Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VONLÍTILL UM BJÖRGUN Sævar Brynjólfsson sem bjarg- aðist af Húna KE í fyrrakvöld segir með ólíkindum hversu snöggt bát- urinn fór niður. Hann segist hafa ver- ið orðinn vonlítill um að sér yrði bjargað. Sævar náði að þrauka í um eina og hálfa klukkustund efst á stefni Húna þar til honum var bjarg- að. Dollarinn lækkar Gengi Bandaríkjadollara hefur fall- ið mjög að undanförnu og segja sér- fræðingar í gjaldeyrismálum að búast megi við að sú þróun haldi áfram. Ljóst er að lágt gengi dollara ýtir undir útflutning á bandarískum vörum en lækkandi gengi veldur á hinn bóginn útflutningsfyrirtækjum í Evrópu og Japan miklum vanda vegna verri samkeppnisaðstöðu á al- þjóðamörkuðum. Einnig er bent á að erlendir fjárfestar geti misst áhuga á Bandaríkjunum vegna þess hve vext- ir þar eru nú lágir. Hærra fasteignamat Fasteignamat hækkaði að með- altali um 10,7% um áramótin frá árinu áður. Hækkar mat á íbúðar- húsnæði mun meira en mat á at- vinnuhúsnæði eða um 12,5% sam- anborið við 6,9% hækkun á mati á atvinnuhúsnæði. Við nýja matið hækkar verð á fasteignum í landinu um tæpa 200 milljarða króna. Hækk- un fasteignamatsins stafar fyrst og fremst af verðhækkun fasteigna á undanförnum mánuðum. Breytt innflytjendalög George W. Bush Bandaríkjaforseti hyggst leggja fyrir þingið tillögur um að milljónir ólöglegra innflytjenda, sem eru aðallega frá Mexíkó, geti fengið tímabundið dvalarleyfi. Einnig vill hann fjölga svonefndum grænum kortum sem eru dvalarleyfi til fram- búðar. Margir íhaldsmenn eru and- vígir hugmyndunum en ljóst þykir að Bush muni með tillögunum auka fylgi sitt meðal fólks af mexíkóskum ætt- um í forsetakosningunum nk. haust. ÍE rannsakar einhverfu Íslensk erfðagreining ræðst í um- fangsmiklar rannsóknir á erfðafræði einhverfu og skyldra þroskaraskana í samstarfi við Siomons-rann- sóknasjóðinn í New York, en sam- komulag hefur náðst um að Siomons- sjóðurinn fjármagni rannsóknirnar með 2,8 milljóna Bandaríkjadala framlagi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 37 Erlent 16/19 Viðhorf 38 Minn staður 22 Minningar 40/49 Höfuðborgin 23 Kirkjustarf 49 Suðurnes 24/25 Myndasögur 52 Akureyri 24 Bréf 52 Austurland 26 Dagbók 54/55 Landið 26 Íþróttir 56/59 Daglegt líf 28/29 Fólk 60/65 Listir 30/32 Bíó 62/65 Umræðan 33/39 Ljósvakamiðlar 66 Forystugrein 34 Veður 67 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@m- bl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Alltaf ód‡rast á netinu Breytanlegur farseðill! Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 22 35 0 10 /2 00 3 Morgunblaðið/Eggert Jólatrjám safnað saman STARFSMENN gatnamálastjóra í Reykjavík hafa í nógu að snúast þessa dagana við hirðingu jólatrjáa um alla borgina. Borgarbúar not- unin hófst. Eftir morgundaginn eru íbúar sem ekki hafa losað sig við trén beðnir að koma þeim í eyðingu á gámastöðvum Sorpu. færa sér þessa þjónustu og setja jólatrén út fyrir lóðamörk og marg- ir tóku það ráð að losa sig við trén strax á þrettándanum þegar söfn- VIÐRÆÐUM Samkeppnisstofnun- ar og lögmanna olíufélaganna þriggja sem staðið hafa yfir und- anfarnar vikur hefur verið hætt. Athugaðir hafa verið möguleikar á að ljúka máli um meint samráð ol- íufélaganna með samkomulagi um sektargreiðslur og án tilstuðlunar dómstóla, en á fundi í gær kom í ljós að svo mikið ber í milli hug- mynda um sektarupphæðir, að ekki eru taldar líkur á að sættir geti náðst að svo komnu máli. Er því ekki talin ástæða til að boða til annars fundar, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Olíufélögin þrjú fengu í byrjun desember afhentan síðari hluta frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint ólögmætt samráð félag- anna og hafa frest fram í miðjan febrúarmánuð til að skila inn at- hugasemdum sínum við efni henn- ar. Félögin hafa talið sig þurfa lengri frest til að koma athuga- semdum sínum á framfæri við stofnunina og er gert ráð fyrir að formleg beiðni um lengri frest verði lögð fram í næstu viku. Haldnir hafa verið fjórir eða fimm fundir með lögmönnum olíufélag- anna og Samkeppnisstofnunar frá því félögin fengu síðari skýrsluna afhenta fyrir um mánuði en við- ræðurnar hafa verið árangurslaus- ar. Viðræðum olíufélaganna og Sam- keppnisstofnunar hefur verið hætt Litlar líkur taldar á að sættir geti náðst RÍFLEGA 80% landsmanna eru hlynnt kröfu fé- laga og sambanda í Alþýðusambandi Íslands um samræmdan lífeyrisrétt launamanna á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Þetta er meðal þess sem fram kemur í könnun sem Gallup gerði fyrir ASÍ um ýmis atriði sem tengjast lífeyr- ismálum. Rúmlega 14% svarenda kváðust andvíg þessari kröfu og tæp 5% voru hvorki hlynnt né andvíg. ASÍ kynnti niðurstöðurnar á miðstjórnarfundi í gær. Skv. upplýsingum ASÍ lýstu um 76% þátt- takenda í könnuninni óánægju með ný lög um líf- eyrisrétt æðstu embættismanna, ráðherra og al- þingismanna. Í könnuninni voru svarendur spurðir hvort þeir teldu lífeyrisrétt opinberra starfsmanna betri en þeirra sem vinna á almennum markaði, hvort réttur þeirra sem vinna á almennum mark- aði væri betri, eða hvort rétturinn væri sá sami eða sambærilegur. Þrír af hverjum fjórum sögðu að lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna væru betri, um 10% sögðu rétt þeirra sem vinna hjá einkafyrirtækjum vera betri, en um 15% sögðu réttinn hliðstæðan. Stuðningurinn mikilvægt vegarnesti í kjaraviðræðurnar Könnunin var gerð dagana 19. til 29. desember sl. Í úrtakinu voru 600 Íslendingar á aldrinum 18-80 ára. Svarhlutfall í könnuninni var 71,6%. Miðstjórn ASÍ samþykkti ályktun á fundi sín- um í gær, þar sem segir að ekki verði lengur un- að við það hróplega ósamræmi sem sé á lífeyr- isréttindum launafólks á almennum vinnumarkaði og í opinberri þjónustu. Miðstjórn- in segist telja að yfirgnæfandi stuðningur al- mennings við kröfu verkalýðshreyfingarinnar um samræmdan lífeyrisrétt sé mikilvægt vegarnesti í viðræður um gerð kjarasamninga sem nú eru að hefjast aftur. „Umræðan í þjóðfélaginu undanfarnar vikur um þessi mál og viðhorf almennings til þeirra, færa okkur enn betur heim sanninn um nauðsyn þess að þetta misrétti verði leiðrétt,“ segir í ályktuninni. Rúm 80% styðja kröfu um samræmdan lífeyrisrétt FLUGVÉL frá bandaríska flug- félaginu United Airlines flaug frá New York til Keflavíkur í gær til að sækja fólkið sem var í vél félagsins sem var lent þar í fyrrakvöld vegna bilunar í öðr- um hreyflinum. Í Boeing 777 þotu United fé- lagsins voru 248 manns, þar af 231 farþegi, á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Washington og fóru þeir með samskonar þotu vestur um hálftíuleytið í gær- kvöldi. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær er talið að eldsneytisleiðsla í öðrum hreyfl- inum hafi rofnað í ókyrrð, en verið var að yfirfara vélina í gær. Tveir kettir læddust inn í landið Nokkurt umstang varð eftir að ljóst var að tveir kettir hefðu slæðst inn í landið með pari sem var að ferðast frá Róm til New York. Var þeim hleypt í gegn fyrir mistök. Eigendur kattanna gistu með dýrin hjá sér á Nor- dica-hóteli í nótt og héldu þau af landi brott ásamt öðrum farþeg- um vélarinnar í gærkvöld. Að sögn Kára Gunnlaugssonar, að- aldeildarstjóra tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli, gaf yfir- dýralæknir grænt ljós á brottför dýranna en hótelherbergið þar sem kettirnir gistu í nótt mun verða sótthreinsað. Önnur vél sótti far- þegana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.