Morgunblaðið - 08.01.2004, Side 56

Morgunblaðið - 08.01.2004, Side 56
ÍÞRÓTTIR 56 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍT ferðir, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, sími 588 9900. itferdir@itferdir.is www.itferdir.is Laugard.: Bolton – Liverpool eða Everton-Man. Utd. Sunnud.: Man. City-Birmingham Skemmtikvöld: Jón Ólafsson og Stefán Hilmarsson Verð frá kr. 45.900 + miði á leik Innifalið: Flug, góð gisting, ísl. fararstjórn og flugv.skattar Ekki innifalið: Flugv.akstur kr. 1.800 Nánar á heimasíðu okkar www.itferdir.is ÍT ferðir - fyrir þig Mögnuð ferð til Manchester 6.-8. febrúar með Guðna Bergs til Bolton Eini leikurinn þar sem búast mávið öruggum sigri er leikur Grindvíkinga og Fjölnis þar sem heimamenn standa óneitanlega vel enda efstir í úrvalsdeildinni á meðan hið kornunga lið Fjölnis er í toppbar- áttunni í 1. deildinni. Þó svo að búast megi við sigri Grindvíkinga verður þetta lærdómsríkur leikur fyrir ungu piltana úr Grafarvoginum. Benedikt Guðmundsson er þjálfari Fjölnis og hefur hann náð að slípa saman árenni- legt lið, en Bandaríkjamaðurinn Jas- on Harden leikur með Fjölni. Grind- víkingar hafa ekki fyllt skarð Bandaríkjamannsins Dan Trammel sem var sendur frá liðinu rétt fyrir jól. Njarðvíkingar taka á móti Ham- arsmönnum úr Hveragerði og eru þetta í raun einu liðin sem geta byggt á reynslu sinni frá því fyrir áramót því bæði eru óbreytt. Liðin mættust í Hveragerði 30. október og þá höfðu heimamenn betur, 79:76. Hvergerð- ingar eru þekktir fyrir allt annað en gefast upp og þeir munu örugglega selja sig dýrt í Njarðvík í kvöld. Að mati margra hefur framganga Ham- arsmanna komið flestum á óvart enda fóru margir lykilleikmenn frá félag- inu s.l. vor og fáir bættust í þann hóp. Tindastóll og Snæfell mætast nyrðra en liðin mættust í Hólminum á dögunum og þá unnu heimamenn 78:71. Bæði lið hafa breyst frá því fyr- ir áramót, Snæfellingar hafa bætt er- lendum leikmanni í sinn hóp á sama tíma og Tindastólsmenn hafa fækkað um einn en Kári Marísson tekið fram skóna á nýjan leik. Snæfell hefur unn- ið allar þrjár viðureignir liðanna til þessa í vetur. Svavar Atli Birgisson er ekki enn löglegur með liði Tindastóls en hann lék með liði Þórs frá Þorláks- höfn í upphafi tímabils. Keflvíkingar heimsækja Hauka og verður fróðlegt að fylgjast með því. Keflvíkingar, sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig, unnu Hauka, sem eru í 8. sæti með 12 stig, 93:78 þegar liðin léku 21. desember. Haukar hafa hug á því að styrkja lið sitt með leikmanni frá Bandaríkjunum en fyrir eru þeir Michael Manciel og Predrag Bojovic. Leikmaðurinn sem Haukar eiga von á heitir Whitney Robinson. Hinsvegar er ekki ljóst hvort Robinson verði klár í slaginn gegn Keflvíkingum. Einn leikur er í átta liða úrslitum kvenna, Haukar taka á móti Njarð- víkurstúlkum. Breytt lið og ekkert gefið ÁTTA liða úrslit Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar fara fram í kvöld. Erfitt er að spá fyrir um úrslit leikjanna, sérstaklega þar sem nokkur liðanna eru talsvert breytt frá því fyrir áramótin og því allsendis óljóst hvernig þau standa. Í vetur hafa tvö efstu kvennaliðin í 1.deildinni í körfuknattleik leikið án þess að vera með erlendan leikmann í sínum röðum. Liðin eru ÍS, bikar- meistaralið s.l. árs, sem er í efsta sæti deildarinnar og Keflavík sem varð Ís- landsmeistari s.l. vor og er í næst efsta sæti deildarinnar að loknum 11 umferðum. Á dögunum lék hinsvegar bandaríski bakvörðurinn Meadow Overstreet einn leik með liði ÍS gegn Njarðvík, þann 3. janúar. Overstreet verður hinsvegar ekki áfram í her- búðum landsins og var í raun aðeins að heimsækja vini og kunningja hér á landi um áramótin sem ferðamaður. Hún lék í tvö keppnistímabil með liði ÍS, 2001-2002 og 2002-2003. ÍS er þar með í hópi þeirra liða sem hafa verið með erlendan leikmann í sínum röð- um fyrir 6. janúar og eru í þeirri stöðu að geta fengið til sín leikmann þegar lengra líður á keppnistímabilið. Í reglugerð Körfuknattleikssambands Íslands um erlenda leikmenn segir í öðrum lið: „Á tímabilinu 6. janúar - 30. apríl er erlendum leikmanni óheimilt að leika fyrir félagslið nema ef sami eða annar erlendur leikmaður hafi þegar leikið fyrir liðið fyrr á sömu leiktíð.“ Ívar Ásgrímsson er þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfu- knattleik og er jafnframt þjálfari ÍS. Segir hann í samtali við Morgunblað- ið að félagið hafi vissulega verið að nýta sér þann möguleika að geta leit- að eftir liðsstyrk er lengra dregur á tímabilið. Það getur Keflavíkurliðið ekki gert úr þessu þar sem liðið hefur ekki haft erlendan leikmann í sínum röðum á leiktíðinni. „Það er ekki okk- ar markmið að ná okkur í útlending, en við vildum halda þeim möguleika opnum. Við erum ekki að nýta okkur neina glufu í reglugerðinni. Það sitja allir við sama borð en við teljum okk- ur vera með lið sem getur farið alla leið eins og það er skipað í dag. Ég vildi halda þessum möguleika opnum ef breyting yrði á okkar hóp eða ég teldi að við gætum ekki unnið án þess að fá okkur liðstyrk, sem ég tel okkur ekki þurfa eins og staðan er í dag.,“ sagði Ívar en hann lagði m.a. til að banna erlenda leikmenn í efstu deild kvenna á síðasta ársþingi KKÍ. „Það gæti farið svo að liðin sem berjast um titilinn verði aðeins skipuð íslenskum leikmönnum, en ég tel að það væri best fyrir íslensku liðin að keyra að- eins á þeim leikmönnum sem eru til staðar. Sú tillaga var felld á árs- þinginu og þar við situr. Við vildum hinsvegar ekki sitja eftir ef ske kynni að óvæntar breytingar yrðu í okkar röðum.“ „Ferðamaðurinn“ Meadow Overstreet lék einn leik með ÍS „Viljum ekki sitja eftir í baráttunni“ ÖLL félögin í efstu deild kvenna í körfuknattleik auk Hauka, sem leika í 2. deild, hafa ákveðið að efna til úrvalsleiks kvenna í körfu, svip- uðum stjörnuleiknum hjá körlun- um. Leikurinn verður á miðviku- daginn í Seljaskóla og geta netverjar kosið í liðin, tíu leikmenn í hvort lið og þjálfarar liðanna, Ívar Guðmundsson hjá Reykjavíkurlið- unum og Pétur Guðmundsson hjá Suðurliðunum, velja tvo leikmenn til viðbótar. Allir leikmenn liðanna eru gjald- gengir í þessari kosningu, ÍS, ÍR og KR í Reykjavíkurliðinu og Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Haukar í Suðurliðinu. Kosning stendur yfir á heimasíðum félag- anna til miðnættis á mánudaginn. Stelpuslagur í körfunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.