/KR verður hann ekki tilbúinn í slaginn þegar úrvalsdeildin hefst í febrúar.  KASPER Hvidt, landsliðsmark- vörður Dana í handknattleik, ætlar ekki að leika áfram með Ademar Leon á Spáni þegar samningur hans við félagið rennur út í vor. Dönsk dagblöð leiða líkum að því að Hvidt sé á leið Barcelona, Ciudad Real eða Portland San Antonio. Hann ætlar hins vegar ekki að ræða um framtíð sína fyrr en að loknu Evrópumóti landsliða í Slóveníu í byrjun febrúar.  FORRÁÐAMENN franska 1. deildarliðsins Rennes hafa neitað boði frá Chelsea í tékkneska lands- liðsmarkvörðinn í knattspyrnu, Petr Cech. Ekki kemur til greina að Cech verði seldur frá félaginu fyrr en í fyrsta lagi í sumar.  ÞÁ hefur Liverpool vísað frá sér tilboði frá Stuttgart í svissneska varnarmanninn Stephane Henchoz. FÓLK FRAMTÍÐ Ólafs Inga Skúlasonar knattspyrnumanns, sem er á mála hjá enska stórliðinu Arsenal, er í óvissu en samningur hans við fé- lagið rennur út í sumar. Ólafur hef- ur leikið með varaliði Arsenal í vet- ur og fékk tækifæri í aðalliðinu í fyrsta sinn í byrjun desember þeg- ar Arsenal burstaði Úlfana í deilda- bikarkeppninni. „Ég hef lítillega rætt mín mál við Arsenal og svörin sem ég fékk frá stjórnarmönnum félagsins voru þau að þeir segjast ekki búnir að ákveða hvort mér verður boðinn nýr samningur. Þeir vilja sjá fyrst hvaða leikmenn verða áfram, hverjir fara, hvaða nýir menn koma og meta hvers konar leik- menn þeir ætla að reyna að fá fyrir næsta tímabil áður en þeir taka ákvörðun um framtíð mína,“ sagði Ólafur Ingi við Morgunblaðið sem lék nýlega sinn fyrsta landsleik og var kjörinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins á síðasta tímabil en Ólafur var í láni hjá Fylk- ismönnum. „Þetta er eðlilega nokkuð óþægi- leg staða en ég sagði við Arsenal á móti að ég gæti ekki beðið enda- laust. Ég þyrfti að hugsa um sjálf- an mig þannig að það má segja að ég sé farinn að kíkja á aðra hluti. Það er allt opið en ég þarf fyrst að fá mig góðan af meiðslunum í lær- inu áður en ég get farið að reyna fyrir mér annars staðar“. Ólafur Ingi hefur glímt við togn- un í aftanverðu lærinu en hann segist reikna með að geta hafið æf- ingar að nýju í lok vikunnar. Framtíð Ólafs Inga hjá Arsenal er í óvissu TALSMENN Alþjóða skíða- sambandsins, FIS, sögðu á dög- unum að líklega yrði keppt í sér- stakri liðakeppni árið 2005 á Heimsmeistaramótinu sem fram fer það ár. Á aðalfundi FIS í maí á næsta ári er búist við að keppn- isfyrirkomulagið verði samþykkt en sex keppendur munu skipa hvert landslið, en aðeins fjórir taka þátt í keppninni sjálfri, tveir karlar og tvær konur. Keppt verður í risa- svigi og svigi. Árangur keppenda verður síðan lagður saman til þess að fá fram opinbert Heimsmeist- aralið í Alpagreinum. Næsta Heimsmeistaramót fer fram í Bor- mio á Ítalíu árið 2005. Lokadagur Heimsmeistaramótsins er ætlaður fyrir þessa liðakeppni en að venju verður keppt í fimm einstaklings- greinum í karla- og kvennaflokki. Ef vel tekst til með þetta keppn- isfyrirkomulag eru allar líkur á því að liðakeppnin verði á Ólympíu- leikunum árið 2010. Slíkt keppn- isfyrirkomulag var til staðar á ár- unum í kringum 1960 en lagðist af. Það eru talsmenn liða frá Norð- ur- Evrópu og Skandinavíu sem hafa lagt hart að FIS að taka slíka liðakeppni upp að nýju. Liðakeppni á HM á skíðum árið 2005? BÚIÐ er að velja leikmenn sem skipa liðin sem leika gegn hvort öðru í hinum árlega Stjörnuleik KKÍ. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálf- ari Grindavíkur stýrir liði Stakka- víkur úr suðri en liðið er þannig skipað: Pálmi Freyr Sigurgeirsson (Breiðablik), Brandon Woudstra (Njarðvík), Páll Axel Vilbergsson (Grindavík), Páll Kristinsson (Njarðvík), Friðrik Stefánsson (Njarðvík), aðrir leikmenn Darrel Lewis (Grindavík), Brenton Birm- ingham (Njarðvík), Mike Manciel (Haukum), Lárus Jónsson (Hamar), Guðmundur Jónsson (Njarðvík), Þorleifur Ólafsson (Grindavík), Sævar Haraldsson (Haukar). Bárð- ur Eyþórsson stýrir liði Esso úr norðri. Liðið er þannig skipað: Sig- urður Á. Þorvaldsson (Snæfell), Hlynur E. Bæringsson (Snæfell), Clifton Cook (Tindastól), Eiríkur Önundarson (ÍR), Magni Hafsteins- son (KR), aðrir leikmenn, Axel Kárason (Tindastól), Nick Boyd (Tindastól), Steinar Kaldal (KR), Skarphéðinn Ingason (KR), Lýður Vignisson (Snæfell), Jeb Ivey (KFÍ), Kevin Grandberg (ÍR). Leik- urinn fer fram í Seljaskóla á laug- ardag kl. 16 og er aðgangur ókeypis. Leikmenn Keflavíkur gáfu ekki kost á sér að þessu sinni vegna komandi leikja þeirra í Evrópu- keppni bikarhafa. Langskot og troðslur Einnig verður boðið uppá troðslu- keppni og þriggja stiga skotkeppni. Í ár verður tekið uppá þeirri ný- breytni að einnig verður þriggja stigaskotkeppni kvenna. Þá verður einnig paraskotkeppni. Þau lið sem þátt taka í paraskot- keppninni eru: Keflavík, Grindavík, Njarðvík, ÍS, KR og ÍR. Sigurður fékk flest atkvæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.