Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 59 Paul Scholes – hans fimmta markí síðustu sex leikjum – og Ruud Van Nistelrooy komu Manchester United í 2:0 í fyrri hálfleik á Reebock vellinum í Bolton en Frakkinn Youri Djorkaeff minnkaði muninn fyrir heimamenn fimm mínútum fyrir leikslok. Bolton réð ferðinni í síðari hálfleik en tókst ekki að finna glufur á sterkri vörn United fyrr en í lokin auk þess sem Tim Howard átti frá- bæran leik á milli stanganna í marki Manchester liðsins. Þetta var annað tap Bolton á heimavelli í síðustu 20 leikjum en United hefur unnið sex leiki í röð í úrvalsdeildinni. „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn og að við skulum vera komnir á gott skrið. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru mínir menn fullværukærir og héldu ekki áfram að gera sömu hlutina og í fyrri hálfleik. En úrslitin í kvöld voru okkur hagstæð og ég gleðst yfir því,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Unit- ed eftir leikinn. „Við skoruðum aðeins of seint því ég er viss um að ef við hefðum skor- að fyrr þá hefðum við krækt okkur í stig. Við spilum á köflum mjögvel en við nýttum færi okkar illa auk þess sem markvörður þeirra gerði okkur lífið leitt,“ sagði Sam Allardyce, stjóri Bolton eftir ósigurinn gegn meisturunum. Nígeríumaðurinn Nwankwo Kanu kom Arsenal yfir á Goodison Park á móti Everton með fyrsta úrvals- deildarmarki sínu síðan í október 2002 en Kanadamaðurinn Thomas Radzinski bjargaði stigi í höfn fyrir heimaliðið þegar hann jafnaði stund- arfjórðungi fyrir leikslok. Arsenal hefur nú leikið 22 leiki í röð í úrvals- deildinni án taps, 20 á þessu tímabili og tveir síðustu leikirnir á síðustu leiktíð, en síðast beið liðið lægri hlut fyrir Leeds á Highbury í byrjun maí, tap sem gerði það að verkum að Manchester United hafði betur í baráttunni við Arsenal um Eng- landsmeistaratitilinn. „Þetta var slakur leikur af okkar hálfu og við áttum ekkert meira skil- ið en stigið. Það vantaði baráttu í mitt lið, við töpuðum mikið af boltum og sköpuðum okkur fá færi. Leik- urinn einkenndist af baráttu og var ekki mikið fyrir augað,“ sagði Ar- sene Wenger knattspyrnustjóri Ars- enal. Hermann með – Jóhannes inná Hermann Hreiðarsson lék að vanda allan tímann fyrir Charlton sem gerði 1:1 jafntefli við Manchest- er City á útivelli. Það leit allt út fyrir að mark Robbie Fowlers ætlaði að tryggja City fyrsta sigurinn í 13 leikjum en ítalski töframaðurinn Paolo Di Canio sá til þess að svo gerðist ekki því hann jafnaði metin sex mínútum fyrir leikslok. Canio tók þá vítaspyrnu sem David Seam- an varði en sá ítalski náði frákastinu og skoraði framhjá þeim gamla. Jóhannes Karl fékk að spreyta sig síðustu 10 mínúturnar í liði Wolves sem gerði 2:2 jafntefli við Blackburn. Fyrrverandi leikmenn Manchester United, Andy Cole og Dwight Yorke skoruðu fyrir Blackburn og jafnaði Yorke metin fyrir Blackburn 12 mín- útum fyrir leikslok. Alan Shearer skoraði 16. mark sitt í úrvalsdeildinni og sitt 20. á ferl- inum gegn Leeds þegar hann tryggði Newcastle sigur á Leeds á St.James Park. Shearer skoraði markið á fjórðu mínútu leiksins og þar við sat. Tottenham komst upp úr fallsæti með stórsigri á Birmingham á White Hard Lane, 4:1. Stephane Dalmat skoraði tvö marka Spurs og þeir Simon Davies og Robbie Keane skoruðu hin tvö mörkin. FORMAÐUR færeyska knatt- spyrnufélagsins B68, Niclas Dav- idsen, kannast ekki við að frágengið sé að Hans Fróði Hansen, færeyski landsliðsmaðurinn, fari frá félaginu yfir í raðir Fram. Davidsen sagði við færeyska dagblaðið Sosialurin í gær að hann væri undrandi á slíkum fréttum frá Íslandi. „Ég get aðeins sagt að ég kannast ekki við þetta. Fram hefur verið í sambandi við okkur um Fróða en það liggur enn ekki fyrir hvernig þetta mál fer.“ Sosialurin segir að Hans Fróði sé samningsbundinn B68 í eitt ár til viðbótar, þar sem hann hafi gert fjögurra ára samning við félagið þegar það keypti hann frá Sogndal í Noregi árið 2001. Þá hafi það greitt fyrir hann háa upphæð. Ennfremur bendi allt til þess að bæði Hans Fróði og Fram hafi brotið reglur FIFA í samskiptum sínum. Steingrímur Ólafsson, stjórn- armaður hjá Fram, sagði við Morg- unblaðið í gær að hann hefði litlar áhyggjur. „Engar reglur hafa verið brotnar. Hans Fróði hefur ekki und- irritað samning við okkur, enda slíkt ólöglegt meðan hann er samnings- bundinn, Það liggur engu að síður ljóst fyrir að hann kemur til Íslands. Við höfum verið í viðræðum við fé- lagið og ef það er eitthvað óljóst í því, þá verður það leyst á milli félag- anna,“ sagði Steingrímur. Formaður B68 kannast ekki við samning um Hans Fróða LOUIS Saha, sóknarmaður Fulham, er allt annað en sátt- ur við þá ákvörðun eiganda félagsins að vilja ekki selja hann til Manchester United, en meistararnir buðu 8 millj- ónir punda í hann á dögunum. „Þetta var frábært tækifæri fyrir mig, að fá að spila í stóru og sigursælu liði. Ég skil ekki hvers vegna Fulham vildi ekki selja mig. Verðið var fínt – ég er enginn Ron- aldo,“ segir Saha í viðtali við franska íþróttablaðið L’Equipe en hann hefur gert 14 mörk á tímabilinu.„M- anchester mun ekki reyna að kaupa mig aftur, í það minnsta ekki næsta hálfa ár- ið. Mér finnst ég hafa staðið mig vel hjá Fulham og félagið hefði alveg getað gert mér þann greiða að selja mig til Manchester,“ sagði Saha. Saha fúll út í Fulham  GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnu- stjóri Barnsley, er sagður hafa í hyggju að fá Chris Iwelumo, fram- herja hjá Stoke, leigðan frá félaginu. Guðjón keypti Iwelumo á sínum tíma til Stoke þegar hann var knatt- spyrnustjóri hjá félaginu.  DAVID Beckham meiddist á vinstri ökkla í leik Real Madrid og Murcia um síðustu helgi og getur væntanlega ekki af þeim sökum leikið með Madrídar-liðinu gegn Real So- ciedad á laugardaginn.  MÓNAKÓ hefur boðið króatíska framherjanum Dado Prso nýjan samning en útlit var fyrir að hann færi frá félaginu án greiðslu þegar samningur hans rennur út í sumar. AC Milan hefur þegar sýnt áhuga á Prso, sem skoraði fjögur mörk í leik með Mónakó gegn Deportivo La Cor- una í Meistaradeildinni fyrr í vetur.  PETER Enckelman, finnski mark- vörðurinn sem hefur leikið með Aston Villa, er genginn til liðs við Black- burn. Þar á hann að vera varamark- vörður fyrir Brad Friedel. Enckelm- an var aðalmarkvörður Villa á síðasta tímabili en í ár hefur hann fallið niður í þriðja sætið í samkeppninni um markvarðastöðuna hjá félaginu.  FRANSKI framherjinn Christoph Dugarry sem leikur með Birming- ham var í gær ákærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir að veita Craig Short, varnarmanni Blackburn, olnbogaskot í andlitið með þeim afleiðingum að hann nef- brotnaði. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér þriggja leikja bann.  SHALVA Apkhazava landsliðs- maður Georgíu í knattspyrnu og leik- maður Arsenal Kiev í Úkraínu lést í gær af völdum hjartaslags, aðeins 23 ára gamall. Shalva var kjörinn efni- legasti leikmaður Georgíu fyrir þremur árum og lék sinn fyrsta A- landsleik í febrúar á síðasta ári en þótti ein bjartasta vonin í georgískri knattspyrnu.  NORÐMENN áttu ekki í vandræð- um með að leggja Færeyinga að velli í fyrri viðureign liðanna í undankeppni HM í handknattleik í gærkvöld. Norð- menn unnu tólf marka sigur, 36:24, eftir að hafa haft 16:11 yfir í hálfleik.  KENYON Martin leikmaður NBA- liðsins New Jersey Nets og Corey Maggette frá Los Angeles Clippers voru úrskurðaðir í tveggja leikja bann eftir slagsmál þeirra í viðureign lið- anna í fyrrinótt. Atvikið átti sér stað í þriðja leikhluta en Nets landaði sigri í leiknum, 92:75.  FRAMHERJI Boston Celtics, Vin Baker, var einnig úrskurðaður í leik- bann af félagi sínu en hann hafði ekki staðið við skuldbindingar sínar í eft- irmeðferð vegna áfengisvandamála. FÓLK Gott kvöld hjá United LIÐSMENN Manchester United höfðu ríka ástæðu til að fagna eftir leikina í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Englands- meistarararnir höfðu betur gegn grönnum sínum í Bolton, 2:1, en á sama tíma töpuðu aðalkeppinautarnir, Arsenal og Chelsea, dýr- mætum stigum. Chelsea lá fyrir Liverpool á Stamford og Arsenal varð að láta sér lynda jafntefli við Everton á Goodison og þar með jók United forystu sína í þrjú stig á toppnum. Reuters sig í fögnuði Everton eftir að félagi hans Thomasz Radzinski hafði jafnað metin, 1:1, gegn Arsenal. DAGUR Sigurðsson fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handknatt- leik tognaði á framanverðu læri á æfingu landsliðsins í gærmorgun og er óvíst hvort hann verður bú- inn að ná sér fyrir Evrópumótið sem hefst í Slóveníu 22. þessa mánaðar. Einar Þorvarðarson að- stoðarþjálfari íslenska landsliðs- ins sagði við Morgunblaðið í gær- kvöld að Dagur yrði örugglega ekki með í leikjunum við Sviss- lendinga um helgina en hann von- aðist eftir því að fyrirliðinn næði sér í tæka tíð fyrir Evrópumótið. „Það er voðalega erfitt að segja til um það á þessari stundu hvort Dagur verður búinn að ná sér fyrir Evrópumótið. Hann var þegar í stað sprautaður og við verðum að bíða í nokkra daga til að sjá hvernig honum reiðir af. Hann verður ekki með í leikj- unum við Sviss en við verðum bara að bíða og vona hvað Evr- ópumótið varðar. Við erum með gott sjúkra- og læknalið og von- andi tekst þeim að koma Degi í stand sem allra fyrst,“ sagði Ein- ar. Það yrði mikil blóðtaka fyrir ís- lenska liðið ef Dagur yrði fjarri góðu gamni á EM enda hann einn af lykilmönnum landsliðsins og í hópi leikjahæstu leikmanna liðs- ins. EM í hættu hjá Degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.