Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 08.01.2004, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hefur verið einkar ánægju- legt að koma við á veitingahúsinu Kaffi List á fimmtudagskvöldum síð- ustu misseri. Þar hefur verið boðið upp á djasstónlist í háum gæðaflokki og stemmningin eins og best gerist á djassbúllum erlendis, þótt orðið búlla eigi kannski ekki við um húsakynnin á Kaffi List. Hér er það notað í já- kvæðri merkingu, afslappað umhverfi þar sem menn geta setið í rólegheit- um og jafnvel ráfað á barinn án þess að trufla tónlistarflutninginn, enda er hér ekki um að ræða tónleika í hef- bundinni merkingu þess orðs. Tón- listarmennirnir eru staðsettir í skoti fyrir miðjum sal, kannski ekki þægi- legasta aðstaða fyrir tónlistarflutn- ing, en á móti kemur að þeir eru í skemmtilegri nálægð við gesti og hljómburðurinn ágætur. Það merki- legasta við þetta er þó að hér eru að troða upp margir frábærir djassistar, sumir hverjir í heimsklassa að mínu mati, og gestir hússins eru að fá þess- ar trakteringar án þess að borga krónu fyrir. Heildarútkoman er djassþel eins og það gerist best, með samanburði við sambærilega staði er- lendis, svo sem í New York, London, Barcelona og Kaupmannahöfn, þar sem undirritaður þekkir til. Já, stemmningin á Kaffi List á fimmtu- dagskvöldum að undanförnu hefur verið talsvert mikið „erlendis“, eins og ástsæll söngvari hefði orðað það. Um það hvort hafin er hér á landi ný djassvakning þori ég ekki að fullyrða. En það liggur eitthvað í loftinu og eins og að fólk sé almennt að verða opnara fyrir djasstónlist og þeirri stemningu sem hún býður upp á. Undirritaður hefur orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur nokkrar af þessum uppákomum og skulu hér tilfærðar fjórar þeirra, án þess að um sé að ræða hefðbundna tónlistargagnýni, heldur fremur til að vekja athygli á þessum merku menn- ingarviðburðum og eiga forsvars- menn Kaffi List heiður skilinn fyrir framtakið. Fyrst skal telja Tríó Jóels Pálsson- ar, en auk hans skipuðu það Pétur Grétarsson á trommur og Davíð Þór Jónsson á hljómborð (og bassa!). Jóel er einn af þessum ungu snillingum sem komið hafa fram á sjónarsviðið í íslenskum djassheimi og þarf í raun- inni ekki að hafa mörg orð um frammistöðu hans á tenórsaxann, hvar og hvenær sem hann kemur fram. Honum bregst sjaldan boga- listin. Pétur hefur lengi verið í hópi pottþéttustu djasstrommara landsins og Davíð Þór er einn sá efnilegasti á hljómborðið sem ég hef heyrt í lengi hér á landi. Þeir félagar brugðu á leik og voru greinilega ekki að taka sig of hátíðlega, en fóru vel með sprellið. Sérstaka athygli vakti framganga Davíðs Þórs, ekki síst er hann tók sér bassa í hönd þrátt fyrir eigin yfirlýs- ingar um að hann kynni ekkert á bassa. Þetta var skondin og skemmti- leg uppákoma og stemmningin létt og afslöppuð allt kvöldið. Havana-sextett Tómasar R. Ein- arssonar mætti til leiks á Kaffi List eitt fimmtudagskvöldið og spiluðu þeir félagar lög af stórskemmtilegri plötu Tómasar, Havana. Tómas hefur um árabil verið í hópi þeirra djassista sem dregið hafa vagninn í þeirri við- leitni að skapa hér íslenska djasshefð og oft hefur leiðin legið upp í móti. Einhvern veginn finnst mér að nú sé brautin orðin beinni og breiðari og Tómas blómstrar sem aldrei fyrr, um það ber Havana-platan glöggt merki. Í Havana-sveitinni voru þeir aftur mættir Pétur trommari og Davíð Þór og ungur básúnuleikari, Samúel Jón Samúelsson, úr hljómsveitinni Jagú- ar, vakti verðskuldaða athygli þetta kvöld. Þá ber að nefna Tríó Sigurðar Flosasonar. Með Sigurði spiluðu Þór- ir Baldursson á Hammond-orgel og sænskur trommari, Erik Quick, sem stóð vaktina með prýði. Siggi Flosa klikkaði ekki frekar en fyrri daginn og Þórir Baldursson er auðvitað sér kapítuli út af fyrir sig. Í hreinskilni sagt fannst mér hann „brillera“ þetta kvöld, hvort heldur var í sólóum eða þéttum undirleik við lipurlega snar- stefjun altósaxistans. Ég hef fylgst með Hammond-organistum allar göt- ur frá því ég heyrði fyrst í Jimmy Smith á sjöunda áratug síðustu aldar og þótt það geti verið varasamt að vera með miklar yfirlýsingar leyfi ég mér að fullyrða að Þórir er einn sá besti í bransanum. Til gamans má geta þess að nokkrir Ameríkanar voru staddir á Kaffi List þetta kvöld og heyrði ég af tali þeirra að þeim fannst með ólíkindum að rek- ast inn á bar, í litlum bæ norður á hjara veraldar og heyra þar, sér að kostnaðarlausu, djasstónlist í heims- klassa. Að lokum vil ég nefna hér hljóm- sveitina Tilnefningu, sem hóað var saman í tilefni af tilnefningu til ís- lensku tónlistarverðlaunanna, en í þeim hópi voru þau Tómas R. Ein- arsson, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Ragnheiður Gröndal söngkona. Þeim til halds og trausts voru Pétur trommari Grétarsson og Óskar Guð- jónsson, bróðir Ómars, á tenor-saxó- fón. Þetta var reyndar á föstudags- kvöldi og kostaði eitthvað lítilræði inn, – þó það nú væri! Hljómsveitin flutti lög af áðurnefndri Havana-plötu Tómasar, sólóplötu Ragnheiðar, sem ber hennar nafn, og plötu Ómars, sem ber heitið Varma Land. Ragnheiður tók nokkra þekkta standarda af plöt- unni sinni og er greinilega vaxandi djasssöngkona. Ómar tók hins vegar frumsamin lög af sinni plötu og tókst afburða vel upp að mínu mati. Sér- staklega var ánægjulegt að hlusta á samspil þeirra bræðra, enda spilar Óskar með bróður sínum á plötunni. Hann hefur reyndar verið í hópi minna uppáhalds tónlistarmanna frá því hann hleypti ferskum andblæ inn í hljómsveitina Mezzoforte hér um ár- ið. Bróðir hans Ómar er líka að koma þrælsterkur inn og í sannleika sagt finnst mér platan hans Varma Land ein sú besta sem ég hef heyrt lengi. Það er vissulega tilhlökkunarefni að fylgjast með þessum unga gítarleik- ara í náinni framtíð. Það mætti vissulega skrifa langt mál um djassinn á Kaffi List, en hér læt ég staðar numið. Ég vil aðeins ítreka að menn þurfa ekki endilega að vera forfallnir „djassgeggjarar“ til að njóta þess sem þarna er boðið upp á. Hér eru menn nefnilega ekkert að flækja málin um of með því að spila flókinn nútímadjass, þar sem keppi- keflið er að koma sem flestum nótum inn í hvern takt. Þetta er í flestum til- fellum þægileg og áheyrileg tónlist, þar sem hæfileikar þessara snjöllu tónlistarmanna njóta sín vel. Kaffi List er staðurinn, - að minnsta kosti á fimmtudagskvöldum. Tónlist Djassþel af bestu gerð DJASSKVÖLD Fimmtudagskvöldum Kaffi List Tríó Jóels Pálssonar, Tómas R. Einarsson og hljómsveit, Tríó Sigurðar Flosasonar, Hljómsveitin Tilnefning Sveinn Guðjónsson Morgunblaðið/Kristinn Þórir Baldursson, einn sá besti í djassbransanum. Í vítahring (Around The Fire) Drama Bandaríkin 1999. Skífan VHS. Bönnuð innan 12 ára. (106 mín.) Leikstjórn John Jacobsen. Aðalhlutverk Dewon Sava, Tara Reid, Bill Smitrovich. ÞAÐ má vel stytta sér stundir yfir þessu fjögurra ára gamla vanda- máladrama. Dewon Sava úr Final Destination leikur vansælan unglings- pilt sem leiðist út í rugl og vitleysu, dóp og kæruleysi eftir að stífur pápi hans og stjúpan vonda senda hann á heimavist. Sterk- lega og ítrekað er gefið í skyn að rótleysi drengsins hafi eitthvað með það að gera að hann missti móður sína þegar hann var barn og virðist aldrei hafa jafnað sig almennilega af því áfallinu. Þökk sé ágætum leik hjá Sawa er leiðin til glötunar þokkalega sann- færandi, áhugaverð og jafnvel lær- dómsrík en allar lausnir og greining vandans virka þó þunnar og ósann- færandi. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Á kaf í rugl Stóra svið Nýja svið og Litla svið CHICAGO eftir J.Kander og F.Ebb Frumsýning su 18/1 kl 20 - UPPSELT 2. sýn fi 22/1 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 24/1 kl 20 - rauð kort 4. sýn su 25/1 kl 20 - græn kort 5. sýn fi 29/1 kl 20 - blá kort Fö 30/1 kl 20 - UPPSELT Fö 6/2 kl 20, Lau 7/2 kl 20 Fö 13/2 kl 20, Lau 14/2 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Lau 10/1 kl 20, Su 11/1 kl 20 Fö 16/1 kl 20, Lau 17/1 kl 20, Lau 24/1 kl 20, Su 25/1 kl 20 RAUÐU SKÓRNIR e. H.C. Andersen í samvinnu við RAUÐU SKÓNA Frumsýning lau 17/1 kl 17 Su 18/1 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20, Fö 23/1 kl 20 Lau 31/1 kl 20 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 10/1 kl 14- UPPSELT, Su 11/1 kl 14- UPPSELT, Su 18/1 kl 14 , Lau 24/1 kl 14 - UPPSELT, Su 25/1 kl 14, Lau 31/1 kl 14, Su 1/2 kl 14, Lau 7/2 kl 14 - TÁKNMÁLSTÚLKUÐ SÝNING Su 8/2 kl 14 SPORVAGNINN GIRND Á NÝJA SVIÐI JÓLASÝNING BORGARLEIKHÚSSINS **************************************************************** MUNIÐ GLEÐISTUNDINA FORSALURINN OPNAR KLUKKUTÍMA FYRIR KVÖLDSÝNINGU sun. 11. jan. kl. 20 - laus sæti lau. 17. jan. kl. 20 - laus sæti LAU. 10/1 - KL. 18 LAUS SÆTI ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA loftkastalinn@simnet.is Fös. 9. janúar kl. 21 FRUMSÝNING - Örfá sæti laus Fim. 15. janúar kl. 20 Fim. 22. janúar kl. 20 Lau. 31. janúar kl. 20 Opið virka daga kl. 13-18 Miðasala í síma 562 9700 Opið í dag 12-16 • www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Tenórinn Fös. 9. jan. k l . 20:00 laus sæti Lau. 17. jan. k l . 20:00 laus sæti Fim. 23. jan. k l . 20:00 laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Lau. 10. jan. k l . 21:00 nokkur sæti Fös. 16. jan. k l . 21:00 örfá sæti Fim. 22. jan. k l . 21:00 laus sæti Lau. 24. jan. k l . 21:00 laus sæti WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn lau. 10. jan. kl. 20.00 laus sæti lau. 18. jan. kl. 20.00 laus sæti Sveinsstykki Arnars Jónssonar Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.