Morgunblaðið - 09.01.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 09.01.2004, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ég vísa afdráttarlaust á bug ásökunum um rit- stuld eða óheiðarleg vinnubrögð í bók minni, Halldór, sem er fyrsta bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness. Í þessari greinargerð kemur eftirfarandi fram:  Ég gat þess skilmerkilega í eftirmála bókar minnar, að ég fléttaði lýsingar Halldórs á ævi sinni inn í frásögn mína. Það lá alltaf fyrir, enda fæ ég ekki séð, að neitt sé at- hugavert við það í ævisögu hans.  Ég gat þess líka sérstaklega í eftirmál- anum, að ég styddist við rannsóknir Peters Hallbergs, enda var ég ekki að skrifa próf- ritgerð í bókmenntafræði, heldur læsilega og aðgengilega ævisögu.  Þar sem ég tók fram í eftirmálanum, að ég nýtti mér þessi rit umfram önnur, taldi ég ekki þurfa að vitna eins oft í þau og önnur rit. Raunar eru í bók minni 127 tilvísanir í æskuminningabækur Halldórs og 84 í verk Hallbergs. Samtals eru 1.627 tilvísanir í bók minni.  Fjölmörg dæmi eru um það, að höfundar ævisagna endursegi lýsingar annarra á at- vikum og einstaklingum, enda er vandséð, hvernig annars megi skrifa ævisögur.  Í tilefni af ýmsum ummælum um bók mína hlýt ég að láta þess getið, að fulltrúi fjöl- skyldu Halldórs Kiljans Laxness las yfir próförk að allri bókinni, þar á meðal tilvís- unum. Ég fór eftir nær öllum athugasemd- um, sem ég fékk frá honum.  Strax og ég fór úr landi mánudaginn 22. desember síðastliðinn hófust harðar árásir á mig í fjölmiðlum. Ég gat ekki svarað fyrir mig. Í þessum árásum eru margvíslegar villur og rangfærslur. Ásakanir um ritstuld Því hefur verið haldið fram í mörgum fjöl- miðlum, að ég hafi orðið uppvís að ritstuldi. Ég hafi laumast í verk þeirra Halldórs Kiljans Laxness og Peters Hallbergs og skrifað þaðan upp heilu kaflana. Þetta er alrangt. Ég segi í eftirmála bókar minnar: Ég hef auðvitað haft ómælt gagn af rann- sóknum annarra fræðimanna á verkum Halldórs Kiljans Laxness, einkum þeirra Peters Hallbergs í nokkrum ritgerðum og fjórum bindum (Vefarinn mikli, I.–II. og Hús skáldsins, I.–II.) og Eiríks Jónssonar kennara í mörgum greinum og bók (Rætur Íslandsklukkunnar). Halldór hefur sjálfur skrifað fimm minningabækur (Skáldatími, Í túninu heima, Úngur ég var, Sjömeist- arasagan og Grikklandsárið), og viðtals- bækur hafa birst um báðar eiginkonur hans (Í aðalhlutverki um Ingibjörgu Ein- arsdóttur og Á Gljúfrasteini um Auði Sveinsdóttur). Allt þetta efni hef ég reynt að hagnýta mér og fella saman í eina heild, en hef vísað fyrirvörum og athugasemdum í neðanmálsgreinar til að trufla ekki hinn al- menna lesanda, þótt mér beri auðvitað að gera fræðimönnum skil á forsendum mín- um. Meginregla mín var sú að fara eftir Halldóri sjálfum, nema þegar aðrar heim- ildir taka af skarið um annað, og það gera þær ósjaldan. Í eftirmálanum kemur þannig skýrt fram, að ég nýti mér efni úr minningabókum Halldórs og ritum Hallbergs, þótt ég breyti textum eftir þörfum eigin verks. Ég geri hvergi neina til- raun til að leyna því. Raunar tók ég þetta ein- mitt sérstaklega fram til þess að þurfa ekki að vitna eins oft og ella í þessi rit. Allt tal um rit- stuld er því fráleitt. Nú kunna einhverjir að segja, að minninga- bækur Halldórs Kiljans Laxness og aðrar lýs- ingar hans á eigin ævi séu óáreiðanlegar heim- ildir, enda hafi hann sjálfur varað við að taka þær bókstaflega. Halldór færði bersýnilega stundum í stílinn. Oft hefur hann auðvitað líka misminnt. En á að vísa þessum bókum hans al- farið á bug sem heimildum vegna þess? Ég vildi fylgja skáldinu fast eftir inn í fortíðina, leyfa lesendum að ganga þangað með honum. Þess vegna setti ég mér þá reglu að hafa orð Halldórs fyrir satt, nema þegar aðrar heim- ildir taka af skarið um annað. Ég reyni með öðrum orðum að meta heimildirnar á gagnrýn- inn hátt. Því miður hafa ekki allir gert hið sama. Nokkrir bókmenntafræðingar hafa til dæmis tekið það beint upp eftir Laxness, þar á meðal Peter Hallberg og Halldór Guðmunds- son, að slitnað hafi upp úr samskiptum skálds- ins og kvikmyndafélagsins Metro-Goldwyn- Mayer í Los Angeles, þegar maður að nafni Paul Bern hafi stytt sér aldur, en hann hafði sýnt handritum Laxness áhuga. Þetta getur ekki verið rétt, því að Paul Bern stytti sér ald- ur 1932, fjórum árum eftir að lokið hafði sam- skiptum Laxness og bandarísks kvikmynda- iðnaðar. Þótt ég flétti vitaskuld lýsingar Halldórs Kiljans Laxness á ævi sinni inn í frásögn mína er það mikill misskilningur, að ég taki upp hrátt eða gagnrýnislaust eftir honum, eins og margir aðrir hafa gert. Ég leiðrétti víða í bók minni missagnir hans og misminni. Til dæmis ruglaði Halldór saman tvennum ábúendahjón- um í Laxnestungu á nítjándu öld, en báðar konurnar hétu Sigríður. Hann misminnti líka um tvöfalda jarðarför á Hraðastöðum, segir, að þar hafi verið jarðaðar saman tveggja ára stúlka og önnur á milli tektar og tvítugs, en hið sanna er, að þetta var drengur á fyrsta ári og 23 ára stúlka. Það er ekki heldur rétt, sem Halldór segir á einum stað, að hann hafi beðið af sér kolaverkfallið í Bretlandi 1926. Hann var kominn til Íslands, áður en það skall á. Ég leið- rétti líka ártöl í frásögn skáldsins, en það virð- ist í minningabókum hafa fært marga atburði unglingsáranna fram um eitt ár. Fjölmargar aðrar leiðréttingar eru í bók minni, þótt lítið fari fyrir þeim, af því að þeim er vísað í neð- anmálsgreinar til að trufla ekki lesandann. Hitt er annað mál, að ég komst að því í þessari rannsókn, að minningabækur skáldsins eru nothæfar heimildir, þótt treysta verði varlega á þær um beinharðar staðreyndir. Og þær eru stórkostlegar heimildir um hugblæ, andrúms- loft. Það blasir við öllum lesendum bókar minnar, hvernig ég nýtti mér minningabækur Halldórs Kiljans Laxness og önnur skrif. Þegar ég taldi almennar lýsingar hans á aðstæðum, atvikum og einstaklingum á ævibrautinni eiga erindi til lesenda færði ég frásögn hans í óbeina ræðu og úr fyrstu persónu (ég) í þriðju persónu (hann) og breytti henni jafnframt eftir þörfum text- ans. Stundum hagræddi ég frásögninni ekki mikið, stundum meira, allt eftir því hvað átti við. Þegar Halldór var hins vegar að segja frá eigin skoðunum eða sálarlífi hafði ég orð hans sjálfs óbreytt með stafsetningu hans og auð- kenndi þau. Ég tel þessa aðferð betri en þá að fylla blaðsíðurnar með löngum, beinum tilvitn- unum. Það á að laga texta að þörfum verksins í stað þess að láta sér nægja að klippa og líma saman efnishlutana og setja utan um þá gæsa- lappir. Meginverkefnið var að reyna að nálgast Halldór, fylgja honum eftir á lífsleiðinni. Ég lærði einmitt margt af Nóbelsskáldinu í þessu efni. „Það er einkenni á verkum Hall- dórs Laxness að hann vinnur mjög úr öðrum textum, jafnt útgefnum sem óútgefnum,“ segir Helga Kress í Sögu 2001. Frægt er, hvernig Halldór samdi ræðu Rauðsmýrarmaddömunn- ar í Sjálfstæðu fólki upp úr þremur verkum annars fólks og vék raunar mjög litlu við. Hann tók líka heilu kaflana úr dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar upp í Heimsljósi. Hann var raunar gagnrýndur fyrir að láta þess ekki get- ið í fyrstu útgáfu. Ég bendi enn fremur á það í bók minni og hef eftir Eiríki Jónssyni, að kvæðið „Snjógirni“ eftir Halldór er sett saman úr vísum eftir annan mann. Sá munur er að vísu á ævisöguritara og skáldi eins og Halldóri, að ævisöguritaranum eru settar tvennar skorður, sem skáldið er óbundið af: Hann verð- ur að hafa það, sem sannara reynist, ekki að- eins það, sem betur hljómar; og hann verður að geta heimilda. Það gerði ég svo sannarlega, bæði í eftirmála mínum og jafnóðum, eftir því sem þurfa þótti. Vinnubrögð ævisöguritara Þeir, sem fordæmt hafa bók mína, hafa kosið að horfa fram hjá eftirmálanum. Þeir virðast líka hafa lagt á verk mitt mælikvarða lokarit- gerðar í bókmenntafræði. En þetta er ekki skólaritgerð, heldur ævisaga handa almenn- ingi, og slík saga þarf að vera aðgengileg, krydduð sögum og stílbrögðum, jafnvel skáld- legu ívafi, sem þó verður að vera stutt heim- ildum. Verkefni ævisöguritarans er að gæða frásögnina lífi, lýsa aðstæðum og atvikum á þann hátt, að lesendurnir finni af þeim bragð og keim. Ég fór um þetta í smiðju til Halldórs Kiljans Laxness og margra annarra. Raunar gekk ég miklu skemmra í skáldlegum lýsing- um en margir aðrir íslenskir ævisagnahöfund- ar. Ég reyndi að temja mér hlutlægan frásagn- arhátt í anda Íslendingasagna frekar en huglægan, þar sem beitt er eins konar heila- spuna í stað traustra heimilda. Ég fylgdist með öðrum orðum með Halldóri utan frá. Þó greip ég stöku sinnum til stílbragða úr skáldsögum hans, eins og mér var að sjálfsögðu heimilt. Í því sambandi vil ég benda á, að skáldsögurnar Innansveitarkronika og Brekkukotsannáll, sem sumir gagnrýnendur mínir hafa minnst á, eru vitanlega ekki traustar sagnfræðilegar heimildir. En skáldinu tekst að skapa í þeim andrúmsloft og lýsa einstaklingum á skemmti- legan hátt, og mér fannst sjálfsagt að sýna því þá virðingu að nýta mér það. Raunar sagði Sig- urjón Kristjánsson, sem ólst upp í Mosfellsdal með Halldóri, eitt sinn opinberlega, að margar minningabækur væru varhugaverðari en Inn- ansveitarkronika. Lítum nánar á málið. Ég var að skrifa ævi- sögu skálds, sem hefur skrifað margt um sjálf- an sig, en fáar aðrar heimildir eru til um bernsku hans, þótt gögnum fjölgi síðan mjög, þegar hann eldist. Ég átti nokkurra kosta völ. Einn var að taka texta skáldsins upp óbreyttan á mörgum stöðum og setja innan gæsalappa, en prjóna eitthvað á milli. Þessum kosti hafn- aði ég, þótt ég hefði með honum vissulega tryggt mig gegn ósanngjarnri gagnrýni. Ritið hefði einmitt með þessu orðið klippiverk og ekkert bæst við, til dæmis til leiðréttingar því, sem skáldið sagði af eigin ævi. Annar kostur var að vísa æskuminningum skáldsins á bug sem heimildum. Það hefði falið í sér, að bókin hefði orðið miklu rýrari og síður fróðleg og skemmtileg. Ég tók því þriðja kostinn, sem var að styðjast við minningabækur skáldsins og aðrar lýsingar þess á aðstæðum, atvikum og einstaklingum, en breyta frásögninni á þann veg, að hún félli að eðli og þörfum bókar minn- ar. Til þess hef ég fullt leyfi samkvæmt við- urkenndum fræðireglum. Ég beitti sömu aðferð auðvitað víðar. Þegar ég sagði frá ferð Halldórs til Lourdes í Suður- Frakklandi studdist ég ekki aðeins við orð hans sjálfs, heldur leitaði upp frásagnir ann- arra. Ég fann ágæta lýsingu Guðbrands Jóns- sonar á ferðalagi til Lourdes og felldi inn í frá- sögnina, en breytti textanum eftir þörfum. Þetta var til þess að bragðbæta frásögnina, draga upp lifandi mynd, skapa hugblæ. Vita- skuld gat ég þessarar heimildar í neðanmáls- grein. Ég nýtti mér líka lýsingu, sem ég fann frá öðrum manni, Konrad Simonsen, á komu hans í klaustrið á þeim tíma, þegar Halldór var þar, og á verunni þar. Að sjálfsögðu gat ég þeirrar heimildar í neðanmálsgrein. Ég setti líka saman í eina samfellda frásögn margvísleg brot í handriti frá Þórbergi Þórðarsyni um það, þegar Stefán frá Hvítadal tók kaþólska trú fyrir hvatningu Halldórs. Í neðanmáls- grein vísaði ég til þessara heimilda. Enn verð- ur að hafa í huga, að ég var að skrifa ævisögu, ekki doktorsritgerð. Dæmi af öðrum Erlendis hafa fræðimenn og ritrýnendur óspart rætt um heimildanotkun í ævisögum og sitt sýnst hverjum. Það vakti til dæmis miklar deilur í Bandaríkjunum, þegar Edmund Morr- is, margverðlaunaður rithöfundur, tók þann kostinn í ævisögu Ronalds Reagans forseta, Dutch, að skapa mann, sem hefði verið vinur og samtíðarmaður Reagans. Mér finnst Morris þar ganga allt of langt og nefni þetta aðeins til að sýna, hversu frjálsar hendur ævisöguritarar telja sig stundum hafa. En auðvitað skrifa menn ævisögur á ólíka vegu. Stundum styðjast þeir við minningabækur. Þannig samdi til dæmis Sigurbjörn Einarsson, prófessor í guð- fræði og síðar biskup Íslands, ævisögu Alberts Schweitzers 1955. Einnig má nefna bók frá 1967 eftir Ásgeir Jakobsson rithöfund um Sir Francis Chichester, Einn í lofti, einn á sjó, sem er beinlínis samin upp úr minningum kappans. Stundum beita ævisöguritarar hugarfluginu ótæpilega, til dæmis Þórunn Valdimarsdóttir 1992 í bókinni Snorri á Húsafelli, þar sem hún tekur margvíslegan fróðleik um lífshætti á þeim tíma og heimfærir upp á söguhetju sína. Guðjón Friðriksson sviðsetur líka ýmislegt í ævisögum þeirra Jónasar Jónssonar frá Hriflu og Einars Benediktssonar. Það er raunar fróðlegt í þessu sambandi að skoða fyrsta bindi ævisögu Einars eftir Guð- jón, sem hann fékk íslensku bókmenntaverð- launin fyrir 1997. Guðjón segir á 113. bls.: Þar situr Signý fjósakona í hnipri á bekk úti í horni og er að drekka kaffi. Hún er ný- komin úr fjósinu, hnýtt í herðum og köld. Hann hefur ekki fyrr veitt þessari lítilfjör- legu konu sérstaka athygli þó að svo eigi að heita að hún búi undir sama þaki og hann. Í ungæðislegum þótta sínum hugsar Einar með sér hvað Guð hafi meint með því að skapa svona veru. Skyldi hún vita í minn- ingu hvers þessi nótt er heilög haldin? Í heimildinni, sem Guðjón hefur, 2. bindi ævisögu Árna Þórarinssonar eftir Þórberg Þórðarson, segir á 131. bls., þar sem Einar Benediktsson hefur orðið: Þar situr þá Signý og er nýbúin að drekka kaffi. Ég horfði á hana. Hún var fyrir stuttri stundu komin úr fjósinu, og það var slúð úti, og hún var blaut. Þetta er þó lít- ilfjörleg persóna, hugsa ég og virði hana fyrir mér, þar sem hún situr í hnipri á bekk úti í horni, köld og rök og hnýtt í herðar. Hvað meinar guð með því að skapa svona veru? Skyldi hún nokkuð vita, í hvers minn- ingu þessi nótt er haldin heilög? Texti Guðjóns er ekki innan gæsalappa. Hann tekur hann frá Þórbergi Þórðarsyni (og vísar í hann), en umskrifar eftir eigin þörfum. Ég tel ekkert athugavert við það. Tökum annað dæmi úr þessari ágætu verð- launabók. Guðjón segir á 111. bls.: Eitt af gömlu skáldunum, Benedikt Grön- dal, svarar þremur vikum síðar með fyr- irlestri á sama stað þar sem hann ræðst harkalega á hina nýju raunsæisstefnu í bókmenntum, skort hennar á fegurð og hugsjónum og dálæti hennar á hversdags- leika og sora. Í heimild Guðjóns, sem er 1. bindi ævisögu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson, segir á 126. bls.: Þá ræðst Gröndal á hina nýju raunsæis- stefnu í bókmenntum, skort hennar á feg- urð og hugsjónum, dálæti hennar á hvers- dagsleika og jafnvel sora. Hér er textinn mjög svipaður, en engar gæsalappir, enda ekki ástæða til. Guðjón vísar líka hér sem endranær í heimildir sínar. Tökum þriðja dæmið. Guðjón segir á 186. bls.: Ósjaldan ber það við að Einar hefur með sér kampavínsflösku í heimsóknum sínum til þeirra, allt annað segir hann að sé „slavadrykkur“. Sjálfur drekkur hann sér ekki til vansa en hefur gaman af því að vera veitandi og gleðja aðra. Það er jafnan mannmargt í kringum hann, flestum líður vel í návist hans og menn njóta andríkis hans. Í heimild Guðjóns, Harpa minninganna, sem Ingólfur Kristjánsson færði í letur eftir Árna Thorsteinssyni, segir á 252. bls., að ósjaldan bar það við, að hann hefði með sér kampavínsflösku, allt annað þótti honum „slavadrykkur“. Sjálfur virtist mér Einar þó ekki drykkfelldur á þeim árum, en hann hafði ákaflega gaman af því að vera veitandi og gleðja aðra. … En það var alltaf mann- margt í kringum Einar, hvar sem hann kom, enda leið mönnum vel í návist hans og höfðu unun af að hlýða á andríki skáldsins. Enn er textinn mjög svipaður, þótt ekki sé hann afmarkaður með gæsalöppum. Guðjón vísar sem fyrr til þessarar heimildar. Ég tel ekkert að þessum vinnubrögðum Guðjóns Friðrikssonar og notaði svipaða að- ferð sums staðar í bók minni, þegar það átti við. Ég gæti nefnt mörg fleiri dæmi. Í ævi- söguritun er engin ein einhlít regla. Sumir er- lendir ævisöguritarar (og flestir íslenskir) láta sér jafnvel nægja að tilgreina heimildir aftast í bókum sínum, en hafa engar tilvísanir. Til dæmis má nefna þúsund blaðsíðna ævisögu Charles Dickens eftir Peter Ackroyd og stutta ævisögu Oscars Wildes eftir Sheridan Morley. Ég fór ekki þá leið, en taldi, að ég gæti sparað mér einhverjar tilvísanir í verk, sem ég til- greindi sérstaklega aftast. Það kom til dæmis skýrt fram í eftirmála mínum, að ég studdist sérstaklega við hin miklu verk Peters Hall- bergs í bók minni. Fráleitt hefði verið að ganga fram hjá þeim, því að Hallberg hefur skrifað manna best og mest um ævi og störf Halldórs Kiljans Laxness. Ég gat sérstaklega verka Hallbergs í eftirmálanum til að fækka ein- stökum tilvísunum í þau. Í þessu sambandi má benda á, að Hallberg nýtti sér í verkum sínum óprentaða ævisögu Halldórs Kiljans Laxness eftir Stefán Einarsson prófessor. Hallberg minntist á rit Stefáns í eftirmálum sínum, en vísaði fremur sjaldan til þess (aðeins þegar Greinargerð frá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni lögð fram á blaðamannafundi 8. janúar 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.