Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 17 HVIRFILBYLURINN Heta gekk yfir Kyrrahafseyjuna Niue í fyrra- kvöld og fregnir hermdu að hann hefði nánast jafnað höfuðstað eyj- unnar við jörðu. Vindhraðinn var allt að 83 metrar á sekúndu og íbú- ar eyjunnar segja að þetta hafi ver- ið mesta stormviðri í manna minn- um. Að minnsta kosti ein kona lét lífið í óveðrinu og barn hennar slasaðist alvarlega þegar hús þeirra hrundi. Um 2.100 manns búa á Niue sem er 260 ferkílómetrar að stærð. Eyjan er eitt minnsta land heims, en hún er sjálfstjórnarlýðveldi í frjálsu sambandi við Nýja-Sjáland. Hjálpargögn send frá Nýja-Sjálandi Rafmagnslaust er á Niue og nán- ast símasambandslaust en utanrík- isráðuneyti Nýja-Sjálands náði sambandi við Söndru Lee, sendi- herra landsins á eyjunni, með gervihnattasíma. Talsmaður ráðuneytisins hafði eftir Lee að höfuðstaður eyjunnar, Alofi, hefði nánast jafnast við jörðu og hús víða á eyjunni væru ónýt. Skemmdir hefðu einnig orðið á sjúkrahúsi eyjunnar og gervi- hnattadiski sem notaður er við fjar- skipti. Þá væri uppskera ónýt en svo virtist hins vegar sem flug- brautin á eyjunni væri óskemmd. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi sendu herflugvél með hjálpargögn til eyj- unnar. Forsætisráðherra Niue, Young Vivian, fór með vélinni en hann var í Auckland við banabeð konu sinnar sem lést í vikunni. Kvaðst hann ótt- ast, að margir landsmanna tækju heldur þann kost að flytja burt frá eynni en ráðast í að byggja þar allt upp frá grunni. Fellibylurinn Heta er í 5. flokki, sem er hæsti flokkur hvirfilbylja. Hann hafði þegar valdið usla á Tokelaueyjum og Samóaeyjum. Hann fjarlægðist Niue í gær og virtist ekki ógna öðrum eyjum í Kyrrahafi. Bær nánast jafnaðist við jörðu í hvirfilbyl                                !   "  #                    Wellington. AFP. Meints liðs- manns al- Qaeda leit- að í Evrópu París. AFP. FRANSKA stjórnin staðfesti í gær að lögregluyfirvöld í Evrópu væru að leita að meintum liðsmanni al- Qaeda sem keypti farmiða hjá Air France en mætti ekki á flugvöllinn á aðfangadag jóla þegar flugi frá París til Bandaríkjanna var aflýst vegna hættunnar á hryðjuverkum. Bandaríska sjónvarpið ABC skýrði frá því í fyrradag að leit væri hafin að manni sem bandarísk yfirvöld teldu að væri í al-Qaeda og hefði verið í þjálfunarbúðum hryðjuverkasamtakanna í Afgan- istan. Hugsanlega með sprengju Upplýsingar um að maðurinn kynni að vera hryðjuverkamaður stuðluðu að því að Air France varð að aflýsa sex flugferðum frá París til Los Angeles 24. og 25. desem- ber. Maðurinn hafði keypt farmiða til Los Angeles á aðfangadag en mætti ekki á flugvöllinn, að sögn ABC. Heimildarmenn í lögreglunni í París sögðu að maðurinn væri Afg- ani með franskt vegabréf. Nafn hans, Abdoulaye, líktist nafni manns sem bandarískir hermenn handtóku í Afganistan en flúði úr fangelsi. ABC sagði að maðurinn kynni að vera með litla sprengju, sem ekki væri hægt að finna með leitartækj- um á flugvöllum, en heimildarmenn í frönsku lögreglunni sögðust ekki geta staðfest það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.