Morgunblaðið - 09.01.2004, Síða 14
ERLENT
14 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UM 300 manns, börn og fullorðnir,
komu saman í gær við Taknes-fjörð
í Halsa í Noregi, við staðinn þar
sem háhyrningurinn Keikó var
heygður og kvöddu dýrið hinstu
kveðju. Hlaðinn var minnisvarði úr
grjóti á staðnum.
Reuters
Minnast
Keikós
MEIRIHLUTI er fyrir því á Stórþinginu norska
að breyta reglunum um eftirlaun þingmanna og
ráðherra en Kjell Magne Bondevik forsætisráð-
herra sagði í fyrradag, að þær ættu að vera í sam-
ræmi við það, sem almennt gerðist í samfélaginu.
Í næstu viku mun eftirlaunanefnd þingsins skila
tillögum sínum en hún hefur sérstaklega skoðað þá
hópa, sem hafa betri og meiri eftirlaunaréttindi en
landsmenn yfirleitt. Hefur Aftenposten það fyrir
satt, að hún muni leggja til, að þessi réttindi verði
skert og þar á meðal þingmanna. Er Kjell Magne
Bondevik forsætisráðherra augljóslega sammála
því en hann sagði á fréttamannafundi er hann sat
ársþing norsku atvinnurekendasamtakanna í
fyrradag, að fyrirmenn í samfélaginu, stjórnendur
fyrirtækja, forstöðumenn hjá hinu opinbera og
þingmenn yrðu að bera hitann og þungann af vænt-
anlegum breytingum á eftirlaunakerfinu.
„Ég tel, að breyta verði eftirlaunakerfi þing-
manna þannig að það verði líkt því, sem gerist hjá
öðrum,“ sagði Bondevik forsætisráðherra og leið-
togi Kristilega þjóðarflokksins. Virðist ríkja um
þetta mikil samstaða því að Verkamannaflokkur-
inn, Sósíalíski vinstriflokkurinn, Miðflokkurinn og
Hægriflokkurinn hafa allir lýst yfir
stuðningi við Bondevik í þessu.
Reglurnar um
eftirlaun þingmanna
Marit Arnstad, þingflokksformað-
ur Miðflokksins, sem áður hefur lagt
þetta til, segir, að breyta eigi þeim
reglum, sem gilda um eftirlaun þing-
manna, en þær eru í meginatriðum
þessar:
Þingmenn öðlast full lífeyrisrétt-
indi eftir 12 ára þingsetu en eftir 40
ára starf í almenna lífeyriskerfinu.
Eftirlaunin fá þeir ekki fyrr en 65
ára nema 75-ára-reglan kveði á um
annað. Þá er átt við, að þingsetan,
starfsaldurinn og lífaldurinn séu sam-
tals 75 ár eða meira.
Samkvæmt henni getur maður, sem verið hefur
þingmaður í sex kjörtímabil frá 27 ára aldri, farið á
eftirlaun 51 árs.
Eftirlaun þingmanna eru 66% af þingfararkaupi
hverju sinni en á almenna markaðnum er hlutfallið
miðað við fyrri laun eftirlaunaþeg-
anna sjálfra.
Með væntanlegum breytingum á
eftirlaunakerfinu í Noregi er stefnt
að þjóðarsátt um það og einnig að
koma í veg fyrir, að sífellt sé verið að
krukka í það, allt eftir því hvaða
meirihluti er á þingi hverju sinni.
Meginmarkmiðin
Með væntanlegum breytingum á
kerfinu hafa menn þetta þrennt í
huga:
Eftirlaunakerfið á undantekn-
ingalaust að tryggja öllum viðun-
andi öryggi á elliárunum.
Styrkja verður efnahagslegan
grundvöll kerfisins svo ekki sé
verið að lofa fólki einhverju, sem síðan er ekki
hægt að standa við.
Eftirlaunakerfið verður að vera vinnuhvetjandi
en ekki letjandi. Það skiptir miklu fyrir framtíð-
ina, að fólk sé úti á vinnumarkaði meðan það er
um það fært.
Samstaða á norska Stórþinginu um samræmingu lífeyrisréttinda
Eftirlaun þingmanna
og ráðherra verði skert
Einn megintilgangurinn sagður vera að ná þjóðarsátt um eftirlaunamálin
Kjell Magne Bondevik
SÉRFRÆÐINGAR á vegum
stjórnvalda í Washington hófu í des-
ember að kanna með leynd hvort
merki væru um það í helstu stór-
borgum landsins að hryðjuverka-
menn væru að koma þar fyrir geisla-
virkum sprengjum, svonefndum
„skítugum sprengjum“ eða jafnvel
kjarnorkusprengjum. Sérfræðing-
arnir reyndu að vekja sem minnsta
athygli á götunum, þeir földu mæli-
tækin í skjalatöskum eða golfpokum
til þess að sem minnst bæri á þess-
um fyrirbyggjandi aðgerðum. Þeir
eru einnig búnir tækjum til að
greina efna- eða sýklavopn.
Sprengja af þessu tagi er gerð úr
hefðbundnu sprengiefni en bætt er
við geislavirku efni af einhverju tagi
í von um að hægt verði að menga
svæðið þar sem tilræðið er framið.
Einnig myndi óvenjulegt vopn af
þessu tagi geta valdið skelfingu og
sálfræðilegu áhrifin yrðu mikil þótt
ólíklegt sé að mannfall yrði mikið.
Vitað er að liðsmenn hermdarverka-
samtakanna al-Qaeda hafa reynt að
komast yfir stolin geislavirk efni
sem notuð eru meðal annars í ýmis
lækninga- og rannsóknatæki. Ekki
þarf auðgað úran, sem torvelt er að
komast yfir, í skítugar sprengjur.
Írakar prófuðu skítuga sprengju
1987 en hættu við áætlunina, töldu
vopnið ekki nógu mannskætt.
Radíum í Las Vegas
Tveim dögum fyrir gamlársdag
fundust merki um geislavirkni í
vörugeymslu í grennd við miðborg
Las Vegas. Haft var samband við
embættismenn Hvíta hússins í
Washington og alríkislögreglan,
FBI, girti svæðið af. Sérfræðingar
sendu vélmenni inn í húsið og kom
það til baka með bakpoka. Í honum
var lítill stáldunkur með efninu radí-
um sem notað er til lækninga. En
útigangsmaður, sem hafði útvegað
FBI-mönnunum lykil að húsinu,
sagðist hafa fundið dunkinn fyrir
nokkrum árum. Menn önduðu léttar.
Málið í Las Vegas er fram til
þessa eina dæmið um að sérfræðing-
arnir hafi raunverulega fundið nokk-
uð hættulegt. En talsmaður FBI,
Brian Rohrkasse, sagði í vikunni að
yfirmenn öryggismála hefðu haft
miklar áhyggjur af því að tilræð-
ismenn létu til skarar skríða um ára-
mótin þar sem fjöldi fólks væri sam-
ankominn, t.d. á Times-torgi í New
York á gamlárskvöld.
Leynileg leit að „skítugum sprengjum“ í stórborgunum
Gráir menn með golfpoka
Washington. AP.
ELDISLAX hefur að geyma umtals-
vert meira magn af díoxínum og öðr-
um mengunarefnum, sem hugsan-
lega geta valdið krabbameini, heldur
en villtur lax. Þetta er niðurstaða
bandarískra vísindamanna sem gert
hafa mikla rannsókn á efninu.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar,
sem birtast í tímaritinu Science í
gær, kemur fram að eldislax frá
Norður-Evrópu sé mest mengaður,
en þar á eftir kemur eldislax frá
Norður-Ameríku og Chile. Kenna
vísindamennirnir, sem stóðu að
rannsókninni, um fóðrinu sem notað
er á laxeldisstöðvum þar sem það
hafi áhrif á aðskotaefnin í laxinum.
Vísindamennirnir komast að
þeirri niðurstöðu að borði menn lax,
sem ræktaður hefur verið á fiskeld-
isstöð, oftar en einu sinni á mánuði
aukist hugsanlega nokkuð hættan á
því að þeir fái krabbamein síðar á
ævinni.
Fulltrúar Matvæla- og lyfjastofn-
unar Bandaríkjanna segja hins veg-
ar að magn mengunarefna í laxi sé of
lítið til að ástæða sé til að hafa sér-
stakar áhyggjur. Þeir hvetja al-
menning í Bandaríkjunum til að láta
niðurstöður rannsóknarinnar ekki
hræða sig til þess að breyta matar-
venjum sínum.
Ruglar neytendur í ríminu
Þykir ljóst að þessi umræða muni
rugla neytendur talsvert í ríminu en
lengi hefur því verið haldið að fólki
að það eigi helst að borða fisk tvisvar
í viku, enda sé það til þess fallið að
draga úr líkum á hjartasjúkdómum.
„Við erum sannarlega ekki að
segja fólki að borða ekki fisk. [...] Við
erum að segja því að borða minni
eldislax,“ segir David Carpenter við
háskólann í Albany en hann var í
hópi vísindamannanna sem stóðu að
rannsókninni. Prófuðu þeir 700 lax-
ategundir víðsvegar að úr heiminum.
Hann heldur því fram að eldislax
nærist á lýsi og fóðri sem komi úr að-
eins nokkrum sjávarfisktegundum,
sem þýði að þau mengunarefni sem
fiskurinn hefur komist í tæri við ein-
angrist betur. Fæði villts lax komi
hins vegar úr fleiri áttum.
Eldislax
sagður
mengaðri
en villtur
Washington. AP.
NÍU MANNS biðu bana í banda-
rískri herþyrlu í gær þegar hún brot-
lenti nálægt bænum Fallujah í Írak,
að sögn Bandaríkjahers.
Þyrlan var af gerðinni UH-60
Black Hawk og brotlenti á kartöflu-
akri í þorpinu Nuamiya, suðaustan
við Fallujah þar sem önnur bandarísk
herþyrla var skotin niður á föstudag-
inn var. Bandarískur hermaður beið
þá bana og annar særðist.
„Enginn í þyrlunni komst lífs af,“
sagði talsmaður Bandaríkjahers um
atburðinn í gær. „Í henni voru níu
menn og við göngum út frá því að þeir
hafi allir verið í bandaríska hernum.“
Ekki hefur verið upplýst hvort
þyrlan hafi orðið fyrir árás, en
Bandaríkjaher hefur átt í stöðugum
átökum við uppreisnarmenn í ná-
grenni Fallujah. Sjónarvottar segja
að tvær þyrlur hafi verið saman á
flugi og önnur þeirra hrapað skyndi-
lega til jarðar.
Reuters
Leitarþyrla sveimar yfir svæðinu
þar sem Blackhawk-þyrlan fórst.
Níu bíða
bana er
herþyrla
brotlendir
Nuamiya. AFP.