Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.01.2004, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 55 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert einbeitt/ur og stað- föst/fastur. Þú hefur per- sónulegan stíl og mikið sjálfstraust sem getur fært þér mikil áhrif. Nánasta samband þitt mun blómstra á árinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú berð sterkar tilfinningar til einhvers. Þú ert að gera þér grein fyrir mikilvægi vinátt- unnar í lífi þínu og því að mað- urinn er ekki eyland. Naut (20. apríl - 20. maí)  Samband þitt við foreldri þitt, yfirmann eða annan yfirboð- ara virðist vera að dýpka. Þú sérð að nánara samband getur komið báðum aðilum til góða. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur áhuga á að kynna þér nýjar hugmyndir í trú- málum og heimspeki. Þú sérð mikilvægi þess að trúa á eitt- hvað af heilum hug. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einhver í vinnunni er tilbúin/n til að rétta þér hjálparhönd. Þú gætir líka komið ein- hverjum til hjálpar. Hafðu augun opin fyrir tækifærum til að hjálpa öðrum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er rétti tíminn til að hlúa að nánasta sambandi þínu. Tjáðu ástvini þínum hug þinn og hikaðu ekki við að taka áhættu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ættir að huga að umbótum og breytingum í vinnunni. Þetta mun veita þér ánægju. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir upplifað ást við fyrstu sýn í dag eða komist í kynni við fólk sem þér finnst þú alltaf hafa þekkt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Jafnvel yfirborðslegar sam- ræður geta vakið hjá þér sterkar tilfinningar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú hefur svo sterka löngun til að kaupa eitthvað að það jaðr- ar við þráhyggju. Hugsaðu málið vel áður en þú lætur það eftir þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú leggur mikið upp úr við- urkenningu annarra og skiptir sjálfsmynd þín þig miklu máli. Þetta veldur löngun til að kaupa eitthvað íburðarmikið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Merkið þitt er tengt vinátt- unni. Þú þekkir mátt fjöldans og leggur því mikið upp úr sambandi þínu við vini þína. Láttu þá vita hvað þeir skipta þig miklu máli. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Smávægilegar breytingar í vinnunni geta leitt til góðs. Vertu opin/n fyrir nýjungum. Fyrirætlanir þínar eru ekki höggnar í stein. Þú þarft að gefa þér tækifæri til að kanna fleiri möguleika. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MÓÐIRIN VIÐ GRÖFINA Kæra barn mitt, korríró, kúrðu vært og sof nú lengi. Vekja þig af vænni ró verkjatök né meinsemd engi. Húsið þitt er hlýtt og byrgt, harðviðra svo verjist straumi. Hræðstu ei, þó hér sé myrkt, himnesk ljós þú sér í draumi. Hræðstu ei við hret né storm, hann þér engar getur kvalir, og ei þó heyrir höggva orm hungraðan á kistufjalir. - - - Sigurður Breiðfjörð. LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8. jan- úar, er níræð Jónasína Þrúður Kristjánsdóttir frá Hjarðardal í Dýrafirði, til heimilis á Grandavegi 47. Sína verður heima í dag og gleðst yfir konu vina og vandamanna. 85 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8. jan- úar, er 85 ára Guðbjörg Sal- óme Þorsteinsdóttir, Pól- götu 6, Ísafirði. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Austur opnar á einum tígli í fyrstu hendi, en kemst svo ekki meira að og fær á endanum það verkefni að spila vörn gegn fjórum spöðum. Við skulum deila kjörum með honum um stund: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♠G10843 ♥Á5 ♦ÁG9 ♣D76 Austur ♠Á ♥K1032 ♦KD652 ♣K103 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 tígull 1 spaði Pass 2 tíglar * Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Allir pass * Góð hækkun í spaða. Vestur spilar út tíg- uláttu, nían úr blindum og drottningin á slaginn. Hvað nú? Útspil vesturs er senni- lega frá tvílit, en það væri þó vonarhyggja að reikna með öðrum slag á tígul. Sagnhafi þarf ekki að eiga meira en Dxx í hjarta til að byggja þar upp slag fyrir tígulgosann í borði. En ef vestur á tvö tromp má gefa honum stungu með því að spila strax tígli upp í gaff- alinn! Sem er ekki beint hversdagsleg vörn. Norður ♠G10843 ♥Á5 ♦ÁG9 ♣D76 Vestur Austur ♠65 ♠Á ♥984 ♥K1032 ♦87 ♦KD652 ♣G98542 ♣K103 Suður ♠KD972 ♥DG76 ♦1043 ♣Á Makker er svolítið hissa, en undrunin breytist í gleði þegar hann fær að stinga tígulásinn síðar. Og þá getur hann ekki stillt sig: „Þú bindur ekki bagga þína sömu hnútum og sam- ferðamennirnir,“ makker minn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. 16. jan-úar næstkomandi verður sjötugur Reynir Ragnarsson frá Vík í Mýr- dal. Í tilefni þess mun fjöl- skylda hans hafa opið hús í félagsheimilinu Leikskálum í Vík föstudaginn 9. janúar frá kl. 19. 60 ÁRA afmæli. Í dag,8. janúar, er sextug- ur Einar Óskarsson frá Firði, Borgarbraut 50a, Borgarnesi. Sambýliskona hans er Ása Sigurlaug Hall- dórsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á Kaffi Reykjavík laugardaginn 10. janúar, frá kl. 18–21. 80 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 8. jan- úar, er áttræður Emil Sig- urðsson, vélstjóri frá Hafn- arnesi við Fáskrúðsfjörð. Hann dvelur á Kanaríeyjum á afmælisdaginn. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Bd3 Bxd3 7. Dxd3 Bb4 8. a3 Bxc3+ 9. bxc3 Rbd7 10. Hb1 Hb8 11. O-O O-O 12. He1 Re4 13. Rd2 Rdf6 14. f3 Rxd2 15. Bxd2 De7 16. a4 e5 17. e4 Hfd8 18. cxd5 cxd5 19. dxe5 Dxe5 20. f4 De6 21. e5 Re4 22. Be3 b6 23. Bd4 Dc6 24. Hb4 Hbc8 25. He3 Dh6 26. g3 Dh3 27. c4 Rc5 28. Bxc5 bxc5 29. Hb7 dxc4 30. De2 Hb8 31. Hxb8 Hxb8 32. Dd1 Df5 33. Kg2 Hb2+ 34. Kf3 h6 35. g4 Dc8 36. Kg3 Dc6 37. Hf3 c3 38. Dd8+ Kh7 39. Dd3+ Kg8 40. Dxc3 Hb4 41. a5 Db5 42. a6 Hb1 43. Hd3 Db6 44. Dd2 Hg1+ 45. Kh4 Dg6 46. h3 De6 47. Hd8+ Kh7 48. Hd6 De7+ 49. g5 hxg5+ 50. fxg5 Dxe5 51. Dd3+ g6 Staðan kom upp á alþjóðlegu ung- lingamóti sem Taflfélagið Hellir hélt fyrir skömmu. Hjörtur Ingvi Jóhanns- son (1475), hvítt, gat bjargað sér á undraverðan hátt frá tapi gegn Elsu Maríu Þorfinnsdóttur. 52. Hxg6? Hvít- ur yrði óumflýjanlega patt eða gæti þráskákað eftir 52. Dxg6+!! fxg6 53. Hd7+ Kg8 54. Hg7+ Kf8 55. Hf7+ o.s.frv. Í framhaldinu ætti hvítur að tapa gegn réttri taflmennsku. 52... Df4+ 53. Kh5 fxg6+? Svartur gat mát- að í þremur leikjum með 53... Dg4+! 54. hxg4 Hh1+ 55. Dh3 Hxh3#. Í fram- haldinu treysti svartur sér ekki til að tefla til vinnings. 54. Dxg6+ Kh8 55. De8+ Kg7 56. Dg6+ Kf8 57. Dh6+ Ke8 58. Dc6+ Kd8 59. Dd5+ Ke8 60. Dc6+ Kd8 61. Dd5+ Ke8 og jafntefli samið. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 50 ÁRA afmæli. 6. jan-úar sl. varð fimm- tugur Magnús Svavar Magnússon. Í tilefni tíma- mótanna taka þau Magnús og Hafdís á móti vinum og vandamönnum föstudaginn 9. janúar kl. 18–21 í Kiw- anishúsinu Kópavogi, Smiðjuvegi 13A.           Það grétu allir í brúðkaup- inu mínu ... lögreglan not- aði táragas! Laugavegi 54, sími 552 5201 Árshátíðarkjólar stærðir 36-46 Útsala Söluturninn Betri-barinn í Glæsibæ er til sölu Opnunartími frá kl. 10-18.30. Hraðbanki, lottó og spilakassar á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Kristinn R. Kjartanson í síma 520 9312 eða 897 2338.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.