Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 20

Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Höfuðborgarsvæðið | Allt stefnir í að íbúar höfuðborgarsvæðisins verði orðnir 200.000 einhverntíma á árinu 2008, og eru forsendur fyrir þessu mati bæði náttúruleg fjölgun og bú- ferlaflutningar. Þessi spá er gerð út frá tölum um fjölgun íbúa á árunum 1995 til 2000. Ef bara er reiknað með náttúrulegri fjölgun íbúanna, ekki búferlaflutning- um, gera íbúafjöldaspár ráð fyrir því að íbúafjöldinn nái 200 þúsundum árið 2022, segir Bjarni Reynarsson, skipu- lagsfræðingur hjá Land-ráð. Íbúar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnar- nesi, Mosfellsbæ og Bessastaða- hreppi voru 181.746 þann 1. desember 2003, og hafði fjölgað um 2.112 frá því á sama tíma árið áður, samkvæmt töl- um frá Hagstofu Íslands. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi hefur fylgst með þessari þróun undanfarin ár. „Ég spáði því þegar ég skrifaði um framtíðarþróun 1990 að þegar íbúar landsins yrðu orðnir 300 þúsund þá yrðu 200 þús- und hér á höfuðborgarsvæðinu og 100 þúsund úti á landi. Þetta er alveg að ganga upp.“ Fjölgar mest í Bessastaðahreppi Fjölgun íbúa frá desember 2002 var mest í Bessastaðahreppi, 5,16%, en þar fjölgaði íbúum úr 1.784 í 1.876. Fjölgunin var nokkru minni í öðrum sveitarfélögum, í Hafnarfirði fjölgaði um 2,49%, í Mosfellsbæ um 2,26%, í Garðabæ um 2,03% og um 1,37% í Kópavogi. Í Reykjavík var fjölgun íbúa aðeins 0,8% á síðasta ári. Á Sel- tjarnarnesi varð 1,17% fólksfækkun, íbúar voru 4.620 í desember 2002 en fækkaði í 4.566 í desember 2003. Þegar þróun síðustu tíu ára er skoðuð er mest fólksfjölgun í Bessa- staðahreppi, 60%, en næst-mest er fjölgunin í Kópavogi, 47%. Íbúar verða orðnir 200 þúsund eftir fjögur ár SAMEINING sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu kemur ekki til greina eins og staðan er í dag, rekstur þeirra er einfaldlega svo mismunandi að slíkt yrði til bölv- unar fremur en blessunar, segir Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. „Það er afskaplega mismunandi rekstur á þessum sveitarfélögum. Við [Kópavogur] skilum lang- mestum tekjuafgangi á hverju ein- asta ári. Svo ef við sameinumst til dæmis Reykjavík þá hækka skuld- ir á hvern íbúa, lækkar tekju- afgangur á hvern íbúa og svo framvegis,“ segir Sigurður „Við þurfum hinsvegar ... að hafa mjög nána samvinnu um almennings- samgöngur, skipulagsmál, frá- rennsli og veitumál, og það erum við með. Við höfum saman sorpið, slökkvilið og strætó, og þessi sam- vinna er mjög góð milli sveitarfé- laganna.“ Aðspurður hvort sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu sé vænlegur kostur segir Sig- urður: „Það yrði á þessu stigi til bölvunar, því er ég eiginlega alveg klár á. Svo er út af fyrir sig svolít- ið gott að menn geti valið.“ Þá geti menn valið sér bæjarfélag eft- ir sínum smekk, gróið hverfi á Sel- tjarnarnesinu eða nýtt hverfi í uppbyggingu í Kópavogi eða Hafn- arfirði. Sigurður segir að þegar fram líða stundir sé vel hugsanlegt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu sameinist, en hann sjái það ekki gerast í náinni framtíð. Sameining til bölvunar Flutt á suðurbakkann | Skrif- stofur Hafnarfjarðarhafnar hafa nú flutt yfir á suðurbakkann, úr gamla Bæjarútgerðarhúsinu á Vesturgöt- unni yfir á Óseyrarbraut 4 við sunn- anverða höfnina. Þangað hafa hafn- arverðir einnig flutt, en þeir voru áður til húsa að Fornubúðum. Höfn- in hefur verið með skrifstofur í Bæj- arútgerðarhúsinu frá því 1989 en nú stendur til að þau hús verði rifin. Fjármálaráðuneytið Tilkynning til launagreiðenda Að gefnu tilefni vill fjármálaráðuneytið vekja athygli á því að þann 5. desember sl. samþykkti Alþingi breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald, sem felur í sér að heimild til lækkunar á tryggingagjaldi vegna viðbótarlífeyrissparnaðar launamanns er felld niður. Breyt- ingin tók gildi 1. janúar 2004. Samkvæmt þágildandi lögum skyldi tryggingagjald lækka um allt að 0,4% af gjaldstofni og sá hluti tryggingagjaldsins nýttur sem iðgjaldshluti launagreiðanda á móti iðgjaldshluta launamanns. Með fyrrgreindri lagabreytingu var þetta ákvæði, er kvað á um lækkun trygg- ingagjalds vegna viðbótarlífeyrissparnaðar launamanns, fellt niður. Tekið skal fram að umrædd breyting hefur ekki áhrif á kjarasamningsbundið mótframlag vinnuveitanda vegna viðbótarlífeyrissparnaðar. Fjármálaráðuneytinu, 7. janúar 2004 Þriggja hæða æfingaskýli fyrir golfara Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsta skóflustungan: Sólin reis tignarlega upp fyrir sjóndeildarhringinn þegar fyrsta skóflustungan var tekin. lagsins yfir sumarmánuðina þar sem margir munu velja að æfa sig við svona góðar aðstæður. Við er- um með 30 æfingamottur á sumrin á Korpúlfsstöðum og á álagstímum er oft bið í að komast á þær, þann- ig að ég held að þörfin sé mikil og er viss um að nýja húsið verður vel nýtt,“ sagði formaðurinn. Kostnaður við byggingu æf- ingaskýlisins er áætlaður 105 milljónir króna og greiðir Reykja- víkurborg 50–60% af honum. Einn- ig fékk klúbburinn þróunarstyrk frá R&A í Skotlandi, sem er eins konar Alþjóðagolfsamband. Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 1934 og verður því 70 ára á þessu ári. Hann er elsti golf- klúbbur landsins. Í klúbbnum eru um 2.000 meðlimir og segir Gestur að GR sé eitt stærsta íþrótta- félagið á landinu þar sem allir fé- lagar séu mjög virkir. Hann full- yrðir að ekkert íþróttafélag fái jafnmikið í félagsgjöld árlega, en meðalársgjald í GR er um 50 þús- und krónur. Klúbburinn hefur ver- ið yfirfullur síðustu ár og nú eru um 500 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. Gestur segist vonast til að nýja æfingaaðstaðan gefi svigrúm til að stytta biðlistann. Þá hefur verið sótt um að stækka völlinn á Korp- úlfsstöðum um níu holur og það gefur einnig möguleika á að fjölga félagsmönnum á næstu árum. „Bylting fyrir ís- lenska kylfinga“ Á þremur hæðum: Hægt verður að slá bolta út á æfingarsvæðið af þremur hæðum í æfingaskýlinu. Grafarholt | Golfklúbbur Reykja- víkur hyggst reisa þriggja hæða æfingaskýli á aðstöðu klúbbsins í Grafarholti, og verður svæðið tilbúið um mánaðamótin maí–júní í sumar. Það verður hápunkturinn á 70 ára afmæli klúbbsins. „Þetta verður bylting fyrir ís- lenska kylfinga og um leið stigið stórt skref í átt að því að gera golf að heilsársíþrótt hér á landi. Þetta er því stór dagur fyrir okkur þeg- ar jarðvegsframkvæmdir hefjast,“ sagði Gestur Jónsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur, eftir að hafa tekið fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Gert er ráð fyrir að í bygging- unni verði 72 básar á þremur hæð- um, þar af fjórir með sjálftíandi mottum. Allir básar á jarðhæð verða með innrauðum hitalömp- um. Gestur segir að æfingaaðstaða klúbbfélaga og annarra kylfinga muni breytast mikið við tilkomu hússins. Lengir golftímabilið „Ég get fullyrt að þetta æf- ingaskýli á eftir að breyta miklu og mun lengja golftímabilið. Við komum til með að geta boðið upp á æfingaaðstöðu allt árið við bestu hugsanlegu aðstæður. Þá mun þetta einnig létta álagið á velli fé- Korpúlfsstaðir | Fyrirhugað er að tengja Korpúlfsstaðaveg og Vest- urlandsveg með því að framlengja Korpúlfsstaðaveg, og er tilgang- urinn m.a. sá að tengja byggð í Staðahverfi í Reykjavík og Blika- staðalandi í Mosfellsbæ við Vest- urlandsveg. Áætlað er að hefja framkvæmdir í vor og ljúka verk- inu sumarið 2005. Korpúlfsstaðavegur hefur verið í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar s.l. áratugi og er ein forsenda uppbyggingar á Blikastaðalandi, en framkvæmdin verður á vegum beggja sveitarfé- laga. Göngubrú sam- hliða veginum Gatan verður um 700 metrar með einni akrein í hvora átt, og nær framkvæmdin frá Barðastöð- um með brú yfir Úlfarsá og teng- ist til bráðabirgða með hringtorgi við Vesturlandsveg. Samkvæmt samgönguáætlun verða mislæg gatnamót byggð á Vesturlandsvegi sunnan við hring- torgið á árabilinu 2011 til 2014. Göngubrú yfir Úlfarsá verður samsíða akstursbrúnni og rétt norðan götunnar. Gönguleiðir verða undir akstursbrúna beggja vegna árinnar og austan árinnar verður jafnframt reiðleið.         +      *         !    2   " 3  4 5 " Korpúlfs- staðavegur fram- lengdur Mikill fjöldi í garðinn | Ekki mun- aði miklu að aðsóknarmet yrði slegið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á árinu 2003, en þá komu 211.701 gest- ir í garðinn, og hafa ekki komið fleiri á einu ári síðan á metárinu 1993, að því er fram kemur í fréttabréfi garðsins. Aðsóknin í garðinn var mjög mis- jöfn eftir mánuðum, tæplega 48 þús- und sóttu hann heim í maí á síðasta ári, og voru litlu færri heimsóknir sumarmánuðina þrjá. Fæstir komu í febrúar þegar aðeins 3.755 sóttu garðinn heim.   

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.