Morgunblaðið - 09.01.2004, Síða 12

Morgunblaðið - 09.01.2004, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ LOÐNUFRYSTING stendur nú sem hæst og hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hafa á tæpri viku verið fryst um 50 tonn, allt á Rússlands- markað. Unnið er á tólf tíma vöktum allan sólarhringinn og hefur vantað meiri mannskap í vinnu, en um átján manns eru á vakt í einu. Tíundi bekkur grunnskólans hefur komið í vinnu um helgar og einnig hafa þau komið dag og dag eftir há- degi á virkum dögum en það þykir ágæt viðbót við skólalærdóminn að komast í beina snertingu við undir- stöðuatvinnugrein þjóðarinnar. Í svona tarnavinnu er oftast líf og fjör og enginn deyfðarbragur á mann- skapnum þótt unnið sé næturlangt. Loðnan sem nú veiðist er fín í frystingu en kvótinn að verða búinn og spurning hvað fæst mikill viðbót- arkvóti en verið er að meta stöðuna. Mikil vinna í loðnufrystingu Morgunblaðið/Líney BÆJARRÁÐ Vesturbyggðar lýsir algjörri vanþóknun á vinnubrögðum sjávarútvegsráðuneytisins við út- hlutun byggðakvóta Vesturbyggðar. Samkvæmt beiðni ráðuneytisins um úthlutunina er ljóst að aflaheimildum er úthlutað til báta sem seldir hafa verið burt og báta sem ekki landa í byggðarlaginu. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs nú í vikunni er kynnt var úthlutun Fiskistofu á byggðakvóta Vest- urbyggðar. Í samþykkt bæjarráðs segir svo: „Fyrir liggur í skiptingu Fiskistofu, að úthlutað er til báta sem seldir hafa verið í burtu frá 1. sept. s.l. 10,5 tonn- um og ennfremur að öðrum 15 tonn- um er úthlutað til báta sem alla jafna leggja ekki upp í Vesturbyggð þó skráð heimahöfn sé í Vesturbyggð. Bæjarráð lýsir algjörri vanþóknun á vinnubrögðum ráðuneytisins en hefði verið farið að tillögum bæjarstjórnar Vesturbyggðar hefði öllum byggða- kvótanum 76 tonnum verið landað í Vesturbyggð. Með þessari úthlutun er sjávarútvegsráðuneytið að ganga þvert á tillögur bæjarstj. Vest- urbyggðar og gera lítið úr þeirri vinnu sem bæjarstjórn lagði í úthlut- unarreglur. Það er sérkennilegt að sjávarútvegsráðuneytið skuli úthluta byggðakvóta til Vesturbyggðar á aðra staði en í Vesturbyggð og styður þá ekki við atvinnulíf á svæðinu. Það hlýtur jafnvel sjávarútvegsráðu- neytið að skilja.“ Vesturbyggð fékk úthlutað 70,6 tonnum samtals. Lýsir vanþóknun á vinnubrögðum ÚR VERINU GUÐJÓN Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, vísar á bug orðum Ólafs Haukssonar, forstöðu- manns almannatengsla hjá Iceland Express, um að Icelandair, dótt- urfélag Flugleiða, hafi stórskaðað tekjumyndun sína á síðasta ári með undirboðum. Þvert á móti mun ársuppgjör Flugleiða fyrir síðasta ár sýna hagnað félagsins. Í viðtali sem birtist við Ólaf og Jóhannes Georgsson, fram- kvæmdastjóra Iceland Express, í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær kom fram í máli Ólafs að far- þegafjöldi Iceland Express hafi verið töluvert umfram áætlanir á fyrsta rekstrarárinu en tekjur af hverjum farþega nokkuð undir áætlunum. „Rekstrarniðurstaðan er viðunandi, en ljóst er að mikil undirboð Icelandair á samkeppn- isleiðunum hafa höggvið skarð í hagnað Iceland Express. Á móti vegur að kostnaður við rekstur fyr- irtækisins var lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ljóst er að und- irboðum Icelandair er ætlað að hindra að Iceland Express nái fót- festu, þótt sú ráðagerð gangi illa. Áætla má að með undirboðunum hafi Icelandair hirt 200 milljónir króna af hagnaði Iceland Express. Til að ná þeim árangri hefur Ice- landair þurft að lækka heildar far- þegatekjur sínar um rúmlega þrjár milljarða króna. Icelandair er því farið að stórskaða eigin tekju- myndun, langt umfram það sem telja má eðlileg viðbrögð við sam- keppni,“ að sögn Ólafs í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær. Skáldaðar sögur Guðjón segir Ólaf og Jóhannes hjá Iceland Express hafa sérkenni- legan áhuga á því í þessu afmæl- isviðtali að beina talinu frá eigin rekstri og afkomu. „En skálda þess í stað sögur um einhver ímynduð vandræði Icelandair. Staðreyndin er sú að Flugleiðir munu skila hagnaði fyrir árið 2003 og árið gæti orðið það næstbesta í sögu fé- lagsins. Flugfargjöld fara stöðugt lækkandi hér á landi sem annars staðar, við það miðast reksturinn og gengur vel,“ að sögn Guðjóns. Hann segir Icelandair stunda heiðarlega og kröftuga samkeppni á ferðamarkaðinum hér á Íslandi líkt og annars staðar. „Samkeppni virðist hins vegar hafa komið Ice- land Express í opna skjöldu og það er beinlínis fyndið þegar fyrirtæki sem þykist vera lággjaldaflugfélag ber sig illa undan venjulegri sam- keppni og kallar hana „undirboð“. Iceland Express hefur án árangurs reynt að fá vernd fyrir samkeppni með því að kæra okkur aftur og aftur til samkeppnisyfirvalda og þegar kærum þeirra er hafnað kalla þeir það klúður hjá Sam- keppnisstofnun. Það kæmi mér Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Flugleiða Reksturinn gengur vel ekki á óvart að þeir kærðu næst Icelandair fyrir það eitt að vera til,“ segir Guðjón. Skrýtinn feluleikur Hann segir það greinilegt af við- tali við forsvarsmenn Iceland Ex- press að á fyrsta starfsárinu er af- koma Iceland Express mun verri en gert var ráð fyrir. „Það er auð- vitað áhyggjuefni þar sem félagið er hvorki flugfélag né ferðaskrif- stofa og hefur því ekki tryggingar eins og slíkum fyrirtækjum ber. Í viðtalinu segja þeir að Iceland Ex- press sé flugfélag, en svo er alls ekki. Samkvæmt túlkun samgöngu- ráðuneytisins er í raun um að ræða áætlunarflug breska félagsins Astreus. Forráðamenn Astreus hafa hins vegar sagt í viðtölum að Astreus sé ekki áætlunarflugfélag, heldur leiguflugfélag sem eingöngu fljúgi fyrir ferðaskrifstofur. Þetta er skrýtinn feluleikur, en vonandi skýrist þetta allt á endanum. Hafi Iceland Express þótt sam- keppnin hörð og erfið á fyrsta starfsári sínu í fyrra, þá get ég lof- að neytendum, sem njóta góðs af henni, að hún verður enn þá harð- ari á þessu ári. Í þessari sam- keppni látum við hjá Icelandair verkin tala og stöndum ekki í karpi við samkeppnisaðilana. Ég færi þeim hjá Iceland Express bestu óskir á afmælisdaginn,“ segir Guð- jón Arngrímsson. RÚMLEGA 71% fyrirtækja hyggst halda óbreytt- um fjölda starfsfólks næstu 3-4 mánuði, samkvæmt könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu meðal aðildarfyrirtækja í desember sl. Meðal þeirra sem svöruðu hyggjast tæp 15% fjölga fólki og rúm 14% hyggjast fækka fólki. Þetta er lítið breytt mynd frá því í júní sl., þegar 13% fyrirtækja hugðust fjölga starfsfólki en 10% hugðust fækka því. Breyt- ingin er þó talsverð frá því í desember 2002, þegar 21% fyrirtækja hugðist fækka starfsfólki en 8% hugðust fjölga því. „Þetta kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að flestir gera ráð fyrir nokkuð örum hagvexti á árinu eða á bilinu 3-3,5%, minnkandi at- vinnuleysi og aukinni eftirspurn á vinnumarkaði. Í síðustu haustspá fjármálaráðuneytisins var t.d. gert ráð fyrir að hlutfallslegt atvinnuleysi minnk- aði um 0,75% á næsta ári og að mannaflanotkun ykist um 2.000 ársverk. Þá er mikill munur á þess- ari niðurstöðu og niðurstöðu könnunar Gallups fyrir Seðlabankann í september sl. þar sem vísitala um ráðningaráform fyrirtækja næstu sex mánuði mældist 134, en hún getur hæst orðið 200 og 100 merkir hvorki fjölgun né fækkun. Fjöldi á atvinnu- leysisskrá fyrsta virka dag ársins 2004 virðist á hinn bóginn samræmast þessari niðurstöðu þar sem hann var 5.267 sem var 72 fleiri en sama dag í fyrra. Minnkun árstíðaleiðrétts atvinnuleysis virð- ist því hafa stöðvast,“ að því er segir á vef SA. Morgunblaðið/Kristján Samkvæmt könnun SA hyggst rúmlega 71% fyrirtækja halda óbreyttum fjölda starfsfólks á næstunni. Litlar breytingar á vinnumarkaði BRESKA verslunarfyrirtækið Big Food Group, sem rekur matvöru- verslanirnar Iceland og heildsöluna Booker, greindi frá því í gær að salan hefði aukist í þeim verslunum sem einnig voru til á samanburðartíman- um um 2% á þrettán vikna tímabili fram til 26. desember. Er þessi nið- urstaða í takt við spár á markaði. Á fimm vikna tímabili fram til 2. janúar nam söluaukningin 3,2% hjá samanburðarhæfum verslunum, sem er nokkuð umfram væntingar. Ice- land-keðjan, sem átt hefur í rekstr- arerfiðleikum, jók söluna um 1,9% á þessu tímabili en um 1,2% á lengra tímabilinu. Þessi niðurstaða þykir góð í ljósi þess að aðeins þrír mánuðir eru liðn- ir frá því að salan hjá Iceland fór að aukast allt frá sumrinu 2000, sam- kvæmt fréttavef Ananova. Þá segir í frétt Reuters að verð hlutabréfa í Big Food Group hafi hækkað um 80% á sl. sex mánuðum í kjölfar end- urskipulagningar á Iceland. Fram- kvæmdastjóri keðjunnar hefur hins vegar tilkynnt að hann sé á förum frá Iceland í september og leit er að hefjast að eftirmanni hans. Big Food Group gerði nýlega til- boð í verslunarkeðjuna Londis og gengur hart eftir að eignast þá keðju. Aðrir hafa sýnt Londis áhuga en álits stjórnar fyrirtækisins á yf- irtökutilboðum í keðjuna þarf að bíða a.m.k. til loka febrúar. Aukin sala hjá Big Food Group GREINING Íslandsbanka hefur óskað eftir að koma á framfæri leið- réttingu á afkomuspá sinni sem birt var í töflu á forsíðu Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær. Samkvæmt Greiningu Íslandsbanka urðu mistök við gerð spár um afkomu Össurar og Landsbanka Íslands fyrir árið 2003. Rétt er spá Greiningar Íslandsbanka þannig: Hagnaður Össurar fyrir af- skriftir, EBITDA, 656 milljónir króna og hagnaður eftir skatta 303 milljónir króna. Spá Greiningar Ís- landsbanka um hagnað Landsbank- ans eftir skatta er 3.879 milljónir króna. Leiðrétting á spá Íslandsbanka FJÁRFESTING Industrivär- den í Össuri hf. var til umfjöll- unar í sænska viðskiptablaðinu Dagens Industri í vikunni. Sænska fyrirtækið Industrivär- den er einn helsti fjárfestingar- sjóður Norðurlanda og á tæp- lega 16% í Össuri. Sjóðurinn er því annar stærsti hluthafi Öss- urar á eftir stofnanda fyrirtæk- isins Össuri Kristinssyni, sem á tæplega fjórðungshlut. Dagens Industri segir að árið 2002 hafi Industrivärden keypt sig inn í Össur og fjárfestingar- sjóðurinn hafi með því komið á réttum tíma inn á íslenska markaðinn, því markaðurinn hafi hækkað mikið á síðasta ári. Valið á Össuri hafi hins vegar verið það versta sem hugsast gat, því gengi Össurar hafi þróast verst allra í Úrvalsvísitöl- unni og lækkað um rúmlega 19%. Dagens Industri hefur eftir Bengt Kjell, sem fer fyrir nýjum fjárfestingum hjá Industrivär- den, að skýringarnar á erfiðu gengi Össurar sé veikur Banda- ríkjadalur og slæmt ástand á Bandaríkjamarkaði. Í fyrirtæk- inu sjálfu séu hins vegar engin sérstök vandamál. Industrivär- den fjárfesti til langs tíma og Össur sé spennandi fyrirtæki sem muni ná sér á strik. Órólegir fjárfestar í Indust- rivärden, sem er skráð félag, eru í Dagens Industri sagðir geta huggað sig við að Össur sé aðeins um 1% af eignasafni fjár- festingarsjóðsins. Lækkun Össurar til um- fjöllunar í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.