Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 31
E
kki laust við að
tvær fram-
kvæmdir sem nú
standa yfir á ís-
lenzkum mynd-
listarvettvangi
ýfi heilasell-
urnar, fæði af sér heilabrot sem
erindi eiga á opinberan vettvang.
Furðulegast er þó andvaraleysi
myndlistarmanna, sem láta bók-
staflega allt yfir sig ganga án þess
að heyrist tíst í þeim, jafnvel þótt
hressilega leggi þeir í róminn þar
sem tveir eða fleiri koma saman,
jafngildir því að pissa upp í vind-
inn. Satt að segja veit ég engin
dæmi um slíkt andvaraleysi í nú-
tímaþjóðfélögum utan landstein-
anna og má leggja að jöfnu við
önnur heimsmet sem Íslendingar
eru sí og æ að tuða um þjóðinni til
uppsláttar og vegsemdar, þó helst
um minnimáttarkennd að ræða.
Hið eina örugga og borðleggjandi
hve gjarnt þeim er að tala um hug
sér og þræða framhjá óþægilegum
staðreyndum.
Það var þó í gangi undarleg
senna á milli Þórodds Bjarnason-
ar, eins af
listrýnum
blaðsins og
þeirra sem
eru í fyr-
irsvari
varðandi
framkvæmd nokkra sem skarar
þróun íslenzkrar myndlist á Lista-
safni Íslands, og stendur til 11.
janúar. Ber nafnið, Raunsæi og
veruleiki, og hefur með tímabilið
1960–80 að gera. Þóroddur hafði
sitthvað við hana að athuga, helst
að hann sakni ferskleika og nýj-
unga. Lítur þá framhjá því að slíkt
yfirlit kallar jafnaðarlega á skil-
virkni, sannferðugan og hlutlægan
þverskurð og þannig óhjá-
kvæmilegt að sitthvað fljóti með
sem margoft hefur verið sýnt áður.
Erró er gerður að leiðandi
stjörnu tímabilsins skarar þó helst
upphaf og lok þess, er ótvírætt
öðru fremur fulltrúi Parísarskól-
ans þótt íslenzkur sé í báðar ættir.
Alveg á sama hátt og til að mynda
má segja um Ólaf Elíasson, sem
þótt alíslenzkur sé hlaut alla
menntun sína og listrænt uppeldi í
Kaupmannahöfn, telst fulltrúi höf-
uðstrauma í alþjóðlegri myndlist,
búsettur í Berlín og Kaupmanna-
höfn. Áhrif þeirra á íslenzka list
mjög óbein og hvorugur þeirra
hefur orðið að lifa við þá fáfræði
og vanmat sem alla tíð hefur verið
hlutskipti þeirra sem barist hafa á
heimavígstöðvum. Hvað Guðmund
Erró snerti, var hann fullkomlega
utangarðs, úti í kuldanum, hjá
hinni sjálfskipuðu elítu hér heima,
allt frá því hann kom fyrst fram og
þartil hún missti meirihlutann í
sýningarnefnd Félags íslenzkra
myndlistarmanna haustið 1968.
Hér ekki verið að gera hlut lista-
mannsins minni en skyldi og vísa
til þess að ég vakti endurtekið
góða athygli á afrekum hans hér í
blaðinu eftir að hafa verið ráðinn
annar tveggja myndlistarrýna þess
1966, skrifaði að auk mikla grein
um hann í Icelandic Review á út-
mánuðum 1969. Stakk líka fyrstur
manna upp á því í nýskipaðri sýn-
ingarnefnd, að við réttum honum
sáttarhönd, sem varð til þess að
honum var boðið að taka þátt í
sýningu Norræna listabandalags-
ins á Charlottenborg í Kaup-
mannahöfn vorið 1969.
Guðmundur Guðmundsson,
seinna Ferró og loks Erró, hélt
sína fyrstu sýningu í Lista-
mannaskálanum 1957, sýndi þar
aftur 1960 og 1965 og þá keypti
Listasafn Íslands loks sína fyrstu
mynd eftir hann, Elshugi úrsmiðs-
ins, frá 1962. En meðan upp-
gangur hans var sem mestur á
meginlandinu og fram að stóru
sýningunni að Kjarvalsstöðum á
listahátíð 1978, man ég ekki eftir
að hann hafi átt eitt einasta skilirí
á mikilsverðum sýningum hér
heima. Listasafn Íslands keypti
ekkert myndverk af listamann-
inum á þessu tímabili og það var
fyrst í sambandi við viðburð í Nor-
ræna húsinu 1982, að fram fóru
dularfull kaup á tveim eða þrem
myndum eftir hann í nafni Ís-
lenzka ríkisins. Gerðist í forsætis-
ráðherratíð Gunnars Thoroddsens,
og held ég að fulltrúi hans og að-
stoðarmaður Jón Ormur Hall-
dórsson, hafi verið milligöngumað-
ur, myndirnar þarnæst afhentar
Listasafni Íslands til varðveislu!
Af þessari upptalningu má ráða
hvaða stuðning hann fékk frá hinu
opinbera, löndum sínum og starfs-
bræðrum á árunum sem hann
þurfti þess helst með. Satt að
segja og að öllu samanlögðu lítinn
sem engan.
Alveg víst að allar þrjárfyrstu sýningar lista-mannsins vöktu drjúgaathygli samtíðarkynslóð-
arinnar, en hvað myndlistinni við-
víkur voru bein áhrif hans lengi
vel hverfandi. Nema helst hvað
fordæmið snerti, að vera trúr eigin
stefnumörkum í gegnum þykkt og
þunnt, það eitt í sjálfu sér ekki svo
lítið. Rétt að fram komi að nokkrir
fulltrúar yngri kynslóðar efndu til
sýningar í Ásmundarsal í maí-
mánuði 1965, þar sem fram komu
sterk áhrif frá poppi og Fluxus.
Þeir félagar ásamt nokkrum til
viðbótar stofnuðu svo sýningarhóp-
inn SÚM, sem kom fyrst fram á
útmánuðum 1969 með fjöl-
listamanninn Dieter Roth sem
guðföður lærimeistara og bakhjarl.
Erró og SÚM eru gerðir að
meginásum framkvæmdarinnar,
sýningin þannig alveg eins getað
heitið; Erró/SÚM og hinir til hlið-
ar. Mun minna kafað í annað sem
gert var á heimavígstöðvum á
tímabilinu og tekið mið af annarri
gerjun á vettvanginum, það öllu
brotakenndara og minna viðhaft
um framsetningu þess og virkt.
Hinn almenni safngestur fær
þannig ekki tækifæri til að mynda
sér eigin skoðun á þróuninni í ljósi
skilvirkra og hlutlægra heimilda.
Fær hér allt snyrtilega afpússað
og niðurlagt eins og það skal vera
samkvæmt dagskipan þeirra sem
nú eru í forsvari íslenzkrar mynd-
listar. Þó engin tiltakanleg ástæða
til að álíta viðkomandi meiri for-
vitri á framtíðina en hina sem
héldu Erró úti í kuldanum á árum
áður ...
– Þá skal vikið nokkrum orðum
að Carnegie-sýningunni í Lista-
safni Kópavogs sem landsmönnum
er boðið að skoða fram til 22.
febrúar.
Eins og kunnugt er var stofnað
til verðlaunanna til heiðurs og
viðgangs framsækinni málaralist á
Norðurlöndum 1998. Ekki vanþörf
á í þeim moldvörpu- og skot-
grafahernaði sem fulltrúar hug-
myndafræðilegrar listar og fjöl-
tækni hafa lengi háð gegn því.
Umsvifalaust rutt út af borðinu
þar sem þeir hafa náð undirtök-
unum, jafnt á sýningavettvangi
sem í listaskólum. Málverkið hef-
ur þó alltaf risið upp aftur og
virðist eftir öllum sólarmerkjum
að dæma í mikilli framsókn úti í
heimi um þessar mundir. Og vel
að merkja ekki síður ungir og
framsæknir listamenn sem munda
pentskúfinn í gríð og erg.
Þetta komið fram á helstulistakaupstefnum heims-ins á nýliðnu ári eins ogskrifari hefur greint frá,
hins vegar hafa hinir þræl-
skipulögðu og miðstýrðu tvíær-
ingar, svo og Dokumenta í Kassel,
að stórum hluta verið undirlagðir
þjóðfélagslegri list í nafni hinnar
svonefndu alheimsvæðingar. List-
in þá ósjálfrátt orðin að pólitísku
áróðurstæki, einnig þeirra við-
skiptahagsmuna sem er helsta
undirrót hennar, en ekki sjálf-
stætt skapandi afl, stjórn-
málamenn líka grunsamlega
hlynntir þessari þróun og áfjáðir
að koma henni á háskólastig, um
leið er listíðum aldanna rutt út af
borðinu. Áður voru þeir tregir í
taumi, áhuginn á listum lítið
meira en sýndarmennskan enda
upp til hópa blindir á form línur
og liti og þýðingu sjónmennta í
það heila. Hér skeður það að
minnsta framlag til innkaupa
listaverka á Norðurlöndum var
lækkað úr 12 milljónum niður í 10
½, trúlega þverskurður raunveru-
legrar velvildar þeirra í garð lista.
Álit nefnds listrýnis blaðsins
hans mál, alltaf til framfara að
viðra nýjar og ferskar
skoðanir á síðum metn-
aðarfulls dagblaðs, við-
komandi svo að sjálf-
sögðu ábyrgur fyrir
þeim. Fetti ekki hið
minnsta fingur út í þær
hér en hins vegar langar
mig til að minna enn einu
sinni á upprunaleg
stefnumörk Carnegie
verðlaunanna. Mikil
spurn hvort ekki væri
farsælast að líta þau
sömu augum og kvik-
myndaverðlaun, bók-
menntaverðlaun, tónlist-
arverðlaun,
hönnunarverðlaun og
arkitektúrverðlaun.
Hugtökin málaralist og
fjöltækni fjarlægjast
stöðugt hvort annað, gjá-
in á milli virðist dýpka
með hverju ári sem líður,
í jöfnu hlutfalli við að
myndlistarhugtakið verð-
ur stöðugt afstæðara.
Svífur í lausu lofti vegna
innrásar hinna listgeir-
anna á vettvanginn,
þannig að svo komið er
það líkast brenndum
hafragraut með kekkjum.
En getum við málarar og
myndlistarmenn almennt
þá ekki með sama rétti
krafist þess að tillit sé
tekið til okkar á sviði
fjöltækni eða allra hinna
listgeiranna? Að á kvik-
myndahátíðum séu mál-
verk verðlaunuð á sama
hátt og nú er krafist að
kvikmyndir og aðrir listgeirar til
hliðar séu verðlaunaðar þegar
málverkinu skal sýndur sómi?
Skrifaðir textar, hljóð, leikur,
myndbönd og innsetningar sem
kemur línum, litum og innsæi
næsta lítið, og á stundum ekki par
við? Það undarlega við þetta allt-
saman er að fram hefur komið að
málverkið getur alveg staðið fyrir
sínu á meðan fjöltæknin og hug-
myndafræðin þrífst yfirhöfuð ekki
án málverksins. Hér eru fjöldi
stórsýninga til vitnis, ásamt því
að söfn og listhús sem leggja höf-
uðáherslu á hið útvatnaða mynd-
listarhugtak standa auð og tóm ...
–Væri ég spurður hvað mér
væri minnisstæðast um mikils-
háttar sýningar á nýliðnu ári,
mundi ég hiklaust svara; Fílasýn-
ingin í Norræna húsin. Hún kom
mér einfaldlega mest á óvart, frá-
bærilega vel upp sett, fróðleg og
skemmtileg, hreyfði bæði við
heilasellum og fékk hjartað til að
slá hraðar. Þá reis Norræna húsið
loks upp úr öskustó um lifandi
sýningarhald, að auk beindist
kastljósið á svo gagnvirkan hátt
að fílnum, einni merkilegastu
skepnu jarðar. Á hinn veginn varð
ég fyrir mestum vonbrigðum af
Carnegie verðlaunasýningunni,
því þar kemur manni ekkert á
óvart, allt í sama horfinu um til-
lærða núlist, miðstýringu íhalds-
semi og ósjálfstæði, ásamt þýlyndi
við dagskipanir frá útlandinu.
Hins vegar má sem fyrr hrósa
framkvæmdinni í heild í hástert,
einkum skilvirkni um heimildir.
Sorglegt þykir mér hve fáir lista-
menn skuli hafa áttað sig á vægi
fílasýningarinnar þannig að hún
fór framhjá þeim, og að hér
brugðust fjölmiðlar á verðinum.
Einnig sorglegt hve fáir rata á
Carnegie sýninguna þrátt fyrir að
þar hafi fjölmiðlarnir verið með á
nótunum ...
Enda þetta spjall meðtveim nærtækum at-hugasemdum. Fyrir hiðfyrsta náði ég ekki á
vettvang afmælissýningar Ný-
listasafnsins fyrr en síðasta
sunnudaginn sem hún var opin,
enda ekki á landinu. Þótt mig
bæri að garði á besta aðsókn-
artíma dagsins kom ég að harð-
lokuðum dyrum (!), og ekki í
fyrsta skipti sem slíkt skeður. Þá
hugðist ég í annað sinn skoða
stórmerka sýningu á ljósmyndum
Ólafs Magnússonar í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi, síðast-
liðinn sunnudag, en þá var búið að
taka lungann af henni niður vegna
næstu framkvæmdar! Hvar skyldi
slík handvömm geta sátt sér stað
nema á Íslandi og er þetta ekki
gróf móðgun við hinn almenna
sýningargest?
Raunsæi og ruglingur
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
Apollo 13, 1981, olía á dúk, 99,5 x 81,5. Keypt af íslenzka ríkinu 1982. Fyrsta myndin
eftir G.G. Erró, sem ratar á Listasafn Íslands, frá 1965.