Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Einar Einarssonfæddist í Reykja- vík 3. ágúst 1919. Hann lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi 24. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Einar Sveinbjörnsson út- gerðarmaður í Sand- gerði, f. 19. janúar 1860, d. 29. júlí 1937, og seinni kona hans Messíana S. Guð- mundsdóttir, f. 25. desember 1891 á Stað í Staðarsókn, Barða- strandarsýslu, d. 5. desember 1969. Albróðir, Guðmundur, f. 2. janúar 1921, d. 19. júní 1998. Hálfsystkini Einars, samfeðra, eru Sveinbjörn, f. 1884, Guðrún, f. 1887, Magnea Bjarnveig, f. 1890, Margrét Jónína, f. 1893, og Ingibjörg, f. 1897. Einar Einarsson kvæntist 25. september 1943 eftirlifandi konu sinni Ragnheiði Jóhannesdóttur, f. son. Sonur þeirra er Baldvin Máni. 2) Ásdís Dröfn Einarsdóttir, f. 29. nóvember 1948, maki Sigurður Rúnar Gíslason, f. 31. maí 1944. Börn þeirra eru: a) Gunnhildur Grétarsdóttir, f. 13. september 1966, gift Ingvari Kristinssyni, börn þeirra Unnar og Kári, b) Gísli Jó- hann Sigurðsson, f. 24. júlí 1970, maki Klara Halldórsdóttir, sonur þeirra Jóhannes Hilmar. c) Einar Örn Sigurðsson, f. 9. júní 1974. d) Pétur Rúnar Sigurðsson, f. 14. des- ember 1979, unnusta Sigurdís Guð- laugsdóttir. Einar hóf nám í prentiðn í Iðn- skólanum í Reykjavík 1. nóvember 1935 og lauk námi 30. apríl 1940. Einar starfaði við prentiðn alla sína starfsævi. Fyrst í Reykjavík til árs- ins 1943, fluttist síðan til Akureyrar og bjó þar og starfaði til ársins 1947. Sama ár flutti hann til Akra- ness. Árið 1968 fluttist Einar með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og starfaði í Alþýðuprentsmiðjunni til ársins 1986 er hann fór á eftirlaun. Útför Einars Einarssonar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 31. maí 1921. Þau eign- uðust tvær dætur, þær eru: 1) Kolbrún Erla, f. 22. september 1944, d. 4. janúar 2001, giftist 1962 Garðari Kjart- anssyni frá Akranesi. Þau skildu. Börn Erlu og Garðars eru: a) Sig- urborg, f. 25.3. 1962, maki Jón Davíð Ol- geirsson. Börn Sigur- borgar af fyrra hjóna- bandi eru: Sólveig Lilja Jóhannsdóttir, f. 28.12. 1980, unnusti Jón Björn Lárusson, sonur þeirra Ívar Örn Jónsson. Erla Jóhannsdóttir, f. 5.8. 1985, og Arn- ar Már Jóhannsson, f. 6.3. 1989. b) Ragnheiður, f. 22.7. 1965, maki Stefán B. Ólafsson, börn þeirra eru: Davíð, f. 25.10. 1989, og Elvar, f. 11.11. 1994. Eftirlifandi maki Erlu er Þórður Jónsson, f. 13.2. 1941. Dóttir þeirra er Linda Björk, f. 29.9. 1979, unnusti Grétar Magnús- Í dag er til grafar borinn elskuleg- ur afi minn. Ég hef verið svo lánsöm að eiga yndislegan afa sem var mér ákaflega kær. Fyrir mér var hann miklu meira en afi, hann var mér einnig eins og faðir. Það var því ólýs- anleg tilfinning þegar mér barst sú fregn að afi hefði látist að morgni aðfangadags eftir skamma sjúkra- húslegu. Margar góðar minningar um ljúf- an, yndislegan og hæglátan mann fara í gegnum huga minn á þessari stundu. Alla mína tíð frá því ég var barn hefur afi og eftirlifandi eigin- kona hans Ragna amma verið stór hluti af lífi mínu. Fyrstu ár ævi minnar bjuggum við mamma hjá afa og ömmu, fyrst á Akranesi en árið 1968 fluttum við með þeim til Reykjavíkur. Þau ár sem ég dvaldi hjá afa og ömmu eru mér enn minn- isstæð þó ég hafi verið ung að árum. Það var til dæmis oft haft á orði að ég væri ákaflega lík afa mínum. Mér fannst því alveg eðlilegt að segja við dúkkurnar mínar: „Mikið ertu nú lík honum afa þínum.“ Við hlógum oft að þessu seinna meir en það yljaði mér um hjartarrætur því mér þótti það alls ekki slæmt að vera talin lík afa, manninum sem mér þótti svo vænt um. Afi var rólyndismaður og skipti ekki skapi. Hann sagði ekki margt en hann hafði góða nærveru og var alltaf til staðar með styrkri aðstoð ömmu Rögnu þegar mér lá eitthvað á hjarta. Ég átti alltaf stuðning þeirra beggja vísan. Þeir sem þekktu afa voru sam- mála um að þar var á ferðinni snyrti- legur og vel klæddur maður. Hann hafði dálæti á fallegum fötum og verslaði einungis í verslunum með vönduð föt. Það var því kjörið tæki- færi fyrir okkur barnabörnin þegar við vorum börn að fara í búðarleiki með öll bindin hans og hattana, einn- ig fengust í búðinni tölur, tvinnakefli og rennilásar sem nóg var til af í skúffunum hjá henni ömmu. Afi og amma ferðuðust mikið er- lendis og nutu þess ásamt því að ferðast með góðum vinum og að kynnast nýju fólki. Afi tók mikið af myndum hvert sem þau fóru og eru til ógrynnin öll af myndaalbúmum sem fylla margar hillur. Afi gerði prentiðn að sínu ævi- starfi og starfaði við það þar til árið 1986. Hann þótti flinkur prentari og góður íslenskumaður. Síðustu árin sem hann vann við prentiðnina var hann í Alþýðuprentsmiðjunni sem var og hét. Hann var einn af fáum sem kunnu ennþá á ákveðna gamla prentvél. Prentvélin sú endaði síðar sem safngripur á Árbæjarsafninu og var afi stundum fenginn þangað til að sýna hvernig nota átti vélina. En þó afi hafi haldið í kunnáttu sína við gömlu tæknina áttu hin ýmsu nýju tæki hug hans. Afi tók til dæmis mikið af slidesmyndum á tímum slidesmyndanna og einnig átti hann kvikmyndavél (8 mm) sem hann not- aði til að kvikmynda margar góðar og viðburðaríkar stundir í lífi fjöl- skyldu sinnar. Það var því ósjaldan sem haldin voru „fjölskyldubíó“ í stofunni hjá afa og ömmu. Einnig er gott dæmi um það, hversu afi var áhugasamur um tæknina, þegar hann keypti sér litasjónvarp. Það þótti nú saga til næsta bæjar og var afi einn af þeim fyrstu sem eign- uðust litasjónvarp. Þá fór ég og vin- konur mínar oft til afa og ömmu til að horfa á efni sem sent var út í lit. Það er svo ótalmargt sem ég gæti sagt um afa, sem mér þótti svo inni- lega vænt um, en minningin sem ég á í hjarta mínu um góðan mann lifir um ókomna tíð. Ég veit að afi átti EINAR EINARSSON Glæsilegir antiksófar, sófasett, ljósakrónur, lampar, handhnýtt teppi og mottur, gjafavörur, gjafabréf. Ýmislegt áhugavert fyrir safnara. Victoría Antik, Síðumúla 34, s. 568 6076. „Prúttbókamarkaður“að Lauga- vegi 105, 8.-15. jan. Höldum prúttmarkað á þúsundum bóka. Komdu og prúttaðu. Opið kl. 13-18 alla dagana. Stóri fornbóka- markaðurinn, Laugavegi 105. Andleg leiðsögn, miðlun, tarot, spilaspá, draumaráðningar og huglækningar. Er við frá hádegi til kl. 2.00 eftir miðnætti. Hanna, s. 908 6040. Janúartilboð. Tveggja manna herbergi með morgunverði kr 2.900 á mann. Hótel Vík, Síðumúla 19, S. 588 5588, www.hotelvik.is Vantar þig orku? Viltu losna við aukakílóin? Bókaðu tíma. Frí heilsuskýrsla og frábært eftir- fylgni. 3ja ára reynsla. Guðbjörg, sjálfstæður dreifing- araðili Herbalife, sími 698 2269. Perurnar skipta máli. Við notum eingöngu Philips hágæðaperur. Smart sólbaðstofa, Fótaðu þig í hálkunni! YAKTRAX fótabúnaðurinn er léttur og þægi- legur og veitir örugga fótfestu! Nánar á http://www.simnet.is/ yaktrax Sjónvörp — varist eldinn Tek að mér að hreinsa sjónvörp, set slökkvibúnað í ef þess er óskað. Vinna kr. 2.500 á tæki. Rafeindavirkjameistari tryggir gæðin, Þórhallur, gsm 692 2270. Til sölu v/flutninga: Sófasett 3+2+1 og skemill 35 þús. Hjóna- rúm m. náttborðum án dýna 20 þús. kr. Einnig á sama stað uppþv.vél - þarfnast lagfæringa. Mjög ódýr. Uppl. í s. 898 1929. Lazy boy svefnsófi frá Banda- ríkjunum. Er í mjög góðu standi - eins árs gamall. Verð 120 þús. Upplýsingar í síma 849 6264 og 557 1023. Átthagar - NÝTT. 2ja og 3ja her- bergja íbúðir í Hafnarfirði. Stór- glæsilegar, nýjar, vandaðar íbúðir með öllum heimilistækjum, lýs- ingu, gardínum o.fl. Eigum einnig lausar íbúðir í Reykjavík. Kíkið á vef okkar www.atthagar.is Til leigu í Vatnagörðum 70 fm, lofthæð 4 m og innkdyr 3,75 m. Gott húsnæði. Uppl. í s. 562 2548, 855 0404 og 898 0016. Til leigu hergbergi. Góð að- staða. Eldh., borðsalur, setu- stofa, þvottah., Stöð 2, Sýn, fjöl- varp. Gistiheimilið Berg. S. 565 2220 frá kl. 13 til kl. 18 www.gestberg.is Til leigu 50 fm íbúð í kjallara í Fossvogi. Sérinngangur. Sanngjörn leiga. Sími 897 3308. Skrifstofuherbergi. Til leigu snyrtileg skrifstofuherb. í Ármúl- anum. Salerni og kaffistofa í mjög góðri sameign. Góður staður. Uppl. gefur Þór í s. 899 3760. Kaupmannahöfn - Hótelíbúð Nú er hægt að leigja frábærar ný- uppgerðar ferðamannaíbúðir á frábærum kjörum. Dagleg þrif og morgunverður. Sendið fyrirspurn á netinu og við sendum okkar besta tilboð þá daga sem þið óskið gistingar. Þriðjudagstilboð: Vika 3.500 d.kr. fyrir 1-2 persónur í stúdíóíbúð. hotel@valberg.dk - www.valberg.dk Taktu stefnuna á Microsoft prófgráðu. Nám til undirbúnings MCP, MCDST, MCSA og MCSE prófgráðunum. Vandað nám - hagstætt verð. Nánari upplýsing- ar á vefnum www.raf.is/msnam. Skartgripagerð Smíðað úr silfri. Ódýr og skemmtileg námskeið. Get komið út á land. Upplýsingar og skráning í síma 823 1479. Júdó!! Byrjendanámskeið fyrir börn og fullorðna er hafið hjá Júdódeild Ármanns, Einholti 6, og hjá Gerplu, Skemmuvegi 6, Kópa- vogi. Uppl. Björn, s. 8940 048. Formlist Námskeið á vorönn 2004 Glerbræðsla 3 námskeið Fimmt. 15. jan.-5. feb. Fimmt. 19. feb.-11. mars. Fimmt. og mán. 25. mars-5. apr. Glerbræðsla eins kvölds námsk. Kennt er öll mánudagskvöld frá 19. jan.-15. mars. Glerskurður (Tiffany's) 3 námsk. Þrið. 13. jan.-17. feb. Miðvikud. 11. feb.-17. mars. Þri. 23. mars-27. apr. Mósaík 3 námskeið Miðvikud. 14. jan.-4. feb. Þriðjud. 24. feb.-16. mars. Miðvikud. 24. mars-14. apríl. Kennt er frá kl. 18.30-21.30. Innritun og nánari upplýsingar í s. 554 3100 frá 13-18 og í verslun Formlistar, Dalvegi 2, Kópavogi. Fjarnám - Einkakennsla - tolvu- skoli.is Tölvunámskeið í fjarnámi fyrir þig, þegar þér hentar, hvar sem þú ert. Einnig Bókhaldsnám- skeið. Kannaðu málið www.tolvu- skoli.is . Sími 562 6212 frá kl. 10- 22 virka daga. Ferðanámskeið Ingólfs - Nýtt 40 fegurstu - einstakir staðir heims. Heillandi viðfangsefni. Senn fullt! Síðasti innritunardag- ur laugardag. Innritun í símum 581 4610 og 861 5602. Skolphreinsun Ásgeirs sf. s. 892 7260 og 567 0530 Losa stíflur úr salernum, vöskum, baðkörum og niðurföllum. Röramyndavél til að staðsetja skemmdir í lögnum.Klapparstíg 35 • 101 Reykjavík Sími 511 1925 • 898 9475 GVENDUR DÚLLARI fornbókaverslun Útsalan stendur yfir til og með 10. janúar FJARLÆGJUM STÍFLUR VALUR HELGASON ehf. Sími 896 1100 - 568 8806 Röramyndavél til að skoða og staðsetja skemmdir í frárennslislögnum DÆLUBÍLL úr vöskum, wc-lagnir, baðkerum og niðurföllum – Við notum ný og fullkomin tæki 2ja herb. íbúð til leigu í Vestur- bænum. Íbúðin er 65 fm, í frá- bæru standi og í göngufæri við Háskólasvæðið. Laus strax. Íbúðin er reyklaus. Áhugasamir hafi samband við Þorvald í síma 660 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.