Morgunblaðið - 21.01.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 21.01.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 20. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Skartgripir skoðaðir Gull í grjóti nefnist skartgripasmiðja við Skólavörðustíg Daglegt líf 22 Ferskur hljómur Þriðju plötu söngkonunnar Kelis vel tekið Fólk í fréttum 53 Bílar í dag Volkswagen | Nýtt rúg- brauð 2004 Freelander | Þróttur í Land Rover Nóg af þing- mannsefnum NORÐMENN ræða nú um upp- stokkun á lífeyriskerfi landsmanna og er ljóst að verði tillögur svo- nefndrar eftirlaunanefndar að veru- leika munu margir þurfa að sætta sig við skertar greiðslur. Formaður nefndarinnar, Sigbjørn Johnsen, fylkisstjóri í Heiðmörk og fyrrver- andi fjármálaráðherra, segir í sam- tali við Morgunblaðið brýnt að há- launamenn sætti sig einnig við skerðingu til að samstaða náist með- al þjóðarinnar. Nefndin leggur til að reglur um eftirlaun ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara verði þær sömu og hjá öðrum launþegum. Að sögn Johnsens fá þingmenn nú ávallt 66% af gildandi þingmannslaunum. Hann segist ekki vera hræddur um að erf- itt muni reynast að fá fólk á þing nema eftirlaunakjörin séu betri en hjá öðrum. „Það að sitja á þingi er í sjálfu sér svo merkilegt og gefandi trúnaðar- starf að ég held að það hafi ekki verið erfitt að fá fólk til að gefa kost á sér,“ segir Johnsen, sem sjálfur sat í mörg ár á Stórþinginu.  Fleiri aldraðar/32 Skipverjarn- ir taldir af Ósló. AFP. FIMMTÁN skipverjar, sem leitað var í gær eftir að norska flutninga- skipinu Rocknes hvolfdi, eru nú tald- ir af. Leitinni að þeim var hætt síð- degis í gær, sólarhring eftir slysið, en henni verður haldið áfram í dag. Þrjú lík höfðu fundist í gær og tólf skipverjum var bjargað. „Það er liðinn svo langur tími frá slysinu að við teljum engan mögu- leika á að fleiri finnist á lífi,“ sagði Kjell Tore Årnes, sem stjórnar að- gerðum lögreglunnar á slysstaðnum. Hann bætti við að leitin hæfist aftur í dögun í dag. Um 445 tonn af olíu voru í skipinu þegar því hvolfdi en ekki var vitað hversu mikið af henni lak í sjóinn. Hundruð fugla drápust vegna olíu- mengunarinnar.  Óttast að átján/16 HLUNNINDAMAT vegna afnota starfsmanns af bifreið sem vinnuveitandi á og rekur hækkar um 30–40% á milli ára í reglum um skattmat fyrir árið 2004, eða úr 20% af verði bifreiðar í 26% af verði hennar. Einnig hækkar hlunn- indamat vegna afnota af fasteign úr 4% af fast- eignamati hennar í 5%. Skattskyld hlunnindi vegna fullra afnota af bifreið sem tekin var í notkun 2002 eða síðar hækka því úr 20 í 26% en vegna fullra afnota af eldri bifreið úr 15 í 21%. Þetta á við þegar vinnuveitandi rekur bifreið sem starfsmaður hans hefur umráð yfir. Eftir sem áður gildir hins vegar sú regla að greiði starfsmaðurinn fyrir afnot eða rekstur bifreiðarinnar komi það til frádráttar matinu. Endurspegli fjárhagsleg verðmæti og hagræði Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir eðli- legt að reyna að tryggja að hlunnindamat end- urspegli þau fjárhagslegu verðmæti og hagræði sem menn hafa af viðkomandi hlunnindum. „Þeir sem hafa bifreið til afnota sem vinnuveit- andi þeirra á hafa af því verulegt hagræði. Spara sér kostnað. Það er því spurning hvernig á að meta það. Það hefur nú verið gert í grund- velli útreikninga og í samanburði við önnur lönd.“ Árið 2002 voru sömu hækkanir í skattmati afturkallaðar og segir Geir að þær breytingar hafi verið mun víðtækari og kallað á frekari at- huganir af hálfu ráðuneytisins. „Við höfum síð- an skoðað betur bæði bifreiðahlunnindaþáttinn og húsnæðishlunnindaþáttinn og ákveðið í ljósi þeirra athugana að gera þar breytingar,“ segir Geir H. Haarde. Skattur vegna afnota af bifreið hækkar um 30–40%  Skattskylda/12 ENGAR stórvægilegar breytingar urðu á fylgi flokka í Færeyjum í þingkosningum sem fóru fram í gær en skoðanakannanir höfðu bent til að flokkarnir, sem hafa haft sjálfstæði Færeyja á stefnuskrá sinni, myndu tapa umtalsverðu fylgi. Fólkaflokkurinn, flokkur Anfinns Kallsbergs lögmanns, tapaði aðeins 0,2%, fékk 20,6% og sjö menn kjörna eins og seinast. Þjóðveldisflokk- urinn tapaði hins vegar tveimur prósentustig- um, fékk nú 21,8% en fær þó átta menn kjörna á þing vegna reglna um uppbótarþingsæti. Flokk- arnir tveir hafa undanfarin ár verið við stjórn í Færeyjum ásamt tveimur minni flokkum, Mið- flokknum og Sjálfstýriflokknum, en upp úr sam- starfinu slitnaði í byrjun desember sl. þegar Þjóðveldisflokkurinn, með Högna Hoydal í far- arbroddi, lýsti yfir vantrausti á Kallsberg. Miðflokkurinn fær nú 5,1% en fékk 4,2% sein- ast og bætir við sig þingmanni, fær tvo menn kjörna. Sjálfstýriflokkurinn fær 4,6% og einn mann kjörinn eins og seinast. Stóru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir, sem vilja áfram halda sambandinu við Dani, fengu minna fylgi en spáð hafði verið. Sambandsflokk- urinn, sem hafði verið spáð sigri nú, tapar raun- ar fylgi frá síðustu kosningum, fær nú 23,7% en fékk 26% seinast. Tapar flokkurinn einum manni, fær sjö þingmenn kjörna. Jafnaðarflokk- urinn bætir hins vegar við sig 1,0%, fær 21,9%. Fylgi tveggja stóru stjórnarandstöðuflokkanna minna en spáð hafði verið Litlar breytingar á fylgi flokka í Færeyjum Þórshöfn. Morgunblaðið. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti vís- aði til sinnaskipta Líbýustjórnar, sem ný- verið tilkynnti að hún væri hætt öllum að- gerðum til að koma sér upp gereyðingar- vopnum, í stefnuræðu sinni í nótt er hann varði þá ákvörðun að ráðast á Írak í mars í fyrra. Bush sagði að staðfesta Bandaríkj- anna er þau réðust á Írak hefði haft mikil áhrif á þær þjóðir sem sýnt hefðu tilburði til að koma sér upp gereyðingarvopnum. „Á grundvelli þeirrar forystu sem við höfum tekið og þeirrar staðfestu sem við höfum sýnt er veröldin að breytast á betri veg,“ sagði Bush m.a. en fjölmiðlar fengu afhent ágrip af efni ræðu hans seint í gær- kvöldi. Fyrirhugað var að Bush flytti ræð- una í Bandaríkjaþingi klukkan tvö í nótt. Rétt að steypa Saddam Bandaríkin réttlættu árásina á Írak með því að vísa til meintrar gereyðingarvopna- eignar Íraka. Engin gereyðingarvopn hafa hins vegar fundist í landinu. Bush var sagður ætla að halda fram að engu að síður hefði verið rétt að ráðast á Írak og hrekja Saddam Hussein frá völdum. Árásin hefði haft jákvæð áhrif, þjóðir eins og Líbýa, Ír- an, Sýrland og Súdan kappkostuðu nú að komast hjá því að lenda upp á kant við Bandaríkin. Sinnaskipti Líbýustjórnar varðandi þróun gereyðingarvopna – sinna- skipti sem hlytu að teljast jákvæð tíðindi – væru beinn afrakstur af aðgerðunum í Írak. Ráðgjafar Bush sögðu að hann myndi einnig ræða ítarlega um efnahagsmál og stöðu atvinnumála í Bandaríkjunum. Reuters George Bush Bandaríkjaforseti fer yfir stefnuræðuna ásamt aðstoðarmönnum sínum í Hvíta húsinu. Vísaði til sinnaskipta Líbýumanna Washington. AFP, AP.  Baráttan/14 UM 50 Færeyingar á öllum aldri fylgdust spenntir með kosningavöku í Færeyska sjómannaheimilinu í gærkvöldi. Útsending færeyska sjónvarpsins náðist í gegnum gervihnött og þegar samband rofnaði var hlaupið í tölvuna til að fylgjast með. Um helmingur atkvæða hafði verið talinn þegar Morgunblaðið leit inn og virtust stjórnarand- stöðuflokkarnir Sambandsflokkurinn og Jafn- aðarflokkurinn, sem vilja treysta tengslin við Dani, þá ætla að auka fylgi sitt frá síðustu kosningum. „Þetta er sorgardagur,“ sagði Pauline Jónsson, 87 ára, sem hefur búið á Íslandi í 57 ár. „Ég vil vera laus frá Danmörku, ég vil þjóðveldi. Við getum ekki alltaf verið Danir. Ég er sjálfstæð manneskja og vil að heimili mitt verði sjálfstætt,“ sagði Pauline sem beið spennt eftir niðurstöðunni og hefur biðin senni- lega verið þess virði því að í ljós kom að flokkarnir, sem vilja efla sambandið við Dani, misstu fylgi frá síðstu kosningum. Sagði hún Færeyingana í Sjó- mannaheimilinu skiptast nokkuð jafnt í fylkingar. Rúni Hentze, sem nýlega tók við stjórn Færeyska sjómannaheimilisins, var þingmaður Þjóðveldis- flokksins þar til fyrir mánuði. „Við misstum fylgi, en náðum þó manni inn í Sandey, mínu kjördæmi,“ seg- ir Rúni. Færeyingar búsettir á Íslandi geta ekki kos- ið hér, en Rúni kaus utan kjörstaðar áður en hann flutti hingað. Hugðist hann bjóða upp á harðfisk og saltað hvalspik þegar niðurstöðurnar lægju fyrir. Morgunblaðið/Þorkell 50 Færeyingar fylgdust með kosningavöku í Sjómannaheimilinu ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.