Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 44

Morgunblaðið - 09.01.2004, Page 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg Valdi-marsdóttir fædd- ist á Guðnabakka í Stafholtstungum í Borgarfirði 19. nóv- ember 1934. Hún andaðist á Landsspít- alanum við Hring- braut 1. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Valdi- mar Davíðsson frá Arnbjargarlæk, f. 11. nóvember 1899, d. 5. september1974 og Helga Ingibjörg Halldórsdóttir frá Kjalvararstöðum, f. 31. ágúst 1895, d. 9. maí 1985. Systkini Guðbjargar eru Ást- rún, f. 11. júlí 1920, Guðrún, f. 28. mars 1924, Þórður, f. 22. ágúst 1925, Valdís, f. 4. apríl 1927, d. 26. september 1995, Halldór, f. 20. maí 1928, d. 9. nóvember 1995 og Þorsteinn, f. 12. júní 1929, d. 11. nóvember 2001. Hinn 9. júní 1957 giftist Guð- björg eftirlifandi manni sínum Guðmundi Rögnvaldssyni, f. í Ólafsdal 24. janúar 1933. Foreldr- ar hans voru Rögnvaldur Guð- mundsson frá Ólafsdal, f. 13. mars 1898, d. 24. desember 1986 og Sig- ríður Guðjónsdóttir, f. 17. júlí 1889, d. 28. mars 1971. Börn Guð- bjargar og Guðmundar eru: 1) Helga Ingibjörg, f. 14. apríl 1957, maki Þorsteinn Garðarsson, f. 1957, 2) Rögnvaldur, f. 18. sept- ember 1958, maki Laufey M. Sig- urðardóttir, f. 1962. Dóttir Rögnvaldar og Elínar Grímsdótt- ur er Ella Björg, f. 1984. Börn Rögn- valdar og Laufeyjar eru Tinna, f. 1985 og Guðmundur, f. 1997. Sonur Laufeyjar og fóstursonur Rögn- valdar er Sigurður Gunnar, f. 1982. 3) Arnar, f. 3. október 1965, sambýliskona Guðrún Katrín Bryndísardóttir, f. 1970. 4) Brynjar, f. 6. maí 1968, sambýliskona Þórdís Steinsdóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Agnar Már, f. 1994 og Eva Ósk, f. 1997. Guðbjörg bjó í foreldrahúsum að Guðnabakka þar til hún réðst til starfa að hinu nafntogaða hót- eli í Fornahvammi í Norðurárdal. Veturinn 1954 til 1955 sótti hún húsmæðraskólann í Varmalandi og starfaði veturinn eftir við Laugarnesskóla í Reykjavík. Þar kynntist hún Guðmundi og saman fluttu þau vestur í Dali 1957 þar sem þau bjuggu allt til 1971 þegar þau fluttust á höfuðborgarsvæðið. Guðbjörg vann ýmis störf en lengst starfaði hún í álverinu í Straumsvík þar sem hún vann í mötuneytinu þar til hún lét af störfum 2001. Útför Guðbjargar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Þakklæti er sú tilfinning sem okk- ur systkinunum er efst í huga í dag þegar við kveðjum móður okkar Guðbjörgu Valdimarsdóttur, Dúddu. Þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta leiðsagnar hennar, félagsskap- ar og vináttu. Þegar umrót ung- lingsára eða flutninga til höfuðborg- arsvæðisins brotnaði á skapfestu mömmu mundum við ekki alltaf eftir að þakka þann aga sem okkur var innrættur en seinna lærðum við að meta þær gjafir um leið og við eign- uðumst foreldra okkar að okkar bestu vinum. Af brauðstriti fyrir stórri fjölskyldu lærðum við líka að taka engu sem gefnu og þakka það sem okkur veitttist. Á mannmörgu og gestkvæmu heimili foreldra okk- ar lærðist okkur að maður er manns gaman og fátt er mikilvægara en að vera sannur vinur vina sinna. Síðasta árið með móður okkur hef- ur ekki síður verið lærdómsríkt. Við höfum séð hvernig fólk getur upp- skorið ríkulega því sem það hefur sáð um ævina þrátt fyrir aðsteðjandi erfiðleika og baráttu við alvarleg veikindi. Eftir að hafa horft á bak þremur af sex systkinum sínum úr krabbameini var það allt annað en létt fyrir móður okkar að fá þann úr- skurð að hún bæri sama mein. En þá sýndi sig hve stórt skap og baráttu- vilji fleyta fólki langt. Mamma lagði ótrauð í þennan slag og hélt sínu striki eins og hún frekast gat. Lagt var af stað í löngu skipulagða afmæl- isferð til útlanda daginn eftir erfiða lyfjameðferð. Sumarferðir með barnabörnunum voru farnar sem og daglegar gönguferðir. Mesti styrk- urinn var þó ef til vill sóttur í þann fjölda góðra vina sem studdi foreldra okkar með ráðum og dáð allan tím- ann. Í þeim hópi var ekki síst áber- andi sá mikli fjöldi barna sem hefur alla tíð kallað foreldra okkar afa og ömmu þótt þeir titlar standist ekki í nærri öllum tilfellum ströngustu kröfur ættfræðinnar. Saman varð fjölskyldan að læra að vera þakklát fyrir hvern góðan dag sem gafst og njóta hans. Andspænis þessum daglega veruleika breytist verðmætamatið líka og stundum var erfitt að skilja hvernig nokkrum gat dottið til hugar annað eins og að leggja til að loka starfsemi tengdri líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi sem gerði hvað mest fyrir móð- ur okkur og hjálpaði henni að takast á við veikindi sín. Að lokum urðum við þakklát fyrir það hve lengi móðir okkar hélt nær fullum styrk, fyrir að geta verið með henni síðustu sólarhringana og að vera öll samankomin hjá henni á ný- ársdag þegar stríðinu lauk með svo friðsælum hætti. Við viljum þakka öllum vinum og ættingjum og ekki síst starfsfólki hjúkrunarþjónustunnar Karitas og krabbameinslækningadeildarinnar 11E á Landspítalanum við Hring- braut. Sá kærleikur sem umvafði móður okkar mun verða pabba styrkur við að takast á við sinn missi. Móður okkar kveðjum við með söknuði og þakklæti. Minning henn- ar og fordæmi lifir áfram. Helga, Rögnvaldur, Arnar og Brynjar Guðmundarbörn. Dúdda móðursystir mín er dáin aðeins 69 ára að aldri. Hún var yngst sjö barna á Guðna- bakka í Stafholtstungum fyrir miðja síðustu öld og var reyndar 9 ára þeg- ar ég fæddist og átti því mikinn þátt í að skapa mér þær ótrúlegu aðstæður að ég var eiginlega margfalt einbirni þegar ég kom í þennan heim. Ég ólst þannig upp við tilfinningalegar alls- nægtir og ber þess merki enn í dag. Það var meðal annars henni Dúddu að þakka. Hún var látin heita eftir ömmu sinni, langömmu minni, Guð- björgu Stefánsdóttur frá Glitsstöð- um. Guðbjörg langamma mín ólst upp við þröngan kost og bræður hennar þrír kusu ungir menn að fara úr Borgarfirðinum til Vesturheims frekar en að þreyja þorrana og gó- urnar uppi undir Hallarmúlanum alla ævi. Það segir mikið um þá von sem ungir menn sáu í því héraði í lok 19ándu aldar. Þau langafi minn, Davíð Jósepsson, og langamma mín, Guðbjörg, afi og amma Dúddu, rák- ust saman einhvers staðar í Þverár- hlíð eða Stafholtstungum svo úr varð barn, Valdimar var lausaleiksbarn sem fæddist í Hjarðarholti 11. nóv- ember 1899. Drengnum var svo kom- ið í fóstur að Arnbjargarlæk til Þor- steins og Guðrúnar. Langamma mín fór víða um sveitirnar og átti fleiri börn og verður sú saga ekki rakin hér. Valdimar gekk að eiga Helgu Halldórsdóttur og þeim varð sjö barna auðið. Þegar þau afi og amma, Valdimar og Helga, höfðu svo átt sex börn höfðu þau komið upp öllum nöfnum foreldra sinna og fósturfor- eldra og ríflega það nema Guðbjarg- ar og Davíðs. Þá kom sjöunda barn- ið, stúlka sem var látin heita Guðbjörg, en var ævinlega kölluð Dúdda og fólk nákomið henni eins og undirritaður skildi það ekki þegar hún var kölluð eitthvað annað eins og á krabbameinsdeildinni um daginn. Nú, ertu að heimsækja Guðbjörgu var ég spurður. Þá skildi ég eigin- lega loksins að það var alvara á ferð; að kveðjustundin gat verið nærri. Dúdda frænka mín var semsagt rakinn Borgfirðingur í marga ætt- liði: Önnur amma hennar var frá Glitsstöðum í Norðurárdal, afinn þeim megin frá Spóamýri. Þann af- ann, Davíð, sá ekkert systkinanna á Guðnabakka því hann dó 1914 og yfir honum er stór legsteinn í Hjarðar- holtskirkjugarði, ótrúlega stór yfir þeim manni, sem enginn vissi eig- inlega neitt um. Hin amma Dúddu, Guðný, var úr Reykholtsdalnum svo og afinn Halldór en Guðný og Hall- dór bjuggu myndarlegu búi á Kjal- vararstöðum í Reykholtsdal og eru grafin þar í heimagrafreit. Hún átti ekki langa skólagöngu; gekk á húsmæðraskólann á Varma- landi, fór að vinna og kynntist svo Munda, Guðmundi Rögnvaldssyni. Það var spennandi að frétta af hon- um fyrst um miðjan sjötta áratuginn. Hvernig var hann og hvaðan: hann er úr Dölunum; það var strax betra. Úr Ólafsdal, nú það er aldeilis, var sagt. Það spurðist fleira. Hann var sagður afburðasöngmaður. Sem kom í ljós. Og ég tók strax eftir því að hann var sagður vinstri maður, jafn- vel kommúnisti. Hann varð stöðugt meira spennandi í mínum augum, þó ég væri þá eiginlega framsóknar- maður. Svo fluttu þau Dúdda og Mundi vestur í Ólafsdal og settust þar að. Þar með urðu Dalirnir vett- vangur hennar; eins og mömmu en þessar tvær alborgfirsku systur fylgdu mönnum sínum í Dalasýslu og börnin þeirra öll eru ekki síður Dala- menn en Borgfirðingar; kanski enn frekar. Þær urðu því nágrannar systurnar í Dalasýslu, mamma og Dúdda, og urðu reyndar alla ævi eins nánar og nokkrar systur geta orðið. Þær unnu meira að segja á sama vinnustað við Hafnarfjörð, í álverinu í Straumsvík, í langa tíð eftir að suð- ur kom. Þær sáust eða heyrðust nærri daglega í áratugi, í vinnunni og í frítímum og svo eftir að þær hættu báðar að vinna í Straumsvík. Frá Ólafsdal fluttu þau Mundi og Dúdda að Jaðri í Saurbæ ekki langt frá Skriðulandi þar sem Mundi vann á þessum árum í kaupfélaginu. Hann var þá einn fárra manna í Alþýðu- bandalaginu í Dalasýslu; þar voru mest Saurbæingar fyrir utan Einar á Lambeyrum. Ég sótti alltaf til þeirra að Jaðri til að hitta þau og til að tala um pólitík. Ég skynjaði mannkosti þeirra betur og betur. Til dæmis komu þeir vel í ljós við að taka á móti gestum þegar flokkurinn þurfti á því að halda. Í stofunni hjá Dúddu var stofnað Alþýðubandalagið í Dala- sýslu og þar kynnti ég ungur piltur væntanlegan frambjóðanda Jónasi Árnasyni sem átti eftir að verða mik- ið skemmtilegri en hann var á fyrsta fundinum. Ekki meira um það núna. Þessar eru myndirnar: Guðna- bakki, Ólafsdalur, Jaðar. En svo þéttbýlið. Þangað fluttu þau eins og við hin og settust að í Kópavogi. Eft- ir það hitti ég þau oft. Á pólitískum samkomum þar sem þau gátu voru þau mætt til að taka þátt og hlusta og til að sýna samstöðu með mál- staðnum. Af öllum mínum 15 móður- og föðursystkinum var Dúdda sú sem oftast sýndi sig sem liðsmaður á pólitískum fundum; en fleiri studdu okkur að sjálfsögðu í kosningum. Mér þótti gott að sjá þau Dúddu og Munda á fundunum og mun alltaf þykja vænt um það. Eftir að Dúdda fluttist suður vann hún semsé lengi í álverinu í Straumsvík í alls konar verkum sem til féllu, og það gerði mamma líka lengi. Dúdda var alltaf í eldhúsinu þar. Þær urðu systurnar hluti af her þessa stóra vinnustaðar. Það er lítið um styttur af þessum starfsmönnnum íslenskra fyrirtækja eða myndum eða heiðursskjölum á vegg. Allir þessir staðir – ekki bara álverið – eru samt eins og þetta fólk hafi aldrei verið til. Var ekki fisk- vinnslunni á Íslandi haldið uppi af konum sem enginn þekkti og aldrei var hægt að heilsa á vinnustaðnum með handabandi almennilega af því að það truflaði akkorðið? Dúdda frænka mín var ein þessara íslensku kvenna sem vann í fyrirtækjunum á bak við, sem fáir tóku eftir. Samt gerðu þær það mikilvægasta af öllu: Að halda hreinu, að laga matinn, skúra, skrúbba og bóna. Og þegar heim kom þurfti að sinna búi og börnum. Í öðrum löndum hefur verið komið upp þeirri venju að reisa mikl- ar styttur til að minnast óþekkta hermannsins. Hvar er á Íslandi styttan til þess að minnast óþekktu alþýðukonunnar sem gerði allt en enginn sinnti samt nokkurn tímann? Dúdda frænka mín var ein af þeim og hún vildi aldrei trana sér fram né hækka róminn. Hún var þarna og hún var svo sjálfsögð að við gleymd- um að þakka henni fyrir eins og við hefðum átt að gera mikið oftar en við gerðum. Þessar konur báru þjóðina á brjóstum sér og gera enn. Þær bera uppi Ísland en í þetta sinn eru þær líka á símanum, í ræstingunni, á kassanum í Hagkaupum. Fyrir utan að sjá um heimilin, laga matinn og annast barnauppeldið; sækja krakk- ana, fara með þau í skólann, leikskól- ann. Allt. Alls staðar og enn eru störf þeirra vanmetin og það sem verst er: Fáum finnst það tiltökumál. Í þessu greinarkorni ætla ég að játa það að ég hugsaði oft á minni pólitísku vegferð um einstaklinga eins og Dúddu frænku mína. Og geri enn. Mér fannst ég vera hluti af þessu fólki og verð reyndar aldrei annað. Dúdda var salt jarðar; starf- aði alla ævi möglunarlaust að hverju sem til féll. Fagnaði hverjum nýjum degi með brosi, hverju nýju verkefni með gleði. Gerði aldrei kröfur fyrir sjálfa sig heldur til sjálfrar sín í þágu annarra. Hún var auk þess ein þeirra sem alþýðuhreyfingin átti að og gat treyst á þegar mest á reið. Ekki til að halda hávaðaræður eða til að skrifa greinar eða til að taka þátt í umræðum. Eða að hreykja sér. Heldur til þess með veru sinni að lýsa upp hvern nýjan dag. Og enn er hún ein þeirra sem er með mér hvern dag í verkum mínum og reyndar öll systkinin á Guðnabakka. Sem gáfu mér allnægtir gleði í uppvextinum; þau verða með mér alltaf hvert sem ég fer, hvar sem ég verð, einnig þó ég sé langt í burtu eins og þegar þessi orð eru sett á blað. Í nóvembermánuði heimsótti ég þau Dúddu og Munda í Gullsmára í Kópavogi. Við eyddum saman heilu kvöldi við að tala og mala um fjöl- skylduna, um pólitík og í að skoða myndir. Þau höfðu fengið Binna son sinn til að gera stórar myndir af afa og ömmu og svo af systkinunum á Guðnabakka og svo okkur systkin- unum litlum á Guðnabakka. Það var kvöldstund sem leið allt of hratt. Hún hafði þá verið veik um nokkurt skeið en þegar ég fór þá um kvöldið áttaði ég mig á því fyrst frammi í lyftunni að við höfðum aldrei minnst á veikindi hennar. Það var eigin- gjarnt af mér en henni líkt að lyfta sér yfir veikindin alltaf þegar hún fremst gat. Það lýsti henni vel; hún vildi ekki spilla góðri kvöldstund með því að blanda í hana erfiðum veikindum. Henni tókst þá svo vel að blekkja mig að mér fannst að hún hlyti að eiga heillangt eftir og ég mundi hana þannig. Svo skömmu fyrir jól kom ég heim til Íslands og lánaðist að líta þrisvar til hennar áð- ur en hún var öll. Þá var ljóst að hverju dró. Þegar ég kom á spítalann var Mundi þar alltaf og svo krakk- arnir þeirra þegar á leið. Fyrst þeg- ar ég kom sá ég að það var mjög af henni dregið en blikið í auganu var á sínum stað; hendurnar svo líkar höndunum á afa að það var beinlínis lygilegt; fallegar listamannshendur með háu naglastæði. Og við tókum tal saman. Þrátt fyrir veikindin var hún með á nótunum og sagði: Þú þarft að fá myndirnar, myndirnar sem Binni stækkaði. Já, ég þarf að fá myndirnar og vissi undir eins við hvað var átt, myndir frá Guðnabakka og Hömrum. Næst þegar ég kom á staðinn voru myndirnar komnar í plastmöppu og við gátum skoðað þær. Þessi mynd var tekin þegar amma var sjötug, sagði ég, – nei ertu nú viss um það Svavar minn, sagði hún. Svo þurfti ég að leggja fyrir hana eina samviskuspurningu: Hvað hét hundurinn á Guðnabakka þegar ég var lítill sem er með mér á öllum myndum? Hann Kolur, sagði hún og varð samstundis sautján ára í annað sinn og svo möluðum við dágóða stund um Kol. Hins vegar gleymdi ég að spyrja hana um leikaramynd- irnar sem hún hafði uppi á súðinni í GUÐBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ELÍSABET BENEDIKTSDÓTTIR WAAGE, Gnoðarvogi 64, lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. janúar. Helga Erla Gunnarsdóttir, Ólafur Friðriksson, Benedikt Einar Gunnarsson, Erla Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR B. GUÐNASON frá Sandgerði, til heimilis í Hörðalandi 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 8. janúar. Fyrir hönd ástvina, Edda Márusdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.