Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÆRRA HLUNNINDAMAT Hlunnindamat vegna afnota starfsmanns af bifreið sem vinnu- veitandi á og rekur hækkar um 30- 40% á milli ára í reglum um skatt- mat fyrir árið 2004, eða úr 20% af verði bifreiðar í 26% af verði hennar. Einnig hækkar hlunnindamat vegna afnota af fasteign úr 4% af fast- eignamati hennar í 5%. Skattskyld hlunnindi vegna fullra afnota af bif- reið yngri en þriggja ára hækka úr 20 í 26% en vegna fullra afnota af eldri bifreið úr 15 í 21%. Brim má veiða við Marokkó Stjórnvöld í Marokkó hafa veitt Brimi ehf. tvö veiðileyfi á sardínu við strendur landsins. Hvort leyfi heim- ilar veiðar á 15.000 tonnum. Aflinn verður sjókældur um borð og unninn í landi. Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims, gerir ráð fyrir að eitt skip veiði upp í þessi leyfi. Verkefnið er unnið í samstarfi við marokkóska fyrirtækið Tawarta Pelagics. Bush vísaði til sinnaskipta George W. Bush Bandaríkja- forseti vísaði til sinnaskipta Líb- ýustjórnar, sem nýverið tilkynnti að hún væri hætt öllum aðgerðum til að koma sér upp gereyðingarvopnum, í stefnuræðu sinni í nótt er hann varði þá ákvörðun að ráðast á Írak í mars í fyrra. Bush sagði að staðfesta Bandaríkjanna er þau réðust á Írak hefði haft mikil áhrif á þær þjóðir sem sýnt hefðu tilburði til að koma sér upp gereyðingarvopnum. Mikil loðnuganga Hálf milljón tonna af loðnu virðist nú vera á svæðinu norðvestur úr Langanesi. Vegna mikillar loðnu- göngu á þessu svæði hefur tíma- bundið bann við loðnuveiðum verið fellt úr gildi og nú er gert ráð fyrir kraftveiði næstu daga. Skipin og frystihúsin sem eru að frysta loðnu fyrir Rússlandsmarkað fjórfalda verðmæti hennar. Nær óbreytt í Færeyjum Engar stórvægilegar breytingar urðu á fylgi flokka í Færeyjum í þingkosningum í gær en skoð- anakannanir höfðu bent til að flokk- arnir, sem hafa haft sjálfstæði Fær- eyja á stefnuskrá sinni, myndu tapa umtalsverðu fylgi. Þegar búið var að telja 68% atkvæða hafði Fólkaflokk- urinn tapað 0,8%, fær nú 20%, og Þjóðveldisflokkurinn fær nú 21,6% en fékk 23,7% seinast. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Viðskipti 12 Viðhorf 32 Erlent 14/16 Minningar 32/37 Heima 17 Kirkjustarf 37 Höfuðborgin 18 Bréf 40 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 23 Staksteinar 42 Landið 21 Sport 44/47 Daglegt líf 22/23 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@- mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@- mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UM 360 kröfur bárust í þrotabú kjúklingabúsins Móa í Mosfellsbæ, en fyrirtækið var lýst gjaldþrota í nóvember á síðasta ári. Heildarupp- hæð lýstra krafna er um 1.857 millj- ónir, en þar af nema búskröfur yfir 150 milljónum. Ástráður Haralds- son, skiptastjóri þrotabúsins, segir allt benda til að ekkert fáist upp í al- mennar kröfur þar sem veðkröfur og búskröfur séu það háar. Móar fóru í desember árið 2002 í greiðslustöðvun og í framhaldi af því fékk fyrirtækið heimild til að leita nauðasamninga. Frumvarp til nauðasamninga var lagt fyrir kröfu- hafafund í júní í fyrra og var naum- lega samþykkt. Niðurstaða fundar- ins var hins vegar kærð og fór málið alla leið upp í Hæstarétt sem dæmdi að nauðasamningarnir hefðu ekki verið samþykktir. Ástráður sagði að ekki væri búið að fara yfir lýstar kröfur og engin af- staða hefði verið tekin til þeirra. Hann sagði að lýstar kröfur í búið væru háar, en það væri líka óvenju- legt hvað búskröfur væru háar, eða yfir 150 milljónir. Búskröfur mynd- ast frá og með þeim degi sem fyr- irtækið fór í greiðslustöðvun þar til eignir þrotabúsins höfðu verið seld- ar. Búskröfurnar endurspegla því nokkurn veginn það tap sem var á rekstri fyrirtækisins síðasta árið sem það var í rekstri. Ástráður sagði að samkvæmt lög- um bæri fyrst að greiða veðkröfur, þá búskröfur, síðan forgangskröfur og síðastar kæmu almennar kröfur. Í þessu máli væri útlit fyrir að eignir búsins dygðu ekki til að greiða allar búskröfur og því fengist ekkert upp í almennar kröfur. Forgangskröfur, sem m.a. eru laun, eru ekki háar. Lýstar kröfur í þrotabú Móa um 1.857 milljónir Ríkislögreglustjórinn hefur gefið út ákæru á hendur fyr- irsvarsmanni fasteignasölunn- ar Holts í Kópavogi, en honum er gefið að sök að hafa svikið út alls röskar 160 milljónir króna við rekstur stofunnar. Ákærði er sakaður um skjalafals og fjársvik upp á 96 milljónir króna, fjárdrátt að upphæð 62 milljónir og fyrir að standa ekki skil á virðisauka- skatti upp á 2,8 milljónir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður ákær- an þingfest fyrir dómi í febrúar. Ákærði gaf sig fram í októ- ber 2002 og játaði fjárdrátt og lagði fram gögn sem bentu til þess að hann hefði dregið sér um 80 milljónir króna. Þá var talið að brotin beindust gegn 15 manns en komið hefur í ljós að talsvert fleiri voru sviknir. Fasteignasalan var í kjölfar- ið úrskurðuð gjaldþrota og námu kröfur í þrotabúið alls 114 milljónum króna, þar af samþykktar forgangskröfur 4 milljónum. Ákærður fyrir 160 milljóna kr. svik ÞAU fóru faglega að þau Guðfinna og Róbert, starfsmenn Reykjavík- urborgar, sem voru að klippa tré í Árbæjarhverfinu í góða veðrinu í gær. Nú eru trén í dvala og einmitt tíminn fyrir fólk að taka fram garð- klippurnar. Guðríður Helgadóttir garðyrkju- fræðingur segir að í raun sé hægt að klippa tré allt frá því laufin falla á haustin og þar til þau koma aftur á vorin. „Það er einmitt ágætt að nota tímann núna þegar það er þíða og demba sér út til að klippa og nota góða veðrið. Það er fínt að huga að þessu svona upp úr ára- mótunum,“ segir Guðríður. Núna er einnig tímabært að skýla sígrænum gróðri með striga, hafi garðeigendur ekki þegar gert það, að sögn Guðríðar. Morgunblaðið/RAX Klippt og skorið í Árbænum SÖMU reglur munu gilda hér á landi næstu tvö árin um dvalar- og atvinnuréttindi launafólks frá átta af þeim tíu ríkjum sem ganga í Evrópusam- bandið í maí næstkomandi, en íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að nýta sér aðlögunarákvæði er varða stækkun Evrópska efnahagssvæðisins. Þó mun för launafólks frá Kýpur og Möltu verða óhindruð. Stækkun Evrópusambandsins tekur gildi 1. maí og verða Eistland, Lettland, Litháen, Kýpur, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland þá aðilar að hinu Evrópska efna- hagssvæði. Hafa lönd sem eru aðilar að EES heimild til að beita sérstökum aðlögunarákvæð- um um frjálsa för launamanna frá þessum ríkj- um, öðrum en Kýpur og Möltu, í allt að sjö ár. Ís- lensk stjórnvöld hafa nú ákveðið að nýta sér þetta ákvæði fyrstu tvö árin, eða fram til maí 2006. Í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að þessi ákvörðun hafi m.a. verið tekin í ljósi ákvarðana annarra EES ríkja um að nýta ákvæðið, þ.e. Austurríkis, Belgíu, Finnlands, Frakklands og Þýskalands. Danmörk hefur ákveðið að reglur um frjálsa för launafólks gildi, en þó með töluverðu eftirliti. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segist sáttur við þessa niðurstöðu, en ASÍ hafði komið því við- horfi á framfæri við stjórnvöld að það teldi rétt að bregðast við með þessum hætti. ASÍ telji ís- lenskan vinnumarkað ekki tilbúinn að gera ferðir launamanna frá nýjum aðildarríkjum frjálsar. „Við höfum kannski ekki nýtt okkur síðustu ár nægilega til að búa okkur undir þetta og þar er kannski enginn saklaus, það á við um okkur eins og stjórnvöld. Ég held það hafi verið afar mik- ilvægt að stjórnvöld tóku þessa ákvörðun,“ segir Grétar. Hann bendir á að um 5.000 manns séu á atvinnuleysisskrá og hefði aðlögunarákvæðinu ekki verið beitt hefði verið líklegt að atvinnuleysi hefði aukist. Erlent vinnuafl gegnir veigamiklu hlutverki Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir SA ekki hafa talið þörf á að nýta aðlögunarákvæðið. „Sú afstaða er í sjálfu sér óbreytt, en í ljósi þess hvernig önnur lönd hafa verið að taka á þessu, og annarra aðstæðna, setjum við okkur í sjálfu sér ekki upp á móti þessari niðurstöðu,“ segir hann. Ari segir mik- ilvægt hvernig aðlöguninni verði háttað. „Það er líka hægt að hugsa sér að á aðlögunartíma verði reglur gagnvart innkomulöndunum rýmri en gagnvart þriðju löndunum, þ.e. þeim sem ekki eru að ganga inn í EES,“ segir Ari. „Erlent starfsfólk hefur gegnt veigamiklu efnahagslegu hlutverki varðandi það að hamla gegn ofþenslu og þá meiri verðbólgu og verri samkeppnisstöðu atvinnulífsins sem getur falið í sér það að störf hverfi hreinlega frá atvinnufyr- irtækjum sem gætu ekki þrifist við þær aðstæð- ur. Það getur líka komið þeim sem á að vernda í koll ef takmarkanir á frelsi í þessum efnum eru of miklar,“ segir Ari. Alls er heimilt að beita aðlögunarákvæðum í sjö ár eftir stækkun. Er aðildarríkjunum í sjálfs- vald sett fyrstu tvö árin hvort þau beita ákvæð- unum en að þeim tíma loknum geta ríkin óskað eftir aðlögun í allt að þrjú ár til viðbótar. Treysti ríki sér ekki til að taka upp hinar sameiginlegu reglur að fimm árum liðnum er þeim heimilt að óska eftir tveggja ára aðlögunartíma til viðbótar eða fram til maí 2011. Þetta er þó eingöngu heim- ilt í þeim tilvikum sem sýnt verður fram á veru- lega röskun á vinnumarkaði hlutaðeigandi ríkis við það að taka upp reglurnar er gilda á hinum sameiginlega markaði um frjálsa för launafólks. Óbreyttar reglur um at- vinnuleyfi næstu tvö ár Stjórnvöld ætla að nýta sér aðlögunarákvæði varðandi stækkun EES Mikilvæg ákvörðun að mati forseta Alþýðu- sambands Íslands KARLMAÐUR um fertugt fékk heilablóðfall undir stýri í Ármúla í gær og ók á kyrrstæða bifreið sem lagt hafði verið í stæði. Ökumaður- inn var fluttur á bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss. Er þetta í annað sinn á skömmum tíma sem ökumaður bifreiðar missir stjórn á henni vegna líkamlegs áfalls undir stýri. Skemmst er að minnast atviks á Kringlumýrarbraut þegar ökumaður ók á sjö kyrrstæða bíla. Fékk heila- blóðfall undir stýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.