Morgunblaðið - 09.01.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.01.2004, Qupperneq 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 23 DORRIT Moussaieff forsetafrú verður verndari Siglingadaga 2004 á Ísafirði sem fram fara í sumar og eru tíu daga hátíð- arhöld, helguð sjósporti. Dorrit, sem er mikil áhuga- manneskja um siglingar og vat- naíþróttir of fór m.a. á sjóskíði á Ísafirði í fyrra, mun verða andlit daganna út á við og setja hátíðina sem hefst föstudaginn 16. júlí og stendur til 25. júlí. Úlfar Ágústsson, fram- kvæmdastjóri Siglingadaganna á Ísafirði, segir ánægju ríkja með að fá Dorrit á hátíðina. „Það er okkur mikill heiður að hún sýni okkur þennan virðingarvott,“ segir Úlfar. „Vestfirskar konur eru sterkari en annars staðar á Íslandi og þess vegna vildum við gjarnan fá Dorrit sem fulltrúa, þar sem hún hefur sýnt það í þeim ferðum sem hún hefur átt til Vestfjarða að hún er kraftmikil og dugleg kona sem nýtur mik- illar virðingar,“ segir Úlfar. Einnig var gengið frá því ný- lega að samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, kæmi að ráð- stefnu um siglingaleiðina milli Ís- lands og Grænlands, sem haldin verður í tengslum við hátíðina. Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um þessa hættulegu siglingaleið. „Þetta er ein hættulegasta siglingaleið í heiminum bæði vegna veðurfars og ísreks, en nú er ísinn að hörfa vegna hlýnunar andrúmsloftsins,“ segir Úlfar og tekur fram að ráð- stefnan sé ætluð þeim sem hafa áhuga á því að sigla um þetta haf- svæði, þar sem þeir geta fengið í einu lagi upplýsingar um veð- urfar, sjólag og ísrek og mögu- leika til afþreyingar á Austur- Grænlandi. Að lokinni ráðstefn- unni er áætlað að skemmtibátar fari í siglingu yfir sundið til Aust- ur-Grænlands og skoði það sem landið hefur að bjóða. Forsetafrúin verndari Siglingadaga 2004 Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Egilsstaðir | Haus af hreinkú, sem fannst í Oddsdal í Norðfirði fyrir fá- einum vikum, er nú til skoðunar á Keldum. Hafði maður séð dýrið steypast fram af barði og lá það dautt eftir. Þegar nánar var að gáð mátti sjá á vinstri vanga þess risavaxið kýli sem náði frá eyra fram á snoppu. Hefur það ekki getað bitið fyrir kýlinu og því veslast upp af hungri. Auk þess hefur það varnað dýrinu sjónar á vinstra auga. Hreinkýr hafa áður fundist með kýli á höfði, en ekki er enn vitað hvað veldur. Skarphéðinn Þórisson hjá Nátt- úrustofu Austurlands, sem sendi hausinn að Keldum til rannsóknar, segir kýlið vera n.k. blóðfylltan kepp sem himna hafi myndast yfir og eins og þétt, vökvafyllt blaðra. Orsökin liggi þó ekki ljós fyrir. Reiknað er með að niðurstaða rannsóknar á Keldum liggi fyrir á næstu dögum. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Fannst í Norðfirði: Hreinkýr með ljótt kýli. Hausinn nú til rannsóknar á Keldum. Orsaka leit- að fyrir kýlamyndun á hreinkýr 10. janúar 2004 Hvað er hér í gangi?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.