Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 39
MINNINGAR
✝ Ólafur Jenssonfæddist í Bol-
ungavík 17.8. 1922.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 24.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jens E. Níelsson
kennari, f. 7.4.1888,
d. 26.5. 1960, og Elín
Guðmundsdóttir, f.
30.11. 1894, d. 2.1.
1997. Bræður Ólafs
voru Guðmundur raf-
vélavirki, f. 3.7. 1917,
d. 30.8. 1998, og
kennari, og Skúli lög-
fræðingur, f. 13.1. 1920, d.
31.3.2002.
Árið 1948 kvæntist Ólafur eft-
irlifandi eiginkonu sinni Margréti
Ólafsdóttur, f. 19.10. 1920. For-
eldrar hennar voru Ólafur H.
Sveinsson sölustjóri hjá ÁTVR, f.
19.8. 1889, d. 18.11. 1963, og Guð-
rún B. Ingvarsdóttir, f. 1.12. 1896,
d. 3.12. 1967. Börn Ólafs og Mar-
grétar: 1) Hildur, f. 3.4. 1949, d.
24.1. 1963. 2) Ari eðlisfræðingur,
f. 9.8. 1950, eiginkona Karítas
Ólafsdóttir sjúkraþjálfari. Börn
þeirra eru Margrét, f. 28.6. 1987
og Ólafur, f. 13.2. 1989. Börn Ara
og Hallfríðar M. Höskuldsdóttur
eru Höskuldur Þór verkfræðing-
ur, f. 8.10. 1971, sambýliskona
hans er Halldóra Reykdal, sonur
hennar Hafsteinn Reykdal, og
Hildur Björg flugumferðarstjóri,
f. 5.10. 1973, sambýlismaður
Guðni Hafsteinsson viðskipta-
fræðingur, sonur þeirra Haf-
steinn, f. 6.6. 2000. 3) Björg Elín, f.
14.2. 1952, eigin-
maður hennar var
Nate Smidt, f. 28.8.
1956, d. 2.8. 1998.
Börn þeirra eru
Nina, f. 21.8. 1984,
Lisa, f. 5.11. 1985,
Trevor, f. 14.12.
1987 og Maia, f. 22.6.
1990.
Ólafur lauk stúd-
entsprófi frá MR
1943, fyrri hluta
verkfræðiprófs frá
HÍ 1945 og lokaprófi
í byggingaverkfræði
frá Danmarks Tekn-
iske Højskole 1948. Hann starfaði
hjá Almenna byggingafélaginu
1948-51 og var fulltrúi í fjármála-
ráðuneytinu 1951-54. Ólafur
stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið
Verklegar framkvæmdir hf. og
var framkvæmdastjóri þess til
1964. Var bæjarverkfræðingur í
Kópavogi 1964-71, rak eigin verk-
fræðistofu 1972-75, verkfræðing-
ur hjá Rafmagnsveitum ríkisins
1975-82 og frá þeim tíma til
starfsloka 1992 hjá Landsvirkjun.
Ólafur starfaði lengi með samtök-
um framsóknarmanna í Reykja-
vík, Kópavogi og Reykjaneskjör-
dæmi. Hann sat í bæjarstjórn
Kópavogs frá 1962 til 1970, um
tíma sem forseti bæjarstjórnar.
Hann yfirgaf Framsóknarflokk-
inn með „Möðruvellingum“ og
gekk í Samtök frjálslyndra og
vinstri manna 1974.
Útför Ólafs verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Tengdafaðir minn Ólafur Jensson
hafði yfir sér virðulegt yfirbragð,
víðlesinn fjölfróður maður og alltaf
svo dæmalaust vel til fara.
Það var greinilegt að virðing fyrir
starfinu var honum alla tíð ofarlega í
huga.
Vandvirkni, natni og þolinmæði
sem nútímamaðurinn á oft erfitt með
að höndla einkenndu verk hans.
Fyrir utan vinnuna var ýmislegt
annað sem hann sinnti í lengri eða
skemmri tíma svo sem lestur á hljóð-
snældur fyrir Blindrabókasafnið,
hann tók kúrsa í finnsku, var í stjórn
íbúasamtaka Vesturbæjar í Kópa-
vogi og líkamsrækt varð ómissandi
þáttur í lífi hans. Áhugi á klassískri
tónlist fylgdi honum alla tíð. Hann
hafði fallega söngrödd og á sínum
yngri árum söng hann í blönduðum
kór undir stjórn Róberts A.Ottós-
sonar.
Stuttu eftir að okkar kynni hófust
fór ég með honum í bókabúð að ná í
dönsku blöðin sem hann var áskrif-
andi að. Ekki var það fréttaþrá af
dönsku konungsfjölskyldunni sem
hann sóttist í heldur danskar kross-
gátur. Þær íslensku voru fyrir löngu
of auðleystar.
Helst var það myndagátan um jól-
in sem mátti spreyta sig á.
Þrátt fyrir virðuleikann sem ein-
kenndi Ólaf brá hann af honum oft á
tíðum. Minnist ég margra aðfanga-
dagskvölda þegar hann skellti sér á
gólfið til að setja saman Legó og
leika sér með barnabörnunum.
Að leiðarlokum kveð ég tengda-
föður minn með söknuði. Blessuð sé
minning hans.
Karítas Ólafsdóttir.
Við systkinin eigum margar góðar
minningar um afa okkar. Bíltúrarn-
ir, sumarbústaðaferðirnar og fjall-
göngurnar sem við fórum í með
ömmu og afa eru sérstaklega minn-
isstæðar. Þá var það einkum páska-
dagur sem við minnumst. Snemma á
páskadagsmorgni fórum við í fjall-
göngu, oftast gengum við á Úlfars-
fell, eða í bíltúr. Páskarnir komu
varla nema að fara í smá ferðalag
með ömmu og afa. Afi geymdi alltaf
súkkulaðibita í litlu hólfi í bílnum.
Súkkulaðibitana kallaði hann bíl-
stjórabensín. Þetta útskýrði hann
með því að bílstjórinn þyrfti líka
bensín eins og bíllinn. Auðvitað
fengu farþegarnir líka að njóta
þeirra.
Afi hafði mjög gaman af púsluspil-
um. Það var ótrúlegt hversu góður
hann var að raða saman þessum litlu
bitum í mörgþúsunda tali. Hann not-
aði sína sérstöku aðferð við að flokka
bitana eftir lit og lögun áður en haf-
ist var handa.
Afi var ekki mjög málgefinn en
það sem hann sagði meinti hann inni-
lega. Hann hafði þann hæfileika að
þurfa ekki einu sinni að segja hversu
vænt honum þótti um fólk, hann
sýndi það með því sem hann gerði.
Það þurfti ekki nema faðmlag frá
honum til þess að finna það.
Afi var alltaf reiðubúinn að hjálpa
þeim sem þurfti á hjálparhönd að
halda. Í sumar var hann dag eftir
dag hjá okkur að hjálpa við breyt-
ingar á húsinu okkar. Hægt var að
læra mikið af afa með því að fylgjast
með honum vinna. Við höfum aldrei
séð neinn vinna af jafn mikilli ná-
kvæmni og hann gerði.
Við kveðjum afa okkar með sökn-
uði. Blessuð sé minning hans.
Margrét og Ólafur.
Orðanefnd byggingarverkfræð-
inga starfar á vegum Byggingar-
verkfræðideidar Verkfræðinga-
félags Íslands. Ólafur Jensson
starfaði í nefndinni í 23 ár. Markmið
nefndarinnar er að ræða megi og rita
um byggingarverkfræði á fullgildri
íslensku. Á það hefur mjög reynt á
undanförnum árum vegna skorts á
íslenskum íðorðum um tækni- og
raunvísindahugtök. Íðorð eru sér-
tæk orð, sem notuð eru í tilteknum
starfsgreinum. Orðanefndin fæst við
að búa til ný íðorð um hugtök í bygg-
ingartækni.
Um slíka vinnu gilda nú alþjóðleg-
ar vinnureglur, staðlar, sem Menn-
ingarstofnun Sameinuðu þjóðanna
gefur út til leiðbeiningar. Þar er gert
ráð fyrir að hugtaki sé ekki aðeins
gefið nafn, heldur sé það jafnframt
skilgreint og kynnt þannig í orða-
skrá. Þetta er mikilvægt atriði, sem
eykur vinnu við nýyrðastarf, en gerir
það skilvirkara.
Þrír menn voru í upphafi skipaðir í
orðanefnd byggingarverkfræðinga
til að ígrunda vinnubrögð slíkrar
nefndar og fjölda nefndarmanna.
Niðurstaðan var að nefndarmenn
þyrftu að vera að minnsta kosti sex.
Þá var það, að öllum datt fyrst í hug
sami maðurinn: Ólafur Jensson.
Hann var kunnur fyrir verkfræði-
þekkingu, áhuga á íslenskri tungu,
mikla samstarfshæfileika og prúð-
mennsku.
Allt það gekk eftir. Ólafur reynd-
ist orðanefndinni frábærlega vel.
Hann starfaði þá hjá Rafmagnsveit-
um ríkisins, en fluttist síðar til
Landsvirkjunar. Orðanefndin naut
fyrst aðstöðu til fundarhalda hjá
Vegagerð ríkisins, en fékk síðar slíka
fyrirgreiðslu fyrir tilstilli Ólafs hjá
Landsvirkjun eftir að hann gerðist
starfsmaður hennar.
Eftir að Ólafur hætti störfum hjá
Landsvirkjun sökum aldurs, tókst
hann á hendur alla tölvuvinnu fyrir
orðanefndina á heimili sínu. Sam-
starf okkar varð þá ákaflega náið. Og
það var algjörlega hnökralaust sök-
um þeirrar geðprýði, sem Ólafi var
gefin. Ég kveð hann með þökk í huga
og veit að það gera samstafrsmenn
okkar í orðanefndinni einnig.
Við vottum fjölskyldu hans samúð
okkar.
Einar B. Pálsson.
Með fráfalli Ólafs Jenssonar er
enn höggvið skarð í þann glaða hóp
sem útskrifaðist frá Menntaskólan-
um í Reykjavík vorið 1943. Þrátt fyr-
ir skugga styrjaldar vorum við full
bjartsýni og sannfærð um að okkar
mundu bíða næg verkefni að vinna í
þágu lands og þjóðar. Átti það ekki
síst við um Ólaf Jensson sem var
snemma tápmikill og hugumstór,
enda bæði góður námsmaður, verk-
hygginn og framfarasinnaður. Það
kom því engum á óvart að hann valdi
sér verkfræði að námsefni, en þegar
þetta var hafði nýlega verið hafin
kennsla hér við Háskólann til fyrri-
hluta prófs í verkfræði þar sem
lokast hafði fyrir allar leiðir til náms
á Norðurlöndum og í Evrópu. Strax
að stríðinu loknu hélt Ólafur síðan til
Kaupmannahafnar ásamt fleiri
bekkjarbræðrum okkar og lauk þar
lokaprófi í byggingarverkfræði árið
1948.
Ekki skorti verkefni þegar heim
kom. Bylting hafði hafist í verkleg-
um framkvæmdum hér á landi í kjöl-
far styrjaldarinnar með nýrri tækni
og stórvirkum vinnuvélum, en ís-
lenskir verkfræðingar voru þá enn
tiltölulega fáir. Átti Ólafur eftir að
koma víða við í uppbyggingu og
mannvirkjagerð næstu áratugi sem
ráðgefandi verkfræðingur, verktaki
og stjórnandi, og er sú saga meiri en
svo að hún verði rakin hér. Ólafur og
kona hans bjuggu sér snemma heim-
ili í Kópavogi, og tók hann mikinn
þátt í mikilli uppbyggingu bæjarins
á sjöunda og fram á áttunda áratug
síðustu aldar, sat um skeið í bæjar-
stjórn, starfaði sem bæjarverkfræð-
ingur og rak síðan eigin verkfræði-
stofu. Síðar hóf Ólafur störf hjá
Rarik þar sem hann vann m.a. að
undirbúningi Blönduvirkjunar, en
fluttist síðan til Landsvirkjunar en
þar lágu leiðir okkar loks saman á
ný. Lauk hann þar starfsævi sinni
sem yfirverkfræðingur árið 1992.
Ólafur Jensson var fríður maður,
rösklegur í framgöngu, glaðsinna og
hinn besti félagi. Um leið og við
bekkjarsystkinin minnumst hans
með söknuði sendum við ástvinum
hans innilegar samúðarkveðjur.
Jóhannes Nordal.
ÓLAFUR
JENSSON
VONANDI ert þú á meðal þeirra
sem nutu þess að láta anda jólanna
leika um þig og þess að láta ilm
þeirra fylla húsið þitt, hug og hjarta
með helgri nærveru þess kærleika
og friðar sem þeim fylgja.
Nú eru enn ein jólin hins vegar að
baki og því ekki annað að gera en að
setja þau í geymslu þar til á næsta
ári. Jólasveinarnir eru haldnir til
fjalla, ef til vill með viðkomu í fata-
hreinsun eftir allt atið og áganginn.
Skrautinu er pakkað
saman og sett í
geymslu og jólatréð
látið fjúka fram af
svölunum. Seríunum
fækkar einni af ann-
arri og brátt slokknar
alveg á jólunum og
þeim pakkað end-
anlega saman að sinni.
Sumar seríurnar eða
skrautið er einnota og
lýkur því líftíma
þeirra hér með. Annað
bíður í geymslunni til
næstu jóla ef það
gleymist þá ekki eða
verður dæmt úrelt og
látið víkja fyrir nýju.
En, hvað á að gera
við barnið í jöt-
unni?
En barnið í jötunni.
Hvað á að gera við
það? Barnið sem við
opnuðum hjörtu okkar
fyrir og buðum af
lotningu að gera sér
þar bústað. Fer hann
líka fram af svöl-
unum? Er hann
kannski líka bara ein-
nota? Verður honum skipt eins og
hverri annarri gjöf sem við teljum
að nýtist okkur ekki sem skyldi?
Eða verður hann kannski líka settur
í geymsluna og geymdur, jafnvel
gleymdur, eða hugsanlega sóttur á
tyllidögum eða þegar sérstaklega
mikið liggur við, þegar okkur hent-
ar, á okkar forsendum?
Hann er kominn til að vera
Hvort sem okkur líkar það betur
eða verr, þá er barnið í jötunni kom-
ið til að vera. En hann verður ekki
alltaf í jötunni. Vonandi hvarflar
það ekki að okkur að henda honum
út eins og jólatrjánum því að hann
er alls ekki einnota. Og vonandi
skiptum við honum ekki af því að
okkur líkar ekki gjöfin, sem sann-
arlega er hægt að gera. Afleiðing
þeirra mistaka gæti skaðað okkur,
varanlega. Og vonandi setjum við
hann ekki heldur í geymsluna og
látum hann bíða til næsta árs með
skrautinu.
Þetta barn er nefnilega raunveru-
legt og er hvorki fígúra né skraut.
Heldur lifandi frelsari. Leyfðu því
barninu bara að þroskast og dafna á
eðlilegan og áreynslulausan hátt í
hjarta þínu. Hafa þannig þroskandi,
heilla- og lífvænleg áhrif á alla þína
veru, og líf.
Ástarsaga
Jólin eru ekkert annað
en ástarsaga. Jóla-
guðspjallið er nefnilega
ekkert annað en ást-
arbréf Guðs til þín. Jól-
in fjalla um afstöðu
Guðs til okkar mann-
anna, til þín persónu-
lega. Reynum ekki að
kæfa það ljós sem
kveikt hefur verið í
hjörtum okkar og kom í
heiminn til að lýsa okk-
ur á ævigöngunni, leið-
ina heim.
Jólin fjalla eftir allt
saman ekki um annað
en það að sjálfur Guð
sem skapaði þennan
heim og þar með þig
sem í honum ert, sendi
þér frelsara svo að þú
kæmist lifandi út úr
þessum skakka og
skælda heimi. Þrátt
fyrir allt vonleysi og
myrkur, sjúkdóma,
hrörnun og dauða.
Markmið við áramót
Ættum við því ekki að
setja okkur það mark-
mið nú í upphafi nýs og spennandi
árs, árs vonar og nýrra tækifæra, að
gefa jólagjöfinni tækifæri. Þiggja
það að láta ljósið lýsa upp veginn
fyrir okkur svo við getum gengið
lífsveginn í birtunni hans. Þegið
þannig að lifa í samfélagi við ljósið,
ljós lífsins, þangað til yfir lýkur, að
við samlögumst ljósinu og lífinu.
Kæru samferðamenn!
Gleðilegt og vonarríkt ár! Þér er
ætluð björt og blessunarrík framtíð,
þrátt fyrir allt.
Lifi lífið, vonin sem kviknaði og
varð hold á jólunum. Lífið sem er
ljós heimsins og er gjöf Guðs til þín.
Jólunum
pakkað saman
Sigurbjörn Þorkelsson
skrifar um trúmál
Sigurbjörn Þorkelsson
’Ættum við þvíekki að setja
okkur það
markmið nú í
upphafi nýs og
spennandi árs,
árs vonar og
nýrra tækifæra,
að gefa jólagjöf-
inni tækifæri?‘
Höfundur er rithöfundur, fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju og
forseti Gídeonfélagsins á Íslandi.
anförnu er svipað og með manninn
sem ætlaði að fá sér bara í eitt
glas og verða sætkenndur en hann
áttaði sig ekki á tökum vínsins og
lenti því í „blakk-áti“. Því eru það
svo sannarlega orð í tíma töluð
þegar rætt er um að setja lög við
hringamyndun.
Í sambandi við þessa umræðu
hefur mér fundist vanta umfjöllun
um þróunina í sjávarútveginum,
þar þarf að endurskoða allt kerfið
því fiskveiðiheimildirnar fara sí-
fellt í hendur færri og færri aðila.
Ég skil reyndar ekkert í því að
umræða um samþjöppun og einok-
un hefur ekki náð sem skyldi til
þessarar mikilvægustu atvinnu-
greinar þjóðarinnar. Því þar höf-
um við mörg mjög sorgleg dæmi
um það hvernig hringamyndun
hefur leitt til niðurlægingar ein-
staklinga, fyrirtækja og ýmissa
byggða. Menn verða að átta sig á
því að einokun og samþjöppun í
sjávarútvegi getur orðið ennþá
hættulegri íslensku samfélagi en
samþjöppun og einokun á öðrum
sviðum. Reyndar eru til ákvæði
um veiðirétt á einstökum fisk-
stofnum í íslenskri lögsögu, en til
eru leiðir að fara á svig við þau
ákvæði, enda sáum við í fyrra eða
fyrir rúmu ári á Alþingi stjórn-
arfrumvarp sem fól í sér tillögur
um að eitt og sama fyrirtækið gæti
eignast allt að 40% í nokkrum fisk-
stofnum. En stjórnarandstaðan gat
hrundið þeirri ósvinnu og tillög-
unum var breytt. Ég hvet stjórn-
völd til að vera vakandi á þessu
sviði atvinnulífsins um allt landið,
því öflugt og víðfeðmt atvinnulíf er
forsenda góðs og heilbrigðs við-
skiptalífs og öfugt. Við getum aldr-
ei skilið þessa þætti þjóðlífsins í
sundur því viðskiptalífið og at-
vinnulífið verða að haldast í hend-
ur og kannski er ekki rétt að tala
um viðskiptalíf og atvinnulíf sem
tvo aðskilda þætti samfélagsins,
öllu heldur sem samofna og órofa
heild.
Á undanförnum árum hafa ráða-
menn talið sig vera að brjóta niður
múra óæskilegra ríkisumsvifa, en
því miður eru blikur á lofti um að
nýir og öflugri og hærri múrar um
auðlindir og markaði samfélagsins
hafi risið í staðinn. Þá óheillaþróun
verður að stoppa nú þegar. Ég
skora á ríkisstjórnina að drífa í því
að leggja fram frumvarp um
hringamyndun og einokun hið
fyrsta. Frumvarp sem tekur til
allra þátta atvinnu- og viðskiptalífs
þjóðarinnar.
Höfundur er prestur á sviði áfengis-
og fíknimála og fv. alþingismaður.
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Jensson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist for-
máli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri
en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri
grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein-
unum.