Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÓVENJU mikið hefur sést til fálka á Suðurlandi og Suðvest- urlandi í haust og í vetur, að sögn Ólafs K. Nielsen, fuglafræð- ings hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands. Hann segir að þrátt fyrir rjúpnaþurrð hafi varp fálka gengið mjög vel sl. vor. Ástæðan sé gott tíðarfar. Fjöldi fálkaunga hafi komist á legg „og í haust virðast þeir hafa flykkst niður að sjó í leit að öðru æti en rjúpum“, útskýrir hann. Ólafur segir að rjúpa sé að- alfæða fálka árið um kring en tíðarfar síðla vetrar og á vorin ráði mjög miklu um varpárangur. Hann segir að helstu uppeld- isslóðir fálka séu á Norðvest- urlandi, Norðurlandi, Austurlandi og Norðausturlandi. Vegna rjúpnaþurrðar hafi ungarnir hins vegar flakkað frá uppeld- isstöðvum sínum sl. haust og um allt land. Þar á meðal hafi þeir greinilega farið til suðvest- urhornsins í leit að fæði. Spurður segir Ólafur að fálkar geti drepið og étið alls konar fugla, allt frá auðnutittlingum upp í fullorðnar grágæsir. Hann bendir þó á að fátt sé um rjúpu sunnan- og vestanlands. Stofninn lítill Ólafur segir að þótt margir fálkaungar hafi komist á legg sl. sumar þýði það ekki endilega að varpstofninn muni stækka. Ung- arnir skili sér ekki inn í varp- stofninn fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt til tvö ár. Margt geti gerst þangað til. Þá fylgi stærðin á varpstofni fálkans stærðinni á rjúpnastofninum því rjúpan sé að- alfæða fálkans, eins og áður sagði. Ólafur segir að síðustu að fálkastofninn sé um 300 til 400 pör hér á landi. Bætir hann því við að það sé mjög lítill stofn. Óvenju mikið sést til fálka á Suðvesturlandi Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þessi fálki hafði komist í feitt þar sem gulönd var annars vegar. SVEINBJÖRN Brandsson, bækl- unarskurðlæknir, segir sóknarfæri hér á landi til að bjóða upp á sér- hæfða læknisþjónustu fyrir erlent keppnisfólk vegna íþróttameiðsla. Verið sé að byggja upp víðtæka þjónusta á þessu sviði með góðu fagfólki. Jafnframt feli fyrirkomulag t.d. á Bretlandi í sér langar biðraðir eftir læknismeðferð. Tveir knattspyrnumenn frá Bretlandi leituðu meðferðar Í desember sl. komu hingað til lands tveir atvinnumenn í knatt- spyrnu frá enska liðinu Barnsley til meðferðar við íþróttameiðslum. Gengust þeir báðir undir skurð- aðgerð hjá Sveinbirni í Orkuhús- inu við Suðurlandsbraut, annar á ökkla en hinn á hné. Voru þeir yfir sig hrifnir af landi og þjóð að sögn Svein- björns og skoðuð sig um í nágrenni höfuð- borgarinnar. Orkuhúsið er nýjung á Íslandi þar sem finna má heildarþjón- ustu fyrir þá sem eiga við stoðkerfis- eða vefjavandamál að stríða. Þar er Sjúkra- þjálfun Íslands starf- rækt, Stoðkerfi, sem starfa á sviði bæklun- arlækninga, Össur og Íslensk myndgreining. Sveinbjörn segir framtíðina ekki ljósa og finna þurfi betra form á þessari þjónustu. Samhliða því að kanna möguleika á því að bjóða erlendu íþróttafólki upp á meðferð hér á landi hafi verið rætt um að fagfólk hjá Orkuhúsinu færi út til að sinna sjúkling- um þar. Þetta bygg- ist mikið upp á per- sónulegum samböndum og til að mynda hafi þessir at- vinnumenn komið frá Barnsley fyrir til- stuðlan Guðjóns Þórðarsonar knatt- spyrnustjóra liðsins. Huga verði að því hvernig tekið sé á móti þessu fólki því þetta sé nokkru lengra ferðalag en það er vant, t.d. þegar sótt er læknisþjónusta til Frakklands eða Þýskalands. Jafnvel væri hægt að bjóða því uppá að skoða landið um leið og það dvelji hér í nokkra daga til meðferðar. Skortir ekki verkefni Sveinbjörn segir verkefni ekki skorta hér á landi og hann geti jafnvel ekki sinnt því sem hann þurfi. Það sé stórt vandamál í þessu samhengi og eigi við víðar. Með hækkandi aldri fólks aukist þörfin á bæklunarskurðlækning- um. Eftir því sem t.d. hjarta og lungu endist lengur aukist þörfin á að viðhalda stoðkerfinu t.d. með gerviliðaaðgerðum, sem hafi fjölg- að. Það sé líka í takt við aukna áherslu fólks á bætt lífsgæði og kröfu um að fá bót meina sinna, sé það mögulegt, segir Sveinbjörn. Íslenskir læknar geta boðið sérhæfða meðferð íþróttameiðsla Sveinbjörn Brandsson Hafa boðið erlendu keppn- isfólki lækningu hérlendis RÍKISSAKSÓKNARI hefur ekki ákveðið hvort sýknudómi Héraðsdóms Vestfjarða frá 5. janúar, yfir karlmanni sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn barni, verður áfrýjað til Hæstaréttar. Ákærði var sýkn- aður þar sem málið þótti fyrnt, en sök hans þótti engu að síður sönnuð. Sif Konráðsdóttir hæstarétt- arlögmaður hefur lýst þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt sé að fá dóm Hæstaréttar í málinu þar sem hún segir brotin ekki fyrnd. Í málinu var ákært fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um allt að 12 ára fangelsi yfir hverj- um þeim sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 14 ára. Samkvæmt 81. gr. hegningarlaga fyrnist sök á 15 árum þegar þyngsta refsing við broti er meira en 10 ára tímabundið fangelsi. Þá segir í 3. mgr. 82. gr. sömu laga að fyrningarfrestur rofni þegar rannsókn opinbers máls er hafin gegn manni sem sak- borningi. Ákærði fær að njóta vafans Í umræddu máli var fyrsta brotið sem ákært var fyrir, framið á árinu 1985 eða 1986 og hið síðasta árið 1989 samkvæmt ákæruskjali. Málið var kært til lögreglu 27. september 2002 og ákærða kynnt kæran hjá lög- reglu 7. maí 2003. Taldi dómurinn að miða yrði við að fyrningu hefði verið slitið þann dag, eða 15 árum eftir að háttsemi ákærða lauk en dóm- urinn taldi að miða ætti upphaf fyrningarfrests við 7. maí 1988. Dómurinn taldi að ekki yrði slegið föstu hvort brot hefðu átt sér stað eftir þessa dagsetningu og ætti ákærði að njóta vafans í því tilliti. Óljóst hvort kynferðisdómi verður áfrýjað UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, hefur ályktað að innheimta Háskóla Íslands á sér- stöku próftökugjaldi fyrir nemendur sem þreyta inntökupróf í læknadeild sé ekki lögmæt. Umboðsmaður athugaði að eigin frumkvæði, hvort fyrir hendi væri fullnægjandi lagaheimild fyrir há- skólaráð til að ákveða töku slíks gjalds. Háskólaráð hafði, í ákvörðun gjaldtökunnar, vísað til þess að heimilt væri að taka gjald fyrir þjón- ustu sem væri utan þess sem háskól- anum væri skylt að veita. Gat emb- ættið ekki fallist á þá afstöðu háskólaráðs að „gerð, fyrirlögn og yfirferð inntökuprófs“ í læknadeild eins og það hefði verið framkvæmt síðasta sumar teldist falla utan þeirrar þjónustu sem Háskólanum væri skylt að veita. Það er því nið- urstaða umboðsmanns Alþingis að Háskóla Íslands skorti heimild í lög- um til að innheimta 8.500 króna próf- tökugjald af þeim sem þreyttu inn- tökupróf til náms í læknisfræði í ár. Umboðsmaður hefur enn fremur beint þeim tilmælum til Háskóla Ís- lands að hann endurgreiði gjöldin. Umboðsmaður telur innheimtu próftöku- gjalda ólögmæta RANNSÓKN á tildrögum þess að níu ára telpa varð fyrir riffilskoti á Hallormsstað á mánudagskvöld heldur áfram hjá lögreglunni á Eg- ilsstöðum. Telpan fékk riffilkúlu í gegnum brjóstholið þegar hún var að hand- fjatla 22 kalíbera riffil bróður síns heima hjá sér ásamt þrettán ára systur sinni. Hin slasaða liggur á gjörgæsludeild Landspítalans á Hringbraut. Ekki liggur fyrir hvort riffillinn var hlaðinn þegar stúlkurn- ar byrjuðu að handleika hann. Tildrög slysaskots rannsökuð hjá lögreglu INNLENT Bandarísk stjórnvöld vilja far- þegalista ICELANDAIR þarf eins og önnur flugfélög sem fljúga til Bandaríkjanna að afhenda bandarískum stjórnvöldum far- þegalista áður en vélin lendir í Bandaríkjunum. Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að stjórnvöld þar vestra hafi farið fram á að fá farþegalistana afhenta í kjöl- far atburðanna 11. september 2001. Hann segir að listarnir séu sendir vestur um haf, í gegnum sérstakan tölvubúnað, eftir að vélar hafi hafið sig á loft hér á landi. Á listunum komi fram upp- lýsingar um nafn farþega, þjóð- erni, kyn, fæðingardag og vegabréfsnúmer. Hann bendir þó á að farþegar þurfi að gefa mun ítarlegri upplýsingar þeg- ar þeir koma til Bandaríkjanna. Þar þurfi þeir m.a. að gefa upp- lýsingar um tilgang fararinnar og gististað í Bandaríkjunum, svo dæmi séu nefnd. Hann seg- ir bandarísk yfirvöld nota fyrr- greinda farþegalista m.a. til að flýta fyrir þeirri upplýsingaöfl- un. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur úrskurðaði þrjá menn í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna rannsóknar á tilraun til innflutnings á um- talsverðu magni á hassi til landsins. Alls voru fjórir menn hand- teknir vegna aðildar að málinu en þrír þeirra settir í gæslu- varðhald. Fíkniefnadeild lög- reglunnar staðfestir ekki magn hassins en segir það vera um- talsvert. Þrír í gæslu- varðhald vegna hassmáls SLÁTURFÉLAG Suðurlands svf. hefur keypt 25% eignar- hlut í salat- og grænmetisfyr- irtækinu Hollt og gott ehf. Eignarhluturinn var keyptur af Eignarhaldsfélaginu Feng hf. sem á ekkert í félaginu eft- ir söluna. Eftir kaupin á Sláturfélagið helmingseignarhlut á móti Mjólkurbúi Flóamanna. Ekki eru fyrirhugaðar sérstakar breytingar á rekstri félagsins í tengslum við kaupin segir í til- kynningu Kauphallar Íslands. Hollt og gott er langstærsta fyrirtækið á sviði salatfram- leiðslu ýmiss konar og tók við salatframleiðslu fyrir SS, Ágæti og fleiri aðila á sínum tíma. „Þeir framleiða fyrir okkur SS salötin og þetta er auðvitað hluti af matvælaiðn- aði sem við erum að sérhæfa okkur í þannig að þetta fer ágætlega saman við það sem við erum að gera,“ segir Stein- þór Skúlason, forstjóri SS. SS með helm- ingshlut í Hollt og gott
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.