Morgunblaðið - 09.01.2004, Síða 27

Morgunblaðið - 09.01.2004, Síða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 27 Á blaðamannafundi í Skólabæ í gær kynnti dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein- argerð sína vegna gagnrýni sem birst hefur á Halldór, fyrsta bindi ævisögu hans um Hall- dór Kiljan Laxness. Í lok kynning- arinnar ítrekaði Hannes að hann vís- aði eindregið og algerlega á bug öllum ásökunum um ritstuld eða óheiðarleg vinnubrögð við ritun bók- arinnar. Að því búnu var blaðamönn- um gefinn kostur á að bera upp spurningar. Spurður að því hvort fjölskylda Halldórs Laxness hefði gert at- hugasemd við notkun hans á sendi- bréfum skáldsins, sagði Hannes að nokkrar slíkar athugasemdir hefðu komið fram og að hann hefði tekið tillit til þeirra allra. Hannes sagði að sér hefði þótt það miður að fjöl- skylda Halldórs hefði tekið því svo illa að hann skrifaði bókina. Hann sagði að það hefði alls ekki verið ætl- un sín að troða illsakir við fjölskyldu Halldórs Laxness; fyrir honum hefði vakað að skrifa bók um Halldór, en ekki gegn honum. Hann sagði að við- brögðin við bókinni hefðu komið sér á óvart, og nefndi grein sem þekktur rithöfundur skrifaði undir fyrirsögn- inni „Boðflenna gerist veislustjóri“. Hann sagði slíkt lýsa hugarfari ákveðins hóps fólks, sem teldi sig hafa einkarétt á íslenskri menningu, en teldi hann ekki tilheyra þeim hópi. Hannes var spurður að því hve mikið hann hefði fengið greitt frá Háskóla Íslands, sem prófessor, fyr- ir skrif bókarinnar, og sagði hann að Háskólinn hefði ekki greitt sér neitt enn þá fyrir skrifin. Hann vísaði í reglur Háskólans um mat á ritverk- um háskólamanna til hækkunar launa eftir eðli ritanna og innihaldi, og kvaðst myndu leggja bók sína fram og láta þá sem um slík rit fjalla, gera það. Bætir miklu við önnur fræðirit Spurður um hverju rit hans bætti við önnur fræðileg verk um Halldór Laxness, kvaðst Hannes telja rit sitt bæta mjög miklu við. Hann kvaðst hafa sannreynt minningabækur Halldórs og vísaði í dæmi sem hann nefndi í greinargerð sinni um mis- sagnir og misminni Halldórs, sem honum hefði á þann hátt tekist að leiðrétta. Hann hefði líka aflað nýs fróðleiks um ýmsar aukapersónur sem á vegi Halldórs urðu. Hannes sagði umfjöllun um ástarævintýri Halldórs líka til marks um það sem er frumlegt og nýtt í bók sinni; að hann hefði haft uppi á konunum í lífi Halldórs, því tengsl væru milli per- sónulegs lífs skáldsins og skáld- sagna hans. Ég er að grípa hugblæinn Fjölmargar spurningar voru bornar upp um aðferðir Hannesar við úrvinnslu heimilda og tilvísanir, sú fyrsta hvort hann væri full- komlega sáttur við hvernig honum hefði til tekist við meðferð heim- ildanna. Hannes svaraði því til að engin bók væri gallalaus, en að sér þætti mjög fáar prentvillur og fáar staðreyndavillur í sinni bók, hann væri sáttur við hve fáar villur þetta væru. Hann sagðist hafa gert sér grein fyrir því að allir sérfræðingar um Halldór Laxness myndu lesa bókina en nú kæmi í ljós að gagn- rýnin snerist hvorki um það að hann hefði verið að níða skáldið niður, né að bókin væri full af meinlegum vill- um, heldur að tilvísanir væru of fáar. Spurður að því hvort ekki væri nauðsynlegt að hafa tilvísanir, þegar verið væri að taka texta nánast orð- rétt upp úr bókum, þannig að svo virtist sem texti Halldórs Laxness væri eftir Hannes, sagði Hannes að sem fræðimaður væri hann bundinn af tvennu: að geta heimilda, og hafa það sem sannara reynist. Hann kvaðst telja sig geta heimilda svika- laust, og benti jafnframt á það að margverðlaunaðir rithöfundar not- uðu nákvæmlega sömu aðferð og hann. Er ekki að leyna neinu Hannes rakti nokkur dæmi um að- ferð sína, og nefndi meðal annars frásögn af ferð Halldórs frá París til Lourdes í Frakklandi. Hannes kvaðst hafa lesið ferðasögur til að fá á tilfinninguna hvernig ferð frá Par- ís til Lourdes með járnbrautarlest hefði verið á þessum tíma. Í ferða- sögunum fann hann lýsingu Guð- brands Jónssonar á þessu ferðalagi og smíðaði sinn texta úr lýsingu Guðbrands og lýsingu Halldórs sjálfs; á ferðalaginu sjálfu, hvernig fjöllin birtast, aðkomunni á járn- brautarstöðina og Lourdes. Hann sagði að þessar lýsingar hefði hann lagað að þörfum eigin texta. Hannes sagði það fáránlegt ef hann mætti ekki nýta sér æsku- minningar skáldsins sjálfs til að lýsa æsku hans. Hann lýsti aðferð sinni við heimildanotkun frekar og sagði hana felast í því að taka textann úr „kiljönsku“, breyta 1. persónu frá- sögn í 3. persónu og taka burt sér- kennilegt kiljanskt orðalag. „Þannig tel ég ekki að ég sé að stela texta frá skáldinu, ég er bara að reyna að grípa andrúmsloftið og hugblæinn, því að eins og ég segi í greinargerð- inni, þá eru minningabækur skálds- ins nothæfar, en ekki traustar heim- ildir um ævi skáldsins, en þær eru stórkostlegar heimildir um hugblæ og andrúmsloft.“ Hannes sagði að til að tryggja sig gagnvart gagnrýnisröddunum hefði hann þurft að nota það sem hann kallar „cut and paste“-aðferð, sem hann taldi enga aðferð við að skrifa ævisögu. Í því hefði falist að taka texta úr minningabókum Halldórs setja gæsalappir utan um þá og prjóna eigin texta á milli. Hann hafi fremur kosið að sannreyna texta Halldórs sjálfs og endursegja hann. Um þetta atriði spunnust miklar umræður. „Það er ekki eins og ég sé að leyna þessu,“ sagði Hannes með vísan til þess að hann gat heimilda sinna í eftirmála bókarinnar. Hann var spurður að því hvern mun hann teldi á því að beita formlegum tilvís- unum, og því að vitna nánast orðrétt í texta og gera að sínum eigin, án þess að vísa til heimildar. Hannes sagði það matsatriði hverju sinni. „Stundum er það svo augljóst að ég er að nota textann, að ég þarf ekki að drita niður fleiri en tveimur og hálfri tilvísun að jafnaði á blaðsíðu. Alla vega er alveg ljóst, að það er ekkert óheiðarlegt í því. Ég er ekki að dylja neinn neinu. Mér finnst það aðalatriðið. Mér þótti það miður að vera sakaður um eitthvað óheið- arlegt og það er ekki rétt. Við getum deilt um það fram og til baka hvort ég hefði átt að nota fleiri en 1.600 til- vísanir, en ég tel það engan stór- glæp.“ Í kjölfar þessa svars var Hannes spurður að því hvort þetta væri ekki sérkennilegt gagnvart þeim lesendum hans, sem ekki hefðu lesið minningabækur Halldórs Lax- ness. Þeir vissu þá ekki annað en að umræddur texti væri eftir Hannes. Hannes játaði því að þessir lesendur myndu telja textann hans smíð. Hann sagði nokkuð til í orðum Jóns Karls Helgasonar bókmenntafræð- ings í útvarpsþætti nýverið, um að öll söguritun væri endurritun. Hann sagði verkefni sitt hafa verið að skrifa læsilega og skemmtilega bók, og því hafi hann stuðst á þennan hátt við skáldið, til að fanga hugblæ og andrúmsloft. „Þegar hann lýsir ein- hverju atviki eða persónum eft- irminnilega, þá tek ég það upp, og mér finnst ekkert að því. Mér finnst tilvísanirnar alveg nægilega margar. Það má þó endalaust staglast á því hvort tilvísanirnar hefðu átt að vera fleiri eða færri. Ég vil alla vega að það liggi ljóst fyrir, að ég gerði ekk- ert óheiðarlegt og framdi engan rit- stuld. Mér finnst það blasa við af þeim gögnum sem ég lagði fyrir ykk- ur hér.“ Hannes var spurður að því hvort það hefði verið óhugsandi fyrir hann að beita þriðju aðferðinni – að semja eigin texta og skeyta tilvísunum inn í hann eftir þörfum. Hann sagðist vera á móti því að finna hjólið upp aftur, og í þeim tilfellum sem hann hefði fundið góðar lýsingar annarra, lýsingar sem gripu andrúmsloftið mjög vel, hefði hann þess vegna not- að þær. Hann nefndi sem dæmi um það skemmtilega frásögn Halldórs af miðilsfundi í San Diego í Kali- forníu, sem hann notaði mjög mikið, eftir að hafa tekið úr henni kiljönsk- una og annað sem einkenndi stíl Halldórs. Hann kvaðst með því ekki vera að reyna að líkja eftir eða hnupla stíl Halldórs Laxness, hann notaði texta hans þegar um lifandi og skemmtilega frásögn væri að ræða. Að þessu sögðu var Hannes spurður að því hvort tilgangur tilvís- ana væri ekki einmitt að greina í sundur hver hefði skrifað hvað. Hannes sagði að þegar það hefði blasað við að hans mati, hvernig málum væri háttað, þá hafi hann sleppt tilvísunum, og ítrekaði að þetta væri matsatriði hverju sinni. Fræðirit eða ekki Spurningu um hvort hann bæri ekki ábyrgð á meðferð heimilda, sem prófessor við Háskóla Íslands, svar- aði Hannes að sem ævisöguritari bæri hann aðallega ábyrgð sem ævi- söguritari. Hann hefði ekki skrifað bókina sem háskólaprófessor. Hann ítrekaði það sem hann sagði í grein- argerðinni, að allur gangur væri á því hjá ævisagnariturum hvernig notkun tilvísana væri háttað. Enn var spurt um hvort bókin væri fræðirit skrifað af prófessor eða bók almenns eðlis, sem ekki væru gerðar sömu kröfur til hvað notkun heimilda varðar. Hannes sagði bók sína rækilega rannsókn sem hann hefði unnið að í tvö ár. „Hitt er annað mál að vegna þess að ég er að skrifa þetta handa almenn- ingi og reyna að hafa þetta læsilegt og aðgengilegt, þá auðvitað reyni ég að íþyngja ekki textanum með of miklu fræðastagli. Allir fyrirvarar og umræður um heimildagildi og sanngildi einstakra atriða, ég vísa því í tilvísanaskrána. Ég held að bókin standi því alveg sem vandað fræðirit. Þetta er ekki dokt- orsritgerð. Ég skrifa bókina sem ævisöguritari, en er auðvitað líka há- skólaprófessor. Við getum orðað það þannig: ég heiti Hannes, en ég heiti líka Hólmsteinn, og við getum rifist endalaust um það hvort ég heiti Hannes eða Hólmsteinn. Ég er bæði ævisöguritari og háskólaprófessor.“ Ekki var látið þarna staðar numið og enn spurt hvort bókin væri fræði- rit eða ekki. Hannes sagði svar sitt við öllum þeim ásökunum sem á hann væru bornar þríþætt: „Í fyrsta lagi fór maður frá fjölskyldunni yfir þetta og gerði engar athugasemdir. Í öðru lagi tek ég vandlega fram í eftirmálanum að ég nýti mér þessi rit, og í þriðja lagi þá lýtur þetta rit ekki lögmálum doktorsritgerðar, heldur ævisögu, og ég ræði það ít- arlega í greinargerðinni, að það er allur gangur á því hvernig ævisögur eru ritaðar. Ástæðan fyrir því að ég tek þetta fram er sú að ég vísa á bug ásökunum um óheiðarleg vinnu- brögð. Það er hins vegar umræðu- efni, og alveg hægt að ræða það fram og til baka, hvað maður á að ganga langt í þessum málum. Það væri efni í ráðstefnu í Háskólanum. Það sem er fróðlegt umræðuefni og álitamál, hefur verið snúið upp í her- ferð gegn mér.“ Spurður um hvort hann teldi það ljóð á góðri ævisögu að ritari hennar notaði allar þær til- vísanir sem hann þættist þurfa hve margar sem þær væru, kvað Hannes svo alls ekki vera. Ævisöguritarinn ætti þó ekki að trufla lesandann of mikið með vangaveltum sínum, held- ur segja söguna. Í framhaldinu var spurt hvort hann hefði sjálfur talið það trufla lesendur sína, hefði hann notað allar þær tilvísanir sem þurft hefði, kvaðst hann halda að svo hefði orðið. Aðspurður sagðist Hannes eiga erfitt með að trúa því að sú gagnrýni sem bók hans hefði fengið væri sprottin af persónulegri heift í hans garð fremur en verkinu sjálfu. „Ég efast um að nokkur hér inni láti sér detta það í hug.“ „Ég gerði ekkert óheiðar- legt, framdi engan ritstuld“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hannes Hólmsteinn Gissurarson ræðir við blaðamenn í gær um gagnrýni á ævisögu hans um Halldór Laxness. ’ Stundum er það svo augljóst að ég er aðnota textann, að ég þarf ekki að drita nið- ur fleiri en tveimur og hálfri tilvísun að jafnaði á blaðsíðu. Alla vega er alveg ljóst, að það er ekkert óheiðarlegt í því. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.