Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
B
arn er ævintýri – og
það er ævintýri að
ala upp barn.
Bernskan er dýr-
mæt og viðkvæm.
Hún þarfnast gætni og virðingar.
Tíðarandinn er sýnilegt og
ósýnilegt umhverfi barnsins. Í
honum streyma margvíslegar
hæðir og lægðir: Persónur og við-
horf, straumar og stefnur, áskor-
un og hættur. Þrautin er að
greina tíðarandann, velja og
hafna og taka ákvarðanir.
Barnið þarfnast föruneytis, það
þarf ráð og leiðbeiningar til að
geta metið aðstæður og tekið
gifturíkar ákvarðanir. Fylgd-
arfólk þess þarf því að taka hlut-
verk sitt alvarlega svo barnið
týnist ekki eða
missi vonina í
aðgangs-
hörðum heimi.
Voðinn er vís
þegar fylgdin
sofnar á verð-
inum. Þá festir tíðarandinn
brennandi auga sitt á barnið.
Tíðarandi hverrar kynslóðar er
breiðari en breiðasta fljót og
dýpri en dýpsti hylur og í honum
synda margir fiskar, ætir og óæt-
ir. Verkefnið er það sama og í öll-
um ævintýrum: Að læra að
greina á milli góðs og ills – og
sýna hugrekki og styrk til að
velja.
Hugur barnsins er berskjald-
aður og inn í hann smjúga jafnt
sóma- sem sómalaus viðhorf og
hegðun. Föruneyti þess ber að
skera úr um æskileg og óæskileg
áhrif, annars sinnir það ekki hlut-
verki sínu: Að vernda og efla.
Biskup Íslands gerir tilraun til
að vekja svefnþrungið föruneytið:
„Verndum bernskuna! Þörf er á
þjóðarvakningu hvað varðar við-
horf til barna.“ (Mbl. 02.01.04.)
Hann nefnir m.a. nýlega klám-
væðingu samfélagsins.
Föruneytið svaf og barnaklám
varð meginstraumur í tískunni.
Birtingarform þess er barnsleg
fyrirsæta í þokkafullum blúndum.
Hún birtist í tískuþáttum í er-
lendum og innlendum blöðum og
tímaritum, í auglýsingum og á
flettiskiltum á vegamótum.
Barnaföt eru skreytt táknum um
kynlíf, eins og með playboy-
kanínum og tvíeggjuðum áletr-
unum eins og Miss sexy. (Mbl.
20.11.03.)
Föruneyti barnsins sem
ferðast um tíðarandann, þarf að
greina þessi slæmu áhrif og sigr-
ast á þeim. Hafa metnað fyrir
hönd þess, það er forsenda
árangurs. Ofvernd orkar þó tví-
mælis, og verður því að byggja
upp innri varnir með barninu.
Námið felst í því að temja hug-
ann. Kenna því að þekkja
skemmd epli frá óskemmdum og
efla með því gagnrýna hugsun.
Mennt er máttur!
Föruneytið á að hafa metnað
til að rækta gildin með barninu,
ýmiskonar dygðir, tilfinningar og
viðhorf sem reynast munu happa-
drjúg. Markmiðið er að barnið
öðlist styrk til að ráða yfir skapi
sínu og tilfinningum. Hafi vit og
þor til að gera greinarmun og
taka heillavænlegar ákvarðanir á
eigin forsendum. Föruneytið á að
gæta þess að barnið fái að vera
barn og búa það síðan undir full-
orðinsárin.
Andhverfan er að fylgja
straumum í tíðarandanum gagn-
rýnislaust, láta berast með vind-
um og taka hugsunarlaust upp
skoðanir annarra. „Við verðum
að fylgja straumnum, þetta er
tíðarandinn,“ sagði verslunareig-
andi í Reykjavík þegar spurt var
hvers vegna vörur sem tengja
börn og kynlíf eru seldar í búð-
inni hans.
Hann sá ekki sóma sinn í því
hætta að selja þessar vörur.
Hann áttar sig ekki nógu vel á
frelsinu til að velja milli strauma í
tíðarandanum – og skynjar ekki
áhrifin sem valið hefur. Hann af-
neitar (sam)ábyrgð sinni og ef
hann á sjálfur börn, nær hann
ekki samhenginu. Hann veit ekki
að einnig hann er í föruneyti
barnsins.
Samábyrgð varpar ljósi á
hversu öflugt föruneyti barnsins
getur verið. Þar eru ekki aðeins
vinir og vandamenn, heldur einn-
ig aðrir samferðamenn og stofn-
anir. Stefna sem er hliðholl fjöl-
skyldunni styrkir barnið.
Stjórnvöld sem búa fjölskyldunni
markvisst betra umhverfi eru í
fjöruneyti barnsins og vinnuveit-
endur sem gæta þess að vera
ekki of frekir á tíma foreldra eru
því hliðhollir.
Samábyrgðin er víðar, hún er
hjá ritstjórnum fjölmiðla; í text-
um og myndum, bleki og blóði.
Hlutverk þeirra er ekki að taka
þátt, heldur að veita aðhald. Sam-
ábyrgðin er hjá hönnuðum aug-
lýsinga og innkaupastjórum í
búðum. Það er hugleysi að af-
neita ábyrgðinni og segjast ein-
ungis vera að fylgja straumum
tíðarandans. Þjóðarvakning í
þágu barna felst m.a. í því að
föruneytið rifji upp hlutverk sitt
og ræki það síðan vel.
En jafnvel þótt veganesti
barnsins sé gott eru hindranir
fyrirsjáanlegar. Börn í 5.L. í
Laugarnesskóla fá þjálfun í gagn-
rýnni hugsun hjá kennara sínum
Sigríði Schram. Þau fá kennslu í
gildum og læra að greina þá
strauma sem leika um þau. Nem-
endur beittu svo þessari grein-
ingu á auglýsingar og tókst að af-
hjúpa alvarlega skakka mynd
kynjanna í auglýsingum á Rosa-
Draumi frá Freyju: Karlmaður
tengir saman naktar meyjar og
súkkulaði (Mbl. 05.01.04.)
Börnunum líkaði kynjaskekkj-
an illa og gagnrýndu auglýs-
inguna með bréfi til hlutaðeig-
andi. En það fullorðna fólk sem
kom við sögu fór undan í flæm-
ingi. „Ég trúi ekki að börn í
fimmta bekk hafi fundið það upp
hjá sér að skrifa þetta bréf,“
sagði framkvæmdastjóri sælgæt-
isgerðarinnar. Samábyrgðin virð-
ist ekki sterk í brjósti hans og
hann skilur ekki hlutverk sitt í
föruneyti barnsins. Honum var
brugðið að sjá gagnrýna hugsun
hjá börnum og ályktaði ranglega
að kennarinn standi á bak við
þetta. Hann fellur á prófinu.
Vegferð barna er undir því
komin að föruneyti þess vaki á
verðinum og að Sómi varði veg-
inn.
Föruneyti
barnsins
Vegferð barnsins er undir því komin að
föruneyti þess vaki á verðinum. En það
svaf og barnaklám varð meginstraum-
ur. Sómi varðar veg barns sem býr við
kennslu í að greina milli góðs og ills.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
FRÁ því á gamlárskvöld hefur
verið ljóst að samningar á milli sér-
greinalækna og heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytisins (HTR)
verða ófrágengnir um hríð. Þetta er
niðurstaða eftir margar fundarlotur
á síðastliðnu ári.
Það er greinilegt að fulltrúar
HTR telja sig í sterkri samnings-
aðstöðu. Formaður
samninganefndar er að-
keypt þjónusta af um-
deildum lögfræðingi
sem að öðru leyti telst
málsaðiljum óviðkom-
andi nema sem hugs-
anlegur bótaþegi al-
mannatrygginga. Engu
að síður fær viðkomandi
frjálsar hendur í máli
sem fyrir löngu er orðið
eitrað pólitískt epli.
Orðstælingakappinn
Garðar samninganefnd-
arformaður hefur sagt
að samningarnir snúist í fyrsta lagi
um peninga og í öðru lagi um pen-
inga. Þegar að er gáð er það alveg
rétt. Réttindi eru vald og valdi má
breyta í peninga ef rétt er að staðið.
En svona tal er bara orðaskak. Auð-
vitað vill læknirinn fá borgað fyrir
verk sín. Ekki bara það heldur líka
fjárfestingu í löngu námi og tækja-
búnaði. Það vill til að verið er að
semja við fyrirtæki frekar en ein-
staklinga. Það er ekki verið að semja
um kaup og kjör heldur verksamn-
ing. Það sjá heimalningarnir hjá
HTR ekki. Þeir sjá bara gamla góða
héraðslækninn fyrir 100 árum. Nú
er hann orðinn óstýrilátur oflátung-
ur með gróðafíkn. Það verður bara
koma böndum á karlinn og setja
hann á rúgbrauð og vatn þangað til
hann lætur sér segjast.
Þegar ég var lítill átti fjölskylda
mín sjúkrasamlagsskírteini. Í dag
gengur enginn með slík skilríki. Það
er undarlegt. Hver kyns ávísanir á
verðmæti verður hver einasti maður
að leggja fram hvar sem er annars
staðar í kerfinu. Það er ekki lengur
sjálfgefið að Íslendingur með kenni-
töluna á hreinu sé sjúkratryggður
hérlendis. Um það eru mörg dæmi.
Það er því sjálfsögð tillitssemi að
menn gangi með sjúkratrygginga-
skírteini og framvísi
þeim í samskiptum við
aðkeypta sérlækn-
ingaþjónustu. Síðan
geta menn valið það
sjálfir hvort þeir vilji
blanda almannatrygg-
ingum inn í heimsókn-
ir sínar til sér-
greinalækna. Þetta
hljómar náttúrlega
eins og fordyri helvítis
í eyrum almanna-
tryggingapáfanna en
er kallað siðmenning.
Einhverjir læknar
hafa borið fyrir sig stjórnarskrá og
frelsi einstaklingsins. Það finnst
samningamönnum HTR vera út-
úrsnúningar. Mér er líka til efs að
stjórnarskrá Íslands sé einhver við-
miðun framkvæmdavaldsins yf-
irleitt. Við hverja erum við eiginlega
að eiga?
Heilbrigðismál þurfa vafalaust
stöðuga endurskoðun og endurnýj-
un. Það er hins vegar ekki hægt að
breyta neinum grundvallaratriðum
nema með lögum Alþingis. Leikregl-
unum verður ekki breytt með heið-
ursmannasamþykkt á milli neinna
samningarnefndarkarla úti í bæ.
Það er augljóst að ef vilji fram-
kvæmdavaldsins stendur til breyt-
inga verður að leita liðsinnis meiri-
hluta Alþingis. Ég vona bara að
stjórnmálamenn skilji hlutverk sitt
þannig að með lögum sem þeir setja
skal land byggja. Allir eru jafnir fyr-
ir lögunum. Ríkisvaldið verður að
fara einkar samviskusamlega að lög-
um. Ríkisvaldið setur ekki lög.
Lög geta ekki tryggt jafnrétti.
Þau geta hins vegar stuðlað að því
að jafnrétti borgi sig til skemmri og
lengri tíma. En að halda að við get-
um fundið upp sósíalismann í heil-
brigðiskerfinu án þess að taka tillit
til annarra þátta í samfélagi sem alls
ekki þekkir né sér slíkar hugsýnir er
ekki bara tímaskekkja heldur bjána-
skapur.
Ef ríkisvaldið vill sjálft eiga og
reka alla sérfræðiþjónustu verða
karlarnir þar bara að orða það skýrt
og skorinort og leggja fram á Al-
þingi. Ef til er þriðja leiðin verður
spennandi að skoða hana! Afnám
frjálsrar lækningastarfsemi eins og
staðföst samninganefnd HTR fer í
reynd fram á er ekki samningsatriði.
Verkkaup við frjálsa borgara og fyr-
irtæki þeirra eru það hins vegar.
Það eru einlæg ráð mín til handa
ráðherra að leysa samninganefndina
upp. Af störfum hennar ekki meira
að vænta. Setja bráðabirgðalaga-
samning byggðan á samningi 2002 á
meðan stjórnmálamenn geta farið
yfir málin og þegið gagnrýni hags-
munasamtaka á sama tímabili.
Frekari samningaumleitanir byggð-
ar á gamlársdagsdrögunum verða
því fráleitari sem lengra líður á deil-
una.
Samningar við „sérgróðalækna“
Gísli Ingvarsson skrifar um
kjaradeilu sérgreinalækna ’Það eru einlæg ráð míntil handa ráðherra að
leysa samninganefndina
upp.‘
Gísli Ingvarsson
Höfundur er sérfræðingur
í húð- og kynsjúkdómum.
AÐ undanförnu hefur farið fram
mikil umræða um einokun og sam-
þjöppun. Við sjáum allt í kringum
okkur að full ástæða er til þess að
gefa gaum að þessum málum.
Bankar renna saman eins og ást-
fangnir unglingar í
eitt og geta af sér ný
afkvæmi. Hið sama
verður sagt um mat-
vöruverslanir, mjólk-
urfyrirtæki, sláturhús,
tryggingarfyrirtæki,
byggingafyrirtæki,
fjölmiðla, tölvufyr-
irtæki, ferðafyrirtæki
og svo koll af kolli.
Fylgifiskar þessarar
sameiningar og sam-
þjöppunar hafa verið
fjöldi gjaldþrota og
tilheyrandi hörm-
ungar en gjaldþrot og árangurs-
laus fjárnám hafa skipt tugum
þúsunda á síðasta áratug. Auk
þess sem álögur á meðalstór og lít-
il fyrirtæki hafa verið mjög miklar,
að ekki sé nú talað um fjármagns-
og innheimtukostnað sem á einnig
sinn þátt í þessum gjaldþrotum.
Nú er allt útlit fyrir það að eig-
endur stóru fyrirtækjanna verði
líka færri og færri, sem þýðir aft-
ur á móti að svokölluð hringa-
myndun er að eiga sér stað. Það er
að segja að einn og sami aðilinn
eignast þau fáu fyrirtæki sem ann-
ast mikilvæga þjónustu fyrir allan
landslýð. Slíkt getur aftur á móti
leitt til einokunar. Tala nú ekki um
ef bankar eiga og eru að reka fyr-
irtæki er keppa við önnur sem eru
viðskiptavinir viðkomandi banka.
Við sjáum í hendi okkar að slíkt
getur orðið glórulaust rugl er gæti
leitt til fasisma. Hugsum okkur að
banki ætti t.d. fréttablað og annað
fréttablað væri í samkeppni við
það og væri um leið „við-
skiptavinur“ sama banka.
Réttlætingin og rökin fyrir allri
þessari samþjöppun er svo stóra
orðið mikla: „hagræðing“. En
merkingu þess hugtaks ættum við
auðvitað að íhuga og velta því fyrir
okkur, hvort mikill meining-
armunur sé á skilningi
þess orðs eða hug-
taks. Það má ef til vill
líta svo á að þeir sem
eigi núna þessi stækk-
andi fyrirtæki séu ein-
vala lið hugsjóna-
manna er bera hag
þjóðarinnar fyrir
brjósti og vilja að hún
njóti góðs af „hagræð-
ingunni“ og að það
hvarfli ekki að þeim
að taka út úr fyr-
irtækjum sínum óhóf-
lega mikla peninga í
eigin þágu á kostnað viðskiptavin-
anna sem er þjóðin. (Mörgum þótti
það til dæmis stórkostlegt fyrir
vestan þegar Bónus kom með
verslun sína þangað og þótti það
góð byggðastefna hjá fyrirtækinu.)
Við skulum bara vona að erfingj-
arnir séu aldir upp í sama anda.
Það sem mönnum hefur verið
tíðræddast um að undanförnu eru
umsvifin á fjölmiðlamarkaðinum,
hvernig hver miðilinn eða stöðin á
fætur annarri fer í hendurnar á
einum og sama manninum. Þetta
minnir á það þegar Þjóðviljinn, Al-
þýðublaðið og Tíminn voru farin á
hausinn. Og aðeins Mogginn og
DV voru svo ein eftir. Kannski var
eignarhaldinu dreift á þeim miðl-
um en þeir héldu alltaf uppi mál-
stað Sjálfstæðisflokksins þegar á
reyndi og útvarpið, sem oftar en
ekki hefur verið undir valdi þess
sama flokks, sá svo um „hlut-
leysið“.
Við eigum dapra sögu um einok-
un og kúgun þeirra manna sem
höfðu einkaleyfi á því að flytja
vöru til landsins og selja hana. Við
munum í framhaldi af því stofnun
kaupfélaganna og síðan stofnun
fjölda smáfyrirtækja á sviði versl-
unar, sjávarútvegs, iðnaðar og svo
koll af kolli. Á þeim dögum var
mikil þörf fyrir flokk sem barðist
fyrir sjálfstæði og frelsi ein-
staklingsins, að hver maður fengi
að njóta sín og hæfileika sinna. Í
umhverfi einokunar og samþjöpp-
unar verður hætta á því að ein-
staklingarnir fari halloka og verði
kúgaðir. Og í slíku umhverfi ber
það við að náungakærleikurinn
gleymist í harðnandi baráttu litla
mannsins fyrir lífi sínu, skríl-
mennska þrífst í slíku umhverfi.
Gleymum því ekki að eitt helsta
einkenni kúgunarríkja er að eign-
arhaldið á auðlindum og markaði
viðkomandi samfélags er í höndum
örfárra einstaklinga. Frelsisvæð-
ing fyrirtækjanna felst ekki í því
að ríkið afsali sér eigum sínum til
örfárra einstaklinga sem verða svo
„nýtt ríki“ í ríkinu yfir allt hafið
þar sem þegnarnir kjósa ekki
stjórnendur eins og þeir gerðu áð-
ur (að vísu með óbeinum hætti).
Já, það sem hefur verið að gerast
á sviði einkavæðingarinnar að und-
Vörumst hringamyndun og ein-
okun í atvinnu- og viðskiptalífi
Karl V. Matthíasson skrifar
um einokun og samþjöppun ’Menn verða að átta sigá því að einokun og sam-
þjöppun í sjávarútvegi
getur orðið ennþá
hættulegri íslensku
samfélagi en sam-
þjöppun og einokun á
öðrum sviðum.‘
Karl V. Matthíasson