Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.01.2004, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 21. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Farseðill gildir í eitt ár! Verð á mann frá 19.500 kr. All taf ód‡rast á netinu GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin ætli ekki að grípa inn í þær sparnaðaraðgerðir sem nú er unnið að innan Landspít- ala – háskóla- sjúkrahúss (LSH). Hann seg- ir að ekki standi til að auka fjár- veitingar til spít- alans á þessu ári. Málefni LSH voru rædd á rík- isstjórnarfundi í gærmorgun. Þar var m.a. lögð fram ályktun frá trúnaðarmönnum þeirra stéttarfélaga sem starfa á LSH en í henni er þeim eindregnu tilmælum beint til ríkisstjórnarinnar að taka þegar í stað til endurskoðunar fyrri ákvörðun um fjárveitingar til LSH. „Málið var rætt í ríkisstjórn,“ seg- ir ráðherra, „en niðurstaðan er óbreytt af okkar hálfu. Við teljum ekki rétt að grípa inn í þetta ferli eins og staðan er núna.“ Geir segir að spítalinn hafi fengið miklar aukafjár- veitingar á undanförnum árum. „Spítalinn hefur fengið frá og með árinu 2002 til ársins í ár, í viðbót- arfjárveitingar á fjárlögum og á aukafjárlögum, í kringum sex millj- arða króna. Það er því fráleitt að tala um niðurskurð í rekstri spítalans.“ Geir bendir m.a. á að um fimm hundruð milljónum hafi verið bætt inn í rekstrargrunn spítalans á fjár- lögum ársins í ár. „Framlög til spít- alans hafa því stóraukist.“ Minni en talið var Geir tekur fram að ríkisstjórnin styðji við bakið á stjórnendum spít- alans í sparnaðaraðgerðunum. „Ég tel, að því er ég best fæ séð, að þeir hafi staðið afar vel og fagmannlega að þessu,“ segir hann. „Mér sýnist að aðgerðirnar séu minni að umfangi en margir höfðu talið. Það er verið að tala um fimmtíu beinar uppsagnir á fimm þúsund manna vinnustað. Það er um eitt prósent starfsmanna“ Hann segir að það sé ekki mikið í samanburði við mörg fyrirtæki sem hafi, því miður, þurft að grípa til stór- tækari aðgerða á undanförnum miss- erum. Geir segir að lokum að hann telji nauðsynlegt að þessu máli ljúki sem fyrst. „Þetta er mál sem verður að hafa sinn gang. Síðan væntir maður þess að öldurnar lægi svo spítalinn, starfsmenn hans og stjórnendur fái betra svigrúm til að sinna sínum meginverkefnum.“ Málefni LSH rædd á ríkisstjórnarfundi Engar aukafjár- veitingar til spítalans Geir H. Haarde SPARNAÐARAÐGERÐIR Land- spítala – háskólasjúkrahúss (LSH) munu snerta störf 147 hjúkrunar- fræðinga, 107 lækna, 79 starfs- manna hjá Starfsmannafélagi rík- isstofnana (SFR), 38 sjúkraliða og 12 sálfræðinga, svo dæmi séu nefnd. Fækka á ársverkum hjúkrunar- fræðinga um 23, lækna um 21, starfsmanna hjá SFR um 45,5, sjúkraliða um 14,5 og sálfræðinga um sex. Fækkun ársverka á m.a. að ná með uppsögnum, minnkun starfshlutfalls og með því að ráða ekki áfram þá sem eru ráðnir tíma- bundið. Alls verður 52 starfsmönnum spítalans sagt upp störfum fyrir mánaðamót, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, en þeir sinna samanlagt tæplega 40 ársverkum. Stefnt er að því að fækka ársverk- um á spítalanum um 140 til viðbótar með t.d. lækkun starfshlutfalls ein- stakra starfsmanna og með því sem kallað hefur verið „starfslok án upp- sagna.“ Það þýðir m.a. að starfs- menn sem hafa verið ráðnir á reynslutíma fá ekki ráðningu áfram. Alls munu aðgerðirnar snerta störf og kjör 502 starfsmanna LSH á einn eða annan hátt. Þeir eiga á næstu dögum að fá í hendur bréf þar sem gerð er grein fyrir þessum breytingum. Hafa þeir síðan frest fram á mánudag til að andmæla þeim breytingum. Þeir forystumenn stéttarfélaga sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru sammála um að aðgerðirnar myndu koma niður á þjónustu spítalans. Einar Oddsson, formaður starfsmannaráðs spítal- ans, segir m.a. að það sé ekki hægt að skera meira niður öðruvísi en það komi niður á þjónustunni. Ekki ráðið í stöður sem losna Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga, segir að beinar uppsagnir meðal hjúkrunarfræðinga á spítal- anum séu fáar. Um 40 hjúkrunar- fræðingar þurfa að minnka starfs- hlutfall sitt eða fara á eftirlaun fyrr en áætlað var. Auk þess verður ekki ráðið í þær stöður sem fyrirsjáan- legt er að muni losna á næstunni. Þá þarf, segir Elsa, að breyta vakta- fyrirkomulagi um 110 hjúkrunar- fræðinga, en það þýðir m.a. minni yfirvinnu. Elsa segir, um aðgerðir spítalans almennt, að hún hefði viljað að farið yrði í þær eftir að nefnd heilbrigð- isráðherra um hlutverk spítalans hefði skilað sínum niðurstöðum. „Ég hefði haldið að þannig myndu að- gerðirnar vera markvissari,“ segir hún. Elsa segir ennfremur að hún telji útilokað annað en að aðgerð- irnar muni bitna á þjónustunni við sjúklinga. Hún segir að hingað til hafi vantað hjúkrunarfræðinga á LSH. Og með því að fækka stöðu- gildum hljóti það að koma niður á þjónustunni. Engin endurnýjun Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að fækkun ársverka lækna um 21 muni snerta 37 lækna, með einum eða öðrum hætti. Sumir þurfi að minnka starfshlutfall sitt og aðrir þurfi að fara fyrr á eftirlaun en áætlað var. Þá verði þeir ekki endurráðnir sem hafi tímabundna ráðningu. „Ég lít á þetta allt sem uppsagnir,“ segir hann og vísar m.a. til þess að í raun sé verið að segja þeim upp sem þurfi að hætta fyrr vegna aldurs en áætlað var. „Ég lít á það sem upp- sögn þegar menn eru ekki spurðir hvað þeir vilja.“ Alls munu sparnað- artillögur LSH snerta 107 lækna eins og áður sagði, en stór hluti þeirra þarf að taka á sig breytingar á vinnufyrirkomulagi eða vöktum. Sigurbjörn segir aðgerðirnar koma illa niður á læknum, ekki síst í samanburði við aðrar stéttir innan spítalans. Hann segir sem dæmi að margfalt fleiri hjúkrunarfræðingar starfi innan spítalans en læknar. Hjúkrunarfræðingar séu um 1.240 en læknar um 560. Þrátt fyrir það eigi að fækka ársverkum lækna um 21 en ársverkum hjúkrunarfræð- inga um 23. Sigurbjörn tekur einnig fram að vegna fækkunar ársverka lækna verði litlar líkur á nýráðningum lækna á næstu tveimur til þremur árum. „Það þýðir að engin ný þekk- ing kemur inn í læknisfræðina í tvö til þrjú ár í gegnum unga og ný- þjálfaða lækna. Það verður því stöðnun sem þýðir í raun og veru afturför hvað læknisfræðina varðar. Það er ekki minna áhyggjuefni heldur en uppsagnirnir sjálfar.“ Mikil vanlíðan Aðferðir LSH munu snerta störf 38 sjúkraliða en fækka á ársverkum þeirra um fjórtán og hálft. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir að níu sjúkraliðum verði sagt upp störfum. Einhverjir sjúkraliðar eru að hætta sökum aldurs, að sögn Kristínar, og ekki verður ráðið í þau störf sem fyrirsjáanlegt er að losni. Kristín segir að sér lítist engan veginn á aðgerðirnar. Telur hún að þær eigi eftir að hafa ófyrirsjáan- legar afleiðingar. Hún segir að margir hafi bent á að vísa eigi fólki í auknum mæli á heilsugæsluna, en þar séu líka vandamál á ferðinni. Til dæmis hafi stór hópur fólks ekki að- gang að heilsugæslunni, m.a. vegna þess að erfitt sé að fá heimilslækna. Og þeir sem hafi heimilislækni þurfi oft að bíða í margar vikur eftir að komast að hjá lækninum. Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar stéttar- félags, segir að líklega þurfi um sjö félagar í stéttarfélaginu að hætta störfum á LSH á næstu vikum vegna sparnaðaraðgerðanna. Hún segist ekki hafa nákvæmar upplýs- ingar um hve fækka eigi um mörg ársverk en tekur fram að því verði aðallega náð með eðlilegri starfs- mannaveltu. Félagar í Eflingu starfa m.a. í eldhúsi, við umönnun aldraðra og fatlaðra, svo dæmi séu nefnd. Alls verður 52 starfsmönnum Landspítala sagt upp störfum fyrir mánaðamótin Starfsmenn hafa and- mælarétt fram yfir helgi Morgunblaðið/Júlíus dóma hjá börnum á síðustu tíu árum á Læknadögum á Nordica hóteli í gær. Þar fjallaði hann um breyttar bata- horfur, nýjungar í skurðaðgerðum og breytingar í lyfjameðferð. Um 30 börn þurfa skurðaðgerð vegna meðfædds hjartagalla á Íslandi á hverju ári. Samkvæmt íslenskri rannsókn sem gerð var fyrir nokkru er nýgengi allra hjartagalla hér á landi 1,7% meðal lifandi fæddra barna sem er nokkuð hærra en alþjóðlegt meðaltal sem er í kringum 1%. Gylfi segir að hafa beri í huga að greining- artækni hafi stórbatnað, hjartagallar séu greindir með hjartaómun þar sem fram komi minnstu hjartagallar sem sérfræðingum yfirsást áður. Að sögn Gylfa er venjulega búið að meðhöndla flesta hjartagalla fyrir skólaaldur barna, þar af mikinn BATAHORFUR og meðferðarmögu- leikar barna sem fæðast með hjarta- galla hafa stórbatnað síðastliðinn ára- tug og fleiri hjartaaðgerðir eru nú gerðar á nýburum strax eftir fæðingu en áður var tæknilega mögulegt. Fyr- ir 10-15 árum var dánartíðni eftir hjartaaðgerð á börnum á bilinu 10- 15% en í dag er hún undir einu pró- senti. Dánartíðni innan við 1% „Stóra breytingin í rauninni er sú að lifun þessara barna er mjög að batna og líka meðferðarmöguleikar, þ.e. það er ekki bara að nú er hægt að bjóða nánast öllum sem fæðast með hjartagalla meðferð heldur er lifunin líka mjög að batna,“ segir Gylfi Ósk- arsson barnalæknir sem hélt erindi um nýjungar í meðferð hjartasjúk- meirihluta á fyrstu 2-3 árum í ævi barnsins. „Markmiðið hjá okkur núna er það að það fari enginn í gegnum uppvaxtarárin með ógreindan hjarta- galla. Það er að verða að raunveru- leika í dag,“ segir Gylfi. Hann segir að tæknilega sé nú jafn mögulegt að framkvæma hjartagerð á nýbura og á eldra barni. Allstór hópur þeirra sem greinist með smá- vægilegan hjartagalla þurfi hinsvegar lítillar meðferðar við. Þá eru þau börn sem greinast með einfaldan hjarta- galla sem má „lækna“ með einni skurðaaðgerð. Loks er það minnsti hópurinn, 10- 15 börn á ári sem gera þurfi endur- teknar aðgerðir á á unga aldri eða eina aðgerð sem síðan sé endurtekin þegar viðkomandi er orðinn ungling- ur eða fullorðinn. Batahorfur barna með hjartagalla hafa stóraukist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.